Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Flestir munu kannast viðorðatiltækin láta ljós sittskína og setja ekki ljóssitt undir mæliker. Þau eiga rætur sínar í Biblíunni (Matt. 5, 15) og vísar ljós upprunalega til ‘góðverka’ en síðar til ‘hæfileika’ og mæliker merkir ‘mæliaskur; ker, ílát til að mæla e-ð í’. Sá sem er góður með sig lætur bera á þekkingu sinni eða hæfileikum, lætur ljós sitt skína, og um þann sem lætur ekki lítið yfir eigin verð- leikum getum við sagt: Hann setur ekki ljós sitt undir mæliker. Í Kastljósi var nýlega (11.4.05) rætt um formannsefni Samfylking- arinnar og þá var sagt: hans [Öss- urar] störf eru undir mælikeri þessa dagana í merkingunni ‘störf hans eru í brennidepli, til skoð- unar’. Umsjónarmaður taldi satt að segja að um mismæli væri að ræða enda hefur Össur vænt- anlega engan áhuga á að setja störf sín undir mæliker í hefðbund- inni merkingu. En það var ekki svo vel að dæmið væri stakt því að tveimur dögum síðar gat að líta svipaða málbeitingu: Þeir sem hefja leik á því að gagnrýna vinnu- brögð hljóta að hlíta því að þeirra eigin vinnubrögð séu sett undir mæliker (Mbl. 13.4.05). Umsjón- armaður hélt að umrædd orða- tiltæki væru býsna gagnsæ að merkingu en dæmin benda til að svo sé ekki. Vel má vera að merk- ing orðsins mæliker sé ekki skýr í huga allra en hér sem endranær ber að fara eftir málvenju. Í pistlum sínum hefur umsjón- armaður nokkrum sinnum vikið að því að í máli sumra virðist nokkur óvissa um notkun forsetninganna að og af. Þessi óvissa leiðir til þess að notkun forsetningarinnar að færist í vöxt á kostnað forsetning- arinnar af. Grunnmerking forsetn- ingarinnar að vísar m.a. til hreyf- ingar, t.d. ganga að e-u (tilboði), vinna að e-u, stefna að e-u o.s.frv. Forsetningin af vísar hins vegar til hreyfingar af stað (hvaðan) en einnig til háttar, t.d. vinna að e-u af alefli og vinna af heilum hug. Sam- kvæmt þessu ætti að vera skýr merkingarmunur á orðasambönd- unum vinna af heilindum og vinna að heilindum. Hið fyrra er algengt og auðskilið en hið síðara sam- ræmist ekki málvenju. Í Frétta- blaðinu var þó að finna eftirfarandi dæmi: ég þekkti ekki leikhúsfólk að öðru en vinna að heilindum hvað með öðru (6.5.2005). Af svipuðum toga eru fjölmörg önnur dæmi. Þannig er mikill munur á því að taka sér alræð- isvald og taka að sér tiltekið verk- efni. Þessum orðasamböndum virðist hafa slegið saman í eftirfar- andi dæmi: taka að sér alræðisvald (Útv. 1.4.05). – Fram til þessa hafa menn lagt fram tillögur um e-ð eða tillögur til breytingar á lög- um en nú er öldin önnur, t.d.: til- lögur að breyt- ingum (Fréttabl. 13.5.04); leggja fram tillögur að kjarasamningi (Fréttabl. 6.5.04); lagt fram breyt- ingartillögur við tillögu samgönguráðherra ... að samgönguáætlun (Mbl. 9.5. 2005) og ... frumvarp að lögum [þ.e. til laga] (Mbl. 17.3.05). Slík dæmi eru ekki til fyrirmyndar. Orðatiltækið hafa ekki erindi sem erfiði (‘ná ekki markmiði sínu (þrátt fyrir mikla viðleitni)’) á sér fornar rætur því að svipað orðafar er að finna í Eddukvæðum. Ætla má að það hafi lengi verið í föstum skorðum. Nýlega rakst umsjón- armaður á dæmi um afbökun þess: Japanski utanríkisráðherrann hafði ekki árangur sem erfiði er hann flaug til Peking ... (Fréttabl. 16.4.05). Nýlega (Mbl. 15.5.05) las um- sjónarmaður ágæta grein eftir Freystein Jóhannsson í Morg- unblaðinu um svo kallað Dýra- fjarðarmál (tilraunir Frakka til að ná fótfestu á Vestfjörðum um miðja 19. öld). Þar fór saman skemmtilegt efni og áhugavert og ágæt framsetning. Þar var t.d. komist svo að orði: En Repp reri ekki einni ár í Dýrafjarðarmálinu og Á hinn bóginn hafa Danir vafa- laust rennt í grun, að ... Í fyrra dæminu notar greinarhöfundur sjaldgæft orðatiltæki sem að mati umsjónarmanns hljómar vel og er fyllilega gagnsætt að merkingu. Í síðara dæminu er um að ræða orðasamband sem er nokkuð á reiki í nútímamáli: renna grun í e-ð eða (síður) e-n rennir grun í e-ð. Notkun greinarhöfundar er í sam- ræmi við málvenju og uppruna. Nafnorðið skotspónn merkir ‘skotskífa, skotmark’ og af því eru mynduð orðasamböndin hafa e-n að skotspæni ‘veitast að e-m, hæð- ast að e-m; beina spotti sínu að e-m’ og heyra e-ð á skotspónum ‘fá lausafregnir um e-ð/af e-u’. Þessi orðasambönd eiga sér langa sögu í íslensku og eru hluti af eðlilegu máli. Hitt er nýtt og getur ekki tal- ist til fyrirmyndar að beina skot- spónum að e-u ‘gagnrýna e-ð’ eins og