Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR MA hátíð verður haldin fimmtudaginn 16. júní 2004 í Íþróttahöllinni á Akureyri Fordrykkur frá kl. 18.15 - 18.45. Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Miðasala verður í Íþróttahöllinni miðvikudaginn 15. júní frá kl. 14.00-18.00 fimmtudaginn 16. júní frá kl. 13.00, miðaverð kr. 6.200. Miðaverð fyrir eins árs stúdenta kr. 4.000. Miðar á dansleik verða seldir við innganginn verð kr. 2.000. Samkvæmisklæðnaður. Hátíðarnefnd Upplýsingar um dagskrá á heimasíðu 25 ára http://staff.klasi.is/hp Hellisheiði | Hvert tjón í umferðinni á Suðurlandsvegi frá Reykjavík til Selfoss kostar nærri því fjórfalt meira en tjón að meðaltali yfir landið. Frá árinu 2000 hafa orðið liðlega tvö þúsund umferðaróhöpp á þessum vegi og liðlega eitt þúsund manns slasast. Heildarkostnaður við tjónin er áætlaður tæplega fimm milljarðar króna. Vinir Hellisheiðar kynntu saman- tekt um tjón á Suðurlandsvegi, frá Reykjavík, um Hellisheiði og til Sel- foss, frá árinu 1990 fram á þetta ár. Samantektin er unnin í samvinnu við tryggingafélögin og lagði Einar Guð- mundsson, forvarnafulltrúi Sjóvár, lokahönd á hana og kynnti á fund- inum. Milljarður á einu ári Fram kemur að á þessum tíma hafa umferðarslys á þessum vegi kostað tryggingafélögin 2,4 millj- arða. Tjónin eru nokkuð mismunandi milli ára. Á síðustu árum hafa milli 100 og 200 umferðaróhöpp orðið á ári hverju og í þeim hafa 60 til 175 ein- staklingar slasast. Áætlað er að tjón í umferðarslysum á þessum vegi hafi kostað liðlega milljarð á árinu 2003 sem var óvenjuslæmt slysaár. Bein slysa- og munatjón hafa verið frá liðlega 100 milljónum á ári síð- ustu árin og upp í tæpar 500 millj- ónir. Þá upphæð þarf að tvöfalda og rúmlega það til að fá út samfélags- kostnað og tjón tjónvalda við þessi tjón. Ekki er lögð mælistika á hið mikla tilfinningalega tjón sem verður í slysunum. Fram kemur að meðalkostnaður á hvert tjón er liðlega 5,6 milljónir króna á þessum kafla Suðurlands- vegar. Eru tjónin þar nærri fjórfalt dýrari en tjón að meðaltali á öllu landinu því áætlað er að meðaltjón kosti liðlega fimmtán hundruð þús- und krónur. Má það vafalaust rekja til þess hversu oft margra bíla árekstrar verða á Hellisheiðinni. Vinir Hellisheiðar vekja í þessu sam- bandi athygli á mikilli og vaxandi umferð um Suðurlandsveg og þeirri sérstöðu sem felst í miklum álag- stoppum um helgar allt árið og alla daga vikunnar yfir sumartímann. Mest tjón verður í óhöppum á kaflanum frá Reykjavík að Þrengslavegi en Hellisheiðin að meðtöldum Þrengslavegamótum er lítið ódýrari. Aftanákeyrsla er al- gengasta ástæða tjóna á Suðurlands- vegi en útafakstur veldur litlu minni slysum og tjónum. Dýrustu tjónin verða þó þegar bílar rekast saman við mætingu. Suðurlandsvegur í forgang Vinir Hellisheiðar munu afhenda samgönguráðherra og Vegagerðinni samantektina. Þeir leggja ríka áherslu á að þeir sem ráða vegafram- kvæmdum setji framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Reykjavíkur og Selfoss í forgang með það að leiðar- ljósi að tryggja öryggi vegfarenda með góðum umferðarmannvirkjum. Hvetja þeir til þess að lokamark- miðið verði fjögurra akreina upp- lýstur vegur. Liðlega þúsund manns hafa slasast á Suðurlandsvegi á fimmtán árum Tjón á Hellisheiði fjórfalt dýrari Ljósmynd/Guðmundur K. Sigurdórsson Hellisheiði Aðstæður eru oft slæmar á Hellisheiði og þar verða stærri og dýrari umferðaróhöpp og slys en víðast annars staðar. AKUREYRILANDIÐ ÞAÐ var glatt á hjalla á leikskólanum Pálmholti á Akureyri í gær, en haldið var upp á 55 ára afmæli leik- skólans, elsta leikskólans á landsbyggðinni. Í sólskininu var boðið upp á veitingar utandyra, glóðarsteiktar pyls- ur og safa og gerðu börnin þeim góð skil, sem og for- eldrar þeirra. Sumardvalarheimilið Pálmholt var