Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Búðu þig undir samræður og samtöl við hópa og einstaklinga á næstu vikum. Einhverra hluta vegna er hugur þinn rafmagnaðri en ella um þessar mundir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið hugsar mikið um gildismat sitt á næstu vikum. Það finnur sig knúið til þess að skilgreina lífsskoðanir sínar. Ef maður veit ekki hvað er eftirsóknarvert kann maður ekki að bera sig eftir því. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Merkúr (hugsun) fer í merki tvíburans í dag. Merkúr stýrir tvíburanum og vegna áhrifa hans verður hugur þinn hvikari og virkari en ella á næstu vikum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er talsvert dulur þessa dag- ana. Hann heldur aftur af sér á einhvern hátt núna. Notaðu næstu vikur til þess að sinna rannsóknum í einrúmi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ræddu markmið þín og drauma við aðra núna og á næstu vikum. Skoðaðu hug- sjónir þínar, viðbrögð annarra koma þér að gagni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú og næstu vikur er upplagt fyrir meyjuna að ræða við stjórnendur og yf- irboðara. Einnig væri ráð að hefja nám sem nýttist þér á starfsvettvangi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hvers kyns nám, ferðalög og ævintýri sem víkka sjóndeildarhring þinn munu gleðja þig nú og á næstu vikum. Þig langar til þess að vita meira um lífið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu viðbúinn því að þurfa að standa í samningaviðræðum um fjármál og sam- eiginlegar eignir á næstunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Merkúr (hugsun) er beint á móti sól bog- mannsins núna. Það þýðir að nú er rétti tíminn til þess að útkljá þýðingarmikil málefni við aðra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er svo sannarlega í stuði fyr- ir nákvæmnisvinnu þessa dagana og verður það reyndar næstu sex vikur. Hún kemur miklu í verk á meðan. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er léttur í lund og gáska- fullur þessa dagana. Hann finnur hjá sér hvöt til þess að sletta úr klaufunum og leika sér. Þú þarft ekkert að afsaka það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tjáskipti við foreldra gegna mikilvæg- ara hlutverki en endranær á næstu vik- um. Samræður innan fjölskyldunnar og fjölskyldufyrirtæki eru í brennidepli. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú ert einstaklega skörp, flink og skap- andi að eðlisfari. Þú ert hugmyndarík og hefur unun af því að láta reyna á það sem þér dettur í hug. Þú þarft að hafa talsvert svigrúm til athafna, bæði í vinnu og einkalífi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ofurlítill, 8 ber birtu, 9 kyrrði, 10 espa, 11 treg, 13 flot, 15 lýsa heil- agt, 18 slöngva, 21 frí- stund, 22 telji úr, 23 skell- ur, 24 banamein. Lóðrétt | 2 geta á, 3 ákveð, 4 mas, 5 gróði, 6 riftun, 7 tvístígi, 12 ótta, 14 hress, 15 athvarf, 16 smá, 17 bar- daganum, 18 lítið, 19 stétt, 20 kjáni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hyrna, 4 subba, 7 góðir, 8 jafna, 9 sjá, 11 arna, 13 trén, 14 syrgi, 15 fork, 17 nóta, 20 gat, 22 karpa, 23 íhuga, 24 aurar, 25 næddi. Lóðrétt | 1 hægja, 2 ráðin, 3 aurs, 4 stjá, 5 bifar, 6 apann, 10 jarða, 12 ask, 13 tin, 15 fokka, 16 rýrar, 18 ólund, 19 ap- aði, 20 gaur, 21 tían. Tónlist Búðarklettur | Dúettinn Sessý og Sjonni með tónleika kl. 23. Sjá: sessy.net. Café Rosenberg | Santiago tónleikar kl. 23.00. Grand Rokk | Ein bjartasta von Danmerkur í þungu rokki, Mercenary, spilar í kvöld. Upphitun: Momentum, Myra og Severed Crotch. Opnað 22.00 Hressing fylgir fyrstu 100 sem mæta. 1.200 kr. inn. Laugardalurinn | Vorhátíð Skátakórsins. Útitónleikar og grill við þvottalaugarnar í Laugardal kl. 16. Tónleikagestir komi með grillmeti með sér. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Á síðasta ári fóru Nina Nastasia og Huun Huur Tu saman í tónleikaferð um Bretland, og munu þau taka nokkur óraf- mögnuð lög af dagskránni sem þau buðu upp á á þeirri ferð. Tónlistarskóli Garðabæjar | Síðustu tón- leikar skólaársins í tilefni 40 ára afmælis skólans verða haldnir kl. 16.00. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson. BANANANANAS | Sýningin Vigdís – Skapalón á striga, aðferð götunnar í gall- eríi. Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Dagsbrún, undir Eyjafjöllum | Ragnar Kjartansson. Eden, Hveragerði | Karl Theódór Sæ- mundsson. Elliheimilið Grund | Jeremy Deller. Gallerí I8 | Ólafur Elíasson. Lawrence Weiner. Gallerí Kambur | Þorsteinn Eggertsson. Sýningin stendur til 28. maí. Gallerí Sævars Karls | Jón Sæmundur með myndlistarsýningu. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Sjá www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Forum For Kunst. Gestir: Roswitha J. Pape, Werner Schaub, Lynn Schoene, Manfred Kästner, Luitgard Borlinghaus, Elke Wassmann, Klaus Sta- eck, Dik Jungling, Werner Richter. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Kling og Bang gallerí | John Bock. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro. Listasafn Árnesinga | Jonathan Meese. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir. Listasafn Íslands | Dieter Roth. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning nemenda við Listaháskóla Íslands. Mokka-Kaffi | Multimania – Helgi Sig. Sjá: www.hugverka.is. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn. Skaftfell | Anna Líndal. Slunkaríki | Hreinn Friðfinnsson, Elín Hansdóttir. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin heitir Coming Soon. Suðsuðvestur | Anna Hallin sýnir málverk, teikningar, videó-verk, skúlptúr og videó- auga. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Vestmannaeyjar | Micol Assael. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Vinnustofa Guðrúnar Kristjánsdóttur | Guðrún sýnir olíumálverk, myndbandsverk og innsetningu á vinnustofu sinni, Bald- ursgötu 12. Sjá: www.gudrun.is. Listasýning Askja – Náttúrufræðihús Háskóla Íslands | Menningardeild franska sendiráðsins kynnir sýninguna Margbreytileiki lífsins og mannkynið. Sýningin samanstendur af ljós- myndum frá öllum heiminum sem og kvik- mynd. Markmið sýningarinnar er að stuðla að því að fólk sé meðvitað um eyðilegg- ingu auðlinda í heiminum. Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig Tryggvadóttir leirlistakona sýnir verk sín í galleríinu Undir stiganum, Ráðhúsi Þor- lákshafnar. Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við Iðn- skóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín í Iðu, Lækjargötu. Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir opnar sýningu á raku–brenndum leirverkum. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Opið frá kl. 10–17. Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna sem settust að í Utah. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli. Cafe Ca- talina | Addi M. spilar í kvöld. Gaukur á Stöng | Á móti sól í kvöld. Kirkjuhvoll Kirkjubæjarklaustri | Í tilefni Íslandsmeistaramóts í Enduro (drullumalli) verður hljómsveitin Tilþrif með stórdans- leik í Kirkjuhvoli Kirkjubæjarklaustri í kvöld. Gestir verða unglingahljómsveitin The Lost toad. Klúbburinn við Gullinbrú | Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit í kvöld. Kringlukráin | Rokksveit Rúnars Júl- íussonar í kvöld kl. 23. VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveitin Úlfarnir. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til mið- nættis. Kvikmyndir Gerðuberg | Sunnudaginn 29. maí kl. 16 verður sýnd myndin Elvis That’s The Way It Is. Ókeypis aðgangur! Í tengslum við sýn- inguna Stefnumót við safnara II þar sem Baldur Garðarsson sýnir ýmsa muni tengda goðinu. Sjá www.gerduberg.is. Fundir Deiglan | Stofnfundur samtaka um fjöl- breytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði verður kl. 14. Að stofnun samtakanna stendur hópur fólks sem vill stuðla að fjöl- breytni í atvinnumálum með áherslu á ný- sköpun, þekkingariðnað og hátækniiðnað á svipuðum nótum og kemur fram í vaxt- arsamningi Eyjafjarðar. Norræna húsið | Umræðufundur í Nor- ræna húsinu 29. maí kl. 15–18. Fjallað verð- ur um lýðhyggjutilhneigingar í menningar- og stjórnmálum og tengsl þeirra við sam- tímalist. Þátttakendur eru: Jakob Boeskov, Jakob Fenger og Jani Leinonen sem taka þátt í Populism sýningunni, einn sýning- arstjóranna, Christina Ricupero og sýning- arstjórinn Vanessa Muller. Nánari uppl. á www.nordice.is. OA-samtökin | OA karladeild alla þriðju- daga kl. 21–22, að