Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpi, afi og langafi, SIGURJÓN JÓNSSON járnsmiðameistari, Furugerði 1, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 30. maí kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnheiður Magnúsdóttir, Svava Sigurjónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KATRÍN GUÐBJARTSDÓTTIR RICHARDS, andaðist í New Jersey miðvikudaginn 25. maí. William Richards, Maryann Richards, Barbara Kelleher, Michal Kelleher, Marjorie Richards, Guðmunda Guðbjartsdóttir, Guðný Guðbjartsdóttir, Ásgeir Guðbjartsson, Sólveig Guðbjartsdóttir, Sveinn Guðbjartsson. Elskulegur unnusti, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, ÁGÚST ÞÓRÐUR STEFÁNSSON, Öldugötu 31, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 22. maí, verður jarð- sung inn frá Seljakirkju mánudaginn 30. maí kl. 13.00. Maríam Siv Vahabzadeh, Nadía Líf Ágústsdóttir, María Alexandersdóttir, Jón Björnsson, Lilja Ingvarsdóttir, Smári Brynjarsson og systkini. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ INGIMARSDÓTTIR fyrrv. bóksali, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum fimmtudaginn 26. maí. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 3. júní kl. 15.00. Ingimar Jóhannsson, Lillý Valgerður Oddsdóttir, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Nabil El Azan, Snorri Ásgeirsson, Halldór Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Kleppsvegi 2, Reykjavík, hefur lokið jarðvist sinni. Útför fór fram í kyrrþey að hennar ósk þann 26. maí síðastliðinn. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á SOS barnaþorpin sími 564 2910. Össur Skarphéðinsson, Magnús H. Skarphéðinsson, Sigurður V. Skarphéðinsson, Jófríður Ágústa Skarphéðinsdóttir, Halldóra Skarphéðinsdóttir. Þegar við, samnem- endur Eddu í Nudd- skóla Íslands, heyrðum um hið hræðilega slys og fráfall hennar, skynjuðum við hversu stutt er á milli lífs og dauða. Aðeins tveimur vikum áður, við útskrift út Nuddskólanum, geisl- aði Edda af stolti, gleði, hamingju og lífsorku. Hún var sérstaklega mikill gleðigjafi og mjög félagslynd. Við fengum að njóta samvista við Eddu og upplifa með henni miklar tilfinningar sem við öll gengum í gegnum, hlátur og gleði, sorg og tár, en umfram allt hvað lífið er stórkost- legt. Edda var mjög næm kona og skynjaði meira í umhverfinu en flest- ir aðrir. Hugðarefni hennar voru flest á því sviði og eflaust hafa nudd- þegar hennar notið góðs af því. Edda setti aðra ávallt í forgang, hugsaði um aðra og verndaði. Hún gaf okkur svo mikið, sem við munum aldrei geta endurgoldið. Edda hafði gengið í gegnum mikla erfiðleika, en tókst á við þá af skyn- semi og kærleika, eins og henni einni var lagið. Í lok vetrar var Edda farin að blómstra og geislaði af lífsgleði. Við þökkum Eddu fyrir stórkost- leg kynni og trúum því að hennar bíði verkefni sem hún ein getur leyst og er treyst fyrir. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Samnemendur í Nuddskóla Íslands. Á vorin þegar gróðurinn tekur við sér eftir dvala vetrarins, lömbin fæð- ast, farfuglarnir koma yfir hafið og skólarnir klárast einn af öðrum er dauðinn fjarlægur í huga flestra. En undanfarnar vikur hefur dauðinn oft minnt á nálægð sína þar sem mörg alvarleg slys hafa borið að. Þó að ég trúi því að líf manns sé meiri sam- EDDA SÓLRÚN EINARSDÓTTIR ✝ Edda Sólrún Ein-arsdóttir fæddist í Reykjavík 13. febr- úar 1956. Hún lést af slysförum 14. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 24. maí. fella en svo að það hefj- ist við fæðingu og endi þegar líkaminn verði líflaus, þá er engu að síður alltaf sárt þegar að því kemur að ein- hver nákominn kveður þann líkama sem hann fékk til að taka þátt í lífinu á þessari jörð. Edda Sólrún var kraftmikil kona sem ég kynntist þegar hún kom til náms við Nudd- skóla Íslands í haust. Hún hafði stefnt að því í nokkurn tíma. Við kynntumst vel enda var Edda óspör á að bjóða fram aðstoð ef eitthvert verkefni kom upp sem þurfti að skipuleggja. Ég minnist velvilja hennar í minn garð og hjálpsemi. Hvað er það sem deyr? Ekki minningin um góðan vin sem vildi láta gott af sér leiða, sem vildi helga sig því að hjálpa öðrum til að líða betur. Minning Eddu er ljóslif- andi í huga okkar sem henni kynnt- ust. Megi aðstandendur hennar hafa styrk til að bera harm sinn. Finnbogi Gunnlaugsson. Kær vinkona er látin fyrir aldur fram og mig langar að minnast henn- ar með nokkrum orðum. Við kynntumst ungar og unnum saman og með okkur tókust vináttu- bönd, síðan skildu leiðir er ég flutti til Sandgerðis en við hittumst aftur er þú fluttir til Keflavíkur. Ég hef alltaf dáðst að dugnaði þín- um og festu, hvernig þú tókst á við lífið jafnt í gleði og í sorg. Síðast þeg- ar við hittumst varstu svo stolt af því að vera orðin amma. Í kringum þig virtist alltaf vera gleði og kátína, sama þó sorgin