Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 54

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Esther BlöndalStenseth fædd- ist í Reykjavík 24. desember 1915. Hún andaðist í Stillwater í Minne- sota í Bandaríkjun- um 29. desember síðastliðinn. Hún var dóttir Gunnars Halldórssonar, f. í Reykjavík 24. okt. 1894, og Sigríðar Jónsdóttur, f. í Neðridal í V-Eyja- fjallahreppi 15. júlí 1893. Kjörforeldrar Estherar voru Kirstin Katrín Þórðardóttir Guðjohnsen, f. á Húsavík 19. september 1874, d. 4. apríl 1936, og Ásgeir Lár- usson Blöndal, f. á Lambastöð- um á Seltjarnarnesi 10. febr. 1858, d. 2. janúar 1926. Fyrri maður Estherar var Zophonías Péturs- son og síðari mað- ur hennar Melvin Eugene Stenseth og eru þeir báðir látnir. Esther var hús- móðir alla tíð. Hún bjó lengi í Alaska með síðari eigin- manni sínum. Þau fluttu síðar til Minnesota, þar sem hún bjó alla tíð síðan. Útför Estherar fór fram ytra. Minningarathöfn verður í Húsavíkurkirkju í dag og hefst hún klukkan 14. Jarðsett verður í Húsavíkurkirkjugarði. Elsku guðmóðir mín. Það fyrsta sem kom upp í huga mér, er ég fékk að vita andlát þitt, var; loksins kom- in heim. Þú bjóst í nær 50 ár í Bandaríkjunum og varst alltaf með heimþrá, öll árin. Lengi vel kölluðu þú og Bubbi frændi mig Eilíf Antonsson, vegna þess að ég fæddist mánuði seinna en ætlað var og átti þar að auki að vera strákur. Síðan kom Melvin inn í þitt líf, en þið kynntust á Vellinum, þar varst þú símadama og hann officer. Við systur kölluðum hann alltaf Mel frænda. Fyrsta heimili ykkar var í Keflavík, og þær voru ekki fáar heimsóknirnar til ykkar. Þið ofdekr- uðuð mig í bak og fyrir, enda leið mér alltaf eins og ég væri alvöru prinsessa. Fór með ykkur oft upp á völl í Officeraklúbbinn og í búðir, allt snerist um mig. Þú varst alltaf hjá okkur í Efsta- sundi á jólunum öll árin áður en þú fluttir til Bandaríkjanna, en mamma var mágkona þín og hafðir þú alltaf gott samband við foreldra mína, Jöru og Tona. Eitt er mér minnisstætt, ég fékk alltaf að brjóta rjúpubeinið með þér; sá sem fékk stærri hlutann mátti óska sér einhvers, og ég fékk hann alltaf, en það mátti ekki segja hver óskin væri. Þú sagðir að ég mætti hvísla að þér, af því að þú værir guðmóðir mín. Ein jól var óskin mín að eignast svertingjadúkku, og fékk hana. Hvernig þér tókst að galdra hana fram er ráðgáta enn þann dag í dag. Loks var það eina helgina í Keflavík, hjá ykkur Mel frænda, að þú sagðir mér varlega, að þið vær- uð að flytja langt í burtu. Ég spurði: Er það lengra en Keflavík? Og þú svaraðir mér: Já hjartagullið mitt, langt, langt í burtu. Þá grét ég úr mér augun, heimurinn hrundi og ekki batnaði það, þegar Mel frændi sagði að þar væru skógar- birnir, ísbirnir, slöngur o.fl. Þetta fór alveg með mig, því ég var alveg sannfærð um að þessi ljótu dýr mundu örugglega borða þig því þú varst svo góð, og fædd sama dag og Jesús. Elsku guðmóðir mín, margar góð- ar og fallegar stundir átti ég með þér, t.d. þegar þú spilaðir á píanóið þitt, uppáhöldin þín voru Chopin, Liszt o.fl., öll þessi klassísku lög lifa í minningu um þig. Eftir að þú fluttir utan, en ég var sex ára þá, skrifuðumst við á öll ár- in, eða rúmlega 45 ár, og varst þú mér góður ráðgjafi og trúnaðarvin- ur. Þegar þú komst loksins til Íslands í heimsókn í fyrsta sinn, 1991, þá kom ég frá Noregi, þar sem ég var búsett, með drengina mína, alveg ógleymanleg stund er við föðmuð- umst