Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Þor-valdsdóttir Hill- ers fæddist á Sauð- árkróki 14. maí 1918. Hún lést í Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvald- ur Guðmundsson, kennari, hreppstjóri og sjúkrahúshaldari á Sauðárkróki, f. 13. október 1883, d. 10. október 1961, og Ingibjörg Salóme Pálmadóttir, f. 7. október 1884, d. 21. apríl 1957. Foreldrar Þorvalds voru hjónin Guðmundur Gíslason og Guðbjörg Guðmundsdóttir á Auðkúlu í Svínadal. Foreldrar Sal- óme voru hjónin Pálmi Jónsson og Ingibjörg Eggertsdóttir á Ytri- Löngumýri í Blöndudal. Þeim Þor- valdi og Salóme varð fjögurra barna auðið og var Ingibjörg næst- yngst þeirra. Systkini hennar voru þessi: 1) Svavar Dalmann, bifreið- arstjóri í Reykjavík; hann átti Dag- rúnu Halldórsdóttur; þau eru bæði látin. 2) Þorvaldur, fyrrum kaup- maður á Sauðárkróki; hann átti Huldu Jónsdóttur, sem er látin; Þorvaldur dvelst nú á hjúkrunar- deild Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. 3) Guðbjörg, hús- freyja í Reykjavík; hún er látin; hún bjó fyrr með Sveini Guð- eru: 1) Ómar Hillers, f. 6. septem- ber 1942, kona hans er Anna Frið- björnsdóttir, f. 17. ágúst 1943. Eiga þau tvær dætur, Helgu og Thelmu. Áður eignaðist Ómar son- inn Pál. Barnabörn þeirra eru átta. 2) Úlla Hillers, f. 26. septem- ber 1947. Dóttir hennar er Rakel Lilja og fóstursonur Davíð Þor- valdur. Barnabörn eru sex. 3) Úlf- ar P. Hillers, f. 3. maí 1953. Kona hans er Ingibjörg Hjaltadóttir, f. 22. nóvember 1956, eiga þau þrjú börn, Söru, Aron Jarl og Evu. Áð- ur eignaðist Úlfar dótturina Svölu Borg. Barnabörnin eru þrjú. 4) Karl H. Hillers, f. 14. ágúst 1954. Kona hans er Edda Guðmunds- dóttir, f. 22. nóvember 1957, eiga þau þrjá syni, Birgi Ottó, Óttar og Arnór. Áður átti Karl soninn Dav- íð Arnar. Þá átti heima hjá þeim Ingibjörgu og Börge í rúm tvö ár Guðbjörg Linda Udengaard, frá því hún var tveggja ára að aldri. Móðir hennar var Ingibjörg Sal- óme Sveinsdóttir. Ingibjörg fæddist á Sjúkrahús- inu á Sauðárkróki, flutti með for- eldrum sínum að Brennigerði í Skarðshreppi 1920, þar sem þau bjuggu í tíu ár, en fluttu að þeim liðnum aftur til Sauðárkróks. Hún var gædd listrænum hæfileikum, söng í Kirkjukór Sauðárkróks og lék m.a. annað aðalhlutverkið í Pilti og stúlku eftir Jón Thorodd- sen. Hún flutti á Selfoss 1941 og átti þar heima síðan. Hún stundaði þar ýmis tilfallandi störf. Hún hafði yndi af heimilishaldi og hlutu þau Börge verðlaun fyrir fallegan blómagarð við heimili þeirra í Heiðmörk 3 á Selfossi. Útför Ingibjargar Þorvaldsdótt- ur Hillers fór fram frá Selfoss- kirkju laugardaginn 21. maí, í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. mundssyni á Sauðár- króki, en gekk síðar að eiga Erlend Þórð- arson. Hinn 30. maí 1936 gekk Ingibjörg að eiga Björn Guðmunds- son frá Reykjarhóli í Seyluhreppi, f. 28. maí 1911, d. 20. júní 1979. