Morgunblaðið - 11.06.2005, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Óhætt er að segja að Jónasheitinn Guðmundsson,fyrsti formaður Sam-bands íslenskra sveitar-
félaga, hafi sýnt mikla framsýni,“
segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, en þess er í dag
minnst að stofnþing sambandsins
var sett fyrir nákvæmlega 60 árum.
Að sögn Vilhjálms var sambandið
frá upphafi hugsað sem sameig-
inlegur málsvari sveitarfélaganna
gagnvart ríkisvaldinu og því ætlað
að sinna hagsmuna- og baráttu-
málum sveitarfélaga, auk þess að
vera öflugur vettvangur fyrir um-
ræður um sameiginleg málefni
sveitarfélaganna, efla samstarf
þeirra og auka fræðslu um sveit-
arstjórnarmál almennt.
Við stofnun gerðust samtals 53 af
218 sveitarfélögum landsins aðilar
að sambandinu. Á næstu áratugum
fjölgaði aðildarsveitarfélögum hratt
og upp úr 1970 voru loks öll sveit-
arfélög landsins gengin í sam-
bandið. Í dag eru sveitarfélög í land-
inu samtals 101 og íbúafjöldi þeirra
er allt frá 38 íbúum upp í 114 þús-
und. Ljóst má því vera að aðstæður
og þarfir sveitarfélaganna eru afar
misjafnar og því liggur beint við að
spyrja Vilhjálm hvernig gangi að
vera málsvari fyrir svo stóran og
ólíkan hóp sveitarfélaga.
„Það hefur raunar gengið nokkuð
vel. Auðvitað koma upp álitamál þar
sem lítil sveitarfélög telja að stóru
sveitarfélögin séu að fá of mikið og
öfugt. Ég hef hins vegar ekki litið á
þetta sem vandamál heldur fremur
sem verkefni. Stjórn sambandsins
hefur hverju sinni lagt áherslu á
þau viðfangsefni í störfum sínum
sem eru sameiginleg hagsmunamál
sveitarfélaganna, en hefðbundin
flokkapólitík hefur afar sjaldan átt
upp á pallborðið hjá okkur. Sem for-
maður sambandsins hef ég gert mér
far um að kynna mér málefni allra
sveitarfélaga og í stjórninni hefur
verið lögð áhersla á að fórna aldrei
hagsmunum tiltekinna sveitarfé-
laga í þágu annarra. Miðað við nú-
verandi sveitarfélagaskipan verðum
við auðvitað að átta okkur á því
hvernig við getum tryggt það að
sveitarfélög, hvort sem þau eru lítil,
meðalstór eða stór, geti með sem
bestum hætti sinnt lögbundnum
verkefnum sínum,“ segir Vil-
hjálmur og bendir á Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga sem eitt mikilvægasta
tækið í því samhengi.
„Það er alveg ljóst að sveitarfélög
víða á landsbyggðinni hafa orðið
fyrir búsifjum á undanförnum ár-
um, ekki síst vegna íbúafækkunar
og neikvæðrar atvinnuþróunar, en
fjárhagsleg staða margra sveitarfé-
laga er mjög erfið. Þetta er auðvitað
hluti af ákveðnum byggðarvanda og
ég tel að ríkisvaldið þurfi að koma af
miklu meiri krafti inn í þessa um-
ræðu, en ekki bara líta svo á að
þetta sé einhver sérstakur vandi
einstakra sveitarfélaga.“
Aðspurður segir Vilhjálmur sam-
skipti sveitarfélaga við ríkið hafa
verið með mismunandi hætti í tím-
ans rás. Að sögn Vilhjálms er þessa
dagana verið að vinna að nýjum
samstarfssáttmála milli ríkis og
sveitarfélaga sem á að tryggja betra
og markvissara samstarf. Segir Vil-
hjálmur það mikið hagsmunamál,
því sambandið sé stöðugt að fjalla
um bæði ný lög og reglugerðir sem
oft á tíðum setji nýjar kvaðir á sveit-
arfélögin sem kalli aftur á aukið
fjármagn. „Það hefur því miður of
oft verið svo að ríkisvaldið og fram-
kvæmdavaldið hafa sett lög og
reglugerðir sem sveitarfélögum er
ætlað að framkvæma án þess að
hugsað hafi verið fyrir tekjustofn-
um,“ segir Vilhjálmur og segist von-
ast til að það standi til bóta með
breyttum samstarfssáttmála.