eftir öll þessi ár. Þú varst þá hjá mömmu og pabba og við systur rændum þér og fórum austur fyrir fjall, áttum meiriháttar skemmtileg- an dag saman. Þú varst alltaf með heimþrá öll þessi ár, en íslenskan þín var alltaf tær og hrein. Núna get ég horft á myndband með þér hvenær sem er, en það kom í þættinum Ísland í dag er þeir frá Nóatúni fóru persónulega út til þín að afhenda þér jólahangikjötið o.fl. en þú verslaðir alltaf við þá öll árin. Elsku hjartans guðmóðir mín, þú kenndir mér bæn þegar þú fluttir burt, því þegar ég færi með bænina værir þú alltaf hjá mér. Með þeirri bæn ætla ég að kveðja þig að sinni, og þakka þér allt sem þú gafst mér af góðum ráðum, og alltaf stuðning, og öll fallegu orðin þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guðdóttir þín, Eyrún. ESTHER BLÖNDAL STENSETH Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl Bækur Mannlíf og saga fyrir vestan 16. hefti. Mannlíf og saga fyrir vest- an 16. hefti er komið í bókaversl- anir. Fjölbreytt efni að vanda. Vestfirka forlagið. Sé það að vestan er það gott. jons@snerpa.is Gvendur dúllari Útimarkaður í dag Mikið magn góðra bóka á 200 kr. stk. Hús- gögn o.fl. m/góðum afslætti Komið og gerið góð kaup. Gvendur dúllari - alltaf góður hvar sem er, Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði, sími 511 1925 Garðar Garðsláttur, trjáklippingar, garðaúðun, beðahreinsun o.fl. Hér færðu alla viðhaldsþjónustu á einum stað fyrir garðinn. Garðlist, sími 554 1989, www.gardlist.is . Garðeigendur athugið! Garð- sláttur fyrir heimili og húsfélög. Ódýr, vönduð og góð þjónusta! Uppl. hjá Sigurði í síma 823 1064 eða með tölvupósti: siggi_bj@hotmail.com. Gisting Spánn Íbúð til leigu á Barcelona (laus í sept.) einnig á Menorca (laus í sumar.) Upplýsingar í síma 899 5863. Heilsa Án verkjalyfja. Tæki fyrir vöðva- bólgu, gigt, tennisolnboga, slitna hásin, brjósklos, bakverk og fleira. BIO-STIM tólf blöðkutæki. Vaxta- mótun, verkjameðferð. PAIN FREE krónískir verkir. Pantanir á www.infrarex.com netverslun og 865 4015. Póstsendi um allt land. Heimilistæki Nýlegur Eletroluxe frystiskápur úr stáli til sölu, 180 cm. Einnig nýr hvítur ísskápur, 140 cm. Báðir enn í ábyrgð. Einnig til sölu Ariston ísskápur, 140 cm og frystiskápur, 125 cm. Uppl. í síma 587 2036 e. kl. 15.00. Hljómtæki Flottar græjur á ótrúlegu verði - Onkyo A801 Magnari - 15 þús. / Kenwood - DVF3530 dvd&cd - 8 þús. / Kenwood - DPF3030 cd - 5 þús. / Yamaha - DVD-S510 dvd&cd 8 þús. / Panasonic DVD- RA61 dvd - 5 þús. / Panasonic DVD-RV60 dvd - 5 þús. / Sony - F170 Magnari 10 þús / Sony CDP- CE215 cd 5 diska magasín - 8 þús. / Mission - 2 fallegir viðar- litaðir hátalar 8 þús. / Mission - 2 svartir hátalar 5 þús. Allt mjög nýlegt. S. 699 2011. Húsgögn Til sölu vegna flutnings vel með farin húsgögn. Upplýsingar gefur Svanur í síma 893 5055 sjá einnig http://www.islandia.is/svanur/ Til sölu vegna flutninga. Tvö Honduras maoghony sófa- borð, annað 80x140 cm og hitt 48x74. Upplýsingar í síma 848 7605. Perluskelslagað sófasett og tveir stólar. Fallega perluskels- lagað antiksófasett til sölu, u.