Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur er ekki veittur. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Mimosa – Frábærar íbúðir 39.900* kr. Verðdæmi: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 85 47 05 /2 00 5 Ítalíutilboð í júní á mann óháð fjölda, þó lágmark 2 í íbúð í eina viku. Ítalía Lido di Jesolo HERMÖNNUM Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um meira en helming á síðustu tveimur áratugum, úr rúmlega 3.100 árið 1986 í um 1.450 um síð- ustu áramót. Fækkunin hefur ekki verið jafnmikil í röðum fjölskyldu- manna og íslenskra starfsmanna á vellinum en hún er samt sem áður veruleg eða um 35–40%. Flugvélum og öðrum búnaði hefur sömuleiðis fækkað verulega. Þrátt fyrir það eru tekjur Íslendinga af Varnarlið- inu enn um 1,1% af vergri lands- framleiðslu og 2,7% af útflutnings- tekjum. Við lok kalda stríðsins urðu þáttaskil í rekstri varnarstöðv- arinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarliðinu var orrustuflug- vélum fækkað úr 18 í 12 strax árið 1991 og árið eftir var rekstri AWACS ratsjárflugvéla hætt. Á ár- unum 1990–1996 fækkaði flugvélum varnarliðsins úr 37 í 18 og her- mönnum um þriðjung, úr 3.300 í 2.200. Árið 1991 var varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli sjöundi stærsti byggðakjarni landsins með um 5.400 íbúa en hún er núna í 11. sæti með rúmlega 3.300 manns innan vallargirðingar. Rétt er að taka fram að engir íslenskir starfsmenn liðsins búa á varnarsvæðinu. Breytt staða í heimsmálunum varð til þess að íslensk og bandarísk stjórnvöld gerðu sérstaka bókun við varn- arsamninginn árið 1994 þar sem m.a. var kveðið á um að a.m.k. fjór- um orrustuflugvélum skyldi haldið úti á Keflavíkurflugvelli ásamt nauðsynlegum búnaði til virkra loft- varna. Lægri tign Allt frá því Bandaríkjafloti tók við rekstri varnarstöðvarinnar árið 1961 var yfirmaður hennar flotafor- ingi (aðmíráll) af lægstu gráðu. Sú staða jafngildir einnar stjörnu hers- höfðingja en alls eru stjörnurnar fjórar. Það endurspeglar minnk- andi umsvif Varnarliðsins að í fyrra tók ofursti úr flughernum við yf- irstjórn á vellinum en ofurstatign er einni gráðu lægri en tign aðmíráls. Að sögn Friðþórs Eydals, upp- lýsingafulltrúa Varnarliðsins, hefur það valdið nokkrum misskilningi að yfirmaður Varnarliðsins sé úr flug- hernum og margir talið það til marks um að flugherinn hefði tekið við stjórn varnarstöðvarinnar. Frið- þór segir að svo sé ekki og bendir á að yfirstjórn Varnarliðsins sé svo- nefnd samræmd herstjórn, þ.e. yf- irmaður hennar og starfslið geti komið úr öllum deildum Banda- ríkjahers, þ.e. flota, landher eða flugher. Varnarstöðin sé hins vegar rekin af Bandaríkjaflota sem fyrr. Ótímabært sé að spá fyrir um hvort því verði breytt í framtíðinni. Að sögn Friðþórs er flug- vélakostur Varnarliðsins að jafnaði fjórar til sex F-15 orrustuflugvélar sem skipt er út á þriggja mánaða fresti vegna hagræðis í viðhaldi, ein eldsneytisbirgðavél og fjórar björg- unarþyrlur, auk einnar varaþyrlu. Friðþór segir að þyrlurnar fari endrum og sinnum til æfinga í öðr- um löndum í 2–3 vikur í senn og þar séu æfð ýmis atriði sem ekki sé hægt að æfa hér á landi, s.s. að herma eftir björgunarflugi yfir víg- velli. Ávallt séu ein til tvær þyrlur til taks hér á landi. Þá hafi þyrlur frá liðinu verið sendar til að taka þátt í ákveðnu verkefni í Sierra- Leone árið 2003 sem hafi tekið lengri tíma. Samdráttur síðustu ára og vöxtur íslenska hagkerfisins veldur því að efnahagslegt mikilvægi varn- arstöðvarinnar hefur snarminnkað. Hin síðari ár náðu tekjurnar há- marki á öndverðum níunda ára- tugnum þegar varnarliðið lagði til rúmlega 3% af vergri landsfram- leiðslu og um 8% af útflutnings- tekjum. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands leggur það nú til 1,1% af vergri landsframleiðslu og 2,7% af útflutningstekjum. Upp- hæðin í Bandaríkjadölum hefur þó heldur aukist hin síðari ár, vænt- anlega að stórum hluta vegna lækk- unar á gengi Bandaríkjadals, og var á síðasta ári 155 milljónir sem jafn- gildir um 10 milljörðum íslenskra króna. Rétt er að leggja áherslu á að nettótekjur af varnarliðinu eru miðaðar við öll viðskipti og þjónustu við varnarliðið. Mikilvægt á Suðurnesjum Stofnanir og fyrirtæki á Suð- urnesjum hafa einnig notið góðs af nálægðinni við Varnarliðið og árið 2003 er talið að þau hafi fengið ríf- lega 2,7 milljarða í greiðslur fyrir verktöku og kaup á vörum og þjón- ustu, samkvæmt upplýsingum frá Varnarliðinu. Þá hefur Varnarliðið verið mikilvægur atvinnuveitandi fyrir íbúa á Suðurnesjum en um 70% af íslenskum starfsmönnum liðsins eru búsettir þar. Mikilvægi vallarins fyrir Suðurnesjamenn fer þó minnkandi því frá því í október 2002 hefur íslenskum starfs- mönnum á Keflavíkurflugvelli fækkað um 230 manns. Að auki hafa verið harkalegar deilur um samn- inga íslensku starfsmannanna við varnarliðið og hafa þær ítrekað endað fyrir dómstólum. „Ísland úr NATO og herinn burt,“ kyrjuðu herstöðvarandstæð- ingar og gera enn. Ísland er ekki á leið úr NATO en meira en helm- ingur hersins er farinn burt. Fréttaskýring | Hermönnum á Keflavíkurflugvelli fækkar jafnt og þétt Herinn er nú tæplega hálf- drættingur Morgunblaðið/Þorkell Hermönnum hefur stórlega fækkað, mikið hefur verið um uppsagnir ís- lenskra starfsmanna og í stað flotaforingja er ofursti við stjórn.                                           Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, segir að ekki komi til álita að bregðast við ofhitnun hagkerfisins vegna slælegr- ar efnahagsstjórnar stjórnvalda með því að lækka vaxtabætur sem lág- launafólk njóti og fella þær niður til að koma til móts við þá þenslu sem verði vegna skattalækkana hátekjufólks, en Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, segir í Morgunblaðinu í sl. fimmtudag að til greina komi að endurskoða vaxtabótakerfið frá grunni. „Það getur ekki verið ætlun ríkis- stjórnarinnar að mæta eigin þenslu- áhrifum af skattalækkunum hátekju- fólks með því að auka skattbyrði á lágtekjufólk. Alþýðusambandið lýsir algerri andstöðu við slíka hugsun,“ sagði Gylfi. Hann sagði að vaxtabætur væru hluti af langtímafjárfestingu einstak- linga og viðbrögð eins og þau að af- nema vaxtabótakerfið væru afskap- lega óréttlát því með því móti væri fótunum kippt undan fólki sem tekist hefði á hendur skuldbindingar til næstu 20–30 ára. Ef aðstæður ein- staklinga breyttust vegna betri tekna skertust vaxtabætur og það væri al- veg skelfilegt þegar stjórnvöld væru ár eftir ár að breyta forsendunum í kerfinu og því sem fólk hefði mátt gera ráð fyrir. Það væri búið að gera slíkar breytingar margoft og síð- asta breytingin hefði verið gerð á síðasta ári og þá hefðu vaxtabætur lækkað. „Við erum al- gerlega andvígir þessu og teljum að það væri nær að stjórnvöld litu á þessa greiningu og þessa ráðgjöf og þennan áfellisdóm OECD og huguðu að sínu hlutverki, sérstaklega varð- andi fjárfestingar og skattkerfis- breytingarnar,“ sagði Gylfi. Hann sagði að skattkerfisbreyting- arnar kæmu á mjög vondum tíma og yllu svo miklum skaða að sú hugsan- lega hagsbót sem gæti verið að þessu fyrir almenning hyrfi öll í aukinni verðbólgu vegna verðtryggingar lána. Hann bætti því við að það væri mik- ið áhyggjuefni að svona hugmyndir skyldu líta dagsins ljós. Það væri ver- ið að fórna þeim sem minnst mættu sín og hallast stæðu í samfélaginu. Þeir ættu að bera byrðarnar og þarna væri verið að kynna til leiks enn eina áætlunina í þeim efnum. „Það er bara hreint út sagt skelfilegt að svona hug- mynd skuli sett fram við þessar að- stæður og af þessum ástæðum. Það er auðvitað mjög mikið áhyggjuefni með hvaða hætti stefnan er mótuð og hvað það er sem hefur áhrif og forgang í þeirri stefnu. Það er í það minnsta ekki það fólk sem við erum að berjast fyrir og hafa mestar áhyggjur af.