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson frá Flatatungu og Stef- anía Guðrún Guð- mundsdóttir frá Dun- hagakoti í Hörgárdal. Þau Ingibjörg og Björn skildu. Dóttir þeirra er Gyða Huld Björns- dóttir, f. 13. apríl 1937, húsfreyja á Selfossi. Eigimaður hennar er Jón Ágústsson, húsasmíðameistari á Selfossi, f. 7. júlí 1936. Þau eiga fjögur börn: Ingibjörgu, Sigrúnu, Ágúst og Örvar. Áður eignaðist Gyða soninn Björn. Barnabörn þeirra eru fimm og auk þess eiga þau eitt barnabarnabarn. Árið 1941 hóf Ingibjörg að búa á Selfossi með Börge Hillers, mjólk- urfræðingi frá Marup Mark við Koldind/Koldindbro á Jótlandi, f. 3. júní 1915, d. 2. október 1987. Foreldrar hans voru hjónin Carl Christian Heinrich Hillers, kaup- maður, og Nielsine (Kristine) Ped- ersen Kolind Hillers. Þau Ingi- björg og Börge gengu í hjónaband 29. desember 1951. Börn þeirra Elsku mamma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum sem þó eru alls ekki nógu sterk til þess að lýsa því hve góð, sterk og heilsteypt manneskja þú varst. Þú varst ávallt okkar vinur þegar í raunirnar rak, taldir í okkur kjark og þor, og þegar eitthvað bjátaði á þá hvattir þú okkur til dáða. Þú hvattir okkur einnig til að sigrast á erfiðleik- um lífsins, sama af hvaða toga þeir voru. Þeir væru til þess að sigrast á þeim og færa okkur betra líf. Á það áttum við að trúa með Guðs hjálp. Umfram allt áttum við þó að vera heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum því það myndi skila sér til baka margfalt. Þetta lífsviðhorf þitt er beinlínis „orka“ til þess að sigrast á mörgu því sem á daga okkar hefur drifið. Er hægt að hugsa sér betri ráð og veganesti frá móður til barnanna sinna? Mamma lagði mikla áherslu á að við værum góð við þá sem minna mega sín, einnig að vera dýrunum og náttúrunni góð, bera tilhlýðilega virðingu fyrir öllu sem í kringum okkur er og virða skoðanir annarra. Ég er þess fullviss að öll börnin þín, tengdabörn og aðrir sem til þín þekktu geta verið mér sammála um að þessi orð í þinn garð séu hverju orði sannari. Ég vil þó segja eitt til þín, mamma mín, frá mér persónu- lega. Mér fannst þú aldrei verða gömul kona, þó það hafi vantað að- eins eina viku á að þú yrðir 87 ára gömul, því af útliti þínu, hugsun, dugnaði, mannkostum og lífsviðhorfi þá virtist þú mörgum árum yngri. Ég held, að þú hafir borið aldurinn svona vel vegna þess hversu jákvæð og góð þú varst, hvað þú hafðir mikið að gefa öðrum og lést gott af þér leiða. Mamma, þú varst stórkostleg og glæsileg kona, full af góðvild, gæsku og glæsileika svo tekið var eftir hvar sem þú komst eða varst. Þú varst höfðingi heim að sækja og frá þér fór enginn með tóma sál eða maga, því svo mikið hafðir þú að gefa. Ég vil að lokum þakka þér sam- fylgdina, mamma mín, og þakka þér allt það góða sem þú kenndir mér. Þá umhyggju, stuðning og vináttu sem þú veittir mér í erfiðum veikindum mínum, því mun ég seint gleyma. Ekki er það ætlun mín að telja upp alla þína mannkosti eða lífshlaup hér í þessum fátæklegu orðum, enda of langt mál. Það geymum við fyrir okk- ur sem til þín þekktu. Morgunblaðið er einfaldlega alltof lítið og mundi hvergi duga til. Að endingu, takk fyr- ir allt og allt, elsku mamma, hann pabbi bíður þín. Þinn sonur, Úlfar Pálmi. Vorið var uppáhalds árstíminn hennar Ingibjargar. Þegar allur gróður var að lifna, brumið að mynd- ast á trjánum og birtan að ná yfir- höndinni, lauk hún sínu lífshlaupi eft- ir stutta en erfiða baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem í dag leggur svo margan að velli. Eftir 40 ára kynni, sem aldrei bar skugga á, koma marg- ar minningar upp í hugann. Ingibjörg og Börge voru afar samhent, glað- lynd og skemmtileg hjón. Þau höfðu bæði mikla ánægju af garðrækt og eyddu drjúgum