Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YFIR 200 þúsund Íslendingar eru skráðir í miðlægum gagnagrunni lög- reglu en grunnurinn heldur utan um bæði dagbók og málaskrá lögreglunn- ar. Grunnurinn geymir því mikið magn persónuupplýsinga og mikil- vægt að tryggja að aðgangur að skránni sé takmarkaður, eins og fram kemur í nýjum úrskurði Persónu- verndar í máli starfsumsækjanda hjá tollstjóra sem veitti samþykki sitt fyr- ir því að skoða mætti málaskrá henn- ar hjá lögreglu. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að tollstjóra hefði verið óheimilt að afla upplýsinganna, eins og fram kom í blaðinu í gær. Aðgangur takmarkaður við lögreglu Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að upplýsingar úr gagnagrunn- inum séu ekki veittar nema hinn skráði leiti eftir þeim sjálfur. Allir þeir sem skráðir eru í gagnagrunn lögreglunnar hafa rétt á að fá afrit af þeim upplýsingum sem þar er að finna, skv. 8. gr. reglugerðar 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu og skriflegum beiðnum um slíkt er best að beina til embættis rík- islögreglustjóra. Jónmundur segir að aðgangur að upplýsingunum sé takmarkaður við lögreglu og að aðrar ríkisstofnanir hafi ekki aðgengi að þessum upplýs- ingum. Lögreglumenn hafa almennt aðgang að upplýsingum síðustu fimm ára, en yfirmenn lögregluembætta hafa fullan aðgang sem og lögreglu- menn sem sinna sérstökum verkefn- um. Samkvæmt reglugerðinni er Fangelsismálastofnun og ákæruvald- inu veittur aðgangur að upplýsingum eins og nauðsyn krefur til að sinna lögboðnum verkefnum. Jónmundur segir að auk þess hafi verið í gangi samstarf milli tollstjóra og lögreglu í tengslum við fíkniefnamál og hafi embætti tollstjóra því verið veittur aðgangur að grunninum. Dagbók og málaskrá ólík Miðlægi gagnagrunnurinn var sett- ur saman árið 1988, að sögn Jón- mundar. Eins og áður sagði byggist grunnurinn á annars vegar skráning- um í dagbók lögreglu og hins vegar í málaskrá en þessar skrár eru ólíkar. Dagbókin heldur utan um öll verkefni lögreglu og er ekki takmörkuð við sakamál. Þannig kemur til dæmis fram í dagbók ef lögregla aðstoðar við einhver smáviðvik. Málaskrá heldur hins vegar utan um allar kærur til lögreglu og koma þar fram upplýs- ingar úr lögregluskýrslum um aðila sem tengdust málinu með einhverjum hætti. Í reglugerðinni segir m.a. að í mála- skrá skuli fara upplýsingar um nöfn málsaðila og annarra sem málið varð- ar, ásamt kennitölu, lögheimili og dvalarstað. Miðlægur gagnagrunnur geymir því ekki eingöngu upplýsing- ar um brotamenn, heldur ýmsa fleiri. Þar geta verið nöfn þeirra sem eru staddir á brotstað þegar lögregla kemur og tekur niður nöfn þeirra og fólk sem tilkynnir árekstur, svo dæmi séu tekin. Í úrskurði Persónuverndar er tekið dæmi um mann sem er gest- komandi í húsi þar sem fíkniefni finn- ast. Ef nafn hans færi í lögreglu- skýrslu kæmi það fram í málaskrá lögreglu, þótt hann tengdist málinu ekki á neinn hátt að öðru leyti. Við- komandi yrði þó ekki skráður í kerf- inu sem kærður. Jónmundur segir að málaskráin og dagbókin séu saman í gagnagrunnin- um, sem nú kallast í daglegu tali „lög- reglukerfið“, og ekki séu gerð form- leg skil þar á milli. Þannig er ekki skilið á milli þeirra sem skráðir eru í dagbók annars vegar og í málaskrá hins vegar. Rangar upplýsingar skal leiðrétta Í 12. grein reglugerðarinnar er tek- ið fram að hafi rangar eða villandi persónuupplýsingar verið skráðar, eða skráningin farið fram í heimild- arleysi, skuli lögregla sjá um að þær upplýsingar verði leiðréttar, eða þeim eytt. Jónmundur segir að slíkar leiðrétt- ingar komi stundum eftir ábendingar hins skráða. Upplýsingum getur verið eytt úr gagnagrunninum þegar þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu lögreglu- starfa vegna aldurs upplýsinga eða af öðrum ástæðum, eins og fram kemur í 13. grein reglugerðarinnar. Upplýsingar um 200 þúsund Íslendinga eru skráðar í miðlægan gagnagrunn lögreglu Skráðir eiga rétt á upplýsingum um sig Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Við hæfi að staldra við og sýna þakklæti Morgunblaðið/Þorkell Flugfólk annast hugvekju, söng og hljóðfæraleik við flugguðsþjónustuna. Flugguðsþjónusta í Grafarvogskirkju FLUGGUÐSÞJÓNUSTA verður haldin í Grafarvogskirkju á morgun, sunnudaginn 29. maí, kl. 11. Er það í fyrsta sinn sem slík guðsþjónusta er haldin hér á landi. Rafn Jónsson flugstjóri er fulltrúi Félags atvinnuflugmanna í undir- búningsnefnd guðsþjónustunnar. Hann segir að Björn Þverdal, gæða- stjóri Flugfélags Íslands, hafi átt hugmyndina að þessari athöfn. Að- alþema hennar verður að þakka áfallalítið farþegaflug hér, en ekki hefur orðið stórslys í innanlandsflugi síðan flugslysið varð í Skerjafirði sumarið 2000. Þá hafi flug Íslendinga á alþjóðlegum flugleiðum gengið slysalaust frá 1978. „Það er við hæfi að staldra við og sýna þakklæti fyrir hve vel hefur gengið. Einnig verður þeirra sem farist hafa í flugslysum minnst í athöfninni,“sagði Rafn. „Ef allir eru taldir hér á landi sem vinna að flugi á jörðu og í lofti, þá skipta þeir þúsundum.