Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÝJASTA
ELDHÚSINNRÉTTINGIN
HORIZON HVID/3000
Sjötíu herbergi bætt-ust við hótel- oggistihúsaflóru
Reykjavíkur í gær þegar
nýtt hótel, Radisson SAS
1919, tók til starfa í fyrr-
verandi höfuðstöðvum
Eimskipafélagsins við
Pósthússtræti. Þá opnaði
fyrr á þessu ári Reykjavík
Centrum hótel í Aðal-
stræti, en þar eru samtals
90 herbergi.
Árið 2003 var sömuleið-
is ár mikillar hótelupp-
byggingar í Reykjavík en
þá opnuðu meðal annars
Hótel Plaza við Ingólfstorg, 101
hótel á Hverfisgötu og lokið var
við stækkun Nordica hótels við
Suðurlandsbraut (áður Hótel
Esja).
Ekki fleiri hótel í
Reykjavík á þessu ári
Ekki er áformað að opna fleiri
hótel í Reykjavík á þessu ári en
hóteluppbyggingu í borginni virð-
ist þó hvergi lokið og sem dæmi
eru uppi hugmyndir um stækkun
Grand hótels v/Sigtún, á árinu
2007 um 200 herbergi í tveimur 13
hæða turnbyggingum.
Í fyrra voru hótel á höfuðborg-
arsvæðinu 26 talsins og herbergi
1.980 og lætur því nærri að fjöldi
herbergja sé nú í kringum 2.200
og er þá einungis miðað við tvö ný
hótel í Reykjavík á þessu ári.
Þess má geta að samanlagður
fjöldi hótela og gistiheimila á höf-
uðborgarsvæðinu var í fyrra 66 af
um 300 á landinu og er fjöldi her-
bergja 2.591 en 7.502 á landinu
öllu.
Gistinóttum fjölgar
Gistinóttum hefur að sama
skapi fjölgað og er það almennt
mat fólks í greininni að aukning
gistirýmis hafi haldist í hendur við
fjölgun gistinátta. Þess má geta
að meðalársherbergjanýtingin í
Reykjavík hefur að jafnaði verið
um 68–70% síðustu 4–5 ár sem er
svipað og í sambærilegum borg-
um erlendis.
Hagstofan sendi fyrir
skemmstu frá sér tölur yfir gisti-
nætur í apríl en samkvæmt þeim
fjölgaði gistinóttum í öllum lands-
hlutum í aprílmánuði. Hlutfallsleg
aukning varð raunar langmest á
Suðurlandi (35%) frá fyrra ári en
minnst á Norðurlandi (2%).
Á höfuðborgarsvæðinu voru
gistinætur í apríl 55.880 en voru
53.230 í sama mánuði árið á undan
og nemur aukningin milli ára 5
prósentustigum.
Hagstofan bendir á að fjölgunin
sé eingöngu vegna Íslendinga,
það er Íslendingar eru duglegri
nú en áður að nýta sér hótelkost á
Íslandi, ef til vill samhliða aukinni
markaðssetningu í tengslum við
styttri ferðir og árshátíðir.
Á sama tíma stóðu gistinætur
útlendinga í stað. Voru gistinætur
útlendinga í apríl tæplega 53 þús-
und og hefur þeim fækkað um
tæpt prósentustig frá áramótum.
Gistinóttum Íslendinga fjölgaði
hins vegar, sem fyrr segir (um
32% á landsvísu) og fjölgaði því
gistinóttum í heildina á landsvísu
um 9%.
Þess skal getið að tölur Hag-
stofunnar miðast við gistinætur á
hótelum eingöngu, þ.e. hótelum
sem eru opin árið um kring. Fyrir
skemmstu birti Ferðamálaráð
einnig tölur yfir komur erlendra
ferðamanna til landsins fyrstu
fimm mánuði ársins, þ.e. til loka
maí og skiptingu þeirra eftir þjóð-
erni.
