Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 28
Fréttir
á SMS
28 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Heimsókn í Belém-hverfið í út-jaðri Lissabon er ómissandiþáttur ferðamanna á þess-
um slóðum og jafnnauðsynlegt er að
tylla sér niður á Pasteis de Belém
með ekta kaffi og Belém-kökur. Bak-
arí þetta var stofnað árið 1837 og hef-
ur því starfað í heil 168 ár. Það er
einkum frægt fyrir einkar ljúffengar
Belém-kökur með vanillukremi inni í
sem gestir sjá svo sjálfir um að strá á
flórsykri og kanil eftir smekk hvers
og eins. Til Belém fara borgarbúar
sjálfir til að slaka á og spássera í ró og
næði á sunnudögum og þar eru líka
skokkarar og hjólreiðamenn. Hverfið
liggur meðfram ánni Rio Tejo, sem
stundum er nefnd Tagus og þar eru
bæði grænir og sérlega vel hirtir al-
menningsgarðar svo og skútuhöfn
með snekkjum af öllu tagi.
Í Belém er bleikmálaður bústaður
Portúgalsforseta og í Belém lifna við
minningar um portúgalska sæfara og
landafundi. Risastórt minnismerki,
Monumento aos Descobrimentos, í
líki skipsstefnis um landafundina og
landkönnuðina gnæfir yfir ána í aust-
urátt sem reist var árið 1960 í tilefni
þess að 500 ár voru liðin frá því að
Hinrik sæfari lést.
Stórt landakort er fyrir framan
minnismerkið sem Suður-Afríkubúar
gáfu Portúgölum á þessum tímamót-
um og sýnir það ártöl og hvar Portú-
galar námu lönd á öldum áður.
Hinrik sæfari, sem uppi var á ár-
unum 1394 til 1460, er einn þekktasti
landkönnuðurinn frá öldum áður, en
hann sigldi niður með vesturströnd
Afríku og allt suður til Sierra Leone.
Hann var frændi konungsins, sem
þá ríkti í Portúgal og stofnaði jafn-
framt fyrsta siglingaskóla, sem vitað
er um, á Sagres-höfðanum í Algarve.
Hann og hans menn fundu Madeira
1419, Azoreyjar 1432 og Grænhöfða-
eyjar 1456 og urðu þessir landafundir
upphafið að nýlenduveldi Portúgala.
Nokkrum árum síðar fóru portú-
galskir landkönnuðir að leggja upp
frá Lissabon og er Vasco da Gama án
efa einn frægasti landkönnuðurinn
sem Portúgalar hafa alið. Hann var
uppi á árunum 1460 til 1524 og var
fyrstur til að sigla sjóleiðina til Ind-
lands fyrir Góðravonarhöfða eða suð-
urodda Afríku árið 1498. Heimssýn-
ing var haldin í Lissabon árið 1998 í
tilefni þess að 500 ár voru liðin frá því
að hann steig á land í Kalkútta á Ind-
landi og grunnur var lagður að við-
skiptaveldi Portúgala.
Kirkja, klaustur og safn
Í Belém er líka Jerónimosar-
klaustrið og sambyggð Santa María-
kirkja auk listasafns. Hafist var
handa við byggingu klaustursins, sem
er á Heimsminjaskrá UNESCO, árið
1501, eftir tilskipun Dom Manuel
konungs til minningar um landafund-
ina og fyrir þann auð, sem fylgdi
þeim. Byggingarstíllinn er kenndur
við Manuel konung og kallaður
„manuelíski“ stíllinn. Byggingin er
mjög fögur á að líta og minna skreyt-
ingar, að utan jafnt sem innan, allar á
sjó og sæfara. Í klausturgarðinum
liggja m.a. líkamsleifar Fernando
Pessoa, sem var uppi á árunum 1888
til 1935 og er talinn vera eitt helsta
nútímaljóðskáld Portúgala.
Belém-turninn, sem stendur við
ána, var reistur á árunum 1512 til
1521, samkvæmt konungsskipun og
undir stjórn arkitektsins Francisco
de Arruda.
Turninn átti að verja Lissabonhöfn
fyrir óvinaherjum. Turninn var not-
aður sem fangelsi á árunum 1580 til
1828, en í jarðskjálftanum mikla 1755
féll stór hluti hans svo að gera hefur
þurft hann upp. Við turninn stendur
nú líkan af fyrstu flugvélinni, sem
flaug yfir Suður-Atlantshaf. Mynd-
arleg menningarmiðstöð, Centro
Cultural de Belém, var svo reist í Bel-
ém árið 1988 þegar Portúgalar tóku
að sér að vera í forsvari fyrir Evrópu-
bandalagið, en nú er byggingin nýtt
fyrir alls konar ráðstefnur, fundi og
menningarviðburði af öllu tagi.
