Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að þótt skipu- lagshugmyndir sjálfstæðismanna séu athyglisverðar geti þær sprengt upp lóðaverð í borg- inni. Eins veki athygli að í til- lögunum sé nán- ast ekkert vikið að Vatnsmýr- inni. „Mér finnst þetta athyglis- verðar hug- myndir og fegin að fá loksins uppbyggilegar hugmyndir frá D- listanum. Það vekur þó athygli það sem er ekki í þessum tillögum, til dæmis er alveg litið framhjá Vatnsmýrinni. Mér finnst það líka athyglisvert að þetta er óljóst og til langrar framtíðar og virðist ekki taka mið af næsta kjörtíma- bili,“ segir Steinunn og bætir við að þær miklu fjárfestingar sem ráðast á í veki upp ákveðnar spurningar, sérstaklega miðað við lóðaverð eins og það er í dag. „Þessar hugmyndir geta sprengt upp lóðaverðið sem mörgum þykir auðvitað nógu hátt fyrir.“ Dýrt að fara út í landfyllingar og brúargerð Tillögur sjálfstæðismanna gera ráð fyrir að með landfyllingunni myndist aukið lóðaframboð og lóðaverð lækki í kjölfarið. Steinunn segist ekki gefa mikið fyrir þá út- reikninga. „Það vita allir að bæði er dýrt að gera landfyllingar og ég tala nú ekki um að gera brú út í Viðey. Mér finnst líka ansi mikið á sig lagt að finna svæði undir 30.000 manna byggð en líta alveg framhjá Vatnsmýrinni. Ég held að það helgist af því hve skiptar skoðanir eru í þeirra hópi um Vatnsmýrina, að menn hafi ekki getað komið sér saman um að spila henni út,“ segir Steinunn. Hún segir að hugmyndir um Vatnsmýrina séu það sem greini á milli fylkinganna, þar sem R-list- inn vilji horfa til Vatnsmýrarinnar og þéttrar byggðar þar en sjálf- stæðismenn segi pass við Vatns- mýrinni. „Það er auðvitað mjög sérstakt að búa til land með þessum mikla tilkostnaði meðan til staðar er land í Vatnsmýrinni þar sem hægt væri að fara í þéttari byggð með minni tilkostnaði.“ Búið að kjósa um flugvöllinn Í tillögum sjálfstæðismanna er talað um að láta vinna hagkvæmni- athugun á Vatnsmýrinni og gefa svo borgarbúum kost á að taka upplýsta ákvörðun um málið. Segja sjálfstæðismenn að til greina komi að halda aðrar kosn- ingar um framtíð flugvallarins, en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði að fyrir- hugaðar viðræður borgaryfirvalda og samgönguráðuneytisins um framtíð svæðisins geri niðurstöðu kosninganna frá 2001 um framtíð flugvallarins í raun að engu. Steinunn segist vera ósammála þessu. „Það er búið að kjósa um framtíð flugvallarins og niðurstaða liggur fyrir. Þó ekki hafi borið mikið á milli er búið að kjósa um þetta svæði og nú er í gangi vinna sem miðar að því að draga fram þessa mismunandi kosti.“ Steinunn segir að sá grundvall- armunur sem er á skipulagshug- myndum R-listans og sjálfstæðis- manna, endurspeglist vel í tillögum D-listans. Hún segir sjálf- stæðismenn vilja dreifða borg með því að byggja í útjaðrinum en horfa framhjá þeim miklu mögu- leikum sem liggja í Vatnsmýrinni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir um tillögur D-listans „Þessar hugmyndir geta sprengt upp lóðaverðið“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is HÓPUR kvenna með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu var meðal þeirra sem gerðu tilboð í Símann, í samstarfi við erlenda aðila. Hóp- urinn stendur að einkahlutafélag- inu D8, sem er kennt við upphafs- reit svörtu