formlega vígt 11. júní 1950, en Kvenfélagið Hlíf stóð að byggingu þess og rekstri heimilisins. Markmið Hlífarkvenna var að börn á Akureyri gætu dvalið utan bæjarmarkanna, notið gróðurs og frjálsræðis yfir daginn. Þá vildu þær fyrir alla muni efla andlega og líkamlega heilsu barnanna og kappkosta að þau fengju í alla staði góðan aðbúnað. Áhersla var lögð á gott og mikið fæði, næga útiveru og hreyfingu og leitast var við að kenna góða umgengni og mannasiði. Í fyrstu huguðu Hlífarkonur sérstaklega að þeim fjölskyldum sem áttu erfitt vegna fátæktar eða barnafjölda, en fljótlega þróuðust mál á þann veg að bæjarbúar almennt fóru að nýta sér þennan eina val- kost á heilsdagsdvöl yfir sumarið. Gunnhildur Ryle gaf land sem hún átti undir rekstur heimilisins og var það að hennar ósk að því var gefið nafnið Pálmholt, nafn æskuheimilis hennar. Í fyrstu var heimilið ætlað fyrir 50 börn, en nú eru 59 rými á leikskólanum. Leikskáli var byggður 1954 svo hægt væri að leika sér undir þaki þegar illa viðraði og 1958 var byggt við húsið og eftir það fór barnafjöldinn upp í 100 þegar flest var. Fyrirkomulagið var þannig í eina tíð að rútur fóru um bæinn og tóku börnin á ákveðnum stoppistöðvum og svo var ekið á Pálmholt þar sem dvalið var yfir daginn og farið heim undir kvöld. Garðurinn við Pálmholt er stór og góður. Kvenfélagskonur sáu alfarið um rekstur Pálmholts, allt til ársins 1971. Þá gáfu þær Akureyrarbæ þetta „óskabarn“ sitt. Sigrún Jónsdóttir leikskólastjóri sagði að enn væri leikskólinn í upprunalegu húsnæði og það væri mjög gott. Aðeins hefur verið bætt við einni lausri kennslu- stofu þar sem nú er aðstaða starfsfólks. „Það hefur ávallt verið gott og stöðugt starfsfólk á Pálmholti,“ sagði Sigrún en nú hin síðari ár hefur hlutfall mennt- aðra leikskólakennara í starfi þar verið á bilinu 80–90%. Pálmholt er nú þriggja deilda leikskóli og eru meg- ináherslur í starfi hans lestrarkennsla, uppbygging sterkrar sjálfsmyndar barnanna og tákn með tali. Þá verður að sögn Sigrúnar farið af stað með nýtt þróunar- verkefni næsta haust og loks er stefnt að því að fá Grænfánann þegar öllum skilyrðum hefur verið full- nægt. Elsti leikskóli landsbyggð- arinnar, Pálmholt, 55 ára Morgunblaðið/Margrét Þóra Á Pálmholti Þau Sólbjört og Alexander Örn voru ánægð á afmælisdegi leikskólans síns. Morgunblaðið/Margrét Þóra Pylsupartí Atli Snær gæðir sér á glóðarsteiktri pylsu í afmælisveislu Pálmholts. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is EIKARBÁTURINN Húni II liggur nú við Torfunefsbryggju á Akureyri, kom á sjómannadaginn og verður áfram, að sögn Þorvaldar Skaftason- ar sem á bátinn. Þorvaldur eignaðist Húna fyrir tíu árum, bjargaði honum frá því að verða brenndur á báli, líkt og urðu örlög margra báta sömu gerðar. Hann er nú eini bátur þess- arar gerðar á Íslandi, „allir aðrir eru farnir,“ segir Þorvaldur. Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður hjá skipasmíðastöð KEA á Akureyri ár- ið 1963 fyrir Björn á Löngumýri. Hann var í fyrstu gerður út frá Skagaströnd, fór þá til Hornafjarðar og síðan aftur á Skagaströnd. Nú er hann kominn heim aftur ef svo má segja og vonast Þorvaldur til að hér verði honum fundinn staður og hann varðveittur sem sjóminjar enda seg- ir hann um merkilegt skip að ræða. Þorvaldur var með bátinn í Hafnarfirði í fyrrasumar en ákvað að vera fyrir norðan nú í sumar. „Ég mun bjóða upp á skemmtisiglingar um Pollinn og Eyjafjörð, sjóstöng og jafnvel að sigla í Hrísey þar sem menn geta fengið sér krækling, það er allt opið,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er alveg glimrandi staður,“ sagði hann um Torfunefið. „Hérna blasir báturinn við öllum sem leið eiga um miðbæinn.“ Húni á glimrandi stað við Torfunefið Morgunblaðið/Margrét Þóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.