Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 35
UMRÆÐAN
LANDSFUNDUR Samfylking-
arinnar, sem fram fór um síðustu
helgi, var athyglisverður fyrir
margra hluta sakir. Auðvitað ber
hæst að þar lauk einhverri lengstu
kosningabaráttu sem um getur hér
á landi með skýrum sigri Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur og er auð-
vitað full ástæða til að óska henni til
hamingju með þau úrslit. Lands-
fundurinn mun þó tæpast marka
þau tímamót í Íslandssögunni sem
ýmsir talsmenn flokksins láta í veðri
vaka. Skiptir þar mestu að flokks-
menn gáfust upp við það verkefni að
marka flokknum skýra stefnu í ýms-
um mikilvægum málaflokkum. Mik-
ið var rætt um almenn hugtök á
borð við jafnrétti, lýðræði og nú-
tímalega aðferðafræði, sem flestir
geta í sjálfu sér tekið undir, en
minna um stefnuna í einstökum
málaflokkum, þar sem raunveruleg-
ar átakalínur í stjórnmálum birtast.
Þarna birtist með öðrum orðum
sama tilhneiging og gætti hvað eftir
annað hjá talsmönnum flokksins í
aðdraganda síðustu alþingiskosn-
inga, þegar ýmsum áleitnum spurn-
ingum var svarað með óljósum
hætti og vísað til fyrirhugaðrar
stefnumótunarvinnu í framtíðinni.
Er frestur á illu bestur?
Í viðtali í Kastljósi á sunnudags-
kvöldið greip nýkjörinn formaður
Samfylkingarinnar meðal annars til
þess ráðs að skýra stefnuleysi
flokksins á fjölmörgum sviðum með
því að flokkurinn væri ungur og því
eðlilegt að stefna hans væri enn í
mótun. Hér er auðvitað um frekar
neyðarlega málsvörn að ræða, enda
eru nú liðin sex ár frá því að Sam-
fylkingin bauð fyrst fram til Alþing-
is og fimm ár frá því flokkurinn var
formlega stofnaður. Haldnir hafa
verið að minnsta kosti tveir lands-
fundir flokksins, fyrir utan stofn-
fund, vorþing og fjölmarga aðra
málefnafundi. Tæp tvö ár eru liðin
síðan settur var á fót svonefndur
Framtíðarhópur flokksins til að
marka stefnuna og þótt markmiðið
hafi verið að ljúka þeirri vinnu fyrir
þennan landsfund var niðurstaðan
sú, að meirihluta þeirra skilagreina,
sem einstakir starfshópar á vegum
Framtíðarhópsins unnu, var vísað
áfram til frekari meðferðar og um-
fjöllunar innan flokksins. Nú er
markmiðið að Framtíðarhópurinn
skili endanlegum niðurstöðum sín-
um á sérstöku stefnuþingi, sem
halda á næsta vetur.
Og jafnvel þótt Samfylkingin sé
ungur flokkur í samanburði við
ýmsa aðra flokka verður að athuga,
að í forystusveit hans eru fjölmargir
einstaklingar, sem hafa margra ára
og jafnvel áratuga reynslu úr
stjórnmálum, bæði á vettvangi Al-
þingis og sveitarstjórna. Menn geta
því tæpast skýrt vandræðaganginn
á þessum landsfundi með reynslu-
leysi þess fólks sem að flokknum
stendur. Í því sambandi er líka vert
að hafa í huga, að í þessum hópi er
að finna einstaklinga með óvenju
mikla reynslu af því að stofna til
nýrra stjórnmálaflokka og fram-
boða. Sennilegra er að illa gangi að
ná saman um stefnumálin.
Flokkur án forsögu?
Málsvörnin um að Samfylkingin
sé svo ungur flokkur verður líka dá-
lítið veik þegar horft er til þess að
flokkurinn varð ekki til úr engu. Áð-
ur en kom til sameiginlegs framboðs
undir merkjum Samfylkingarinnar
höfðu íslenskir vinstri menn talað
árum saman um að þær forsendur,
sem áður urðu til þess að skipa
þeim í marga flokka, væru horfnar
og málefnagrunnurinn væri í öllum
grundvallaratriðum sá sami hjá ís-
lenskum jafnaðarmönnum, hvort
sem þeir tilheyrðu Alþýðuflokki, Al-
þýðubandalagi, Þjóð-
vaka eða Kvennalista.
Ef einhver innistæða
hefði verið fyrir þess-
um fullyrðingum hefði
því verið eðlilegt að
álykta sem svo, að
auðvelt yrði fyrir
þessa „breiðfylkingu
jafnaðarmanna“ að ná
saman um stefnuna,
ekki síst eftir að hörð-
ustu vinstri mennirnir
drógu sig út úr sam-
einingarviðræðunum
og stofnuðu Vinstri hreyfinguna –
grænt framboð.
Sú virðist þó ekki vera raunin.
Nú, sex árum eftir að Samfylkingin
kom fyrst fram á sjónarsviðið og
óskaði eftir umboði kjósenda til að
stjórna landinu, er stefnumót-
unarvinnan ekki komin
lengra á veg en birtist
á þessum landsfundi.
Samfylkingarfólk ýtir
málefnaágreiningi á
undan sér og skilar
auðu í fjölmörgum
mikilvægum álita-
málum íslenskra
stjórnmála. Það verður
spennandi að sjá hvort
sú vinna skilar þeim
árangri, að Samfylk-
ingunni takist að ljá
slagorðum sínum eitt-
hvert innihald eða hvort umræðu-
stjórnmálin verða áfram bara um-
búðastjórnmál.
Samfylkingin skilar auðu
Birgir Ármannsson fjallar
um nýafstaðinn landsfund
Samfylkingarinnar ’Samfylkingarfólk ýtirmálefnaágreiningi á
undan sér og skilar auðu
í fjölmörgum mikil-
vægum álitamálum ís-
lenskra stjórnmála.‘ Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
víkurkjördæmi suður.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur
mbl.is
smáauglýsingar