Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að vera þolinmóður í dag. Það er auðvelt að missa sig út í barnalega þrjósku, sem alls ekki fellur í kramið. Það veistu reyndar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er nánast heltekið af því að festa kaup á einhverju. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú kastar pen- ingum á glæ. Það er ekki þér líkt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Valdabarátta er líkleg í nánu sambandi í dag. Ástæðan er líklega sú að tvíbur- inn er að reyna að breyta einhverjum nákomnum, eða öfugt. Það kallast af- skiptasemi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Skrýtnar tilfinningar krauma í krabb- anum í dag. Hann er nánast með ár- áttu. Láttu það ekki á þig fá, þessi líð- an breytist innan tíðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Kraftmiklar tilfinningar gera vart við sig í samböndum ljónsins í dag. Reyndu að sýna þolinmæði í sam- skiptum við aðra. Ekki valta yfir neinn og sýndu sanngirni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti við yfirboðara og eru tvísýn í dag og erfitt að ná málamiðlunum. Þetta er bara spurning um hver eigi að vera við stjórnvölinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Forðastu rifrildi um stjórnmál og trú- mál í dag. Þú átt ekki gott með að sýna hlutleysi og ert reyndar nánast með eitthvað á heilanum. Sýndu af þér kæti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er of ákafur og ástríðu- fullur þessa dagana og á því ekki að reyna að deila neinu með öðrum í dag eða áætla hver á hvað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stoltið hleypur með fólk í gönur í dag. Allir eru að reyna að sanna að þeir hafi rétt fyrir sér. Gættu þess samt að láta ekki vaða yfir þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin vill koma umbótum til leið- ar í vinnunni í dag. Hún hefur komið auga á betri vinnuaðferðir og vill ger- bylta kerfinu. Vandinn er að hugs- anlega eru ekki allir sammála henni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú fellur hugsanlega fyrir einhverjum í dag. Ef það gerist má reikna með því að um eftirminnilegt og stormasamt samband geti verið að ræða. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn gerir stórbrotnar breytingar á heimili sínu í dag. Kannski leggur hann nýjar línur í samskiptum við aðra fjölskyldumeðlimi. Hann vill taka til hendinni. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú ert vel gefin manneskja, áhrifamikil og fylgin þér þegar kemur að hugsjónum þínum. Þú gefur þig ekki ef til átaka kem- ur og reyndar eru áskorun og dramatík þér vel að skapi. Þú ert fljót að hugsa, hnyttin og hrífandi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 greftra, 4 býsn, 7 bjúga, 8 dáin, 9 stúlka, 11 magurt, 13 rúða, 14 krafturinn, 15 þungi, 17 menn, 20 annir, 22 skrökv- að, 23 kostnaður, 24 eld- stæði, 25 nytjalönd. Lóðrétt | 1 flokkur, 2 alir, 3 mannsnafn, 4 líf, 5 elsku- leg, 6 gustar, 10 tímarit, 12 ádráttur, 13 hávaða, 15 slátra, 16 úrkomu, 18 álít- ur, 19 sjófuglar, 20 fyrir stuttu, 21 á stundinni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 agnarsmár, 8 lýsir, 9 róaði, 10 æsa, 11 trauð, 13 feiti, 15 helga, 18 snara, 21 tóm, 22 letji, 23 áfall, 24 ald- urtili. Lóðrétt | 2 giska, 3 afræð, 4 skraf, 5 ábati, 6 slit, 7 hiki, 12 ugg, 14 ern, 15 hæli, 16 lítil, 17 atinu, 18 smátt, 19 aðall, 20 auli.  Tónlist Kaffi Kúltúr | Patagonia Jazz Quartet mun spilar á Kaffi Kúltúr, Hverfisgötu 18, kl. 21. Salurinn | Tölvutónlistargúrúinn John Chowning verður með fyrirlestur og tón- leika í Salnum í Kópavogi. Flutt verða þrjú tímamótaverk eftir hann, auk þess sem hann fjallar um sig og tónlist sína. Tónleik- arnir verða í surround-hljóði og bestu hljómgæðum. