Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 64
FJÖLMENNI var á glæsilegum lokatónleikum tón-
leikaferðalags Kristins Sigmundssonar og Jónasar
Ingimundarsonar um Norðurlönd sem fóru fram í
Klettakirkjunni í Helsinki föstudagskvöldið 20. maí. Á
dagskrá tónleikanna voru íslensk sönglög m.a. eftir
Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson og Sigfús Einarsson,
söngljóð eftir Franz Schubert og óperuaríur úr Rak-
aranum í Sevilla og Don Carlo.
Tvö stærstu dagblöð Finnlands, Helsingin Sanomat
og Hufvudstadsbladet, birtu afar jákvæðar umsagnir í
kjölfar tónleikanna. Eftir tónleikana birtist gagnrýni í
Helsingin Sanomat eftir Hannu-Ilari Lampila, einn að-
altónlistargagnrýnanda Finna, undir yfirskriftinni:
„Mikill maður með mikla rödd. Með hlýju og næmi kom
Kristinn Sigmundsson, sá og sigraði … Líkamleg stærð
bassasöngvara og bassabaritóna þarf ekki endilega
alltaf að vera í samræmi við umfang sjálfrar radd-
arinnar. Hinn stóri íslenski víkingur, Kristinn Sig-
mundsson, bassasöngvari, veldur ekki vonbrigðum.
Röddin er jafn stæðileg og maðurinn sjálfur. Það er þó
ekki stórfengleiki raddar Kristins Sigmundssonar sem
er áhrifamestur í söng hans, heldur kjarnríki, hlýja,
fegurð og margbreytileiki hennar … Svona einlægar
og ekta tilfinningar eru sjaldséðar nú til dags.“
Síðar í gagnrýninni stendur: „Í flutningi sínum á
þremur óperuaríum sannaði Kristinn Sigmundsson að
hann tilheyrir meisturunum á sínu sviði … Samspil
Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar,
píanóleikara, var fullkomið. Píanóleikarinn hafði sér-
stakan hæfileika til að bregðast við sístreymandi og lif-
andi flutningi listamannsins … Í lokin tók söngvarinn
aríu úr Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Kristinn
Sigmundsson sleppti sér alveg í samsuðu af kómískri
illgirni og vitleysu hlutverksins og hreif áhorfendur
með sér.“
Eftir tónleikana var móttaka í bústað sendiherra-
hjónanna í Helsinki, Jóns Baldvins Hannibalssonar og
Bryndísar Schram. Þar var margt um góða gesti úr
tónlistar- og menningarlífi Finna, m.a. Monica Groop
óperusöngkona sem söng með Kristni í Kölnaróperunni
og Petri Sakari sem er Íslendingum að góðu kunnur
sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Tónlist | Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson
Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson í
Klettakirkjunni í Helsinki.
Glæsilegir tónleikar í Helsinki
64 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VERKIÐ er einskonar göng með inn-
byggðri fjarvíddarvillu byggð úr ein-
angrunarplasti og hengd í loftið
þannig að þau svífa rétt yfir yfirborði
gólfsins og fara á hreyfingu við
minnstu snertingu. Áhorfandinn
verður fyrir tvenns konar skyntrufl-
unum fyrir vikið, bæði hvað varðar
lengd ganganna og vegna hreyfing-
arinnar sem valda ekki ósvipaðri
skynvillu og menn verða fyrir þegar
þeir eru ekki vissir um hvort báturinn
hreyfist eða bryggjan og áhrifin ekki
ólík vægri sjóriðu. Carsten Höller
lagði stund á nám í landbún-
aðarfræðum með atferli skordýra
sem sérgrein, en í framhaldi af því fór
hann að skapa myndlist. Það má
segja að sérgrein hans nú sé að kanna
atferli sýningargesta í innsetningum
sínum og gagnvirkum skúlptúrum
um leið og hann beinir sjónum sínum
að þeim kerfum sem liggja að baki til-
veru mannsins. Samkvæmt texta sem
fylgir með sýningunni er áhorfandinn
þannig orðinn viðfang listamannsins í
rannsóknum hans á skynjun og sál-
arfræði, og listamaðurinn einskonar
dulbúinn atferliskönnuður. Þessi skil-
greining á listamanninum sem vís-
indamanni og áhorfandanum sem við-
fangi hefur verið áberandi í
samtímalistum í þó nokkurn tíma og
skilgreiningin ein og sér nær ekki að
vera áhugaverð lengur nema útfærsl-
an sé þeim mun betur heppnuð.