“ Endurtekin hagstjórnarmistök Hann sagði að stjórnvöld væru að endurtaka sömu hagstjórnarmistökin og árin 1999–2001 þegar verðbólgan hefði farið úr 1,5% í yfir 10% og geng- isvísitalan ekki staðnæmst fyrr en í 151 stigi. „Það er ekki bara okkar mat. Það er mat alþjóðastofnana. Al- þjóðabankinn er búinn að koma þessu á framfæri líka. Allir sem eru með einhverja heiðarlega efnahagsráðgjöf og efnahagsumfjöllun, allir nema fjár- málaráðuneytið, eru þeirrar skoðunar að það sé verið að gera grundvallar- mistök í efnahagsstjórn,“ sagði Gylfi. Framkvæmdastjóri ASÍ segir samtökin algerlega andvíg endurskoðun vaxtabótakerfisins frá grunni Verið að fórna þeim sem minnst mega sín Gylfi Arnbjörnsson TÆPLEGA fertug kona hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa stungið sambýlismann sinn með hnífi ítrekað snemma árs 2004 á heimili þeirra í Reykjavík. Fram kemur í dómnum að ákærða og sambýlismaður hennar voru mjög drukkin þegar atburðurinn varð. Kom til stimpinga milli þeirra og fékk sambýlismaðurinn fimm stungusár, þrjú á brjóst og tvö á kvið, sem reyndust þó ekki lífshættuleg. Segir að ákærða hafi frá upphafi neitað sök og sagt að sambýlismaðurinn hafi hlotið áverkana í stimpingum þegar hún reyndi að ná af hon- um hnífnum. Framburður sambýlismanns- ins hafi ekki verið stöðugur hvað atburða- rásina varðar og ummerki á vettvangi skeri ekki úr í þessum efnum. Verði gegn neitun ákærðu að telja ósannað að hún hafi af ásetningi lagt til sambýlismanns síns og beri því að sýkna hana af ákærunni og leggja allan sakarkostnað á ríkissjóð. Skylda dómstóla að tryggja að málsaðilar hafi skjól Dómarinn segir síðan í dómnum að ekki verði komist hjá því, þótt það komi ekki við efni málsins, að víkja nokkrum orðum að framkomu myndatökufólks í dómshúsinu á undanförnum misserum. „Teknar hafa ver- ið myndir af ákærðu þegar hún hefur komið í dómhúsið vegna málsins, eins og af svo mörgum öðrum sakborningum hér. Hefur þessi óhæfa gengið svo langt að ljósmynd- arar og kvikmyndamenn hafa tekið myndir af fólki inn í dómsalina og inni í þeim, bæði í leyfi og óleyfi, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991 og 1. mgr. 9. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91, 1991. Ekki er ofsagt að málsaðilar, eink- um þó sakborningar, séu stundum eltir um dómhúsið, alveg inn í dómsalina og niður- lægðir með nærgöngulum myndatökum. Liggur það í augum uppi að maður, sem sækir mál fyrir dómi eða stefnt er fyrir dóm, á rétt á því að vera látinn í friði, svo að hann geti gefið sig óskiptan að málinu. Það hlýtur að vera skylda dómstólanna að tryggja það að málsaðilarnir hafi skjól fyrir þessari ásókn svo að þeir geti talist hafa fengið réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 1944, sbr. lög nr. 97, 1995 og 1. mgr. 6. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62, 1994. Fyrir utan þau ákvæði réttar- farslaganna, sem nefnd voru hér að framan, munu engar reglur hafa verið settar um myndatökur í dómhúsum landsins, hvorki af löggjafanum né af húsráðendunum.“ Sýknuð af að hafa stungið sambýlismann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.