Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 11 ’Það sem er í veði er framtíð ykkarsjálfra, barnanna ykkar, framtíð Frakk- lands og Evrópusambandsins.‘Jacques Chirac Frakklandsforseti í ávarpi til frönsku þjóðarinnar á fimmtudag, þar sem hann hvatti ákaft til þess að landsmenn samþykktu nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins, en þjóðaratkvæðagreiðsla um hana fer fram í Frakklandi í dag, sunnudag. ’Þetta eru rakalausar dylgjur og alvegfáránlegar ásakanir. Kosningabarátta mín var heiðarleg. Framkvæmd kosning- anna var bæði lögleg, eðlileg og hefð- bundin. Þetta hafa formaður kjör- stjórnar, kjörstjórnin sjálf, framkvæmdastjóri flokksins, starfsfólk flokksins á staðum sem og formaður flokksins öll staðfest.‘Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður mótmælti á fimmtudag ásökunum um óeðlileg vinnubrögð í að- draganda og framkvæmd kosningar til embættis vara- formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins, þar sem hann bar sigurorð af Lúðvík Bergvinssyni. ’Augljóslega mættu margir stuðnings-menn Liverpool ekki í vinnuna vegna timburmanna, en talsvert var líka um að stuðningsmenn Everton tækju sér frí til að forðast sigurhlakkandi starfsfélaga.‘Talsmaður atvinnurekenda í borginni Liverpool á Englandi, þar sem fimmtungur allra launþega til- kynnti forföll frá vinnu á fimmtudag, eftir sigur knattspyrnuliðsins Liverpool á ítalska félaginu AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á mið- vikudagskvöld. ’Kerfið hvetur bæði þá tekjulægri ogaðra til að setja sig í skuldir og það eru ekki mjög heppileg skilaboð út úr svona kerfi með tilliti til efnahagsstjórnar al- mennt.‘Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði á miðvikudag að til greina kæmi að endurskoða vaxtabótakerfið frá grunni, í kjölfar þess að Efnahags- og framfarastofn- unin (OECD) mælti með því í yfirliti sínu um efna- hagsmál hér á landi að dregið yrði úr útgjöldum skatt- kerfisins vegna vaxtabóta. ’Mörg tilboðanna eru feiknalega velgerð.‘Jón Sveinsson , formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, kvaðst ánægður með áhuga fjárfesta á Símanum, en nefndin ákvað í vikunni að bjóða tólf af fjórtán bjóðendum í hlut ríkisins að afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið í því augnamiði að gera bindandi tilboð fyrir júlílok. ’Þegar voldugasta ríki heims gerir lítiðúr lögum, reglu og mannréttindum, gefur það öðrum leyfi til að fremja ofbeldi af ófyrirleitni og án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að refsing hljótist af.‘Irene Khan , forsvarsmaður Amnesty International, sem kynnti ársskýrslu samtakanna á miðvikudag. ’Það er alveg ljóst, af þessum fundi, aðkominn er fram á sjónarsviðið stór og öfl- ugur flokkur, sem hefur sýnt samkeppn- ishæfni sína á hinum pólitíska markaði með eftirminnilegum hætti.‘Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að loknum landsfundi Samfylkingarinnar um liðna helgi, þar sem hún sigr- aði Össur Skarphéðinsson í formannskjöri með tveim- ur þriðju hlutum atkvæða. ’Ég ætla að vera lengi í stjórnmálum.‘Össur Skarphéðinsson lét engan bilbug á sér finna eftir að Ingibjörg Sólrún felldi hann úr formannsemb- ættinu. ’Viljið þið styðja jafnaðarmenn við sárs-aukafullar en óhjákvæmilegar breytingar á velferðarkerfinu eða viljið þið kalla yfir ykkur „róttæka markaðshyggju“ stjórn- arandstöðunnar?‘Klaus Uwe Benneter, framkvæmdastjóri þýska Jafn- aðarmannaflokksins, lýsir þingkosningunum sem boð- að var til í haust eftir sögulegan ósigur Gerhards Schröders kanslara í kosningum í sambandslandinu Nordrhein-Westfalen um liðna helgi. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ingibjörg inn og Össur út. arinnar, sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun í nefndinni en hún kemur saman á þriðjudaginn. Hann sagði að þegar málið hafi verið rætt innan nefndarinnar hafi allir verið sammála um að ekkert væri hægt að gera ann- að en að rífa húsið. Hann telur húsið vera ónýtt. Hans persónulega skoðun er þó sú að húsið eigi að fá að njóta vafans. Hann vill ekki að það verði rifið fyrr en á þurfi að halda. Það sé ekki fyrir eins og er. Hefur séð það svartara Magnús Skúlason hjá húsfriðunarnefnd er ekki sammála því að húsið sé ónýtt. Hann seg- ir að þrátt fyrir að það sé illa farið eins og hús