Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 45 FRÉTTIR Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Laufásvegur - Þingholtin Vorum að fá í einkasölu eitt af þessum virðulegu og glæsilegu húsum við Laufásveg í Þing- holtunum. Húsið var teiknað af Sigurði Guðmundssyni. Á aðal- hæð hússins eru m.a. þrjár glæsilegar stofur, eldhús og snyrting. Á efri hæð eru m.a. fjögur herbergi, baðherbergi og þvottahús. Í kjallara eru þrjú herbergi, geymslur og fl. Í risi er eitt herbergi og geymslur. Falleg og stór lóð til suðurs. Úr borðstofu er gengið út á stórar, flísalagðar svalir og þaðan nið- ur í garð. Þrennar svalir eru á húsinu. Innkoman í húsið er mjög tíguleg vegna mikils rýmis sem stigi og hol fá. Í stigagangi er 5 fm steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttur. Glæsileg eign á eftirsóttum stað. Nánari upplýsingar veitir Sverr- ir Kristinsson á skrifstofu Eignamiðlunar. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Blikanes - Sjávarútsýni Einstaklega glæsilegt 340 fm einbýlishús við Blikanes með sjávarútsýni. Tvöfaldur inn- byggður bílskúr. Eignin, sem er vönduð í alla staði, skiptist m.a. í forstofu, snyrtingu, hol, fimm herbergi (skv. teikningu), stofu, borðstofu, eldhús og þvottahús á aðalhæð, sem er u.þ.b. 200 fm. Á neðri hæð (jarðhæð) er m.a. baðherbergi, geymsla, tvö herbergi og fjölskyldurými með arni. Garðurinn er sérlega vel hirtur og gró- inn með næturlýsingu, stórum pöllum og heitum potti. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - FÁLKAGÖTU 19, 1. H.V. Snyrtileg og björt 4ra herbergja íbúð ásamt sérgeymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í hol, þrjú herbergi, eldhús, baðherbergi og stofu. Nýtt eldhús og bað. Blokkin hefur nýlega verið standsett. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 15-16. ÁGÚSTÍNA OG PÉTUR Á BJÖLLU. V. 19,5 m. 4892 OPIÐ HÚS - SKEGGJAGÖTU 8, KJ. Vorum að fá í sölu mjög fallega og bjarta 67 fm 2ja herb. íbúð í kjallara í þríbýlishúsi við Skeggjagötu í Norðurmýrinni. Íbúðin hefur verið standsett að miklu leyti, m.a. innrétting í eldhúsi, baðherbergi og gólfefni. Fallegur garður til suðurs. Íbúðin er laus fljótlega. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 15-17. V. 13,4 m. 4964 OPIÐ HÚS - KJARTANSGÖTU 6, MIÐHÆÐ OPIÐ HÚS - HVASSALEITI 53 - ENDARAÐHÚS Vel staðsett 227 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem stendur á stórri hornlóð. Húsið skiptist þannig: Á neðri hæð er forstofa, þvottahús, hol, gestasnyrting, eldhús, vinnuherbergi og borðstofa/stofa. Efri hæðin skiptist í sólskála/stofu, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Bílskúrinn er með rafmagni og hita. Óskað er eftir tilboðum. 4959. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-15. BJÖRTUSALIR - Í NÝLEGU HÚSI Glæsileg 4ra-5 herbergja 131,3 fm endaíbúð á 3. og efstu hæð á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, sér þvottahús, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú stór herbergi og baðherbergi. Á jarðhæð fylgir sér geymsla með hillum auk sam. hjólag. o.fl. Húsið er staðsett innst í botnlanga í barnvænu umhverfi þar sem stutt er í skóla og leikskóla. Íbúðin er fullbúin í alla staði. Parket og flísar eru á gólfum og innréttingar vandaðar. Stórar suðursvalir og glæsilegt útsýni. V. 27,5 m. 5013 HOLTSGATA - VESTURBÆ Vorum að fá í sölu fallega og bjarta 81 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í fjórbýlishúsi við Holtsgötu. Ein íbúð á hæð. Íbúðin skiptist m.a. í tvær rúmgóðar samliggjandi stofur og tvö herbergi. Íbúðin er vel skipulögð. Mikil lofthæð er í íbúðinni. Fulningahurðir. Listar í loftum. Húsið hefur nýlega verið standsett. Íbúðin er laus 1. júlí nk. V. 18,2 m. 4903 Vorum að fá í sölu um 90 fm miðhæð í þríbýlishúsi við Kjartansgötu í Norðurmýrinni. Húsið var teiknað af Einari Sveinssyni. Íbúðin hefur verið mikið standsett á smekklegan hátt. Hún skiptist m.a. í tvær rúmgóðar stofur, rúmgott eldhús, herbergi með miklum skápum, baðherbergi og hol. Svalir eru út af stofu. Þaðan er gengið niður í garð. Falleg lóð til suðurs. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16. V. 23,1 m. 4971 ÆTLAR ÞÚ AÐ SELJA? REYNSLA OG FAGMENNSKA ER OKKAR STYRKUR TIL TAKSVIÐ ERUM WWW.HBFASTEIGNIR.IS SÍMI 534 4400 Hús Verslunarinnar · Kringlunni 7 · 103 Reykjavík Sími 534 4400 · Fax 534 4410 · www.hbfasteignir.is HAFÐU SAMBAND OG KYNNTU ÞÉR HVAÐ HB FASTEIGNIR GETA GERT FYRIR ÞIG SUMARSTARF er hafið í Viðey og eru ýmsar nýjungar í starfseminni þetta árið. Múlakaffi hefur tekið við rekstri Viðeyjarstofu og er með veit- ingasölu laugardaga og sunnudaga kl. 11–18. Í Viðey er m.a. listaverkið Blind Pavilion, eða Blindi sýningarskálinn, eftir Ólaf Elíasson, sem sett var upp í tilefni Listahátíðar og útilistaverkið Áfangar eða Milestones eftir Richard Serra, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Við göngustíga eru skilti sem fræða gesti og gangandi um sögu og náttúru eyjarinnar. Í júní hefjast svo þriðjudagsgöngurnar, sem farnar verða kl. 19 í allt sumar. Stuttar ferðir um söguslóðir og kúmentínsla Sunnudagar eru útivistardagar fyrir fjölskyldur, en þá verður boðið upp á ratleik fyrir alla aldurshópa, messur og helgistundir, stuttar ferð- ir með leiðsögn um söguslóðir og kúmentínsla verður í lok ágúst. Frekari upplýsingar um sumardag- skrána í Viðey er að finna á vefnum www.minjasafnreykjavikur.is Ferðir Viðeyjarferju eru daglega sem hér segir: frá Sundahöfn kl. 8.30, 13, 14, 15, 17, 19 og 21. Frá Viðey kl. 14.15, 15.15, 17.15, 19.15 og 21.15. Ferð kl. 8.30 að morgni er aðeins far- in á tímabilinu 10. júní–12. ágúst. Frá 1. júní verður farin ein ferð alla daga vikunnar frá Miðbakka Reykjavíkur- hafnar við Hafnarbúðir kl. 10 og til baka kl. 13.15. Ýmsar nýjungar í boði í Viðey Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.