Með sæförum
í anda í Belém
PORTÚGAL
join@mbl.is
Séð yfir Belém-hverfið, sem tilheyrir Lissabon.
Bleikmálaður bústaður forseta Portúgals er í Belém.
Sunnudagur í Belém, úthverfi frá Lissabon,
er ávísun á góðan dag. Jóhanna Ingvarsdóttir
spókaði sig í Belém og borðaði Belém-kökur
í eldgömlu bakaríi.
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Bílaleigubílar
Sumarhús í
DANMÖRKU
www.fylkir.is sími 456-3745
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgreiðslugjöld á flugvöllum.)
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna
og minibus, 9 manna og rútur með/
án bílstjóra.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum, frá 2ja manna og
upp í 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni eða fáið lista.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshverfi
Danskfolkeferie orlofshverfi
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk gsm-símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
Vika íDanmörku
hertzerlendis@hertz.is
19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.*
Opel Corsa eða sambærilegur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
27
70
7
03
/2
00
5
50 50 600
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Aðstandendur árlegrar bjórhá-tíðar sem haldin er í Berlínstáta sig af lengsta bjórgarði í
heimi. Hátíðin, sem nefnd er „Bier-
meile“, eða Bjórmílan, fer fram á
tveggja kílómetra löngu svæði á Karl
Marx-stræti í austurhluta borg-
arinnar að sumri til. Bjórhátíðin hef-
ur vaxið hratt síðan síðan hún var
fyrst haldin árið 1997. Árið 2003
komu 750 þúsund gestir, og Hilmar
Bürger, blaðafulltrúi hátíðarinnar,
segir að fjöldinn hafi verið enn meiri
sl. ár.
Á hátíðinni bjóða 240 bjórframleið-
endur frá 80 löndum
upp á 1.700 bjórteg-
undir. Erlendir
gestir, einkum
Norðurlandabúar,
eru smám saman að
uppgötva þessa há-
tíð sem var í fyrra
haldin í áttunda
sinn.
Þjóðverjar eru
eins og við er að bú-
ast mest áberandi í
hópi gesta og bjór-
framleiðandanna
sem kynna og selja
vöru sína. Á hverju
ári er sérstök
áhersla lögð á bjóra frá einu héraði
Þýskalands.
Meðal þýskra bjóra sem voru vin-
sælir hjá hátíðargestum á hátíðinni í
fyrra má nefna Katharina-bjórinn,
sem kenndur er við Katharina von
Bora, eiginkonu Marteins Lúthers.
Lúther var að sögn ákaflega hrifinn
af bjórgerð konu sinnar, og lét færa
sér bjórinn um langan veg ef hann
var að heiman.
Afkomandi Katrínar í fjórtánda lið
hófst fyrir nokkrum árum handa við
að brugga bjórinn að nýju og hefur
hann notið vinsælda og hlotið góða
dóma. Sem kunnugt er var kona
Lúthers fyrrum nunna, og starfs-
stúlkurnar í bjórtjaldinu voru því
klæddar sem kaþólskar nunnur og
veittu veigarnar í leirkrúsum.
Bjór frá fjarlægari stöðum var
einnig í boði, meðal annars nepalskur
Gúrka-bjór, „Voodoo dark“ frá Afr-
íkuríkinu Benín, Póker-bjór frá Kól-
umbíu, að ónefndum belgískum
kirsuberjabjór. Einnig voru tékk-
neskar, enskar og pólskar bjórteg-
undir áberandi. Lítið fór fyrir nor-
rænum bjór, ef undanskilið er finnska
„Lappagullið“, Lapin Kulta.
Safna bjórflutningabílum
Víða um hátíðarsvæðið var flutt lif-
andi tónlist. Auk þess voru matsölu-
tjöld þar sem boðið var upp á þýskar
pylsur og aðrar kjötvörur, en einnig
osta og ýmsa sérrétti frá þeim lönd-
um sem voru að kynna bjóra á svæð-
inu.
Flestir þýsku bjórframleiðandanna
bjóða til sölu ýmiss konar minjagripi
með merki sínu, til dæmis bjórkrúsir,
Bjórmílan í Berlín nýtur vinsælda
ÞÝSKALAND
Vinsældir Bjórmílunnar í Berlín hafa aukist stöðugt
síðan hún var fyrst haldin fyrir níu árum.