Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 20
Krýsuvík | Fjáreigendur í Grindavík og af Vatns-
leysuströnd slepptu í gær fyrstu kindunum í nýtt
beitarhólf sem þeir eiga aðild að með Hafnfirð-
ingum í nágrenni Krýsuvíkur. Fyrstu kindurnar
voru frá Hermanni á Stað og fengu Birgir Þór-
arinsson varaoddviti Vatnsleysustrandarhrepps,
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík og
Valgerður Ólafsdóttir, formaður Fjáreigenda-
félags Grindavíkur, það hlutverk að veita þeim
frelsi.
Samið var um beitarhólfið á síðasta ári og lauk
vinnu við það í gær. Vegagerð ríkisins kostar girð-
ingarnar til þess að þurfa ekki að girða meðfram
Reykjanesbrautinni og öðrum vegum á Suð-
urnesjum. Samhliða er unnið að miklu upp-
græðsluátaki sem Landgræðslan skipuleggur en
sveitarfélögin kosta.
Nú er lausaganga búfjár bönnuð í meginhluta
Landnáms Ingólfs. Við það opnast stór landsvæði
til uppgræðslu og skógræktar, án þess að rækt-
unarfólk eigi á hættu að sauðfé eyðileggi vinnu
þess.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Í fyrsta skipti í nýja haga
Sauðfé
Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Veðrið á sér margar hliðar, en fáum hefði
dottið í hug í lok apríl, þegar gróður var
að lifna, að allar þessar frostnætur væru
framundan. Þetta varð til þess að gras-
vöxtur stóð nánast í stað í nokkrar vikur
og höfðu menn lambær á gjöf allan sauð-
burðinn þó svo að þær væru úti. Gjafatím-
inn er því orðinn langur þar sem kindur
voru settar inn mánuði fyrr síðastliðið
haust en venja er til. Auðvitað veldur
þetta vonbrigðum og nú er orðið ljóst að
uppskera af túnum og ökrum verður lé-
legri en oft áður.
Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að horfa á
björtu hliðarnar og það verður að segjast
eins og er að þetta vor var að sumu leyti
gott því ekkert hret kom seinnihluta maí-
mánaðar, þannig að aldrei þurfti að krafla
inn lambfé og gefa inni í marga daga.
Fuglar voru ekki eins söngglaðir í frost-
unum og á hlýjum venjulegum vordögum
og trúa má því að fúlegg verði fleiri en
venja er til vegna kuldans. Í gamla daga
hefðu menn glaðst yfir fúleggjunum og
safnað sér í fötur, en nú eru ekki nema 2
til 3 manneskjur í Aðaldal sem vilja fúl-
egg.
Að sumu leyti má segja að þetta kalda og
þurra veðurfar fari vel með fuglana því
ekki flæðir yfir þá bleytan. Aftur á móti
hefur verið erfitt um æti, því vaðfuglar
standa í tjörnum sem eru við það að þorna
upp og ekki er auðvelt að ná maðki í svo
þurri mold sem nú er orðið raunin. Þau
tíðindi eru að tvær æðarkollur fundust
dauðar úr hor á Tjörnesi, svo líka hefur
verið erfitt hjá fuglum sem nýta sér sjáv-
arfang.
Ferðamenn eru farnir að láta sjá sig þó
ekki séu þeir margir og eru þeir skemmti-
legt krydd í tilveruna hér í sveitunum.
Þeir hafa oft aðra sýn á hlutina og víd-
eómynda bröndóttar kýr sem þeim finnst
fallegri en aðrar. Stundum koma þeir
heim á bæi til þess að spyrja um handverk
eða heimaafurðir og því ber að fagna að
ferðaþjónustuaðilar skuli huga betur að
þessum þætti í þjónustu sinni.
Líklega er matarmenningin töluvert
merkilegri en áður hefur verið talið og all-
ir hafa sína sérstöðu. Eitt er víst að flat-
brauðið úr Laxárdal og Laxárnesi er ekki
eins, en ótrúlega gott á báðum stöðum. Þá
er áleggið, silungurinn, mjög ólíkur, auk
þess sem reykurinn er ekki sá sami.
LAXAMÝRI
EFTIR ATLA VIGFÚSSON FRÉTTARITARA
Úr
sveitinni
Stjórn Landverndarkom saman í Al-viðru í vikunni,
ásamt verndara samtak-
anna, Vigdísi Finnboga-
dóttur, til að gróðursetja
75 bjarkir sem nú mynda
Vigdísarrjóður. Rjóðrið á
að vera skjól þeim börn-
um sem í framtíðinni
munu sækja fræðslu og út-
vist í Alviðru. Gróðursetn-
ingin er afmæliskveðja-
samtakanna til Vigdísar í
tilefni af 75 ára afmæli
hennar 15. apríl sl. Árlega
sækja um 2.000 skólabörn
fræðslu og útvist í Alviðru
en þar hefur Landvernd
rekið fræðslusetur mörg
undanfarin ár. Vigdís hefur
sem verndari Landverndar verið ómet-
anleg og óþreytandi í stuðningi sínum
við starf samtakanna undanfarin ár,
segir í frétt frá Landvernd.
