Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ 25. maí 1975: „Kaupkröfur Alþýðusambandsins vegna þeirra kjarasamninga, sem nú standa fyrir dyrum, hafa vakið almenna athygli sakir þess, hversu fjarlægar þær eru raunverulegum að- stæðum í þjóðarbúskapnum. Öllum er ljós sá vandi, sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna rýrnandi kaupmáttar, en jafnframt er það deginum ljósara að úr þeim erf- iðleikum verður ekki bætt með því að semja um hærra kaupgjald, sem einungis er unnt að greiða með inni- stæðulausum ávísunum. Alþýðusambandið byggir kaupkröfur sínar á for- sendum, sem engan veginn fá staðizt. Þær eru byggðar á kjarasamningum, sem gerðir voru í febrúar 1974, en forystumenn launþega- samtaka, vinnuveitenda og allra stjórnmálaflokka hafa viðurkennt, að þeir hafi ver- ið óraunhæfir verðbólgu- samningar.“ . . . . . . . . . . 26. maí 1985: „Þess hefur gætt á undanförnum árum að einkafyrirtæki vilji auka skerf sinn í lista- og menning- arlífi. Og víst er að íslenskir bókaútgefendur hafa ekki látið deigan síga, þótt stund- um hafi á móti blásið. Á síð- asta ári var til að mynda gert sérstakt átak í þágu bók- arinnar. Umsvif einkaaðila í lista- og menningarlífi munu aukast við það að einkaréttur ríkisins á útvarpsrekstri verður afnuminn, svo fram- arlega sem þeir er sækja fram á því sviði séu reiðubún- ir að fjárfesta í menningunni fremur en eltast við dæg- urflugur.“ . . . . . . . . . . 28. maí 1995: „Helgi Hálf- danarson vann það afrek að þýða heildarverk Shakes- peare og lenti í miklum hrakningum vegna útgáfu á verkunum og það var ekki fyrr en 35 árum eftir að Helgi hafði lokið þýðingum sínum, sem Mál og menning lauk út- gáfu verkanna. Á þessu tíma- bili voru a.m.k. tvær aðrar til- raunir gerðar til þess að gefa verkin út og kom Almenna bókafélagið þar m.a. við sögu. Þegar ráðist er í stórvirki sem þessi er nauðsynlegt að styðja við slíka starfsemi á myndarlegan hátt. Einar Bragi naut styrkja úr Nor- ræna þýðingasjóðnum og þeim íslenska, en hann telur samt sem áður einsýnt að hann verði fyrir milljóna tapi af útgáfunni. Þessu verður að breyta, því ella blasir við sú hætta, að menn missi kjarkinn og hætti við að ráðast í þýðingar á verkum, sem eru íslenskri menningu lyftistöng.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S amfylkingin stefnir að því að mynda hreina vinstri stjórn að loknum næstu þingkosningum, ríkisstjórn af þeirri gerð, sem aldrei áður hefur verið mynd- uð á Íslandi. Þetta er sá tónn, sem heyrist frá Samfylking- arfólki að loknum landsfundi þeirra fyrir viku. Svokallaðar vinstri stjórnir hafa aldrei áður verið myndaðar á Íslandi án Framsóknarflokks- ins. Hér sat vinstri stjórn framsóknarmanna og Alþýðuflokks á fjórða áratug 20. aldarinnar, sem átti ríkan þátt í að koma á fót þeirri rík- isvæðingu atvinnulífs, sem núverandi ríkisstjórn hefur verið að vinda ofan af. Hér sat vinstri stjórn á árunum 1956 til 1958, sem hafði það ekki sízt að markmiði, auk útfærslu fiskveiði- lögsögu, að senda varnarliðið í burtu. Þau áform urðu að engu ekki sízt vegna dramatískra at- burða í Austur-Evrópu, þegar sovézkir skrið- drekar streymdu um götur Búdapest og börðu niður uppreisn Ungverja. Hún var skipuð fulltrúum Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, en hið síðastnefnda var kosn- ingabandalag, sem myndað hafði verið af Sam- einingarflokki alþýðu-Sósíalistaflokki og Mál- fundafélagi jafnaðarmanna, en það