verði þegar þau fái ekkert viðhald hafi hann séð það svartara. „Gamla Mjólkursamlagshúsið gæti orðið fínasta hús ef það yrði endurbyggt,“ sagði hann. „Mörg mjög illa farin hús hafa verið gerð upp með góðum árangri. Þetta kostar auðvitað mikla peninga og sveitarfélögin hafa oft notað að endurbætur séu dýrar sem ástæðu fyrir því að rífa gömul hús. En í aukn- um mæli er sveitarstjórnarfólk að gera sér betur grein fyrir því að gömul hús hafa ákaf- lega mikið aðdráttarafl bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Fyrir íbúa bæjanna eykur það yfirleitt ánægju þegar gömul hús eru gerð upp eða endurbyggð. Mitt álit er að það eigi að varðveita þetta hús og gera það upp. Hug- myndirnar um nýtt skipulag á þessu svæði eru mjög áhugaverðar og ég get ekki séð að húsið sé fyrir.“ Á hiklaust að rifta samningum komi eitthvað nýtt í ljós Magnús Skúlason var nýlega á ráðstefnu í Austurríki þar sem fjallað var um nýja byggð innan um gamla. Hann sagði að ágætur maður hafi þar rætt um að þótt búið væri að gera áætlanir og samninga um byggingu nýrra húsa eða að rífa gömul ætti hiklaust að rifta slíkum samningum komi eitthvað nýtt í ljós sem varðar fyrirhugaðar breytingar. „Hús eiga að fá að njóta vafans,“ sagði hann. „Gamla Mjólkursamlagshúsið er alls ekki að hrynja þótt það líti illa út. Það á því tvímæla- laust að slá því á frest að rífa það á meðan mál- in eru rædd betur. Það liggur alls ekkert á að rífa það. Húsfriðunarnefnd hefur borist bréf þar sem rætt er um að friða húsið. Um þetta bréf verð- ur fjallað á fundi á miðvikudaginn. Fordæmi eru fyrir neyðarfriðun til að koma í veg fyrir að hús verði rifin. Ég veit ekki hvort ástæða sé til að friða þetta hús en alveg kæmi til greina að varðveita það samkvæmt svokallaðri hverf- isvernd og ég tel að það ætti að gera. Þá fá húsin að standa í sínu umhverfi, en þeim má breyta til að aðlaga þau þeirri starfsemi sem þar fer fram.“ Þessi burðarbiti er farinn að síga. Magnús Skúlason hjá húsfriðunarnefnd hefur ekki áhyggjur af því. Hann segir húsið ekki vera að hrynja. Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi. Húsfriðunarnefnd taldi upphaflega aðeins þessa hlið hafa varðveislugildi en hefur nú skipt um skoðun. Gamli tækjasalurinn er mjög illa farinn. Þeir hlutar hússins sem nýttir voru undir byggingarvörudeild KB líta betur út, enda haldið betur við. Á móti því að rífa gömul hús Lára Ingþórsdóttir vill að húsið verði verndað. „Ég vil ekki að húsið verði rifið. Undir flestum kring- umstæðum er ég á móti því að rífa gömul hús, t.d. gömlu húsin við Laugaveginn í Reykjavík. Mér finnst að það eigi að gera þetta hús upp og koma því í sem upprunalegast horf. Best væri að fá fjárfesta til að gera það og gera það síðan að fjölnota menningar- húsi.“ Tilvalið félagsheimili „Ég vildi að húsið yrði gert upp,“ segir Guðrún Grímsdóttir. „Mér hefur alltaf þótt þetta hús setja sérstakan svip á bæinn og þarna verslaði ég áður fyrr. Einhvern veginn finnst mér að það yrði sjónarsviptir að Mjólkursamlaginu ef það yrði rifið. Húsið yrði tilvalið félags- heimili fyrir íbúa Borgarness. Alveg frá því að ég fluttist hingað fyrir um 30 árum hefur mér fundist vanta slíka aðstöðu.“ Vil halda í hefðina Sísi Karelsdóttir segist vilja að húsið verði gert upp. „Ég vil halda í hefðina og mér finnst hefð að hafa húsið þarna. Það hlýtur að vera hægt að nýta það. Ég geri mér grein fyrir að mikið þarf að gera fyrir húsið, helst þyrfti að gera það upp eins og það var. Ég ólst upp við að hafa Mjólkursamlagshúsið og vil halda í þessi gömlu hús. Það væri synd að rífa húsið.“ Verði gert upp þótt það kosti mikið „Ég vil ekki að gamla Mjólk- ursamlagshúsið verði rifið. Ég geri mér alveg grein fyrir að það kostar mjög mikið að gera það upp,“ segir Guðrún Jónsdóttir, „en það vil ég gjarnan að verði gert og húsið varðveitt. Ég er viss um að hægt verður að finna því verðugt hlutverk í framtíðinni.“ Húsið ekki svipur hjá sjón Trausti Jóhannsson segist vilja láta rífa Mjólkursamlagshúsið. „Húsið er ekki svipur hjá sjón,“ segir hann. „Ég ólst upp hér í Borgarnesi og man því til dæmis eftir skorsteininum sem var við húsið. Þetta yrði aldrei sama húsið þótt það yrði gert upp. Ég skil samt sjónarmið þeirra sem vilja halda í það.“ Hvað vilja bæjarbúar gera?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.