Morgunblaðið - 11.06.2005, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LEIÐTOGAFUNDUR Evrópusam-
bandsins í næstu viku þykir líklegur
til að verða stormasamur í meira lagi
eftir að leiðtogar Frakklands og
Þýskalands sameinuðust um það í
gær að þrýsta á bresk stjórnvöld að
gefa eftir afsláttinn af greiðslum í
sameiginlega sjóði sem Margaret
Thatcher, þáverandi forsætisráð-
herra, knúði fram árið 1984.
Var þó ljóst fyrir að um átakafund
yrði að ræða, enda stendur ESB
frammi fyrir miklum vanda eftir að
almenningur í Hollandi og Frakk-
landi hafnaði stjórnarskrársáttmála
ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum ný-
verið. Verða leiðtogar ESB að kom-
ast að einhverju samkomulagi um
það í næstu viku hver verða næstu
skref í stjórnarskrármálinu. En þeir
þurfa jafnframt að fara að ná lend-
ingu varðandi fjárlög sambandsins.
Vill „grundvallarendurskoðun“
Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, og Gerhard Schröder, kansl-
ari Þýskalands, hittust í París í gær
og héldu í kjölfarið blaðamannafund
þar sem þeir fóru fram á það við
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, að gefa eftir afslátt af
greiðslum í sameiginlega sjóði ESB
upp á fimm milljarða evra sem Bret-
ar fá árlega, um 390 milljarða ísl. kr.
Ekki voru þó nema tveir dagar
síðan Blair hafnaði þessum mögu-
leika með öllu. „Afslátturinn mun
ekki leggjast af. Við munum alls ekki
semja um neitt slíkt,“ sagði Blair þá.
„Umfram allt verða hinir bresku
vinir okkar að átta sig á því hversu
miklar breytingar hafa átt sér stað
og að þörf er á því að meiri jöfnuður
ríki um greiðslur hvers aðildarríkis
[í sjóði sambandsins],“ sagði Chirac í
gær. Bætti hann því við að afslátt-
urinn, sem Thatcher knúði fram
1984, væri nú orðinn „gamall“.
Chirac sagði að hvert aðildarríki
ESB þyrfti nú að leggja sitt af mörk-
um til að fjárhagsleg vandræði sam-
bandsins mögnuðu ekki hin pólitísku
vandamál sem ESB ætti við að etja
vegna stjórnarskrársáttmálans.
Þykir nú mjög líklegt að spenna
muni einkenna samskipti Chiracs og
Blairs á fundinum í næstu viku, en
þeir hafa áður eldað grátt silfur sam-
an á leiðtogafundum ESB.
Ítrekaði Blair í gær að ekki kæmi
til greina að Bretland gæfi afsláttinn
eftir. Benti hann á að jafnvel þegar
afslátturinn væri tekinn með þá legði
Bretland meira fé í sjóði ESB heldur
en Frakkland – en franskir bændur
fá árlega stórar upphæðir úr sjóðum
ESB á grundvelli hinnar sameigin-
legu landbúnaðarstefnu (CAP).
Sagði Blair að aðeins kæmi til
greina af hans hálfu að ræða afslátt-
inn, sem Bretar fá, ef fram færi
„grundvallarendurskoðun á því
hvernig Evrópa ver fjármunum sín-
um“ en þetta var túlkað sem tilvísun
til landbúnaðarstefnunnar sem
Frakkar hagnast á, sem fyrr segir.
Að mati fréttaritara BBC í París,
Caroline Wyatt, gefur þessi deila til
kynna að um átakafund verði að
ræða í næstu viku. Bretland verði
þar harla einangrað, enda vilja allar
aðrar ESB-þjóðir að afsláttur Breta
verði aflagður. En á hinn bóginn
koma bæði Chirac og Schröder
býsna vængstýfðir til þessa fundar,
pólitísk staða Chiracs er mjög veik
eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar um stjórnarskrársáttmálann í
Frakklandi og Schröder á mjög í vök
að verjast heima fyrir sömuleiðis.
Krefjast þess að Bretar
gefi afsláttinn eftir
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Reuters
Jacques Chirac og Gerhard Schröder gantast eftir fund sinn í gær. Tony Blair er hins vegar ekki hlátur í hug.
Leiðtogafundur ESB í næstu viku verður líklega stormasamur í meira lagi
Jerúsalem. AFP, AP. | Hæstiréttur í
Ísrael lagði á fimmtudag blessun
sína yfir þá áætlun stjórnvalda að
leggja af byggðir landtökumanna á
Gaza-svæðinu. Þar með hefur verið
rutt úr vegi síðustu lagalegu hindr-
uninni fyrir því að áætlunin verði að
veruleika.
