Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TRÉ-RUNNAR • TRJÁKLIPPINGAR • GRÓÐURSETNING • FRÆSÖFNUNFJÖ
LG
U
N
•
S
U
M
A
R
B
Ú
S
T
A
Ð
A
LA
N
D
IÐ
•
S
K
Ó
G
R
Æ
K
T
•
S
U
M
A
R
B
LÓ
M
FJÖLÆR BLÓM•BLÓMLAUKAR•MATJURTIR•TYRFING•SÁNINGU
P
P
E
LD
I•
Á
B
U
R
Ð
U
R
•
JA
R
Ð
V
E
G
U
R
•
V
Ö
K
V
U
N
•
LÍ
FR
Æ
N
R
Æ
K
T
U
N
„Okkar viðskiptavinir hrósa
bókinni bæði vinstri og
hægri. Það gerum við líka!”
Garðyrkjustöð
Ingibjargar Sigmundsdóttur,
Hveragerði.
„Hafsjór af upplýsingum
í orði og myndum frá
fagmanni.”
Lára Jónsdóttir,
garðyrkjufræðingur
í Blómavali.
„Greinargóðar upp-
lýsingar, agaður texti,
öguð bók.”
Hafsteinn Hafliðason
garðyrkjusérfræðingur.
Alhliða
garðyrkju-
handbók
Garðaráðgjöf
og garðahönnun
GARÐYRKJUMEISTARINN EHF.,
umhverfisráðgjöf og útgáfa, símar 896 6824 og 552 6824
SÖMDU UM VEFJARIÐNAÐ
Fulltrúar Kína og Evrópusam-
bandsins sömdu í gær um mála-
miðlun í deilum um vefjariðnað. Evr-
ópsk fyrirtæki í greininni segja að
ódýrar vörur frá Kína ógni milljón-
um starfa í álfunni. Þak verður sett á
aukningu kínversks innflutnings til
ESB fram til 2008.
Þrýsta á Breta
Leiðtogar Frakklands og Þýska-
lands sameinuðust í gær um að
þrýsta á Breta um að felldur yrði
niður sérstakur afsláttur sem Bretar
hafa varðandi greiðslur í sameigin-
lega sjóði ESB.
Ofbeldi gegn konum
Mannréttindasamtökin Amnesty
hafa birt skýrslu um hrottalegt of-
beldi og morð á konum í Guatemala.
Fram kemur að ekki eru nema 9%
málanna rannsökuð af lögreglu. Séu
með því gefin skilaboð um að ofbeldi
gegn konum sé í reynd samþykkt.
Rjúpnastofninn vex
Rjúpnatalningar Náttúrufræði-
stofnunar Íslands nú í vor sýna að
meðaltali 78% vöxt í stofninum en
rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum
milli ára. Ástand stofnsins nú er í
samræmi við væntingar til tíma-
bundinnar friðunar haustið 2003.
Barátta um yfirráð
Feðginin í BYKO, Steinunn Jóns-
dóttir og Jón Helgi Guðmundsson,
komu í veg fyrir það í byrjun þess-
arar viku, að nýtt eignarhaldsfélag í
eigu Karls Wernerssonar, Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar og Hannesar
Smárasonar næði að kaupa ráðandi
hlut í Íslandsbanka. Feðginin tóku
ákvörðun um að selja Burðarás hlut
Steinunnar vegna óánægju með þró-
un mála innan bankans í liðinni viku.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
TVEIR nýir stjórnarmenn í fimm
manna stjórn Landakotsskóla voru
skipaðir í gær en þeir eru báðir úr
röðum foreldra. Á hitafundi skóla-
stjórnar og foreldra í fyrrakvöld
komu fram kröfur um að stjórnar-
menn segðu af sér. Á fundinum und-
irrituðu ennfremur átta kennarar yf-
irlýsingu sama efnis auk þess sem
þeir kröfðust þess að Hjalti Þorkels-
son sem hefur sagt af sér sem skóla-
stjóri og kaþólski biskupinn Jóhann-
es Gijsen skipuðu saman nýja stjórn.
Formaður stjórnar og ritari,
Gunnar Örn Ólafsson og Jóhanna
Long, víkja sæti en við taka Þórunn
Erhardsdóttir, formaður foreldra-
ráðs skólans, og Björg Thorarensen
lagaprófessor.
