Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 1

Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 1
GYLLTUR hringur fannst í upp- greftri gamla kirkjugrunnsins í Reykholti á fimmtudaginn en talið er að hann sé jafnvel frá síðari hluta miðalda. Rannsókn grunnsins hefur staðið yfir frá árinu 2002. Hringurinn fannst í gólfi kirkj- unnar en þannig má leiða líkur að því að eigandi hringsins hafi glatað honum í kirkjunni og hringurinn síðan fallið milli fjala. Missir hrings- ins hefur eflaust verið mikið áfall fyrir eiganda hans enda er hann af- ar veglegur. Dr. Guðrún Svein- bjarnardóttir fornleifafræðingur stýrir verkefninu, en hún segist aldrei hafa fundið jafn fínan grip áð- ur. „Það er ekki hægt að segja til um það að svo stöddu hvort hring- urinn er gullhringur eða silfur- hringur með gullhúð. Hann er hins vegar í laginu eins og hringur sem fannst í tóft á Rangárvöllum fyrir löngu síðan og er nú á Þjóðminja- safninu. Sá hringur er talinn vera frá fyrri hluta miðalda en þessi hringur gæti jafnvel verið frá síðari hluta miðalda“ segir Guðrún en hringurinn sem nú fannst er aðeins stærri en sá sem fannst á Rang- árvöllum og að auki er hann skreyttur með flúri. „Það er róm- anskt blaðskraut sem erfitt er að tímasetja en það kemur fyrst fram á Íslandi um 1200 og var notað lengi.“ Kirkjan í Reykholti var flutt árið 1886 en síðasta kirkjan sem stóð á rannsóknargrunninum var byggð árið 1835. Sú kirkja var rannsökuð sumarið 2003 en kirkjan sem hring- urinn fannst í er sú þriðja sem er til rannsóknar og að öllum líkindum frá 17. öld. „Þrátt fyrir það gæti hringurinn hæglega verið eldri enda er ljóst að leifar af mörgum stigum kirkjunnar eru á þessum sama grunni. Þannig hefur orðið vart við nokkrar grafir í grunn- inum og í grafarstæðunum má sjá merki um gólflög og hleðslur frá fyrri skeiðum kirkjunnar,“ segir Guðrún en unnið hefur verið að uppgreftrinum síðan í lok maí og áætlað er að halda verkinu áfram út júnímánuð. „Við klárum þetta ekki í sumar og verðum að koma aftur en það er mikið af grjóti í grunninum og verkið sækist því seint.“ Gyllti hringurinn er ekki eini munurinn sem fundist hefur í upp- greftrinum en að sögn Guðrúnar hafa fjölmargir gripir fundist í gólf- inu. „Í fyrra fannst þar töluvert mik- ið af gripum líkt og bókarspennsl, kertapípur, perlur og hnappamót. Ýmislegt hefur því glatast ofan í gólfið og ég geri ráð fyrir því að við eigum eftir að finna fleiri muni.“ Fornleifagröfturinn í gömlum kirkjugrunni í Reykholti Finna forláta gylltan hring STOFNAÐ 1913 156. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Kvennahlaup ÍSÍ 11. júní um land allt F A B R I K A N M Æ TUM ALLAR! Allar upplýsingar á sjova.is Með hang- andi hendi Raggi Bjarna með nýja plötu seinna í mánuðinum | Menning 58 Lesbók | Hávaðinn í beinagrindinni  Samfélagssáttmáli Íslendinga Börn | Keðjusagan  Myndasögur Íþróttir | Hamfarir Ginobili  Liverpool fær að verja titilinn FEÐGININ Steinunn Jónsdóttir og Jón Helgi Guðmundsson í BYKO komu í veg fyrir það í byrjun þessarar viku, að nýtt eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar, stjórnarmanns í Ís- landsbanka, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs Group, og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group, næði að kaupa ráðandi hlut í Íslandsbanka, samtals um 33,76% hlut í bankanum. Þetta hefur Morg- unblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Það sem gerði útslagið um að Steinunn Jóns- dóttir ákvað að selja Burðarási sinn hlut, var megn óánægja hennar með þróun mála innan Íslandsbanka í liðinni viku. Karl Wernersson, sem ásamt systkinum sínum er annar stærsti hluthafinn í Íslandsbanka, með 