Hæstiréttur Ísraels hafnaði þeirri
kröfu landtökumanna að hætt verði
við áform þessi þar eð þau brjóti
gegn mannréttindum þeirra. Áætlun
stjórnar Ariels Sharons, forsætis-
ráðherra Ísraels, kveður á um að
fjórar byggðir landtökumanna verði
lagðar niður á Gaza-svæðinu. Þar
ræðir um 8.000 manns sem fá bætur
fyrir að neyðast til að yfirgefa heim-
ili sín. Brottflutningur landtöku-
manna hefst í ágústmánuði. Síðar
verða nokkrar smærri byggðir á
Vesturbakkanum lagðar af.
Sigur fyrir ríkisstjórnina
Samtök landtökumanna hafa bar-
ist af hörku gegn áætluninni og
ítrekað vísað málinu til dómstóla.
Niðurstaða Hæstaréttar þykir af-
gerandi mjög og mikill sigur fyrir
ríkisstjórnina. Ljóst þykir að frekari
fyrirstaða af hálfu landtökumanna
með vísan til laga sé tilgangslaus.
Yoram Sheftel, lögmaður land-
tökumanna, sagði niðurstöðu
Hæstaréttar ekki koma á óvart. „Ég
varð ekki fyrir vonbrigðum vegna
þess að við bundum engar vonir við
niðurstöðu réttarins,“ sagði hann.
Landtökumenn hafa boðað að þeir
hyggist áfram mótmæla fyrirhuguð-
um brottflutningi með ýmsu móti. Í
Ísrael óttast margir að valdbeiting
reynist nauðsynleg til að flytja land-
nema frá þeim byggðum sem þeir
hafa lagt undir sig.
Hæstiréttur
staðfestir
áætlun
um Gaza
CLEMENTINA Cantoni, hjálp-
arstarfsmaðurinn sem afganskir
mannræningjar héldu í gíslingu í 24
daga, kom aftur heim til Ítalíu í gær
en henni var sleppt í fyrradag. Tók
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, á móti henni við komuna til
Rómar. Cantoni, sem er 32 ára göm-
ul og starfaði fyrir hjálparsamtökin
CARE, sagði að mannræningjarnir
hefðu komið vel fram við hana.
Þakkaði hún öllum er unnu að því að
fá hana lausa. „En mér verður hugs-
að til annarra sem enn eru í haldi
mannræningja,“ sagði hún. Reuters
Cantoni
komin heim
KONUR í Guatemala eru í auknum
mæli beittar hrottalegu ofbeldi og
myrtar, að því er fram kemur í nýrri
skýrslu Amnesty International um
morð á stúlkum og konum í Guate-
mala, sem birt var á fimmtudag.
Samkvæmt upplýsingum yfir-
valda í landinu voru 1.188 stúlkur og
konur myrtar þar á árunum 2001–
2004, en þarlend mannréttindasam-
tök segja þær hafa verið talsvert
fleiri og benda á að fjöldinn fari stig-
vaxandi. Samkvæmt upplýsingum
þeirra voru 222 konur myrtar í land-
inu árið 2001, 494 árið 2004 og 225
það sem af er þessu ári. Flestar hina
myrtu voru húsmæður, námsmenn
og fagmenntaðar konur, á aldrinum
13–40 ára.
Aðeins 9% málanna rannsökuð
Í skýrslu Amnesty segir að fjöldi
þessara kvenna hafi verið myrtur á
viðurstyggilegan hátt. Þeim hafi oft-
ast verið nauðgað og þær beittar
öðru grófu kynferðislegu ofbeldi, en
slíkar upplýsingar komi þó sjaldnast
fram í opinberum gögnum. Enn-
fremur kemur fram að aðeins 9%
morðmálanna hafi verið rannsökuð
af lögreglu. Skortur á rannsóknum
og sakfellingum gefi „þau skilaboð
að ofbeldi gegn konum sé samþykkt í
landinu,“ segir í skýrslunni.
Sergio Morales, umboðsmaður
mannréttindamála í Guatemala, seg-
ir morð á konum í landinu eiga eitt
sameiginlegt, það er að segja að ekki
sé refsað fyrir þau. Frá skrifstofu
hans koma þær upplýsingar að árið
2004 hafi um 500 konur verið myrtar
í landinu en að aðeins eitt af þeim
málum hafi endað með sakfellingu.
