Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fylgið foringjanum, það er komið nóg af þessu yfirþyrmandi „góðæri“. Lýðurinn verður
gerður að aumingjum með þessu.
Í kjölfar þess aðóbyggðanefnd lýstieftir eignarréttindum
sem féllu innan þjóðlendu-
kröfusvæðis ríkisins, hófst
kynning á kröfunum sl.
miðvikudag. Svæðið sem
um ræðir spannar Öxar-
fjarðarhrepp, Raufar-
hafnarhrepp, Svalbarðs-
hrepp, Þórshafnarhrepp,
Skeggjastaðahrepp,
Vopnafjarðarhrepp,
Fljótsdalshérað og Fljóts-
dalshrepp. Ljóst er að
mikið ber á milli máls-
aðila. Skv. áætlun
óbyggðanefndar á að flytja málin í
haust að fengnum athugasemd-
um. Lögmenn telja að úrskurður
óbyggðanefndar fáist eftir u.þ.b.
ár. Landeigendur vona þó að úr-
skurður liggi fyrr fyrir því óviss-
an er erfið og nánast óþolandi fyr-
ir marga hverja, því viðræður um
hagsmuni eru á fleiri vígstöðvum.
T.d. er búið að stofna landeigend-
afélög bæði á Jökuldal og í Fljóts-
dal um virkjunartengda bóta-
samninga við Landsvirkjun á
grundvelli beins eignarréttar,
með fyrirvara um niðurstöðu
óbyggðanefndar. Er um stórar
fjárhæðir að ræða og fræðilega
séð geta þeir sem fengið hafa nú
þegar bætur vegna virkjunar-
framkvæmdanna orðið endur-
greiðsluskyldir.
Sjö lögmenn
Fari kröfur ríkisins fyrir dóm-
stóla, sem líklegt verður að teljast
með fjölmörg málanna, tefjast
málslyktir enn frekar. Sjö lög-
menn annast nú mál fyrir landeig-
endur á svæðinu. Einn þeirra,
Bjarni G. Björgvinsson hjá Lög-
heimtunni, segir varnarbaráttuna
verða harða. „Ég leyfi mér þó að
vera frekar bjartsýnn fyrir svæð-
ið í heild. Ég byggi það á þeim
heimildum sem til eru um byggð á
hálendinu hér víða og síðan þarf
að rekja frá frumheimildum
hvernig þetta hefur verið talið til
eignar í gegnum tíðina. Auðvitað
er þetta flókið og menn að skylm-
ast með gamla máldaga og lýs-
ingar, annála og ýmislegt aftur í
tíðina og á áreiðanleika þessa get-
ur oft verið vandasamt mat. Þetta
byggist og heilmikið á þekkingu
jarðeigendanna sjálfra og kemur í
ljós að þeir eru oft býsna fróðir
um sínar jarðir og þekkja til gam-
alla og kannski lítt kunnra heim-
ilda. Að því leyti til er málið út af
fyrir sig gott, þó menn séu ekki
sammála um hvernig kröfulína
ríkisins er dregin. Í þessari um-
ferð eru dregnar upp allar þekkt-
ar heimildir um jarðir sem undir
þetta falla og það út af fyrir sig
merkilegt og þarft mál“ segir
Bjarni.
Reykjahlíð í brennidepli
Regula lögmannsstofa fer með
málefni um 60 jarða. Segir Frið-
björn Garðarsson, lögmaður þar á
bæ, að þeim sem vinni fyrir land-
eigendur lítist að mörgu leyti vel
á fyrir þeirra hönd. „Því er þó
ekki að neita að á sumum svæðum
eru heimildir mjög á reiki, bæði
um stofnun eignarréttar og fram-
salsröð. Þetta eru flókin mál og
menn þurfa að fara langt aftur í
aldir því sönnunarbyrðin er land-
eigandans liggur mér við að segja.
Ef landamerkjabréf eða annað
slíkt liggur fyrir á sönnunarbyrð-
in að vera ríkisins, en er það bara
ekki í reynd.“
Í upphafi var talið að erfiðast
yrði að sanna eignarrétt landeig-
enda Brúar á Jökuldal, annarrar
stærstu jarðar landsins. Lög-
menn eru nú bjartsýnir þar sem
áreiðanleg gögn, s.s. þinglýsing,
þykja liggja fyrir um landamerki.
Svo er einnig um Reykjahlíð,
stærstu jörð landsins, sem er í
brennidepli á móti Brú. Fleiri
mjög stórar jarðir liggja undir,
eins og Hof í Goðdölum, sem á
land að Hofsjökli og fleiri gamlar
jarðir í Skagafirði sem telja sig
eiga land inn á Sprengisand og
Hofsjökul. Menn horfa og til
Nýjabæjarafréttar sem bæði Ey-
firðingar og Skagfirðingar reka fé
á og alls hins firnastóra svæðis
norðan jökla. Þá hafa viðkomandi
lögmenn nokkrar áhyggjur af
vörnum jarða í Fljótsdal.
Ólafur H. Jónsson, formaður
landeigendafélags Reykjahlíðar,
segir að viturlegra hefði verið að
taka á þeim svæðum sem ekki eru
með þinglýst landamerki. „Það er
vont að þurfa að verja löngu við-
urkenndan og þinglýstan eignar-
rétt sinn alveg niður í bæjarlæk“
segir Ólafur. „Ef ekki er hægt að
samþykkja þinglýsta hundrað ára
og eldri gjörninga, hverju megum
við búast við í framtíðinni? Það
verður fróðlegt að sjá hvað allt
þetta mun kosta og hverjar lyktir
verða fyrir ríkið.“ Nytjar af hrein-
dýrum, en arður af veiðum fellur
til ábúenda jarða, gera málið
nokkru flóknara en annars staðar.
Ríkið hafnar því að ábúendur geti
sett fram kröfur um eignarrétt en
talið er hæpið að neita þeim um
aðild að málum.
Mörgum landeigendum hefur
brugðið vegna málskostnaðar-
ákvarðana óbyggðanefndar þeim í
óhag og þykir landeigendum óvið-
eigandi að þurfa bera fjárhagslegt
tjón vegna mála sem til er stofnað
að frumkvæði ríkisins og þeir eru
nauðugir að verja hendur sínar
gagnvart. Óbyggðanefnd er með
þetta til skoðunar.
Fréttaskýring | Óbyggðanefnd lýsir eftir
athugasemdum við þjóðlendukröfur
Skylmast með
máldögum
Lögmenn landeigenda leita logandi
ljósi að gögnum er styðja eignarrétt
Óbyggðanefnd hefur svæði 5 til meðferðar.
Landeigendur þurfa að
sanna eignarréttinn
Óbyggðanefnd kynnir nú þær
kröfur sem lýst hefur verið
vegna meðferðar þjóðlendumála
á Norðausturlandi. Er um að
ræða kröfur fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkisins um þjóð-
lendur, þ.e. landsvæði utan eign-
arlanda og einnig kröfur ann-
arra um eignarréttindi á sömu
svæðum. Kynning krafnanna
stendur til 30. júní og þurfa at-
hugasemdir að berast Óbyggða-
nefnd fyrir 11. júlí nk.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is