12,52% hlut, boðaði, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, Steinunni til fundar við sig í síðustu viku, ásamt þeim Einari Sveinssyni, formanni stjórn- ar Íslandsbanka, og Jóni Snorrasyni, stjórnar- manni í Íslandsbanka. Þar mun hann hafa reifað viðskiptaáform sín sem voru í þessa veru: Hann greindi þeim frá því að hann, í félagi við Hannes Smárason, stjórnarformann FL Group (fyrrverandi eigin- mann Steinunnar), og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs Group, væri að undirbúa stofn- un eignarhaldsfélags. Eignarhaldsfélag þeirra hygðist síðan kaupa öll bréf Straums í Íslands- banka, 21,24%, og einnig bréf Wernerssystkina, 12,52%, auk þess sem félagið mundi kaupa Sjóvá-Almennar. Hann og systkin hans hygðust eiga 51% í eignarhaldsfélaginu og þeir Hannes og Jón Ásgeir myndu skipta með sér 49% í fé- laginu, sem yrði með ráðandi hlut í Íslands- banka. Steinunni var nóg boðið og sömuleiðis Jóni Helga, föður hennar, þegar hann fékk fregnir af fundinum. Jón Helgi leitaði eftir staðfestingu á því að þetta væru áform Karls Wernerssonar og félaga og fékk hana. Það var undir þessum kringumstæðum sem feðginin tóku þá ákvörðun að selja Burðarási hlut Steinunnar á genginu 13,6, samtals fyrir 7.340 milljónir króna. Áður hafði Jón Helgi selt helming síns hlutar, eða 1,78% á genginu 13,3 til forstjóra Íslandsbanka, formanns bankastjórn- ar Íslandsbanka, Einars Sveinssonar, og nokk- urra framkvæmdastjóra bankans. Baráttan um yfirráð í Íslandsbanka breytti um svip í síðustu viku BYKO-feðgin komu í veg fyrir nýjan ráðandi hlut Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is  Steinunn/10 SAMKOMULAG hefur náðst milli Evrópu- sambandsins og Kína um takmarkanir á innflutningi kínverskra vefjarvara, þ.e. fatnaðar og ofinna efna, til ESB fram til ársins 2008. Peter Mandelson, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn ESB, sagði samkomulagið sanngjarnt gagnvart Kínverjum „en jafnframt fá vefjariðnaðar- fyrirtæki í Evrópu og þróunarlöndum bráð- nauðsynlegt ráðrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum“. Sum fátæk þróunar- ríki, þ. á m. Bangladesh, eiga nú í vök að verjast í samkeppni við Kínverja á vestræn- um vefjarvörumörkuðum. Allar hömlur á brott 2008 „Ég tel að þetta boði gott fyrir samskipti okkar í framtíðinni,“ sagði Mandelson í gær. Bo Xilai, viðskiptaráðherra Kína og Mandelson tókst að leysa deiluna í gær á tíu stunda löngum fundi í Shanghai. Ef hann hefði orðið árangurslaus er sennilegt að Evrópusambandið hefði sett einhliða inn- flutningskvóta á kínverskar vefjarvörur í dag. Útflutningur Kínverja á sumum teg- undum fatnaðar til Evrópu hefur margfald- ast frá áramótum en þá féll úr gildi alþjóð- legur samningur sem takmarkaði útflutning á vefjarvörum. Talsmenn grein- arinnar í ESB-löndum segja að ódýr, kín- versk vara ógni um 2,5 milljónum starfa og hefur útflutningur Portúgala á stutt- ermabolum þegar minnkað um 50%. Samkvæmt samningi sem gerður var þegar Kína fékk aðild að Heimsviðskipta- stofnuninni, WTO, má takmarka innflutn- ing kínverskra vefnaðarvara til loka ársins 2008 en þá falla allar hömlur niður. Reuters Mandelson fékk kínverskan stuttermabol að gjöf þegar samkomulagið var í höfn. Takmarka innflutning frá Kína Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Evrópskur vefjariðn- aður fær aðlögunartíma Morgunblaðið/ÞorkellDr. Guðrún Sveinbjarnardóttir kveðst aldrei hafa fundið jafnfínan grip áður, sem eins og sjá má er mjög veglegur. Á stærri myndinni sjást Stefán Ólafsson og Inga Hlín Valdimarsdóttir, nemar í forn- leifafræði, vinna í grunninum. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Lesbók, Börn og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.