Stoltur af flutningi grunnskól-
ans frá ríki til sveitarfélags
Talið berst að formannstíð Vil-
hjálms, en hann hefur gegnt emb-
ættinu lengst allra að Jónasi Guð-
mundssyni undanskildum, sem
gegndi formannsembættinu í 22 ár,
þ.e. allt frá stofnun sambandsins til
ársins 1967. „Ég er afskaplega
þakklátur fyrir það traust sem mér
hefur verið sýnt í formannstíð
minni. Raunar var það tilviljun sem
réði því að ég tók við þessari stöðu á
sínum tíma. Sjálfur hafði ég
sóst eftir því að verða forma
menn lögðu hart að mér og
því kost á mér.“ Síðan eru li
fimmtán ár og hefur Vilhjál
ið endurkosinn þrisvar sinn
„Það hefur verið afar áhu
að starfa á þessum vettvang
starfi mínu hef ég kynnst m
þéttbýlis og landsbyggðar e
vel. Einnig hef ég eignast m
góða vini og kunningja í geg
starfið. Það má því segja að
notið hverrar stundar í þess
starfi,“ segir Vilhjálmur, en
geta að hann hefur ekki mis
úr vinnu alla formennskutíð
Þegar hann er spurður hver
urinn að því sé segist Vilhjá
þakka guði fyrir hvað hann
heilsuhraustur. „Sjálfur er é
færður um að lykillinn að gó
heilsu sé í fyrsta lagi að hafa
af því sem maður er að vinn
öðru lagi að vera tiltölulega
ur og í þriðja lagi, sem er mj
Stofnþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var
sett á þessum degi fyrir 60 árum. Í samtali við Silju
Björk Huldudóttur segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, formaður sambandsins, sveitarfélögin hafa átt
verulegan þátt í því að breyta íslensku samfélagi,
efla mannlífið í landinu og gera það fjölbreyttara.
„Mikilvægt a
hæfilega kær
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
„SVEITARFÉLÖG gegna sífellt þýðing-
armeira hlutverki í þjóðlífinu, verkefnum
þeirra fjölgar, viðfangsefni breytast og á
hverjum tíma verða þau að laga starfsemi
sína að nýjum verkefnum. Sama gildir um
sambandið og starfsemi þess sem verður að
taka mið af þörfum sveitarfélaganna hverju
sinni þó að meginhlutverk þess sé almenn
hagsmunagæsla í víðum skilningi,“ segir
Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga síðan 1990.
Sem dæmi um þróun og breytileika í starf-
semi sambandsins nefnir Þórður að fyrir
nokkrum árum var starfafyrirkomulagi á
skrifstofu sambandsins breytt og starfsem-
inni skipt niður í fimm svið. „Lögfræðisvið,
hag- og upplýsingasvið og kjarasvið fengu
aukið vægi og stofnað var nýtt þróunar- og
alþjóðasvið. Sömuleiðis var gerð breyting á
rekstrar- og útgáfusviði,“ segir Þórður, en
þess má geta að á síðasta ári flutti starfsemi
sambandsins í nýtt og nútímalegra skrif-
stofuhúsnæði að Borg-
artúni 30 í Reykjavík.
