Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 57
ERTU AÐ SAFNA PUNKTUM? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 57 DAGBÓK Félagsstarf Breiðfirðingabúð | Félagskonur, farið verður í hinna árlegu vorferð laug- ardaginn 4. júní frá Umferð- armiðstöðinni kl. 9. Farið verður á Blönduós. Gestir velkomnir með. Til- kynnið þátttöku hjá Gunnhildi í síma 564 5365 eða hjá Ellu í síma 566 6447. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí–tríó leikur. Fyrirhugað er að námskeið í stafgöngu hefjist 31. maí kl. 10. Uppl. og skráning á skrifstofu FEB, s. 588– 2111. Eigum laus sæti í 2ja daga ferð um Snæfellsnes 14. júní og einnig í ferð um Austurland, 4 dagar, 19. júní. Uppl. og skráning í s. 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Þjóðhátíð í Gullsmára. Það stendur til að vera með grillveislu í Gullsmára í hádeginu 16. júní. Skráning fyrir 6. júní á töflu eða í síma 564 5260. Harmonikkuspil og dans á eftir. Allir velkomnir. Sumarhátíð Gjábakka. Fimmtudaginn 2. júní verður sumri fagnað í Gjábakka. Tískusýning. Ólaf- ur Ólafsson spilar og syngur. Sum- arlegt hátíðarborð. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 14. 30 syngur Gerðubergskórinn í Blönduós- kirkju undir stjórn Kára Friðrikssonar, undirl. Árni Ísleifs., Unnur Eyfells, Arngrímur Marteinsson, Benedikt Eg- ilsson og Þorgrímur Kristmundsson, allir velkomnir. Furugerði 1 | Handavinnu- og list- munasýning félagsstarfsins og leir- listarhóps Blindrafélagsins verður sunnudag 29. og mánudag 30. maí frá kl. 13.30 til kl. 17.00. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56–58 | Handverkssýn- ing á munum sem unnir hafa verið í félagsstarfinu í vetur verða til sýnis í dag og á morgun, mánudag. Sýningin er opin kl. 13–17. Kaffi og gott með- læti. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Félagsvistin fellur niður á morgun, mánudag 30. maí. Þriðju- daginn 31. maí kl. 14 kynna Aðalbjörg Traustadóttir og Árni R. Stefánsson nýja hverfaskipan borgarinnar. Allir velkomnir. Uppl. í síma 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verkssýning á munum sem unnir hafa verið í félagsstarfinu í vetur verður sunnudaginn 29. maí og mánudaginn 30. maí kl. 13–17. Komið og skoðið fal- legt handverk og kynnið ykkur þá þjónustu sem í boði er. Kaffiveitingar. Vesturgata 7 | Ferð á sýningar. Mánudaginn 30. maí kl. 13 verður far- ið á handverkssýningar á Aflagranda 40, og Hvassaleiti 56–58. Einnig verður farið á stefnumót við safnara í Gerðubergi og myndlistarsýningu Lóu Guðjónsdóttur í Gerðubergi. Upplýsingar og skráning í síma 535 2740. Allir velkomnir. Kirkjustarf Háteigskirkja | Á þriðjudögum og fimmtudögum verður púttað í Há- teigskirkju í sumar. Klukkan 11.00 og klukkan 14.00, báða dagana. Hafið samband við kirkjuvörð. Njótið fé- lagsskapar og útverunnar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is • Stórt framleiðslufyrirtæki með matvæli. • Þekkt sérverslun með byggingavörur. Ársvelta 180 mkr. • Efnalaug í 105 Reykjavík. Stór viðskiptamannahópur. • Heildverslun með þekkt efnavörumerki. • Verslanir í Kringlunni og í Smáralind. • Rótgróið veitingahús í Hafnarfirði. Mjög góður rekstur. • Ferðaskrifstofa með sérhæfðan rekstur. • Þekkt innrömmun í austurbæ Reykjavíkur. Hentar vel hjónum. • Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Fiskvinnsla í eigin húsnæði á Eyrarbakka. • Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr. • Rótgróin heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 60 mkr. • Þekkt vöruhús með innflutning og smásölu á heimilis- og gjafavöru. • Stór heildverslun með hjólbarða. Vel tækjum búin. • Heildverslun með þekktan fatnað. • Rótgróin sérverslun með mikla vaxtarmöguleika. Ársvelta 37 mkr. • Þekkt lítil bílaleiga. • Heildverslun með búnað og vélar til notkunar í iðnaði. Ársvelta 130 mkr. • Gistihús í Hafnarfirði. 