Tjarnargötu 20, Gula húsinu, 101 Reykjavík. Meginmarkmið okk- ar er að halda okkur frá hömlulausu ofáti og bera boðskap samtakanna til þeirra sem enn þjást af matarfíkn. Fyrirlestrar Gerðuberg | Sunnudaginn 29. maí kl. 15 mun Ólafur J. Engilbertsson, sagnfræð- ingur flytja fyrirlestur í Gerðubergi sem hann nefnir „Að skapa skart úr skít – um söfnun, endurvinnslu og listræna sköpun“. Aðgangseyrir er kr. 500, kaffi/te innifalið. Félagsmenn í Akademíunni greiða aðeins fyrir kaffið. Málþing Grand Hótel Reykjavík | Ljósmynd- arafélag Íslands stendur fyrir málþingi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 28. maí kl. 13, undir yfirskriftinni „Stafræna byltingin – til góðs eða ills? Á málþinginu verður reynt að leita svara við spurning- unni hvort eða hvað stafræna byltingin hafi gert fyrir ljósmyndun og myndvinnslu. ReykjavíkurAkademían | Málþing kl. 12–14, þar sem fjallað verður um: Hvernig gengur innflytjendum á Íslandi? Hvernig er að fóta sig í nýju landi eins og Íslandi? Er hægt að tala um algera samþættingu inn í nýtt samfélag? Eru útlendingafordómar á Ís- landi? Málþingið fer fram bæði á íslensku og ensku. Námskeið Gerðuberg | Skráning í listsmiðjurnar Gagn og gaman er hafin. 6.–10. júní – 6–9 ára, 20.–24. júní – 10–13 ára. Smiðjustjóri er Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður. Ráðstefnur Mosfellsbær | Íbúaþing verður í Íþrótta- miðstöð Mosfellsbæjar og Varmárskóla kl. 9.30–17. Ýmis málefni verða rædd s.s. fjöl- skyldumál, menningarmál, skipulagsmál, umhverfismál og atvinnumál. Sjá nánar á mos.is. Safnaðarheimili Oddasóknar | Odda- stefna, ráðstefna Oddafélagsins verður haldin kl. 14–17. Erindi halda: Árni Reyn- isson, Freysteinn Sigurðsson og Þór Jak- obsson. Frístundir Saab klúbburinn | Eigendur og áhuga- menn um Saab-bifreiðir munu hittast á planinu aftan við Hús verslunarinnar kl. 15 í dag til að stofna Saab klúbb. Allir velkomn- ir. www.icesaab.net. Útivist Laugardalurinn | Stafgöngudagurinn er í dag. Kynningar fara fram í hópum á eft- irfarandi stöðum: Skautahöllin í Laugardal kl. 12, 13 og 14, Árbæjarlaug í Reykjavík kl. 12, 13, Kjarnaskógi Akureyri kl. 14, Sjúkra- þjálfunarstöðin Höfn kl. 14, Akranestorgi kl. 11, Gamla Essóstöðin Borgarnesi kl. 10.30. Einnig verður klukkutíma ganga fyr- ir vana frá eftirfarandi stöðum, undir leið- sögn þjálfara: Skautahöllinni í Laugardal 14, Kjarnaskógi, Akureyri 13 og Seleyrinni, Borgarnesi 12. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Fjölmiðlar 2004 eftir Ólaf Teit Guðnason er kom- in út. Bókin geymir fjölmiðlapistla Ólafs sem birtust vikulega í Við- skiptablaðinu árið 2004. „Pistlar Ólafs Teits eru snarpir og beinskeyttir og hafa vakið mikla athygli enda hefur höfundurinn verið óhræddur við að taka kollega sína á beinið,“ segir í kynningu. Bókafélagið Ugla gefur bók- ina út. Bókin er 288 bls. Bók LISTAHÁSKÓLI Íslands braut- skráir nemendur frá skólanum á hátíðarsamkomu sem haldin verð- ur á stóra sviði Borgarleikhússins í dag kl. 14.00. Með brautskráningu lýkur sjötta starfsári Listaháskólans en alls útskrifast um 86 nemendur með fyrstu háskólagráðu í mynd- list, hönnun og arkitektúr, tónlist og leiklist, og um 27 nemendur með diplómapróf í kennslufræð- um. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur útskrifast með há- skólagráðu í arkitektúr á Íslandi. Aldei hafa svona margir nem- endur útskrifast frá Listaháskóla Íslands. Auk ávarpa rektors og fulltrúa nemenda verða á dagskránni há- tíðarræða og listflutningur. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt flyt- ur hátíðarræðu. Kynnir samkom- unnar er Hallgrímur Ólafsson, nemandi í leiklistardeild. Hátíðarsamkoma Listaháskóla Íslands SKÁTAKÓRINN heldur vorhátíð í Laugardal, nánar tiltekið við gömlu þvottalaugarnar í nágrenni Skautahallarinnar. Í tilkynningu um hátíðina segir. „Þungamiðjan í efnisskránni verða létt og skemmtileg skátalög sem kórinn hefur verið að taka upp á disk í vetur og er stefnt að útgáfu í sumar. Kórstjóri er Erna Blöndal og Örn Arnarson leikur undir á gítar. Eftir tónleikana verður slegið upp grilli og eru tónleikagestir hvattir til að mæta með eitthvað gott á grillið.“ Vorhátíð Skátakórsins Morgunblaðið/Sverrir Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.