tíma í að rækta garð- inn sinn á Heiðmörkinni. Þar hlóðu þau steinbeð sem þau fegruðu með fjölærum blómum, gróðursettu tré og skrautrunna, að ógleymdum öllum matjurtunum sem að þau ræktuðu. Allt óx og dafnaði svo vel undir þeirra handleiðslu. Það kom því ekki á óvart að garð- urinn þeirra var í tvígang valinn feg- ursti garðurinn á Selfossi. Bæði höfðu þau mikla ánægju af að ferðast um landið og kom það mér oft í opna skjöldu hversu fróður Börge var um örnefni og staðhætti hér á landi. Daninn sló okkur þessum inn- fæddu oft við í landafræðinni. Oft var gestkvæmt hjá þeim enda bæði gest- risin og nutu þess að hafa glaðværð í kringum sig. Ingibjörg var listakokk- ur og hafði mikla ánægju af að gera vel við gesti og gangandi í mat og drykk, lagði hún mikið upp úr því að allt væri fallega framreitt og var fljót að tileinka sér nýjungar í matargerð- arlist. Börge lést um aldur fram í október 1987. Seldi Ingibjörg húsið þeirra á Heiðmörkinni árið 1994 og flutti til Úllu dóttur sinnar og héldu þær mæðgur saman heimili þangað til Ingibjörg veiktist og var lögð inn á Sjúkrahús Suðurlands 14. apríl sl. Ingibjörg var nútíma kona og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Þeg- ar Úlla eignaðist gsm-síma lagði mamma hennar ríka áherslu á, að hún lærði að senda sms-skilaboð og henni fannst alveg frábært að hægt væri að fá tölvupóst og myndir af langömmubörnunum í Noregi, eigin- lega á sömu mínútu og hann var sendur. Að leiðarlokum viljum við, ég og fjölskylda mín, þakka samfylgdina. Við vottum börnum hennar, tengda- börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Guð blessi minn- ingu Ingibjargar Þorvaldsdóttur Hillers. Erna. INGIBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR HILLERS Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist. Minningar- greinar Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, FANNEYJAR G. JÓNSDÓTTUR, Böðvarsgötu 12, Borgarnesi. Sólveig Harðardóttir, Björn Á. Þorbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Þorkell Þ. Valdimarsson, Hulda Karítas Harðardóttir, Jose Antonio Rodriquez Lora, Brynja Harðardóttir, Skúli G. Ingvarsson, Jóhannes Gunnar Harðarson, Steinunn Baldursdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR EINARSSONAR bifreiðastjóra frá Tjörnum, Strandaseli 11, Reykjavík. Sigurður Einarsson, Jón Einarsson, Kristján Einarsson, Sigurður Einarsson og aðrir aðstandendur. Innilegustu þakkir fyrir alla þá hlýju sem okkur hefur verið sýnd vegna andláts og útfarar BÁRU KRISTJÁNSDÓTTUR, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks krabbameinsdeilda Landspítalans háskóla- sjúkrahúss. Kristján Geir Arnþórsson og fjölskylda. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði INGVI R. K. SVEINSSON, Hagamel 46, lést á heimili sínu 18. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sigtryggur Rúnar Ingvason, Inga Jóna Ingimundardóttir, Tristan Máni Sigtryggsson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU KR. ÁGÚSTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- deildar Landspítala við Hringbraut. Ársæll Þorsteinsson, Guðlaug Ársælsdóttir, Eyþór Vilhjálmsson, Þóra Ársælsdóttir, Páll Hjálmur Hilmarsson, Ragna Ársælsdóttir, Haraldur Ragnar Gunnarsson, Björg Ársælsdóttir, Arnar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.