25 herbergi. • Stórt ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi. • Þekkt sérverslun-heildverslun með fallegar vörur fyrir heimili og fyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. • Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 80 mkr. • Dalakjör. Verslun, veitingasala og bensínstöð í Búðardal. Góður rekstur. Ársvelta 170 mkr. • Stór blómaverslun í góðu hverfi. • Heildverslun-sérverslun með rafmagnsvörur. Ársvelta 200 mkr. • Lítil heildverslun með tæki fyrir byggingariðnaðinn. Heppilegt fyrir trésmið sem vill breyta til. • Þekkt veitingahús í eigin húsnæði. Velta 10-12 mkr. á mánuði. • Gott fyrirtæki í kynningar- og markaðsþjónustu. Hentar vel til sameiningar. • Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 250 mkr. • Sérvöruverslun með 220 mkr. ársveltu. EBIDTA 25 mkr. • Arðbært útgáfu- og prentþjónustufyrirtæki. • Sérverslun með fatnað. • Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 mkr. • Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. • Stór trésmiðja með þekktar vörur. Engar stríðsminjar í Viðey NÚ er verið að tala um að setja upp skrúfu úr herskipi sem minnisvarða í Viðey og er það sagt vegna beiðni Kanadamanna. Mér finnst það alveg fráleitt að setja stríðsminjar þarna út í eyju. Ég fór þarna í fyrra með eldri borgurum, þarna er fallegt og gaman að koma þarna, en að setja stríðsminjar þarna upp er fráleitt. Beini ég þeim tilmælum til stjórn- enda í Reykjavík að koma í veg fyrir þetta. J.M. Myndasýningar á Austurvelli ÉG get ekki orða bundist, nú verður enn ein sýning á Austurvelli. Þetta er einn fallegasti staðurinn í allri Reykjavík, sem maður vill fá að njóta í allri sinni litadýrð á sumrin. Mér finnst þessi staður ekki til þess fallinn að hafa sýningu af þessu tagi, það er svo mikil fyrirferð á þessu. Það væri miklu nær að hafa sýn- ingar af þessu tagi hjá Hallgríms- kirkju, þar er miklu meira pláss, með fullri virðingu fyrir ljós- myndaefni RAX. Svona sýningar eiga ekki að vera á Austurvelli, ekki hægt að þverfóta fyrir þessari steinsteypu sem mynd- irnar eru settar á. Svava. Engin þjónusta í Efra-Breiðholti ÉG er ellilífeyrisþegi og bý í Efra- Breiðholti og þar er búið að taka alla þjónustu frá okkur sem þar búum. Fyrst var pósthúsið flutt, síðan Ís- landsbanki og nú apótekið. Það var svo þægilegt að hafa apótekið við hliðina á heilsugæslunni. Og er þessi starfsemi öll flutt niður í Mjódd. Á veturna kemst ekki eldri fólkið niður í Mjódd, margir eru ekki á bílum og fólk sem er komið um og yfir áttrætt er ekki á bílum. Ellilífeyrisþegi. Jósefína er týnd JÓSEFÍNA týndist í Seljahverfi í Breiðholti sl. miðvikudag þar sem hún var í pössun. Hún býr í Sala- hverfi og gæti því reynt að komast heim til sín. Hún er eyrnamerkt og var með svarta ól með bjöllu og símanúm- eri. Þeir sem hafa orðið Jósefínu varir eru beðnir að hafa samband í síma 897 4439, 663 4439 eða 557 4439. Grár dísarpáfagaukur týndist GRÁR dísarpáfagaukur týndist frá Ástúni 10 í Kópavogi sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 567 2275. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Í DAG kl. 15 mun Ólafur J. Eng- ilbertsson, sagnfræðingur og sýn- ingahönnuður, flytja fyrirlestur sem hann nefnir Að skapa skart úr skít – um söfnun, endurvinnslu og listræna sköpun. Ólafur er sýn- ingarstjóri sýningarinnar Stefnu- mót við safnara II sem var opnuð í Gerðubergi 30. apríl sl. „Í erindinu hyggst Ólafur taka fyrir sjálfsprottna söfnunar- ástríðu einstaklinga, sem hafa ekki átt sér nein fordæmi eða fyr- irmyndir. Þeir hafa ýmist skapað skart úr því sem flestir telja skít, eða hirt gull úr glatkistu sorp- hauganna.“ Frekari upplýsingar er að finna á www.gerduberg.is Skart úr skít LJÓSMYNDARARNIR Ami Vitale og Rui Camilo halda fyrirlestra í Salnum í Kópavogi í dag kl. 14. Í til- kynningu frá Ljósmyndarafélagi Ís- lands um fyrirlesarana: „Frétta og heimildaljósmyndarinn Ami Vitale hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín og hlotið ýmis verðlaun víða um heim. Rui Camilo er vel þekktur bæði í heimalandi sínu Portúgal, Þýskalandi og víðar. Segja má að hann einskorði sig ekki við eina tegund ljósmyndunar þótt hans helsti vettvangur sé auglýsinga- ljósmyndun því Rui stundar ljós- myndun sem listgrein jafnt sem iðn- grein.“ Fyrirlestrar um ljósmyndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.