Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 39 UMRÆÐAN h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun LOKAÐ BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR -20% Leðurhornsófi (282x150) Verð : 205.000.- Tilboðsverð: 28.000.- Eikarsófaborð: 164.000.- Flottir hornsófar og sófasett 15-30% afsláttur -15% Cozy hornsófi (315x285) m/ óhreinindavörðu áklæði, fáanlegur í 3 litum Verð : 229.000.- Tilboðsverð: 194.650.- -30%-30% Leðursófasett (fáanlegt í 3 litum) 3+1+1 Verð : 242.000.- Tilboðsverð: 169.400.- 3+2 Verð : 228.000.- Tilboðsverð: 159.600.- -20% Leðursófasett 3+1+1 Verð : 248.000.- Tilboðsverð: 198.400.--20% Leðurhægindastóll Verð : 47.500.- Tilboðsverð: 38.000.- DÓMUR Hæstaréttar 9. júní 2005 í máli mínu gegn Alcoa og ís- lenska ríkinu sem gagnaðilar áfrýjuðu eftir héraðsdóm í janúar sl. er afar mikilvægur fyrir um- hverfisvernd hérlendis. Á það bæði við um þann beina ávinning sem felst í dómnum, þ.e. að Alcoa verð- ur að fara í nýtt mat á umhverfis- áhrifum lögum samkvæmt, og þær lögskýringar sem fram komu á báðum dómsstigum. Af mála- rekstrinum geta allir þeir lært sem bera umhverfisvernd fyrir brjósti og þeir sem fara vilja að settum leikreglum. Einnig löggjaf- inn hlýtur að þurfa að draga sínar ályktanir af niðurstöðunni. Styrkja ber almannaréttinn og endurmeta úrelt lagaákvæði. Lagagrunnur brostinn fyrir framkvæmdum Alcoa Gilt mat á umhverfisáhrifum er fortakslaus forsenda fyrir stór- iðjuframkvæmdum og leyfisveit- ingum sem þær varðar. Alcoa hef- ur ekki slíkt lögboðið mat í höndum eftir dóm Hæstaréttar og þeim sem veitt hafa leyfi fyrir framkvæmdunum ber að afturkalla þau og bíða þess að skorið verði úr um alla réttaróvissu. Alcoa hlýtur við undirbúning að umhverfismati að endurmeta hönnunarforsendur verksmiðju sinnar að því er um- hverfisáhrif varðar í ljósi dóms Hæstaréttar. Þar er skýrt dregið fram að fyrirtækið ætlaði sér ekki að beita bestu fáanlegri tækni í mengunarvörnum, eins og ljóst er m. a. af samanburði við áður ráð- gert álver Norsk Hydro. Var þó langt frá því að sú framkvæmd stæðist eðlilegar kröfur jafnt um mengunarvarnir og félagslega þætti. Því verður ekki trúað að Al- coa haldi nú áfram framkvæmdum sínum í skjóli lögbrota íslenskra stjórnvalda. Viðbrögð umhverfisráðherra áhyggjuefni Ummæli og viðbrögð umhverf- isráðherra við dómsorði Hæsta- réttar eru áhyggjuefni. Ráð- herrann virðist ekki ætla að taka dómsorðið og lögfylgjur þess al- varlega, segir „algjört formsatriði“ hafa ráðið niðurstöðu dómsins og framkvæmdir geti haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta er ótrúleg óskammfeilni og ber ekki vott um virðingu fyrir lögum og rétti, hvað þá þeim málaflokki sem ráðherrann hefur tekið að sér að stýra. Stjórnvöld hafa þegar brotið settar leikreglur að mati Hæstaréttar og ættu ekki að ganga lengra á þeirri braut. Alcoa fékk ranga leiðsögn af hálfu sömu stjórnvalda veturinn 2002-2003 og fyrirtækið hlýtur nú að hafa var- ann á. Alcoa er nú í sömu sporum og haustið 2002 hvað réttarstöðu framkvæmda á Reyðarfirði varðar. Lögboðið mat á umhverfisáhrifum liggur ekki fyrir og öll leyfi sem Alcoa hefur í höndum eru því markleysa. Óðagotið hefnir sín Allur aðdragandi stóriðjufram- kvæmdanna á Austurlandi ber vott um óðagot og skammsýni. Stað- setning risaálvers á Reyðarfirði var röng af umhverfislegum og fé- lagslegum ástæðum, svo ekki sé talað um náttúruspjöllin af Kára- hnjúkavirkjun. Stjórnmálamenn sem ábyrgð bera á ákvörðunum í þessu ferli allt frá árinu 1997 að telja hafa ekki vandað sig eða unn- ið heimavinnuna. Gengið hefur verið út frá því sem gefnu að til að laða að fjárfesta þurfi menn að halda skilyrðum til verndar umhverfi og íbúum á viðkomandi svæði í lágmarki. Embættismenn og op- inberar stofnanir hafa verið sett undir óhóf- legan þrýsting til að ná fram þessum skammsýnu mark- miðum. Lögum á um- hverfissviði hefur ver- ið breytt síðustu árin til að þrengja að möguleikum almenn- ings til aðhalds og verndar umhverfi sínu og í þágu kom- andi kynslóða. Ráð- herrar umhverfismála á þessu skeiði hafa ekki reynst starfi sínu vaxnir. Afleiðing- arnar af þessari úr- eltu og háskalegu stefnu eru nú smám saman að koma í ljós. Dómur Hæstaréttar er aðvörun sem framkvæmda- og löggjaf- arvald í landinu ætti að taka alvar- lega. Sigur fyrir umhverfisvernd Hjörleifur Guttormsson fjallar um niðurstöðu Hæsta- réttar í máli hans gegn Alcoa og íslenska ríkinu ’Afleiðingarnar af þess-ari úreltu og háskalegu stefnu eru nú smám saman að koma í ljós.‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. FASTEIGNIR mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.