Þórunn Erhardsdóttir er nú að
ljúka formannsári sínu í foreldraráði
og segist hafa áhuga á að leggja sitt
af mörkum með hag skólans fyrir
brjósti. Hún hafi reynt að vera hlut-
laus og ekki taka þátt í væringum
heldur vinna að lausnum. Manna-
skiptin séu viss sáttahönd frá kirkj-
unni þótt ekki sé gengið alla leið.
„Það er dagljóst að framtíð skól-
ans er í stórhættu því þorri foreldra
er á einu máli um að fara með börnin
annað,“ sagði Gísli Rúnar Jónsson
foreldri. Hann sagði að skólastjórn
hefði á fundi með foreldrum orðið
svarafátt. Hið mjög svo öfluga for-
eldraráð undir forystu Þórunnar og
Eddu Helgason hefði legið yfir mál-
inu og reynt að leita lausna. Í skóla-
stjórn hefði enginn látið sér segjast
fyrr en upp hefði komið þessi frá-
bæra hugmynd foreldraráðs um að
foreldrar tækju sæti í stjórn, þótt
það væri aðeins byrjun.
Í yfirlýsingu frá séra Hjalta Þor-
kelssyni í gær tók hann skýrt fram
að hann óskaði ekki eftir endurráðn-
ingu sem skólastjóri og myndi undir
engum kringumstæðum taka við því
starfi aftur. Hann hvatti alla máls-
aðila til að leita jákvæðra leiða.
„Nei, kennarar hafa enn ekki
ákveðið viðbrögð í kjölfar þessara
nýjustu frétta,“ sagði Laufey Jóns-
dóttir einn þeirra kennara sem fóru
fram á afsögn skólastjórnar og end-
urkomu Hjalta. „Auðvitað hefði ver-
ið stórmannlegra af stjórninni að
segja af sér í heild. En þetta er allt í
áttina. Þó hefði mér fundist að einnig
ætti að koma inn í stjórnina Edda
Helgason rekstrarhagfræðingur
sem hefur unnið ötult starf innan
foreldraráðsins,“ sagði Laufey sem
vill að séra Hjalti haldi áfram.
Tveir nýir skipaðir í
stjórn Landakotsskóla
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
KATRÍN Sigurðardóttir og Sædís Gunnarsdóttir
skemmtu sér við að busla í skólagörðunum á Höfn í
Hornafirði. Krakkarnir voru annars að setja niður kál
og fræ og ætluðu síðan að borða uppskeruna í haust.
Morgunblaðið/RAX
Sullað í skólagörðunum
„LANDAKOTSSKÓLI er framúrskarandi skóli og mikill missir að
séra Hjalta, það eru allir foreldrar sammála um. Ég hef þó ekki tekið
sérstaka afstöðu í málinu nema þá með börnunum mínum og þeirra
hagsmunum,“ sagði Björg Thorarensen, nýr stjórnarformaður. Hún
sagðist taka við stöðunni í kjölfar umleitana kaþólsku kirkjunnar og
ekki vilja skorast undan heldur leggja sitt af mörkum. Björg er pró-
fessor í lögum en sagðist ekki viss um á hvaða forsendum hún væri
skipuð. Hún reiknar með að hitta stjórnina strax eftir helgi.
Tek afstöðu með börnunum
FORMENN og nokkrir þingmenn
Samfylkingarinnar, Vinstri grænna
og Frjálslynda flokksins komu sam-
an til fundar í gær til að ræða
ákvörðun ríkisendurskoðanda að
kanna hæfi Halldórs Ásgrímssonar
forsætisráðherra við sölu ríkisbank-
anna á sínum tíma. Niðurstaða fund-
arins var m.a. sú að skoða betur lög-
fræðileg álitamál í samráði við
ráðgjafa flokkanna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, segir það
að vissu leyti orka tvímælis að Rík-
isendurskoðun sé í þriðja sinn að
fara yfir þessi mál. Stofnunin hefði
átt að búa yfir þeim upplýsingum
sem nú verða tilefni til frekari skoð-
unar, þ.e. um eignatengsl Skinneyj-
ar-Þinganess, fyrirtækis sem Hall-
dór á hlut í, við S-hópinn svonefnda
sem keypti Búnaðarbankann.