Mikið og djúpt hatur á konum
Í samtali við fréttavef BBC segir
Hilda Morales Trujillo, sem starfar
með samtökum sem berjast gegn of-
beldi gagnvart konum í Guatemala,
að konur þar búi við stöðugan ótta og
finni lítið öryggi hjá lögreglu lands-
ins sem sé í senn undirmönnuð, -fjár-
mögnuð og spillt. Trujillo segir eitt
þyngsta áhyggjuefnið vera hversu
margar konur eru pyntaðar og beitt-
ar skelfilega grófu ofbeldi ýmist áður
eða eftir að þær eru myrtar. „Eina
skýringin sem við fáum séð á svo yf-
irgengilegu ofbeldi er sú að verið sé
að tjá mikið og djúpt hatur á kon-
um,“ segir Trujillo.
Sandra Moran, sem einnig berst
gegn ofbeldi gagnvart konum í land-
inu, segir tvær meginástæður fyrir
því að ofbeldið gegn þeim þar sé jafn
grimmilegt og raun ber vitni. „Ann-
ars vegar er engin virðing borin fyrir
líkama konunnar. Hins vegar er sú
hugmynd við lýði að konur séu eign.
Því eru konur sem eru myrtar oft
pyntaðar og svívirtar kynferðislega.
Og í sumum tilfellum eru þær meira
að segja aflimaðar,“ segir Moran.
Vaxandi óhugur er í landinu vegna
ástandsins og reyna hópar sem berj-
ast fyrir því að mannréttindi kvenna
séu virt, að vekja athygli heima-
manna og umheimsins á stöðunni.
„En við búum við ástand þar sem allt
er þaggað niður,“ segir Moran.
Sakfellt fyrir
eitt morð af 500
Skýrsla Amnesty lýsir grófu ofbeldi
og morðum á konum í Guatemala
Meira á mbl.is/itarefni
Sydney. AFP. | Lögreglan í Ástralíu
leitar nú dyrum og dyngjum að ind-
verskum skurðlækni sem hlotið hef-
ur viðurnefnið „doktor dauði“ þar í
landi eftir að opinber rannsókn
leiddi í ljós að 87 sjúklingar hefðu
hugsanlega dáið af hans völdum. Var
hvatt til þess að læknirinn, Jayant
Patel, yrði ákærður fyrir morð.
Patel mun hafa flúið land í mars en
nú hefur verið lýst eftir honum í
þeim tilgangi að fá hann framseldan
aftur til Ástralíu þar sem meiningin
er m.a. að ákæra hann fyrir morð og
glæpsamlega vanrækslu í starfi. Vís-
ar morðákæran til þeirrar ákvörð-
unar læknisins að fjarlægja hluta af
vélinda sjúklings er lá á sjúkrahús-
inu í Bundaberg í Queensland. Mað-
urinn dó skömmu eftir uppskurðinn
og hafa læknar sagt að aldrei hefði
átt að ráðast í að skera manninn upp.
Patel hóf að starfa við Bundaberg-
sjúkrahúsið fyrir tveimur árum en
hafði á tuttugu ára læknisferli oft-
sinnis gerst sig sekan um afglöp í
starfi. Patel nam læknisfræði í Ind-
landi en flutti síðar til Bandaríkj-
anna og starfaði í bæði New York og
Oregon. Ítrekað var hins vegar
kvartað yfir honum og hann var end-
anlega sviptur starfsleyfi í Banda-
ríkjunum árið 2001 skv. frétt BBC.
Patel gaf hins vegar ekki upp
neinar upplýsingar um þennan feril
sinn er hann sótti um starfið í
Queensland. Hefur mál hans orðið til
þess að kastljósinu hefur verið beint
að því í Ástralíu hvernig erlendir
læknar eru ráðnir til starfa á af-
skekktari stöðum, þar sem skortur
er á heilbrigðisstarfsfólki. Þykir
ljóst að ekki er farið nægilega vel of-
an í bakgrunn manna. Þá er ljóst að
eftirliti með störfum lækna er ábóta-
vant í dreifðari byggðum landsins.
Efnt var til rannsóknar í mars á
þessu ári eftir að hjúkrunarkona ein,
sem starfað hafði með Patel, gekk
fram fyrir skjöldu og bar fram kvört-
un. Báru nokkrar hjúkrunarkonur
síðar að alkunna hefði verið á spít-
alanum að Patel væri óhæfur læknir
og að þær hefðu jafnvel nokkrum
sinnum falið sjúklinga fyrir honum,
þannig að hann gæti ekki valdið
þeim skaða. Patel mun m.a. hafa skil-
ið sprautu eftir í maga aldraðs
manns, þá skar hann óvart í sundur
þvagrás konu er lagðist á skurðar-
borðið og loks varð hann þess
valdandi að 28 ára gamall maður
missti kyngetuna.
„Doktor dauði“ talinn eiga
sök á dauða 87 manna
Hjúkrunarfólk
faldi sjúklinga
fyrir lækninum