Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Örlög Kosovo kunna aðsýnast lítilvæg þegarallra augu beinast aðFrakklandi og framtíðEvrópusambandsins. En hvernig sem fer í Frakklandi mun enginn láta lífið vegna niður- staðna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar í landi. Hvað Kosovo snertir háð- um við jú reyndar síðasta stríð í Evr- ópu þar árið 1999, en samt sem áður veitti enginn því athygli þegar Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf á föstudag samþykki sitt fyrir ferli sem gæti leitt til sjálfstæðis héraðs- ins – eða annars stríðs. Ákvörðun Ör- yggisráðsins er í raun gríðarlega þýðingarmikil fyrir þennan hluta Evrópu. Stórveldin; Bretland, Bandaríkin og Frakkland, með Rússa trega í eftirdragi, hafa komist að þeirri niðurstöðu að sex árum eft- ir lok Kosovo-stríðsins sé kyrrstaðan í sjálfri sér farin að ógna stöðugleika. Serbar telja Kosovo vera vöggu menningar sinnar og þar eru vissu- lega nokkrir af helgustu og mikil- vægustu stöðum sögu þeirra, en yfir 90% íbúanna eru nú af albönskum uppruna. Formlega tilheyrir héraðið enn Serbíu, en hefur frá stríðslokum verið undir stjórn Sameinuðu þjóð- anna. Kosovo-Albanar vilja sjálf- stæði og fái þeir það ekki – komi ein- hvern tímann til þess að Kosovo verði aftur neytt til að lúta stjórn Serbíu – efast enginn um að þeir muni hefja stríð að nýju. Óeirðir brutust út meðal Albana í Kosovo í mars árið 2004 með þeim af- leiðingum að 19 manns létu lífið og 4.000 Serbar og sígaunar voru flutt brott í þjóðernishreinsunum í kjöl- farið. Þar rönkuðu menn við sér. Stjórnarerindrekar og stjórnmála- menn, sem hafa borið ábyrgð á Balk- anskaganum, gerðu sér grein fyrir því að eitthvað varð að taka til bragðs. Á föstudag var hafist handa. Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið Kosovo að uppfylla átta skilyrði, þar á meðal að vernda mannréttindi og réttindi minnihlutahópa. Nú mun Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, senda fulltrúa sinn til að meta stöðuna í héraðinu. Skýrsla hans á að liggja fyrir í sept- ember og verði hún að mestu leyti hagstæð mun sérlegur erindreki verða sendur á vettvang til að stjórna samningaumleitunum milli Belgrad og Pristina til að ræða svo- kallaða lokastöðu héraðsins. Skandinavíska mafían Athygli vekur að stjórn þessarar vinnu er eða gæti lent í höndum hóps, sem margir hér kalla skandin- avísku mafíuna. Núverandi yfirmað- ur Sameinuðu þjóðanna í Kosovo er Daninn Søren Jessen-Peterson og það var hann, sem greindi öryggis- ráðinu frá stöðunni í Kosovo á föstu- dag. Búist er við að Kai Eide, sendi- herra Noregs hjá Atlantshafsbanda- laginu, muni fá það verkefni að meta stöðuna í Kosovo í sumar. Tvö nöfn eru einkum nefnd í tengslum við stöðu hins sérlega erindreka, sem á að stjórna umleitununum um loka- stöðu Kosovo. Þeir eru Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Sví- þjóðar, og Martti Ahtisaari, fyrrver- andi forseti Finnlands og er staða þess síðarnefnda talin sterkari. Að sögn heimildamanna gætu um- leitanirnar staðið í allt að níu mánuði og svo gæti farið að öryggisráðið verði að knýja fram endanlega lausn á stöðu Kosovo fari svo sem ætla má að Serbar og Albanar geti ekki náð samkomulagi um það hvort Kosovo eigi að hljóta sjálfstæði eða ekki. „Skilyrt sjálfstæði“ Kosovo? Sú lausn gæti orðið í mynd svokall- aðs „skilyrts sjálfstæðis“, sem gæti þýtt að fullt sjálfstæði fengist eftir millibilsskeið, til dæmis við það að Kosovo fengi aðild að Evrópusam- bandinu. Þá myndu hermenn á veg- um NATO vera þar áfram og líklega yrði mynduð staða á borð við þá, sem Ashdown lávarður gegnir í Bosníu. Hann hefur talsverð völd, getur með- al annars rekið kjörna stjórnmála- menn og hefur beitt því valdi. Annað skilyrði gæti orðið talsverð sjálfstjórn á svæðum Serba og ann- arra minnihluta í Kosovo og réttur Serba til að hafa tvöfaldan ríkisborg- ararétt. Skilyrt sjálfstæði á borð við til dæmis þá stöðu, sem Mónakó hef- ur, myndi augljóslega ekki heldur standa í vegi fyrir aðild að Samein- uðu þjóðunum. Þegar Ramush Haradinaj, for- sætisráðherra Kosovo, var ákærður og fór til stríðsglæpadómstólsins í Haag tók Bajram Kosumi við starf- inu. Hann er sjóaður stjórnmálamað- ur, en er ekki úr röðum fyrrverandi skæruliða Frelsishers Kosovo, KLA. Hann kveðst hafna hugmyndinni um skilyrt sjálfstæði og segist jafnvel muni gera allt, sem í hans valdi standi til að tryggja að Serbum verði „haldið frá borðinu þar sem teknar verða ákvarðanir um framtíðarstöð- una. Ekki kemur til