drottningarinnar í skák. „Okkur fannst þetta vera leið til þess að auka áhrif kvenna með því að koma að stóru fyrirtæki eins og Símanum sem eigendur,“ segir Dagný Halldórsdóttir, forsvars- maður og stjórnarformaður D8. Dagný starfar í dag sem aðstoð- arforstjóri Neyðarlínunnar, en var áður aðstoðarforstjóri Íslandssíma, og stofnaði og rak netveituna Skímu. Auk hennar eru Arndís Kristjánsdóttir og Sigríður Hall- grímsdóttir skráðar í stjórn félags- ins, skv. upplýsingum úr hluta- félagaskrá Ríkisskattstjóra. Dagný segir að aðrar konur sem standi að D8 ehf. séu allar með reynslu sem nýtist við rekstur fyr- irtækis á borð við Símann, svo sem á sviði stjórnunar, rekstrar og fjár- festinga, að ógleymdri mikilli reynslu úr upplýsingatæknigeiran- um og fjarskiptaumhverfinu. Hún vill ekki gefa upp hvaða aðrar kon- ur standi að D8 að svo komnu máli. Hópur kvenna gerði tilboð í Símann „ÉG er aðeins að glíma við lofthræðsluna,“ sagði ein konan í gönguhópnum sem gekk í Laufskörð við Esjuna eldsnemma í gærmorg- un, og var ekki að furða því skörðin eru snar- brött og hrasi menn getur fallið verið hátt og sjálfsagt banvænt. Þó að flestir göngumenn hafi borið sig vel er öruggt mál að marga sundl- aði þegar þeir lögðu út á einstigið sem hlykkj- ast eftir norðurhlíðum skarðanna. Og hefði Ferðafélag Íslands ekki verið nýbúið að leggja göngustíg og leggja keðju á erfiðustu staðina er hætt við að fleiri en einn hefðu orðið frá að hverfa sökum loft- eða lífhræðslu og hinum hefði örugglega liðið talsvert verr. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var meðal göngumanna og blés hann vart úr nös. Gangan í gærmorgun var fimmta morg- unganga Ferðafélagsins í þessari viku og urðu Laufskörðin fyrir valinu m.a. til að vekja at- hygli félagsmanna og annarra göngugarpa á þeim framkvæmdum sem staðið hafa yfir í skörðunum. Þar hefur hópur sjálfboðaliða frá Ferðafélaginu lagt ágætan göngustíg og með því gert leiðina færa flestum. Með meitlum, slaghömrum og haka hefur verið gerður ágæt- ur stígur, þó hann sé svo sem ekki sérlega breiður, sérstaklega ekki að mati lofthræddra. Rafstöð sem vegur 16 kíló var sömuleiðis borin upp að skörðunum til að hægt væri að bora göt fyrir járnhæla sem reknir voru niður meðfram stígnum. Í járnhælana var síðan fest keðja sem göngufólk getur gripið í til halds og trausts. Framkvæmdunum er ekki að fullu lok- ið en væntanlega verður allt til reiðu í næstu viku. Umbætur á Þverfellshorni handan við hornið Fyrir þá sem ekki er vel kunnugir Esjunni er rétt að taka fram að Laufskörðin eru á milli Móskarðahnjúka og Hátinds Esjunnar, skammt vestan við Skálafell. Svo örmjóir eru tindarnir í skörðunum að hægt er að setjast klofvega á þá þannig að annar fóturinn er sunn- anmegin og hinn norðanmegin við fjallið. Gönguleiðin er afskaplega falleg og um- hverfið bara talsvert hrikalegt á köflum. Blaða- manni þótti sem Esjan hefði aldrei verið fal- legri en í morgunsólinni í gærmorgun en það er auðvitað mögulegt að hið fádæma góða veður, útsýni svo langt sem augað eygði og hin feiki- lega góða stemning í gönguhópnum hafi aukið enn á fegurð fjallsins. Göngustígurinn sem nú hefur verið lagður í Laufskörðin er að sönnu mikil samgöngubót sem dregur verulega úr slysahættu og vænt- anlega einnig úr lofthræðslu. Þó að flestir þeirra 8–10.000 