félag var stofnað af vinstra armi Alþýðuflokks. Hér sat vinstri stjórn 1971–1974, skipuð fulltrúum Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en þau samtök voru stofnuð með klofningi úr Al- þýðubandalagi. Helzta markmið þeirrar ríkis- stjórnar auk útfærslu fiskveiðilögsögu var að senda varnarliðið úr landi. Hér sat vinstri stjórn í tæpt ár 1978–1979, skipuð fulltrúum Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags og hér sat vinstri stjórn frá 1988–1991, sem var aðallega skipuð fulltrúum Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks en einnig Borgaraflokks, sem var klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki frá þingkosningunum 1987. Um vinstri stjórnina, sem hér sat á fjórða áratug 20. aldarinnar má segja, að frá sjón- arhóli vinstri manna hafði hún grundvallaráhrif á íslenzkt þjóðfélag með sama hætti og þær rík- isstjórnir, sem Davíð Oddsson hefur haft for- ystu fyrir (þar til sl. haust) frá 1991. Þeirri vinstri stjórn, sem sat undir forsæti Hermanns Jónassonar, tókst að stórauka áhrif opinberra aðila í atvinnulífinu, sem var eitt helzta mark- mið hennar. Að öðru leyti voru þær vinstri stjórnir, sem sátu á síðari hluta 20. aldarinnar misheppnaðar ríkisstjórnir, sem skildu eftir sig mikil vandamál, sem aðrir urðu að hreinsa upp. En munurinn á þessum ríkisstjórnum og þeirri sem Samfylkingin stefnir að myndun á eftir þingkosningar 2007 er sá, að Framsókn- arflokkurinn var alltaf sterkur aðili að þeim rík- isstjórnum. Lengst af voru innan Framsókn- arflokksins ákveðin átök á milli hægri og vinstri arms. Yfirleitt var hægri armur Framsóknar- flokksins skipaður fulltrúum þeirra, sem höfðu beina reynslu af atvinnulífi vegna starfa hjá samvinnuhreyfingunni og leituðust við að tryggja viðskiptahagsmuni þeirrar hreyfingar með virkri þátttöku í starfi Framsóknarflokks- ins. Þessir menn spyrntu yfirleitt við fótum gegn öllum hugmyndum um að senda varn- arliðið úr landi. En jafnframt var sterkur vinstri armur, sem vildi alltaf mynda ríkis- stjórnir til vinstri. Hermann Jónasson var for- ystumaður þess arms. Steingrímur Her- mannsson fylgdi í fótspor föður síns. Það var hins vegar hægri armur Framsóknarflokksins, sem hafði alltaf þau áhrif að halda vinstri stjórnum, sem flokkurinn tók þátt í, við efnið. Nú er stefnt að því að mynda hreina vinstri stjórn án þátttöku Framsóknarflokksins. Í því sambandi er vert að hafa í huga hvaða flokkur Samfylkingin er. Sá flokkur er skipaður fólki úr Alþýðuflokknum gamla, Kvennalista, Þjóðvaka (sem var klofningsframboð úr Alþýðuflokki) og stórum hluta Alþýðubandalagsins gamla en af- gangurinn af þeim flokki varð eftir í Vinstri grænum. Þróunin innan Samfylkingarinnar hefur orðið sú, að Alþýðuflokksmenn eru þar að mestu áhrifalausir en flokknum er stjórnað af fólki úr Alþýðubandalagi og Kvennalista. Samfylkingarfólk þolir illa stöðu Sjálfstæð- isflokksins í íslenzkum stjórnmálum en enn ver Framsóknarflokkinn. Óhætt er að fullyrða, að Samfylkingin gæti frekar hugsað sér samstarf við Sjálfstæðisflokk en Framsóknarflokk í rík- isstjórn. Segja má að Framsóknarflokkurinn í dag sé eitur í beinum Samfylkingar. Kannski vegna þess, að vinstri armurinn virðist horfinn úr Framsóknarflokknum. Þær raddir heyrast þar ekki lengur. Eftir stendur hægri armurinn og fólk, sem er óánægt, ekki vegna óánægju með stefnu flokksins heldur eigin stöðu og skort á frama. Við þessar aðstæður stefnir Samfylkingin að