þ.b. 60 ára. 3ja sæta sófi og 2 stólar. Mosagrænt á litinn. Verð aðeins 60 þús. S. 699 2011. Ég veit þú vilt mig. Fallegur rauðbrúnn hornsófi til sölu úr efni sem gott er að þrífa, stórir mjúkar púðar í bakið. Einnig getur hliðar- stóll í stíl selst með. Tilboð óskast, s. 699 6807 Jóhanna. Húsnæði í boði Studioíbúð til leigu frá 2.júní. Íbúðin er 23 fm að stærð og er í blokk. Aðeins reglusamt og reyk- laust fólk kemur til greina. Leiga á mánuði er 38 þúsund. Ekki er hægt að vera með þvottavél í íbúð. Upplýsingar í síma 554 2004 og 696 8905. Húsnæði í boði rúmgott einstak- lingsherb. með hreinlætisaðstöðu og litlu eldhúsi miðsvæðis í borg- inni (105 Rvík). Langtímaleiga. Reglusemi algjört skilyrði. Upp- lýsingar í síma 551 5158 til kl. 20.00. Falleg 3ja herb. til leigu. Leigu- tíminn er 15/06-15/08. Fullbúin húsgögnum og húsbúnaði. Gervi- hnattadiskur. Leiga er 75 þ. á mán. + 6.000 í hússjóð. Einungis reyklaus og reglusamur leigjandi óskast. Nánari uppl. í síma 694 2369/588 2506 eða colin@internet.is. Húsnæði óskast Greiðslugeta 70 þús. Óska eftir íbúð til leig, helst á höfuðborgar- svæðinu, í styttri eða lengri tíma. Einungis snoturt húsnæði kemur til greina. Hef, ef þess er óskað, meðmæli. Hildur Jonz, sími 698 2343. Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Sumarbústaður til sölu. 66 fm sumarhús á fallegum stað í kjarri- vöxnu landi í Borgarfirði ca 100 km frá Reykjavík. Stór verönd á 3 vegu. Frábært útsýni. Hitaveita. Til sýnis um helgina. Sími 861 8011. ROTÞRÆR Framleiðum rotþræ 2300 - 25000 lítra. Öll fráveiturör og tengistykki í grunninn. Sérboruð siturrör, tengistykki og fylgihlutir í situr- lögnina. Heildarlausn á hagstæðu verði. BORGARPLAST Seltjarnarnesi: S 561 2211 Borgarnesi: S 437 1370 www.borgarplast.is Getum bætt við okkur sumar- húsasmíði. Eigum margar út- færslur af teikningum. Smíðað samkvæmt byggingarstöðlum. Uppl. í síma 893 4180/893 1712. Námskeið Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumarskráning hafin. Verð frá 7.900 kr. Upplýsingar í síma 564 4030. Sporthúsið og TFK. Læknum með höndunum Birgitta Jónsdóttir heldur nám- skeið í þrýstimeðferð í Sölku, Ármúla 20, á miðvikudaginn kl. 19.00-21.00. Upplýsingar og skráning í síma 552 1122 og á salkaforlag.is Tónlist Spilarðu á hljóðfæri? Ég er rúm- lega þrítugur og söng í hljóm- sveitum á yngri árum en auk þess spila ég á kassagítar. Ég er að leita eftir skemmtilegum meðspil- urum sem eru til í að hittast 1-3 í mánuði og spila saman. Mark- miðið er ekki heimsfrægð, mark- miðið er að hafa gaman. Guðjón, gudjon@gbergmann.is. Til sölu Bílskúrssala. Innbú til sölu, allt á að seljast á tombóluverði. Gerið góð kaup! Opið milli 12 og 18. Uppl. í s. 554 2067 og 864 0666. Lerkigólfborð Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40, gul gata, sími 567 5550, fax 567 5554. sponn@islandia.is Landsins mesta úrval af DVD og geisladiskum á ótrúlegu verði. Kaupmaðurinn á horninu Kolaportinu. Landsins mesta úrval af DVD og geisladiskum á ótrúlegu verði. Kaupmaðurinn á horninu Kolaportinu. Til leigu í júní, júlí og ágúst 2ja herb. íbúð við Nýbýlaveg í Kópav- ogi. Nánari upplýsingar í síma 865 6171, Katla. Fréttir í tölvupósti Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA ÞÓRLINDSSONAR. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks sjúkrahúss- ins á Seyðisfirði. Jórunn Bjarnadóttir, Jón Ragnar Óskarsson, Hjálmþór Bjarnason, Guðlaug Björnsdóttir, Þorbjörg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU KR. ÁGÚSTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- deildar Landspítala við Hringbraut. Ársæll Þorsteinsson, Guðlaug Ársælsdóttir, Þóra Ársælsdóttir, Ragna Ársælsdóttir, Björg Ársælsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.