Ingibjörg segir ennfremur að
Halldór hafi sjálfur átt að vekja at-
hygli á þessum eignatengslum. Fara
verði eftir hæfisreglum stjórnsýslu-
laga, sem ráðherrar lúti sem hluti af
framkvæmdavaldinu.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, segir að sú staða
hljóti að vera erfið og umhugsunar-
verð sem Ríkisendurskoðun sé kom-
in í, þ.e. að vera í vaxandi mæli að
endurmeta eigin niðurstöður í
tengslum við einkavæðingu ríkis-
bankanna. „Það eitt og sér að Rík-
isendurskoðun sjái ástæðu til að
hefja slíka skoðun er auðvitað stór-
frétt og stórpólitískt mál. Það er ekki
á hverjum degi sem slíkt gerist, að
forsætisráðherra lands lendi í slíkri
athugun,“ segir Steingrímur, sem
telur að ekki þurfi að fara í grafgötur
um „hvílík stórtíðindi“ það verði ef
niðurstaða Ríkisendurskoðunar
verði forsætisráðherra í óhag.
Stjórnarandstaðan
skoðar lagaleg álitamál
VÍSITALA neysluverðs í júní hækk-
aði um 0,71% frá fyrra mánuði, og
er nú 242,2 stig. Vísitala neyslu-
verðs án húsnæðis er 228,2 stig, og
hefur því hækkað um 0,35% frá því
í maí, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Síðustu 12 mánuði hefur vísitala
neysluverðs hækkað um 2,8% en án
húsnæðis hefur hún lækkað um
0,2% frá júní 2004.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
0,4% sem jafngildir 1,5% verðbólgu
á ári.
Vísitala neyslu-
verðs hækkar
RÚMUR meirihluti félaga í
Landssambandi lögreglumanna
hefur samþykkt kjarasamning
sem sambandið gerði nýlega við
fjármálaráðuneytið. Samkvæmt
upplýsingum frá BSRB var þátt-
taka í atkvæðagreiðslunni rúm
60%. Þar af samþykktu 64% en
nei sögðu 31%. Auðir seðlar og
ógildir voru rúm 5%. Talningu
lauk í gær.
Lögreglumenn
samþykktu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur fellt úr gildi úrskurð dóms-
málaráðuneytisins sem synjaði konu
um að ættleiða barn frá Kína. Var
ríkissjóði gert að greiða konunni 600
þúsund króna málskostnað.
Konan, sem er 48 ára, hefur
hvorki verið í sambúð né gift og hafði
aldrei eignast börn. Hún sótti um
forsamþykki til ættleiðingar barns
til dómsmálaráðuneytisins. Ráðu-
neytið hafnaði umsókn konunnar á
þeim forsendum að hún væri alltof
þung og það gæti leitt til alvarlegra
sjúkdóma.
Í niðurstöðu héraðsdóms kemur
meðal annars fram að af læknis-
fræðilegum gögnum málsins verði
ekki ráðið að konan sé haldin sjúk-
dómi sem skerði lífslíkur hennar á
næstu 15 til 20 árum. Hvergi komi
fram í gögnum málsins að offita ógni
heilsu konunnar eða muni gera það
næstu 20 árin. Lítur héraðsdómur
svo á að allt of langt hafi verið gengið
í úrskurði ráðuneytisins með ályktun
um væntanlegan eða hugsanlegan
heilsubrest konunnar.
Úrskurður
um ættleið-
ingu felldur
úr gildi
Í dag
Fréttaskýring 8 Úr vesturheimi 34
Úr verinu 14 Umræðan 36/40
Viðskipti 16 Bréf 40
Erlent 18/19 Kirkjustarf 41
Höfuðborgin 21 Minningar 42/47
Akureyri 22 Dagbók 52
Landið 22 Víkverji 52
Suðurnes 24 Velvakandi 53
Árborg 24 Staður og stund 54
Daglegt líf 26/27 Menning 55/61
Ferðalög 28/29 Ljósvakamiðlar 62
Listir 30 Staksteinar 63
Forystugrein 32 Veður 63
* * *