“ Rafn segir marga samverkandi þætti hafa stuðlað að auknu flugör- yggi á undanförnum árum. „Flug- vélaflotinn er almennt nýrri og full- komnari en áður var. Síðan hefur flugleiðsögutækni fleygt gríðarlega fram bæði í lofti og á jörðu. Einnig er óhætt að segja að flugmenn séu bet- ur menntaðir nú en áður. Allar reglur hafa verið hertar gríðarlega og eft- irlit flugmálayfirvalda hefur stórauk- ist. Ég held að þessir þættir hafi ráð- ið mestu um fækkun óhappa í flugi.“ Starfsfólk í flugstarfsemi hér á landi annast guðsþjónustuhaldið að mestu. Benóný Ásgrímsson, yfirflug- stjóri Landhelgisgæslunnar, mun flytja hugvekju. Þá mun flugfólk ann- ast fjölbreyttan söng og hljóðfæra- leik. Meðal annars mun Flugfreyju- kórinn, sem hefur æft undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, syngja ásamt félögum úr kvartett flugstjóra, Þuríður Sigurðardóttir myndlistar- maður og fyrrverandi flugfreyja syngur einsöng og organisti er Ólaf- ur W. Finnsson flugstjóri. Prestur er sr. Vigfús Þór Árnason. Kaffiveitingar að guðsþjónustu lokinni eru í boði fyrirtækja og stétt- arfélaga sem tengjast flugi. Þyrla, annaðhvort frá Landhelgisgæslunni eða í einkaeigu, verður væntanlega við kirkjuna fyrir guðsþjónustu og um kl. 10.30 munu fallhlífarstökkv- arar lenda við kirkjuna. Þá mun Björn Thoroddsen leika listir sinar á listflugvél yfir Grafarvogi eftir guðs- þjónustuna. LEIKSKÓLABÖRNIN á Tjarnar- landi á Egilsstöðum hittust á Vil- hjálmsvelli og tóku þátt í Tjarn- arlandsleikunum 2005. Um eitthundrað börn og þrjátíu starfs- menn leikskólans skemmtu sér þar við ýmsar þrautir, svo sem reip- tog, sápukúlublástur, jafnvæg- islistir og langstökk. Að endingu fékk hver maður gómsæta sam- loku og safafernu til að næra sig á, enda allir orðnir svangir eftir hlaup og hróp. Nú hefur heldur betur skipt um veður á Héraði, um miðjan dag í gær var þar sólskin, hæg norðaustangola og 7 stiga hiti. Spáð er hlýnandi veðri. Hér- aðsmenn eru enda allir aðrir í sinninu og komnir út til vorverka eftir hraglandann undanfarnar vikur. Leikskólabörn á Egils- stöðum gerðu sér glaðan dag á Tjarnarlandsleikum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stokkið inn í vorið HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yf- ir karlmanni á þrítugsaldri, sem dæmdur var í 12 mánaða fangelsi fyrir samræði við 12 ára gamla stúlku. Var ákærði einnig dæmdur til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í miskabætur. Fram kemur í dómi héraðsdóms að með því að gerast sekur um kyn- ferðismök við barn yngra en 14 ára hefði ákærði brotið ákvæði hegning- arlaga, sem löggjafinn hefur sett til að veita æskufólki vernd með tilliti til kynferðislegrar hegðunar. Yrðu þessi mörk ekki upphafin með sam- þykki barnsins. Að áliti dómsins var brot ákærða alvarlegt og beindist gegn mikilvægum hagsmunum. Hann var tvítugur að aldri þegar hann framdi brotið og hafði þá fjór- um sinnum hlotið refsingar, m.a. fyrir þjófnað og líkamsárás. Í Hæstarétti dæmdu hæstarétt- ardómararnir Guðrún Erlends- dóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Ingi- björg Benediktsdóttir. Verjendur voru Hreinn Pálsson hrl. og Sig- urður B. Halldórsson hdl. Sækjandi var Ragnheiður Harðardóttir frá ríkissaksóknara. Eins árs fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot VÖRÐUR, björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjargar á Pat- reksfirði, var kallað út kl. sex í gær- morgun vegna vélarvana báts um 1,5 sjómílur suður af Látrabjargi. Björgunarskipið brást þegar við kalli og kom að bátnum um kl. 8.10. Á staðnum var hæglætisveður og lít- ill sjór. Báturinn, sex tonna plastbát- ur, var dreginn til hafnar á Patreks- firði. Vörður er eitt þeirra björgunarskipa sem ætlað er að end- urnýja í björgunarátaki Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Skv. frétt frá félaginu þykir ljóst að nýtt skip hefði verið mun fljótara á vettvang. Vélarvana bátur dreginn til hafnar LÖGREGLAN í Keflavík hafði í gær ekki fengið frekari tilkynn- ingar um mann á rauðum bíl sem sagður er hafa reynt að lokka ung börn upp í bifreiðina til sín og segir Jóhannes Jensson aðstoðaryfirlög- regluþjónn að hugsanlega hafi um- fjöllun fjölmiðla um málið orðið til þess að hrekja manninn á braut. Hann brýnir fyrir börnum að fara aldrei upp í bíla með ókunnugum. Ekkert sést til rauða bílsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.