Spurður um starfsemi
sambandsins segir Þórð-
ur það hafa í mörg horn
að líta. „Sambandið er
sameiginlegur málsvari
sveitarfélaganna í land-
inu. Fyrst og fremst
gegnir það hags-
munagæslu, vinnuveit-
endahlutverki og fræðslu-
og upplýsingastarfsemi. Jafnframt á það að
standa vörð um sjálfsstjórnarrétt sveitarfé-
laganna og tekjustofna þeirra og stuðla að
framþróun og nýsköpun í stjórnsýslu, þjón-
ustu og verkefnum og miðla upplýsingum
þar um. Oft finnst sveitarstjórnarmönnum
hægt miða við að þoka hagsmunamálum
áleiðis. En undir merkjum sambandsins hafa
sveitarstjórnarmenn haft margvísleg áhrif á
framþróun þjóðfélagsins í tímans rás.“
Sinnir hagsmunagæslu-
og þjónustuhlutverki
Þórður
Skúlason
UPPHA
félagsle
manns,
Heimsk
hag sve
tekjusto
gjaldþro
gekkst í
arfélög
skyni að
unaraðg
manns s
Jónas G
1952.
Jónas
arfulltrú
hann ha
armenn
un sveit
Hann va
armenn
þeir gæ
1941 hó
arstjórn
ávarpso
Sa
NÁTTÚRAN NÝTUR VAFANS
Dómur Hæstaréttar, um aðmeta verði umhverfisáhrifálvers Alcoa Fjarðaáls á
Reyðarfirði, styrkir stöðu þeirrar
umhverfislöggjafar, sem sett hefur
verið í landinu. Sú meginregla, að
ekki sé hægt að ráðast í stórfelldar
framkvæmdir án þess að meta áhrif
þeirra á umhverfið, er fest í sessi.
Það er því rétt, sem Hjörleifur
Guttormsson, stefnandinn í hæsta-
réttarmálinu, segir í Morgun-
blaðinu í gær, að dómurinn hefur
verulega þýðingu fyrir stöðu um-
hverfisréttar í landinu.
Auðvitað þýðir dómur Hæstarétt-
ar ekki að álver Alcoa Fjarðaáls hafi
þau neikvæðu áhrif á umhverfið að
verkefnið sé í hættu. Hann fjallar
ekki efnislega um umhverfisáhrif
verksmiðjunnar. Hann þýðir ein-
göngu að gera þarf nýtt mat á um-
hverfisáhrifum hennar. Þrátt fyrir
að slíkt mat hefði farið fram á áhrif-
um þeirrar verksmiðju sem Reyð-
arál hugðist reisa, kemst rétturinn
að þeirri niðurstöðu að hin nýja
verksmiðja sé það ólík hinni fyrri,
að ekki sé hægt að líta svo á að um
sömu framkvæmd sé að ræða.
Þessi dómur þýðir að umhverfið
nýtur vafans í tilvikum sem þessum.
Menn geta ekki stytt sér leið
framhjá kröfunni um umhverfismat
til að spara sér peninga eða tíma.
Það vekur athygli að Tómas Már
Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarða-
áls, segir í Morgunblaðinu í gær:
„Við keyptum mat af Reyðaráli og
létum gera samanburðarskýrslu
sem var í samræmi við lögin. Með
þetta í höndum og niðurstöður
rannsókna sem við höfum látið gera
teljum við að það verði ekki tíma-
frekt ferli að fara í mat á umhverfis-
áhrifum.“
Ef þetta er raunin má spyrja: Lá
ekki beint við strax í upphafi, ekki
sízt í ljósi þeirrar gagnrýni sem ál-
versframkvæmdirnar mættu, að
gera nýtt umhverfismat? Ef það er
ekki tímafrekt nú hlýtur það sama
að hafa átt við þá.