greina að fara til Kostunica [forsætisráðherra Serbíu] og spyrja hann hvernig börnin mín eigi að lifa, svona eða hinsegin“. Þetta gæti verið yfirlýsingagleði. Kosumi verður ekki spurður að því hvernig viðræðurnar eigi að fara fram og fari svo að ekkert betra verði í boði en skilyrt sjálfstæði er ólíklegt að Kosovo-Albanar hafni því. Þegar allt kemur til alls veit Kosumi jafnvel og aðrir hver afstaða erind- reka Evrópusambandsins og Banda- ríkjamanna er. Eins og embættis- maður einn hjá ESB orðaði það: „Við vitum öll hver hin endanlega staða verður [það er sjálfstæði], eina vandamálið er hvernig eigi að kom- ast þangað“ og hversu langan tíma það eigi að taka. En það gæti reynd- ar tekið næstum áratug eða meira ef fullt sjálfstæði verður tengt aðild að ESB þar sem enginn gerir ráð fyrir því að neitt ríkjanna á Balkanskaga að Króatíu undanskildri gangi í bandalagið fyrr en í fyrsta lagi 2014. Undanfarna daga virðast íbúar Belgrad allir sem einn hafa verið úti að njóta góða veðursins og sólarinn- ar í byrjun sumars. Árum saman hafa Serbar þráð það eitt að land þeirra yrði eðlilegur hluti Evrópu að nýju. Í síðustu viku virtist allt ganga þeim í haginn. Um síðustu helgi hélt Evrópubankinn, sem ætlað er að lána fé til uppbyggingar og þróunar í Austur-Evrópu, ársfund sinn í höf- uðborg Serbíu og þessa helgi halda Serbar fyrsta sinni erótíska daga. En skugginn af Kosovo fylgir þeim. Um það leyti sem fundur öryggis- ráðsins hófst á föstudag afhentu serbnesk yfirvöld jarðneskar leifar 64 Albana, sem voru grafnir í fjölda- gröf á æfingasvæði lögreglunnar við höfuðstöðvar innanríkisráðuneytis- ins í Batajnica, skammt frá Belgrad. Stjórn Slobodans Milosevic, fyrrver- andi leiðtoga Serbíu, lét grafa fjölda fórnarlamba Serba í því skyni að hylma yfir morðin, sem voru framin í stríðinu, og hafa 709 lík verið grafin upp. Andstaða Serba við sjálfstæði Vojislav Kostunica forsætisráð- herra og Boris Tadic forseti segja báðir að Kosovo sé serbneskt land og geti ekki fengið sjálfstæði umfram það sem „sjálfstjórn“ felur í sér. Við fyrstu sýn mætti ætla að hér værri um að ræða fyrsta útspil í samninga- ferli, en svo er ekki. Báðir menn telja í fullri alvöru að telja megi þær tvær milljónir Albana, sem búa í Kosovo, á að gefa draum sinn um sjálfstæði upp á bátinn eða fá alþjóðasamfélag- ið til að þvinga þá til þess. En þetta er hugarburður og ólíklegt að Rúss- ar, sem óttast að sett verði fordæmi, sem einhvern tímann verði beitt í Tétsníu, muni koma þeim til hjálpar. Satt að segja telst það hin mesta van- virða í Belgrad að gefa í skyn að eitt sinn muni Kosovo verða sjálfstæð eða gefa í skyn að þannig væri hags- munum Serba best borgið. Goran Svilanovic, utanríkisráðherra Serb- íu, átti nýlega þátt í að skrifa skýrslu í samstarfi við alþjóðanefnd um stöðu balkanskagans. fyrir nefndinni fór Giuliano Amato, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, og hún lagði til að Kosovo fengi sjálfstæði í fjórum þrepum. Svilanovic hefur síðan verið úthrópaður svikari og serbneskir leiðtogar hafa snúið bökum saman um að lýsa yfir því að þeir muni aldr- ei fallast á sjálfstæði Kosovo. Tadic forseti sagði mér í samtali að þótt hann væri sammála um það að ekki yrði snúið aftur til ástandsins sem ríkti þegar Milosevic var við völd á níunda og tíunda áratugnum yrði nú- Í skugga Kosovo Loks er kominn skriður á málefni Kosovo eftir kyrr- stöðu um árabil. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti á föstudag að hefja ferli, sem ætlað er að skera úr um framtíðarstöðu Kos- ovo. Ástandið er hins vegar viðkvæmt og ekki að sjá að hægt sé að finna lausn, sem bæði Serbar og Albanar geti sætt sig við. Tim Judah fjallar um hinar flóknu um- leitanir sem framundan eru. Belgrad, Pristina. Reuters Kona leggur blóm á poka með jarðneskum leifum Albana sem var myrtur í Kosovo 1999 og ekið í fjöldagröf skammt frá Belgrad til að hylma yfir morðið. Jarð- neskum leifum 64 Kosovo-Albana var skilað til Kosovo á föstudag. Eftir sex ára kyrrstöðu á nú að hrinda af stað ferli sem á að leiða til lykta framtíð Kosovo. ’Serbneskir leiðtogar vara við því að fáiKosovo sjálfstæði þvert á vilja serbnesku þjóðarinnar gætu öfgaþjóðernissinnar kom- ist til valda og steypt landinu og svæðinu öllu í ringulreið á ný. Albanar segja á hinn bóginn það sama. Án sjálfstæðis muni rót- tæk öfl í þeirra röðum hefja uppreisn, hreinsa burt þá 100 þúsund Serba, sem eftir eru í Kosovo, og breiða út stríð ...‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.