því að ná þeirri stöðu í næstu þingkosningum að tveimur árum liðnum að mynda þá tegund af ríkisstjórn, sem aldrei áður hefur verið mynduð á Íslandi, hreinræktaða vinstri stjórn. Og ekki ólíklegt að kosningarnar vorið 2007 muni snúast um það, hvort þjóðin vilji slíka ríkisstjórn. Stefnumörkun landsfundar Samfylkingarinn- ar var svo óskýr, að það er erfitt að átta sig á því hver stefna slíkrar ríkisstjórnar yrði í inn- anlandsmálum. Það er auðveldara að átta sig á því hver hún yrði í utanríkismálum. Ísland og ESB Samfylkingin hefur nokkuð skýra stefnu í utanríkismálum. Hún vill að Ísland sæki um aðild að Evrópusamband- inu. Hún vill ná samningum um slíka aðild, jafn- vel þótt ljóst sé, að af slíkri aðild mundi að óbreyttu leiða formleg yfirráð Brussel yfir fisk- veiðilögsögu okkar. Og jafnframt eru svo sterk- ar vísbendingar um afstöðu flokksins til örygg- ismála, að ekki verður fram hjá þeim gengið. Samfylkingin vill senda varnarliðið úr landi en halda varnarsamningum eftir á pappírnum og er að því leyti til samhljómur með afstöðu Sam- fylkingarinnar og hinna íhaldssömu og hægri sinnuðu hauka í varnarmálaráðuneyti Donalds Rumsfelds. Hrein vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna mundi aldrei sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. Ástæðan er einfaldlega sú, að Vinstri grænir eru því algerlega mótfallnir. Að því leyti til yrði slík ríkisstjórn í svipaðri stöðu og ríkisstjórn, sem norski Verkamannaflokk- urinn mun mynda í Noregi í haust á vinstri kantinum. Sú ríkisstjórn, sem í Noregi er talið öruggt að verði mynduð, mun ekki sækja um aðild að ESB vegna þess, að innan hennar verða aðilar, sem eru því algerlega mótfallnir. Þeir ís- lenzkir stjórnmálamenn, sem hafa veifað fram- an í fólk hér þeim möguleika, að Norðmenn sæki um aðild að ESB á næstu árum eru að blekkja þjóðina. Það verður engin aðildarum- sókn af hálfu Norðmanna á næstu árum af ofan- greindum ástæðum. Það þarf mikið að breytast í norskum stjórnmálum til þess að svo verði. Hreinræktuð vinstri stjórn á Íslandi mun heldur ekki sækja um aðild að Evrópusamband- inu á næsta kjörtímabili vegna andstöðu Vinstri grænna. Eini möguleiki Samfylkingarinnar til að ná því stefnumáli sínu fram er að fá aðstöðu til að mynda ríkisstjórn með Framsóknar- flokknum og það er raunar ekki endilega víst, að Framsóknarflokkurinn undir nýrri forystu mundi hafa áhuga á slíku. Áhugi framsókn- armanna á aðild að Evrópusambandinu er að verulegu leyti bundinn við Halldór Ásgrímsson og miðað við þann tíma, sem hann hefur verið virkur í stjórnmálum má gera ráð fyrir að nú sé komið fram á seinni hluta valdatímabils hans í flokknum. Þegar á allt þetta er litið verður því að telja nokkuð víst, að ekki verði um að ræða alvar- legar umræður um aðild Íslands að ESB fyrr en þá í þingkosningum árið 2011, nema óvæntir at- burðir gerist í málefnum Evrópusambandsins, sem ekki eru fyrirsjáanlegir nú. Öryggismálin Öðru máli gegnir um öryggismálin. Gamlir andstæðingar varnar- liðsins eru nú í öruggum meirihluta innan Sam- fylkingarinnar. Talsmenn Alþýðuflokksins, sem að mestu stóð sig vel í deilunum um varnarliðið á árum áður, mega sín lítils innan Samfylking- arinnar. Á landsfundi Samfylkingar kom fram, í mál- efnagögnum, sem lögð voru fram á fundinum, að ágreiningur væri innan flokksins um þessi mál. Það er út af fyrir sig heiðarlegt gagnvart kjósendum að viðurkenna það. Þar kemur jafn- framt fram, að