Morgunblaðið hefur áður hvatt
Alcoa Fjarðaál til að hefja undir-
búning að umhverfismati fyrir ál-
verið í Reyðarfirði, burtséð frá nið-
urstöðu Hæstaréttar. Blaðið hefur
bent á að með vinnslu slíks um-
hverfismats væri búið að útiloka sí-
felldar ásakanir á hendur Alcoa og
stjórnvöldum um að bera ekki virð-
ingu fyrir umhverfinu og draga úr
þeirri tortryggni, sem ella gæti
grafið um sig. Vilji stjórnenda Alcoa
Fjarðaáls til að starfa í sátt við um-
hverfið verður ekki dreginn í efa-
.Fyrirtækið á því að líta á umhverf-
ismatið sem tækifæri, fremur en
ógn.
REGLUR UM AKSTUR UTAN VEGA
Náttúran er viðkvæm á norð-urhjara. Ekki þarf mikið
álag til að spilla gróðri og lítið
sár getur hæglega stækkað.
Eyðileggingin þarf ekki að taka
nema sekúndubrot, en oft er
náttúran mörg ár ef ekki áratugi
að ná sér. Það mætti ætla að
þetta væri hverjum manni ljóst
og þyrfti ekki að hafa um það
mörg orð – og þaðan af síður lög
og reglugerðir – að umgangast
þurfi náttúruna með gát. En það
er öðru nær. Gríðarleg spjöll
hafa verið unnin á íslenskri nátt-
úru með umferð farartækja – eða
fararskjóta – utan vega.
Í gær tók gildi ný reglugerð
um umferð utan vega – eða öllu
heldur á vegum. Þar er ekki að-
eins kveðið á um ökutæki heldur
einnig umferð hrossa á hálend-
inu. Í texta reglugerðarinnar er
reynt að taka af öll tvímæli um
akstur utan vega. Í gömlu reglu-
gerðinni sagði til dæmis að allur
akstur utan vega og merktra
slóða „þar sem náttúruspjöll geta
af hlotist“ væri bannaður. Í
þeirri nýju er er orðalagið af-
dráttarlaust: „Bannað er að aka
vélknúnum ökutækjum utan vega
í náttúru Íslands.“ Einu undan-
tekningarnar eru akstur vélknú-
inna ökutækja á jöklum og snævi
þakinni og frosinni jörð svo
framarlega sem ekki skapist
hætta á náttúruspjöllum, auk
þess sem heimilt er að aka utan
vega á ræktuðu landi vegna land-
búnaðarstarfa. Auk þess eru til-
tekin ákveðin störf, sem geta af
nauðsyn krafist aksturs utan
vega, þar á meðal björgunar-
störf.
Enn fremur er í reglugreðinni
kveðið á um að þegar farið sé ríð-
andi um landið eða á hjóli skuli
fylgja þar til gerðum stígum eins
og auðið er.
Um þessar mundir er unnið að
kortlagningu vega og slóða á há-
lendinu og liggja nú fyrir GPS-
hnit fyrir 90-95% vega og slóða á
hálendinu, að því er kemur fram í
samtali við Sigríði Önnu Þórð-
ardóttur umhverfisráðherra í
Morgunblaðinu í gær. Mikilvægt
er að hraða þeirri vinnu til þess
að ferðalangar á hálendinu eigi
auðveldara með að skipuleggja
ferðir sínar og halda sig við slóða
og vegi.
Ljóst er að álag og ágangur á
hálendi Íslands mun aukast á
komandi árum. Það er því mik-
ilvægt að fyrir liggi afdráttar-
lausar reglur um það með hvaða
hætti megi ferðast um óbyggðir
landsins – hvar megi fara og hvar
ekki. En það þarf ekki síður að
kynna þær reglur, sem settar
hafa verið þannig að jafnt ís-
lenskir sem erlendir ferðamenn
viti nákvæmlega hvernig þeir
eigi að haga ferðum sínum. Nátt-
úruvernd er ekki aðeins spurning
um stórframkvæmdir, heldur
umgengni hvers og eins um um-
hverfi sitt.