manna, sem slegið hefur verið á að klífi Esjuna árlega, gangi á Þverfellshorn, leggja æ fleiri á lítt troðnari leiðir á fjallið og nærfjöll þess. Nú er í bígerð að bæta verulega efsta hluta gönguleiðarinnar á Þverfellshorn og hefur sú áætlun verið rædd á æðstu stöðum, þ.e.a.s. milli forsætisráðherra og borgarstjóra Reykja- víkur. Þegar svo valdamiklir embættismenn eru komnir í málið getur varla verið langt að bíða þar til framkvæmdir hefjast. Villugjarnt og slysahætta efst Svo heppilega vildi til að forsætisráð- herrann, Halldór Ásgrímsson, var einmitt einn þeirra sem gekk um Laufskörðin í gærmorgun. Hann var því spurður um fyrirhugaðar úrbæt- ur á Þverfellshorni. „Ég hef orðið var við það nokkrum sinnum þegar ég hef farið upp á Esj- una að fólk er að villast efst í klettunum og þarna hafa orðið slys. Það er til mikillar fyr- irmyndar sem Ferðafélag Íslands er að gera í Laufskörðunum og það þarf að gera það sama efst í Þverfellinu. Þeir segja mér að þeir ætli að gera það og mér finnst að það þurfi að ganga í það sem fyrst. En auðvitað þurfa Reykjavík- urborg og ríkið að hjálpa til við þetta því þetta er vinsælasta leið Reykvíkinga þegar þeir fara í fjallgöngur. Þetta er nú ekki mikið mál, það þarf bara að koma þessu í gang,“ sagði Halldór. Aðspurður sagðist Halldór fara annað slagið í fjallgöngur þó hann væri ekki ekki eins dug- legur og hann vildi. Hann hefði þó farið tvisvar upp á Esjuna í þessum mánuði og ferðin í gær- morgun var því þriðja ferðin á fjallgarðinn í mánuðinum. „Að mínu mati er ganga á Esjuna besta leiðin til að þjálfa sig fyrir sumargöng- urnar og að mínu mati eru þeir færir í flest sem fara sæmilega léttilega á Esjuna,“ sagði hann. Gönguleiðin kynnt í sumar Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR og fyrr- verandi forseti Ferðafélagsins til níu ára, hefur haldið utan um göngustígagerðina í Lauf- skörðum en tekur strax fram að hugsuðurinn á bak við stíginn sé Valdimar Valdimarsson. Höskuldur segir að stígagerð um skörðin hafi staðið til áratugum saman en í vor hafi menn loks drifið sig af stað. Í sumar ætlar Ferðafélagið að kynna ræki- lega gönguleiðina í Laufskörð, m.a. með því að gefa út barmmerki með mynd af Laufskörðum og útbúa kort af gönguleiðum uppi á Esjunni. Drög að slíku korti verða birtar á vef Ferða- félagsins og þar geta menn lagt fram at- hugasemdir og tillögur. Það er því viðbúið að vinsældir Laufskarðanna aukist hratt og er það verðskuldað. Göngustígagerð Ferðafélags Íslands í Esjunni miðar að því að draga úr slysahættu Dregið úr lofthræðslu í Laufskörðum Ferðafélag Íslands hefur lagt göngustíg um einstigið í Laufskörðum og forsætisráðherra hefur rætt við borgarstjóra um svipaðar um- bætur á Þverfellshorni Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Áður en komið er upp að Laufskörðum eru snarbrattir klettar á vinstri hönd. Gönguleiðin er þó flestum fær, sérstaklega að lokinni stígagerð Ferðafélagsins. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, og Hall- dór Ásgrímsson forsætisráðherra ganga öruggum skrefum á nýja göngustígnum. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, hefur haldið utan um framkvæmdir í skörðunum. Hann veit fátt betra en ganga í skörðin þegar kvöldsólin skín. Morgunblaðið/Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.