Erlendum ferðamönnum
fækkaði um tæp 6%
Alls fóru ríflega 92 þúsund er-
lendir gestir um Leifsstöð á þessu
tímabili og nemur fækkunin 5,6%
Samdráttur er á flestum svæðum.
Einna mest er fækkunin frá Sví-
þjóð og Noregi (18,4% og 23,8%).
Sömuleiðis nam samdráttur í
komu ferðamanna frá Finnlandi
17%, frá Hollandi 18,2%, frá Ítalíu
18,9% og Sviss 38,9%, en annars
staðar var samdráttur í komu
ferðamanna minni. Á nokkrum
svæðum var aukning á milli ára,
frá Bandaríkjunum 3%, Þýska-
landi 1,7% og Danmörku 1,1%.
Ferðaþjónustumenn benda
margir hverjir á að gengisþróun
sé íslenskri ferðaþjónustu fjötur
um fót um þessar mundir og Ís-
land sé einfaldlega „of dýr áfanga-
staður“ eins og einn viðmælandi
orðaði það. Þetta hafi gert mönn-
um erfitt fyrir.
Samtök ferðaþjónustunnar,
SAF, bentu t.d. á það nýverið að
hátt gengi íslensku krónunnar
léki ferðaþjónustuna grátt líkt og
aðrar gjaldeyrisskapandi atvinnu-
greinar og rýrði samkeppnis-
hæfni. Þar að auki hefði dregið
mjög úr framlagi ríkisins til mark-
aðssetningar ferðaþjónustu á
þessu ári. SAF hefði varað við því
að lífsnauðsynlegt væri að verja
greinina á meðan gengi krónunn-
ar væri jafnhátt og það yrði best
gert með aukinni markaðssókn.
Samhliða því sem hótel- og
gistihúsaeigendur finna fyrir
minni straumi erlendra ferða-
manna hingað gætir samdráttar í
allri þjónustu við ferðamenn og
ráðstefnuhópar eru sömuleiðis
minni en búist hafði verið við á
þessu ári, að sögn manna í ferða-
þjónustugeiranum.
Fréttaskýring |Uppbygging hótela í
borginni og gistinætur
Tvö ný hótel
í Reykjavík
Gistinóttum fjölgaði fyrstu mánuði árs-
ins en erlendum ferðamönnum fækkaði
Ferðamönnum fækkaði fyrstu mánuði ársins.
Ferðaskipulag og undir-
búningur að breytast
Erfitt virðist að spá um aðsókn
ferðamanna hingað í sumar.
Ferðamynstrið hefur breyst frá
því sem áður var og æ algengara
verður að ferðalangar bóki ferð-
ir og hótel með litlum fyrirvara á
Netinu. Þetta hangir saman við
aukið framboð á flugi og öðrum
ferðamöguleikum til landsins.
Þess má geta að gistinóttum
fjölgaði um 9% á síðasta ári á
meðan meðalaukningin í N-
Evrópu var rétt rúm 3%.
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
KRAKKARNIR á leikskólanum Gullborg létu sitt alls
ekki eftir liggja þegar leikskólinn fagnaði 15 ára af-
mæli sínu. Í góðu samstarfi við foreldra og starfsfólk
lögðu þeir á sig mikla vinnu við að undirbúa afmælishá-
tíðina og var skólinn þeirra skreyttur í hólf og gólf.
Enda voru þau meðvituð um að hún Gullborg væri 15
ára sem hlýtur að teljast afar hár aldur þegar maður er
fimm. Gengið var í skrúðgöngu til heiðurs Gullborg og
súkkulaðiterta boðin gestum úti í garði – enda alkunna
að það viðrar alltaf vel í Vesturbænum. Hoppkastali
vakti mikla lukku Gullborgarbarna en ekki síður sló í
gegn afmælisgjöf frá þeim til skólans, stórt myndverk
með sjálfsmynd hvers einasta þeirra en aðalmarkmið
leikskólans eru einmitt tengd sjálfsmynd barna.
Ljósmynd/Gullborg
Hún Gullborg er fimmtán ára