væri innst inni, þú kenndir okkur að halda í gleðina og skilja sorgina eftir fyrir aftan. Að lokum vil ég biðja algóðan guð að taka vel á móti þér og styrkja börnin þín og systkini í þeirra miklu sorg. Einnig vil ég senda fyrrverandi eiginmanni þínum, Viðari Olgeirs- syni, innilegar samúðarkveðjur. Hinsta kveðja frá mér og fjöl- skyldu minni, Anna Aðalsteinsdóttir. Elsku Edda mín, ég veit varla hvar ég á að byrja, þar sem ég á ennþá erfitt með að trúa því að þú sért dáin. Í mínum augum varst þú ódauðleg, það er erfitt að útskýra það en ég held að allir sem þekktu þig vita hvað ég meina með þeim orðum. En þegar ég hugsa mig um þá ertu ódauðleg á þann hátt að þú átt lítinn stað í svo mörgum hjörtum og enginn okkar mun nokkurn tím- ann geta gleymt þér. Þú varst sterk kona, bæði líkamlega og andlega, og þér þótti gaman að leggja karlmenn í sjómann, þá grunaði ekki hversu sterk þú varst og mikið varstu stolt þegar þú vannst. Þú skrifaðir stolt til mín þegar þú útskrifaðist og draum- ur þinn hafði ræst, nú varstu búin með nuddnámið, en við vitum öll sem þekktum til að það þurfti ekki próf- skírteini til að sannfæra okkur, þú hafðir meðfæddan hæfileika þar. Ég er búin að búa erlendis í tæp- lega sjö ár núna þannig að við hitt- umst bara einu sinni á ári þegar ég kom heim í frí, nema í fyrrasumar þegar þú komst til mín í viku frí. Ég þakka Guði fyrir núna að þú lést verða af því að heimsækja mig og við áttum yndislega viku saman. Þú tal- aðir um að þetta væri ekki í síðasta skipti sem þú kæmir en því miður varð það svoleiðis. Eins og vanalega þegar við hittumst töluðum við mikið um lífið og tilveruna þessa viku, og það sem huggar mig í sorginni er að þú varst ekki hrædd við dauðann, þú kallaðir það að fara heim. Þú sagðir að þú yrðir ekki mjög gömul en ég held nú samt að þú hafir ekki búist við því að kallið kæmi svona fljótt. Þú varst góð móðir og varst stolt af strákunum þínum og hæstánægð með tengdadæturnar. Þú varst búin að tala um lengi hvað þú hlakkaðir til að verða amma og þú varst svo stolt þegar það kom lítill prins sem var augasteinninn hennar ömmu sinnar. Þú hlakkaðir svo til að flytja í nýju íbúðina þína og hafðir stórar áætl- anir um að gera hana upp, svo hún yrði alveg eins og þú vildir hafa hana. En það sem skipti þig mestu máli var að þá ættirðu heimili þar sem strákarnir þínir gætu komið og verið hjá þér. Það er erfitt að skilja að þegar allt sem þú hafðir stefnt að var að rætast eitt á fætur öðru að þú sért kölluð burt en get vel skilið að þá hafi vantað þig þarna uppi, og þú varst búin að sigrast á því sem þú þurftir. Ég kemst ekki heim í jarð- arförina þína og þetta er það erf- iðasta við að búa erlendis, að vera svona langt í burtu á svona stundum. Ég er í prófi daginn sem þú ert jörð- uð og mér féllust hendur við tilhugs- unina um hvernig ég ætti að geta einbeitt mér þann dag, en ég veit að þú verður hjá mér og öllum hinum sem eiga um sárt að binda og ég veit að þú munt hjálpa mér. Elsku vinkona, takk fyrir sam- fylgdina og við hittumst síðar. Viðar, Þórir, Davíð og þeirra fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu hér í Danmörku. Ég hugsa mikið til ykkar. Kær kveðja, Guðrún Kristín Petersen. Elsku Edda. Þú komst alltaf með ljósið með þér, allt sem þú gerðir gerðir þú með kærleika og hlýju. Við reyndum margt saman. Ég sakna þess að sjá þig eigi minn sólargeisli dag og nótt söknuður þó brjóstið ei beygi, ég bíð og vona að sjá þig fljótt. Útvalds sólar ljós þér lýsi hann leiði þig um ævi stig, elsku hjartans blómið bjarta blessun Drottins verndi þig. (Höf. ók.) Elsku Davíð, Þórir, Helga, Dís, Ágúst, systkini, ættingjar og vinir styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Góður vinur er Guðsgjöf, þínir vinir að eilífu Kristín, Lilja, Adam og Anna. Ég var stödd í sól og sumaryl á Spáni þegar mér barst sú harma- fregn að kær vinkona Edda Sólrún hefði látist í bílslysi. Myrkur lagðist yfir huga minn og ótal spurningar vöknuðu. Af hverju Edda, hún sem var svo glöð og kát að byrja nýjan kafla í lífi sínu, nýútskrifuð með glæsilega einkunn úr nuddskólan- um, á fullu að gera upp nýju íbúðina sína og strákarnir hennar að flytja til Keflavíkur, víst er að æðri máttar- völd ætluðu henni annað hlutverk. Margar minningar koma upp í hugann því margt var brallað á mörgum árum, saumaklúbburinn okkar „ÞERÓS“, þar var nú meira spjallað en saumað og saumaklúbbs- ferðin til London, þar skemmtum við okkur sannarlega vel. Við töluðum um það ekki alls fyrir löngu að það þyrfti nú að fara að rifja upp þessa gömlu góðu daga en það verður að bíða betri tíma á öðrum stað. Allir spákaffibollarnir sem drukknir voru bæði í þínu eldhúsi og mínu, þú gast nú heldur betur glatt með þína góðu spádómshæfileika, vinátta drengj- anna okkar var góð og er enn. Svo er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.