lesa mátti í grein í Morgun- blaðinu: Í báðum greinunum er skotspónunum beint að svokölluðu ‘tveggja lækna mati’ (Mbl. 7.4.05). Úr handraðanum Sagnarsambandið dirka e-ð upp er hvorki að finna í íslenskum orðabókum né í skrám Orðabókar Háskólans. Umsjónarmanni er það þó tamt, t.d. dirka upp lás/læsingu/ peningaskáp í merkingunni ‘stinga upp’. Það mun einnig vera kunnugt í myndinni dýrka e-ð upp, e.t.v. með vísan til þess er ‘e-ð er opnað með brögðum, töfrað upp’. Annar kostur er sá að telja að framburð- armyndin dírka hafi orðið dýrka við ofvöndun (eða misskilning). Orðmyndina dirka má telja rétta og er hún fengin úr dönsku: dirke noget op, dirke en lås op. Það vísar til þess að d. dirk er heiti á verk- færi sem þjófar nota en það mun vera skrautyrði myndað af þ. Didrich, sbr. einnig karlmanns- heitið Dirk. — Það er því í alla staði rétt sem stóð í Fréttablaðinu: komst úr klefa sínum með því að dirka upp lás (11.05.2005). Í pistlum sín- um hefur um- sjónarmaður nokkrum sinnum vikið að því að í máli sumra virðist nokkur óvissa um notkun for- setninganna að og af. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 52. þáttur Í BYRJUN þessa mánaðar stóð yfir sérstakt átak á vegum ÍSÍ um aukna hreyfingu sem fólst í því að hvetja fólk til að hjóla eða ganga í eða áleiðis í vinnuna í stað þess að nota einkabílinn. Þannig er hægt að slá margar flugur í einu höggi, þ.e. efla heilsu, vernda um- hverfi og spara fé. Sjálfur hafði ég ekki hjólað að ráði í áratug þegar ég lagði af stað á hjólinu ofan frá rótum Vatnsendahæðar nið- ur í miðborg Reykja- víkur. Það tók rétt ríf- lega hálftíma að hjóla þessa 10 kílómetra sem leið lá á stígum, m.a. meðfram Elliða- ánum, í Laugardalnum og meðfram Sæbraut- inni. Leiðin til baka var vissulega erfiðari, enda dálítið upp í móti síðasta spölinn. Það verður að viðurkenn- ast að maður var dálít- ið lúinn eftir fyrstu ferðirnar og aumur á vissum stöðum fyrstu dagana. En það leið hjá. Það er líka ágætt að vita af því að ef maður þreytist, eða ef það rign- ir eða hvessir verulega er yfirleitt hægt að fara með hjólið í strætó! Nagladekk eru mikill skaðvaldur Það sem vakti fyrst athygli mína á hjólaleiðinni voru öðru vísi hljóð, þ.e. árniðurinn og fuglasöngurinn í Elliðaánum, og svo þungur umferð- arniðurinn á Reykjanesbraut og Miklubraut sem var meiri en ég hafði heyrt áður, innilokaður í einka- bílnum. Ég tók eftir því að talsvert margir voru enn á nagladekkjum þótt nokkuð væri liðið á maímánuð. Nagladekkin valda ekki aðeins meiri hávaða við umferðaræðar, heldur heyrði maður bókstaflega hvernig þau rifu upp malbikið, og svo dreifa þau ryki og tjöru yfir næsta ná- grenni, valda miklum skaða á götum og eru sögð stuðla að heilsu- farsvandamálum. Þá var nú viðkunnanlegra að finna angan af gróðr- inum í Laugardalnum og lykt af sjávarþangi við Sæbrautina. Bætt lýðheilsa Þetta hjólreiðaátak leiðir hugann að um- ræðu um umhverfi og lýðheilsu sem staðið hefur yfir í Reykjavík í tengslum við endur- skoðun á umhverf- isstefnunni Staðardag- skrá 21. Nokkur atriði eru talin geta bætt lýð- heilsuna verulega. Eitt er aukin hreyfing. Ann- að er aukin fé- lagsþátttaka af ýmsu tagi. Hið þriðja er minni loftmengun í borginni. Það sem mestri loftmeng- un veldur er umferðin, bæði út- blástur frá bifreiðum og svo nagla- dekkin sem rífa upp talsvert af malbiki ár hvert. Það hlýtur því að vera forgangs- atriði að draga úr loftmengun frá umferðinni. Einfaldasta og áhrifa- ríkasta ráðið er að geyma einkabíl- inn heima, að minnsta kosti við og við, og prófa í staðinn að ganga, hjóla eða nota strætó á leið í vinn- una. Þar munar um hverja ferð. Sumir hjóla alla daga, aðrir í fáein skipti í viku eða sjaldnar. Á þann hátt getur fólk bætt heilsu og sparað útgjöld. Ekki er verra að þá verða bílastæðavandamál minni við vinnu- staði. Það er því hægt að fella nokkr- ar keilur í einu í þessu ef viljinn er fyrir hendi. Hjólað í vinnuna Stefán Jóhann Stefánsson fjallar um gildi hjólreiða Stefán Jóhann Stefánsson ’ Það hlýtur þvíað vera for- gangsatriði að draga úr loft- mengun frá um- ferðinni.‘ Höfundur er Samfylkingarfélagi og fulltrúi Reykjavíkurlistans í Um- hverfisráði Reykjavíkur. Fréttasíminn 904 1100 ÉG LEGG BARA FYRR AF STAÐ! Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grunda ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 27 94 7 05 /2 00 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.