niðurstaðan gæti orðið sú, að Samfylkingin legði til að varnarliðið hyrfi af landi brott en varnarsamningurinn yrði til stað- ar. Augljóst er að gamlir herstöðvaandstæð- ingar, sem eru áhrifamesti valdakjarninn í kringum nýkjörinn formann, Ingibjörgu Sól- rúnu, sjá sér færi á því að láta gamlan draum rætast, að Ísland verði varnarlaust. Á undanförnum árum hefur töluvert verið um það rætt, hvort yfirleitt væri þörf á vörnum hér í ljósi framvindu heimsmála, friði í Evrópu og batnandi sambúð Vesturlanda og Rússlands. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa markað þá stefnu, að óhugsandi sé að hér verði engar varnir en hins vegar eðlilegt að dregið hafi verið úr þeim. UMFERÐIN OG BANASLYS Í fyrradag lézt ungur maður íumferðarslysi í Hvalfirði. Þaðvill gjarnan verða svo þegar vorar og sumarið gengur í garð og umferðin eykst að alvarleg slys verði. Þess vegna er nú komin sá árs- tími að fólk verður að gæta sérstak- lega að sér í umferðinni. Í þessu til- viki var um að ræða árekstur flutningabíls og fólksbíls. Og áreið- anlega rétt sem fram hefur komið í fréttum, að bílstjóri flutningabíls- ins hafi gert það sem í hans valdi stóð til þess að koma í veg fyrir slysið. Það er enginn óhultur í umferð- inni. Ekki heldur þeir sem fara að öllum umferðarreglum og gæta fyllstu varúðar. Ef aðrir gera það ekki getur hver og einn verið við dauðans dyr þegar komið er út í umferðina. Landflutningar hafa stóraukizt á seinni árum. Í því felst að stórum flutningabílum hefur fjölgað mjög í umferðinni. Það er mikið álitamál hvort íslenzka vegakerfið þolir þessa miklu umferð flutningabíla. Hér eru aðstæður á vegum úti yf- irleitt þannig að vegirnir eru til- tölulega mjóir og ekki má mikið út af bera án þess að slys verði. Voru vegirnir hannaðir fyrir þessa miklu landflutninga? Hefur flutningi ver- ið beint af sjó og upp á land með því hvernig opinberri gjaldtöku er háttað? Umferð þessara stóru flutninga- bíla í bæjum og borg er líka vara- söm. Þeir fara oft um fjölfarnar íbúðargötur þar sem börn eru á ferð. Stóru flutningabílarnir eru önnur meginhættan í umferðinni. Þeir sem gera út flutningabíla segja að vísu að í bílunum séu hraðatak- markanir sem geri það að verkum að þeir komist ekki yfir ákveðinn hámarkshraða. Þeir sem fylgjast með þessum bílum á vegum úti spyrja sjálfa sig hvort þær yfirlýs- ingar geti verið réttar. En hin meginhættan er mikill hraði fólksbíla. Og það hlýtur að verða eitt meginverkefni umferðar- yfirvalda á komandi sumri að draga úr hraðanum eins og kostur er. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun að það verði ekki hægt að koma á viðunandi aga í umferðinni nema með því að þyngja sektir. Landsmenn fari sínu fram nema það kosti svo mikið að enginn láti sér það til hugar koma. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. AFREKSMAÐUR Höskuldur Pétur Halldórsson,sem lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í 159 ára sögu skólans, er af- reksmaður. Það er ótrúlegur árangur að hafa náð 9,90 í einkunn á stúd- entsprófi. Slík frammistaða er stórkostleg og eykur trú fólks á framtíð þess- arar þjóðar. Það er gaman að því hve stór hópur frábærra náms- manna hefur komið fram á sjón- arsviðið á undanförnum árum og áratugum. Þetta unga fólk verður fyrirmynd annarra og þeir sem á eftir koma fá takmark til að keppa að. Það er ástæða til að óska þess- um unga manni og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.