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Dagsbrún, undir Eyjafjöllum | Ragnar Kjartansson. Eden, Hveragerði | Karl Theódór Sæ- mundsson. Elliheimilið Grund | Jeremy Deller. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Sjá www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Forum For Kunst. Gestir: Roswitha J. Pape, Werner Schaub, Lynn Schoene, Manfred Kästner, Luitgard Borlinghaus, Elke Wassmann, Klaus Staeck, Dik Jungling, Werner Richter. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Sýningin stendur til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista | Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kling og Bang gallerí | John Bock. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro. Listasafn Árnesinga | Jonathan Meese. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir. Listasafn Íslands | Dieter Roth. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning nemenda við Listahá- skóla Íslands. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Rótleysi – 8 suður-afrískir ljósmyndarar Mokka-kaffi | Multimania – Helgi Sig. Sjá: www.hugverka.is. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn. Skaftfell | Anna Líndal. Slunkaríki | Hreinn Friðfinnsson, Elín Hansdóttir. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin heitir Coming Soon er fyrsta úrvinnsla í samvinnu þeirra. Suðsuðvestur | Anna Hallin sýnir málverk, teikningar, vídeó-verk, skúlptúr og vídeó- auga. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Vestmannaeyjar | Micol Assael. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Vinnustofa Guðrúnar Kristjánsdóttur | Guðrún sýnir olíumálverk, myndbandsverk og innsetningu á vinnustofu sinni, Bald- ursgötu 12. Sjá: www.gudrun.is. Listasýning Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við Iðn- skóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín í Iðu, Lækjargötu. Handverk og hönnun | Starfshópur frá Lyhty ry í Helsinki sýnir verk sín.. Lyhty ry er sjálfseignarstofnun sem er allt í senn heimili, skóli, verkstæði og vinnustaður fyrir fólk með námsörðugleika. Til sýnis eru ljósmyndir sem Pekka Elomaa ljós- myndari hefur unnið með hópnum ásamt öðrum verkum. Dans Borgarleikhúsið | Nýja svið kl. 17, Nomadi Productions, Finnlandi sýna Flow eftir Arja Raatikainen og Lucid Dreaming eftir Alpo Aaltokoski Borgarleikhúsið, stóra svið kl. 20, Tanec Praha, Tékklandi, sýna Night Moth eftir Petra Hauerova Mi non Sabir eftir Karine Ponties www.artfest.is. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Opið frá kl. 10–17. Smámunasafnið í Sólgarði | Eyjafjarð- arsveit. Opið alla daga í sumar fram til 15. september frá kl. 13–18. Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna sem settust að í Utah. Mannfagnaður Snarrót | Páll H. Hannesson, alþjóða- fulltrúi BSRB, mun flytja erindi um vatn hjá Menningar- og friðarsamtökunum, 31. maí kl. 18.30–21. Vatn telst til mannréttinda og eignarhald á drykkjarvatni þarf að vera samfélagseign. Hlaðborð. Ágóði af mat- sölu fer til lagfæringa á nýrri Snarrót. Fundurinn er öllum opinn. Fréttir Lagadeild Háskóla Íslands | Sesselja Sig- urðardóttir heldur fyrirlestur um efni kandidatsritgerðar til embættisprófs í lög- fræði, 1. júní kl. 16.30–17.15, í stofu 101 í Lögbergi. Ritgerðin ber heitið: Takmörk valdheimilda Öryggisráðs SÞ í ljósi mann- réttinda og hugsanleg úrræði í þeim efn- um. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fundir Norræna húsið | Umræðufundur í Nor- ræna húsinu kl. 15–18. Fjallað verður um lýðhyggjutilhneigingar í menningar- og stjórnmálum og tengsl þeirra við sam- tímalist. Þátttakendur eru: Jakob Boeskov, Jakob Fenger og Jani Leinonen sem taka þátt í Populism-sýningunni, einn sýning- arstjóranna, Christina Ricupero, og sýn- ingarstjórinn Vanessa Muller. Nánari uppl. á www.nordice.is. Fyrirlestrar ADHD samtökin | Fyrirlestur um stað- reyndir og goðsagnir um athyglibrest, of- virkni og rítalín, verður í Safnaðarheimili Háteigskirkju 30. maí kl. 20. Fyrirlesarar eru: Ólafur Ó. Guðmundsson barnageð- læknir og Stefán J. Hreiðarsson, sérfræð- ingur í fötlunum barna. Allir velkomnir. Askja – Náttúrufræðihús HÍ | Dr. Hilmar J. Malmquist líffræðingur og forstöðumaður Náttúrfræðistofu Kópavogs flytur erindi sem hann nefnir: Hlýnun Elliðavatns og áhrif á lífríki. Greint verður frá nið- urstöðum úr eins árs vöktunarverkefni á eðlis- og efnaþáttum og smádýrastofnum í Elliðavatni. Fyrirlesturinn er í Öskju – Nátt- úrufræðihúsi Háskóla Íslands kl. 17.15– 18.15. Gerðuberg | Ólafur J. Engilbertsson, sagn- fræðingur flytur fyrirlestur í Gerðubergi kl. 15, sem hann nefnir „Að skapa skart úr skít – um söfnun, endurvinnslu og listræna sköpun“. Aðgangseyrir er kr. 500, kaffi/te innifalið. Félagsmenn í Akademíunni greiða aðeins fyrir kaffið. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | David Cairns, sérfræðingur í reiknings- skilastöðlum alþjóðlega reikningsskil- aráðsins og prófessor í endurskoðun við London School of Economics, heldur opinn fyrirlestur á vegum viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands um fortíð, nú- tíð og framtíð alþjóðlegra reiknings- skilastaðla, goðsagnir og veruleika og áhrif þeirra á rannsóknir og kennslu. Fyrirlest- urinn er í Lögbergi stofu 101, 30. maí, kl. 12. Allir velkomnir. Nánar á www.vidskipti.hi.is. Námskeið Gerðuberg | Skráning í listsmiðjurnar Gagn og gaman er hafin. 6.–10. júní – 6–9 ára, 20.–24. júní – 10–13 ára. Smiðjustjóri er Harpa Björnsdóttir, myndlistarmaður. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 Bc5 5. c3 d6 6. O-O O-O 7. Rbd2 a6 8. Bb3 h6 9. h3 Ba7 10. He1 Rh5 11. Rf1 Df6 12. Re3 Rf4 13. Rg4 Dg6 14. Bxf4 exf4 15. Rh4 Dg5 16. Rf3 Bxg4 17. hxg4 Dxg4 18. d4 Hae8 19. Dd3 He7 20. He2 Hfe8 21. Hae1 Rd8 22. e5 Dd7 23. Rh4 d5 24. Rf5 Re6 25. Df3 c6 26. Bc2 g6 27. Rxh6+ Kg7 28. Rg4 Hh8 29. Rf6 Dc8 30. Dg4 Hh6 31. Hd2 Dh8 32. Kf1 Hh4 33. Df3 Rg5 34. Dd1 Staðan kom upp á armenska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Erevan. Gabriel Sargissjan (2630) hafði svart gegn Artur Chibukhchian (2406). 34... f3! 35. gxf3 Re6! og hvítur gafst upp þar sem eftir 36. Ke2 Rf4+ 37. Ke3 Hxe5+ hefur svartur gjör- unnið tafl. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. ÁRLEG vormessa fer fram í Krýsuvíkurkirkju í dag kl. 14 þar sem altaristafla kirkjunnar Upprisan, myndverk eftir Svein Björnsson, verður hengt upp. Eftir messu verður svo farið í Sveinshús þar sem drukkið verður messukaffi og sýningin Fuglar í myndum skoðuð. Fuglar í myndum er þriðja sýning Sveinssafns í Sveinshúsi í Krýsuvík Fuglinn tekur að birtast í myndheimi Sveins Björnssonar skömmu eftir að hulduandlitin og köngurlóarvefurinn höfðu haslað sér þar völl um 1960. Í kynningartexta um sýninguna segir m.a.: „Sýn- ingunni er ætlað að gefa lítils háttar tilfinningu fyr- ir því sérstæða og margþætta hlutverki sem fuglinn hefur leikið á myndsviði Sveins Björnssonar um langt skeið. Um leið og sýningin Fuglar í myndum gefur yf- irlit yfir þróun fuglsins í myndlist Sveins Björns- sonar dregur hún fram nýja túlkun á hlutverki fuglsins, sem listamaðurinn minntist aldrei á þegar hann var á dögum, ekki frekar en að hann minntist á Bláhöfðann, sem var umfjöllunarefni síðustu sýn- ingar: Samkvæmt þessari túlkun virðist sem fuglinn hafi þróast yfir í að verða eins konar táknmynd inn- blásturs eða hugmyndaflugs listamannsins, sem er frjálst eins og fuglinn fljúgandi á lofti holsins í Sveinshúsi.“ Vormessa og fuglar í mynd- um Sveins Björnssonar Morgunblaðið/RAX Að venju í vormessu verður altaristaflan eftir Svein Björnsson sett upp í Krýsuvíkurkirkju. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.