Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 35 UMRÆÐAN LANDSFUNDUR Samfylking- arinnar, sem fram fór um síðustu helgi, var athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Auðvitað ber hæst að þar lauk einhverri lengstu kosningabaráttu sem um getur hér á landi með skýrum sigri Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur og er auð- vitað full ástæða til að óska henni til hamingju með þau úrslit. Lands- fundurinn mun þó tæpast marka þau tímamót í Íslandssögunni sem ýmsir talsmenn flokksins láta í veðri vaka. Skiptir þar mestu að flokks- menn gáfust upp við það verkefni að marka flokknum skýra stefnu í ýms- um mikilvægum málaflokkum. Mik- ið var rætt um almenn hugtök á borð við jafnrétti, lýðræði og nú- tímalega aðferðafræði, sem flestir geta í sjálfu sér tekið undir, en minna um stefnuna í einstökum málaflokkum, þar sem raunveruleg- ar átakalínur í stjórnmálum birtast. Þarna birtist með öðrum orðum sama tilhneiging og gætti hvað eftir annað hjá talsmönnum flokksins í aðdraganda síðustu alþingiskosn- inga, þegar ýmsum áleitnum spurn- ingum var svarað með óljósum hætti og vísað til fyrirhugaðrar stefnumótunarvinnu í framtíðinni. Er frestur á illu bestur? Í viðtali í Kastljósi á sunnudags- kvöldið greip nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar meðal annars til þess ráðs að skýra stefnuleysi flokksins á fjölmörgum sviðum með því að flokkurinn væri ungur og því eðlilegt að stefna hans væri enn í mótun. Hér er auðvitað um frekar neyðarlega málsvörn að ræða, enda eru nú liðin sex ár frá því að Sam- fylkingin bauð fyrst fram til Alþing- is og fimm ár frá því flokkurinn var formlega stofnaður. Haldnir hafa verið að minnsta kosti tveir lands- fundir flokksins, fyrir utan stofn- fund, vorþing og fjölmarga aðra málefnafundi. Tæp tvö ár eru liðin síðan settur var á fót svonefndur Framtíðarhópur flokksins til að marka stefnuna og þótt markmiðið hafi verið að ljúka þeirri vinnu fyrir þennan landsfund var niðurstaðan sú, að meirihluta þeirra skilagreina, sem einstakir starfshópar á vegum Framtíðarhópsins unnu, var vísað áfram til frekari meðferðar og um- fjöllunar innan flokksins. Nú er markmiðið að Framtíðarhópurinn skili endanlegum niðurstöðum sín- um á sérstöku stefnuþingi, sem halda á næsta vetur. Og jafnvel þótt Samfylkingin sé ungur flokkur í samanburði við ýmsa aðra flokka verður að athuga, að í forystusveit hans eru fjölmargir einstaklingar, sem hafa margra ára og jafnvel áratuga reynslu úr stjórnmálum, bæði á vettvangi Al- þingis og sveitarstjórna. Menn geta því tæpast skýrt vandræðaganginn á þessum landsfundi með reynslu- leysi þess fólks sem að flokknum stendur. Í því sambandi er líka vert að hafa í huga, að í þessum hópi er að finna einstaklinga með óvenju mikla reynslu af því að stofna til nýrra stjórnmálaflokka og fram- boða. Sennilegra er að illa gangi að ná saman um stefnumálin. Flokkur án forsögu? Málsvörnin um að Samfylkingin sé svo ungur flokkur verður líka dá- lítið veik þegar horft er til þess að flokkurinn varð ekki til úr engu. Áð- ur en kom til sameiginlegs framboðs undir merkjum Samfylkingarinnar höfðu íslenskir vinstri menn talað árum saman um að þær forsendur, sem áður urðu til þess að skipa þeim í marga flokka, væru horfnar og málefnagrunnurinn væri í öllum grundvallaratriðum sá sami hjá ís- lenskum jafnaðarmönnum, hvort sem þeir tilheyrðu Alþýðuflokki, Al- þýðubandalagi, Þjóð- vaka eða Kvennalista. Ef einhver innistæða hefði verið fyrir þess- um fullyrðingum hefði því verið eðlilegt að álykta sem svo, að auðvelt yrði fyrir þessa „breiðfylkingu jafnaðarmanna“ að ná saman um stefnuna, ekki síst eftir að hörð- ustu vinstri mennirnir drógu sig út úr sam- einingarviðræðunum og stofnuðu Vinstri hreyfinguna – grænt framboð. Sú virðist þó ekki vera raunin. Nú, sex árum eftir að Samfylkingin kom fyrst fram á sjónarsviðið og óskaði eftir umboði kjósenda til að stjórna landinu, er stefnumót- unarvinnan ekki komin lengra á veg en birtist á þessum landsfundi. Samfylkingarfólk ýtir málefnaágreiningi á undan sér og skilar auðu í fjölmörgum mikilvægum álita- málum íslenskra stjórnmála. Það verður spennandi að sjá hvort sú vinna skilar þeim árangri, að Samfylk- ingunni takist að ljá slagorðum sínum eitt- hvert innihald eða hvort umræðu- stjórnmálin verða áfram bara um- búðastjórnmál. Samfylkingin skilar auðu Birgir Ármannsson fjallar um nýafstaðinn landsfund Samfylkingarinnar ’Samfylkingarfólk ýtirmálefnaágreiningi á undan sér og skilar auðu í fjölmörgum mikil- vægum álitamálum ís- lenskra stjórnmála.‘ Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- víkurkjördæmi suður. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.