Stundum hefur áhorfandinn það á til-
finningunni að listamenn álíti þá ekki
skynja né upplifa umhverfi sitt á
þann margbrotna hátt sem mögu-
leikar þess hafa og verkin bera oft
keim af einhverri skynjunaruppeld-
isfræði. Þá líkjast innsetningarnar
oft strúktúrum á vísindasöfnum
og tívolíum sem hafa svipað
kennslugildi hvað varðar brellur
skynjunarinnar með mismunandi
miklu skemmtana- og afþreying-
argildi. Þegar gengið er inn í göng
Höllers má segja að áhorfandinn
upplifi verkið sem skynheild, þar
sem blandast saman væntingar
vegna fyrirfram gefinna upplýs-
inga um eðli og virkni verksins við
reynsluheim hans og minning-
artengsl á forsendum myndlist-
ararfs jafnt sem hið hversdags-
lega. Þannig verður efnisnotkunin
stór hluti af heildarupplifuninni,
lyktin af einangrunarplastinu er
mjög sterk og athyglin beinist að
áferð og eðli efnisins sem við flest
þekkjum sem ódýrt og létt bygg-
ingarefni. Það verður þess
valdandi að þrátt fyrir sjónrænan
massívan þunga innsetning-
arinnar þá leiðréttir heilinn sam-
stundis þann þátt og áhorfandinn
skynjar verkið létt í samræmi við
efnið. Verkið nær þar af leiðandi
ekki að vekja efasemdir né rugla
áhorfandann í rýminu að ráði,
hvað þá að kollsteypa forsendum
áhorfandans fyrir skynjunum sínum
sem samkvæmt texta sýningarinnar
er ætlun listamannsins. Þetta kemur
þó ekki í veg fyrir að hægt sé að hafa
gaman af innsetningunni. Verkið
virkar einfalt og tært og nær að hafa
áhrif á jafnvægisskynið og fjarvídd-
arupplifunina um leið og það kemur
örugglega mörgum tímabundnum
listunnendum þægilega á óvart
hversu fljótlegt er að skoða og upplifa
það, nú þegar svo mikið framboð er á
myndlist á stuttum tíma.
Einfalt, létt og skemmtilegt
MYNDLIST
Listahátíð
Carsten Höller.
„Reykjavík Swinging Corridor“.
Opið miðvikudaga til sunnudaga 14–18.
Sýningin stendur til 10. júlí.
Safn
Verk Carsten Höller.
Þóra Þórisdóttir
Morgunblaðið/Golli
ÞRÍR af fjórum ljóðaflokkum úr
nýrri ljóðabók Njarðar P. Njarð-
vík, Aftur til steinsins (Undir
regnboga; Veistu eitthvað um
vindinn; Steinatal), hafa verið
þýddir á búlgörsku og gefnir út í
sérstakri bók með heitinu Tajn-
opis na dukha (Huldurit andans).
Fenginn var Íslendingur í Búlg-
aríu, Ægir E. Sverrisson, til að
hráþýða ljóðin, en síðan tók við
eitt helsta ljóðskáld Búlgara,
Ljubomir
Levchev. Í
formála seg-
ist hann sjá í
ljóðunum
hina venju-
legustu hluti
umbreytast í
goðsöguleg
undur, vind-
inn, stein-
ana, regn-
bogann, og
jafnvel
hrafnarnir sem hoppa á götunum
séu ekki venjulegir heldur njósn-
arar Óðins. Hann lýkur formála
sínum með þessum orðum:
„Þakka þér fyrir, gamli vinur
minn! Þakka þér fyrir skáldskap-
inn þar sem þú sameinar
heimsættirnar og þar sem við
getum verið saman. Í þetta sinn
kemur þú ekki í heimsókn. Með
þessari bók verður þú hér að ei-
lífu.“
Bókin er 85 blaðsíður gefin út
af Artik 2001. 99 eintök eru inn-
bundin, númeruð og árituð.