Gróðursetur 75 bjarkir
Vigdísarrjóður í Alviðru – 75 bjarkir gróðursettar í gær.
Hjálmar Frey-steinsson ortikominn heim:
Á mínum ferðum margt ég lít
merkilegt og sniðugt
og eftir að ég kom frá Krít
kríta ég oftar liðugt.
Hallmundur Kristinsson
leggur út af vísu
Hjálmars:
Að lítt sé að græða á lækning-
um þegna
líkast til álykta hlýt.
Finnst mér því trúlegt að fá-
tæktar vegna
ferðist þú mest út á krít.
Jón Ingvar Jónsson hripar
á blað:
Ó, hve mundi gleðjast geð,
gremjan burtu viki,
ef ég gæti auðgast með
einu pennastriki.
Í vísnahorni sl. miðviku-
dag misritaðist nafn höf-
undar vísu um Lon og
Don, hann er að sjálfsögðu
Þorsteinn Valdimarsson.
Ort á Krít
pebl@mbl.is
Akureyri | Á fundi bæjarráðs Akureyrar í
gær var lagt fram bréf frá íbúum í ná-
grenni tjaldstæðisins við Þórunnarstræti,
en í því gera þeir grein fyrir því ónæði sem
þeir hafa orðið fyrir í kringum þjóðhátíð-
ardaginn og verslunarmannahelgina, en þá
er jafnan margt um manninn á tjaldstæð-
inu. Félagsmálaráð hefur lagt til að tjald-
stæðið við Þórunnarstræti verði ekki opn-
að fyrr en 20. júní næstkomandi og
staðfesti bæjarráð þá tillögu á fundi sínum
í vikunni.
Undanfarna daga hefur verið unnið við
að girða umhverfis tjaldstæðið og stefnt að
því að ljúka verkinu í lok næstu viku. Tjald-
stæði skáta við Hamra hefur verið opið frá
því um hvítasunnu.
Tjaldstæðið
opnað 20. júní
Morgunblaðið/Kristján
Girðing Unnið hefur verið að því að girða
tjaldsvæðið við Þórunnarstræti af.
Hrísey | Skrifað hefur verið undir vilja-
yfirlýsingu um samstarf, sem miðar að því
að úr jarðhitanum í Hrísey verði unnin öll
orka sem þar er þörf á. Núna eru húsin á
eyjunni hituð upp með hitanum, sem undir
eyjunni er, en vonir standa til að þróa megi
búnað sem framleiðir rafmagn úr honum
og hugsanlega vetni á farartæki. Auk þess
eru uppi hugmyndir um að í fjölnýtingu
jarðhitans geti falist rekstur ylstrandar,
sem gæti eflt ferðaþjónustuna í eyjunni.
Jarðhitinn í Hrísey er svonefndur „lághiti“
sem gerir aðrar kröfur til búnaðar til raf-
orkuframleiðslu en „háhiti.“ Vonast er til
að sú þróun sem þetta samstarf gerir ráð
fyrir geti nýst við svipaðar aðstæður ann-
ars staðar, bæði hér á landi og erlendis.
Þeir sem taka þátt í þessu verkefni eru
Akureyrarbær, Norðurorka hf., auðlinda-
deild Háskólans á Akureyri, LIH Consult-
ing AS í Danmörku, ÍSOR hf., Exorka ehf.
og Útrás ehf.
Fjölnýting jarðhitans í Hrísey er hluti
verkefnisins „Sjálfbært samfélag í Hrís-
ey“, sem hleypt var af stokkunum í apríl
2003, með stuðningi iðnaðarráðuneytisins
og umhverfisráðuneytisins.
Ylströnd
í Hrísey?
♦♦♦
Hrísey | Grunnskólinn í
Hrísey og leikskólinn Smá-
bær hafa fengið
Grænfánann fyrir að hafa
sýnt góða viðleitni og náð
góðum árangri í verndun
umhverfis og fyrir að við-
halda markvissri stefnu í
fræðslu um umhverfi og
náttúru. Þetta eru fyrstu
skólarnir á Norðurlandi
sem fá þessa viðurkenn-
ingu.
Grænfáninn er umhverf-
ismerki sem nýtur virðingar
víða í Evrópu sem tákn um
góða fræðslu og umhverf-
isstefnu í skólum. Fánann fá
skólar í kjölfar þess að hafa
leyst fjölþætt verkefni sem
efla vitund nemenda, kenn-
ara og annarra
starfsmanna skólans um
umhverfismál. Verkefnin
eru bæði til kennslu og til að
bæta daglegan rekstur
skóla. Þau efla þekkingu
nemenda og skólafólks og
styrkja grunn að því að tek-
in sé ábyrg afstaða og inn-
leiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir
reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert
í rekstri. Fáninn er veittur til tveggja ára í senn.
Grænfáninn í Hrísey