Ljóð Njarðar P.
Njarðvík á búlgörsku
Njörður P. Njarðvík
Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Rokksveit Rúnars
Júlíussonar í kvöld
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Í kvöld kl 20
Síðasta sýning
CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ
Sirkusinn sem allir tala um!
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20,
Fö 3/6 kl 20, Lau 4/6 kl 20, Su 5/6 kl 20,
Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 kl 20, Lau 11/6 kl 20
Aðeins 3 sýningarhelgar eftir
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT, Su 5/6 kl 14 - UPPSELT,
Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17,
Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20,
Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20
Aðeins þessar sýningar
25 tímar
Dansleikhús/samkeppni
LR og Íd í samstarfi við SPRON
Fi 9/6 kl 20 - kr. 2.500
Einstakur viðburður
TRANS DANSE EUROPE
Tanec Praha, Tékklandi
Su 29/5 kl 20 - Miðasala hjá Listahátíð
ÞUMALÍNA
Frá Sólheimaleikhúsinu
Fi 2/6 kl 20 – kr 1.000
TRANS DANSE EUROPE
Nomadi Productions - Finnland
Su 29/5 kl 17:00
Miðasala hjá Listahátíð
Stóra svi›i›
DÍNAMÍT - Birgir Sigur›sson
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR - H.C. Andersen
fiETTA ER ALLT A‹ KOMA - Hallgrímur Helgason/leikger› Baltasar Kormákur
M†RARLJÓS - Marina Carr
Sun. 29/5 nokkur sæti laus. Allra síðasta sýning
Smí›averkstæ›i› kl. 20:00
Valaskjálf Egilsstö›um
RAMBÓ 7 - Jón Atli Jónasson
EDITH PIAF Á AUSTURLANDI - Söngdagskrá
Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00.
Mi›asala á Bókasafni Héra›sbúa.
Opi› alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546
9. sýn. fös. 3/6 nokkur sæti laus, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6.
Í kvöld lau. 28/5 örfá sæti laus, lau. 4/6 örfá sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6.
Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana.
Í dag lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00 nokkur sæti laus.
Síðustu sýningar í vor.
Í kvöld lau. 28/5 örfá sæti laus, fös. 3/6 nokkur sæti laus, lau. 4/6.
Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is. Miðasalan er opin
kl. 12:30-18:00 mán. og þri. Aðra daga kl. 12:30-20:00. símapantanir frá kl. 10:00 virka daga
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
ÞÚ VEIST HVERNIG ÞETTA ER
Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins. Stúdentaleikhúsið.
Þri. 31/5 kl. 20:00 uppselt kl. 22:30 nokkur sæti laus.
ÞÚ VEIST HVERNIG ÞETTA ER
ÁHUGALEIKSÝNING ÁRSINS 31. MAÍ!
loftkastalinn.is
552 3000☎
STÓRKOSTLEGUR SÖNGLEIKUR
Nokkur sæti laus í kvöld - Tryggðu þér miða strax!
• Laugardag 28/5 kl 20 NOKKUR SÆTI LAUS
• Föstudag 3/6 kl 20 LAUS SÆTI
• Laugardag 4/6 kl 20 LAUS SÆTI
sýnir
ENGINN MEÐ
STEINDÓRI
- fjölskyldusplatter
í Möguleikhúsinu
Í kvöld kl. 20.00.
Síðustu sýningar!
Miðasala í s. 551 2525
og á www.hugleikur.is
Sýningin hentar ekki börnum.