Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
BUBBI Morthens kemur með tvær
nýjar plötur á afmælisdegi sínum 6.
júní. Þessi mikli lífsreynslubolti
heldur upp á 25 ára starfsafmæli sitt
þennan sama dag. Uppselt er þegar
á tónleikaraðir með honum sem seg-
ir mér að Bubbi sé dáður af þjóðinni.
Vefurinn Tónlist.is gaf notendum
kost á að hlusta á þessar tvær nýju
plötur Bubba sem bera nöfnin „Ást“
og „Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís“.
Bubbi sýnir það með þessari plötu
að hann hefur engu gleymt og er
óhræddur að fara ótroðnar slóðir í
útsetningum á plötum hjá sér. Barði
Jóhannsson er að gera frábæra hluti
og með þessari vinnu á báðum plöt-
unum sýnir Barði það að hann er
einn sá besti í dag.
Þegar hlustað er á plöturnar er
eins og maður fari í hugarflug yfir
fyrri plötur Bubba eins og t.d. EGÓ
og Kona. Lagið „Verður að sleppa“
er mjög flott útsett. Kvensöngurinn
fyllir þetta lag mögnuðum töfrum og
Bubbi hálf rappar lagið eða les það
eins og vísu. Lagið er allt svo dreym-
andi og maður lygnir aftur aug-
unum…
Lagið „Þú ert“ verður líklega
mest spilaða lagið því það er mjög
grípandi. Reyndar eru báðar plöt-
urnar þannig að þær grípa mann
strax. Albúmin á diskunum báðum
eru dulin og snilldarvel unnin, flottar
myndir af Bubba sem minna helst á
að hann sé að ganga yfir gamlan víg-
völl og skoða gamla drauga, drauma
og það sem var einu sinni? Minnir
mig á EGÓ og fleiri plötur sem
Bubbi kom með á ferli sínum. Bubbi
er reffilegur að sjá en það er eins og
hann eldist aldrei því hann er það
flottur alltaf!! En þrátt fyrir að vera
að fara að fagna fimmtugsafmæli á
næsta ári er þessi boxari flottur og
passívur! Þrátt fyrir óteljandi slúð-
ursögur og dóma í dagblöðum og
tímaritum slær hann þetta frá sér
með hægri krók og rothöggum!
Ásláttur og annar hljóðfæraleikur
er mjög góður, vandaður og gefur
góða fyllingu í lögin. Segja má að
áberandi vel sé leikið á bassa og
trommur og gaman er að heyra hvað
gítarspilið í laginu „Verður að
sleppa“ er flott. Lagið „Strákurinn“
er einlægt, fallegt og myndrænt.
Ósjálfrátt sér maður mynd í huga
sér. Sköllóttan og þrekinn karl sem
les sögur fyrir son sinn og sýnir hon-
um að hann elskar hann meira en allt
í lífinu.
Plöturnar eru báðar mjög mynd-
rænar og ekta plötur að hlusta á í
góðu tómi!
Maður kemst ekki hjá því að taka
eftir að Bubbi er opinskár þegar
hann syngur um Guð og það góða.
Hann syngur um fortíðardrauga
sem hann er kannski nú tilbúinn að
horfast í augu við og sigra – með
trúnni?
Til hamingju Bubbi með 49 árin,
25 ára starfsafmæli og til hamingju
með frábærar plötur.
SVEINN HJÖRTUR
GUÐFINNSSON,
Vesturbergi 46, 111 Reykjavík.
Tímamót hjá Bubba Morthens!
Frá Sveini Hirti Guðfinnssyni:
FYRIR nokkrum árum gekk ég
með fólki um Framengjar í Mý-
vatnssveit og við skoðuðum þar
gróður og fugla. Einn í hópnum er
skógfræðingur og eftir að ég hafði
talað í langan tíma um viðinn og
hvernig hann næmi land í sundunum
sem voru að þorna, þá hafði skóg-
fræðingurinn, sem hvergi sá tré, orð
á þessari málnotkun um víði og lyng.
Þessi saga rifjast oft upp fyrir
mér þegar rökrætt er um hvort Ís-
landi hafi verið „í þann
tíð … viði vaxit milli
fjalls ok fjöru“, eins og
Ari fróði Þorgilsson
komst að orði um land-
ið (Íslendingabók og
Landnáma 1942, búin
til prentunar af Guðna
Jónssyni, bls. 2). Um-
mæli þessi eru löngu
orðin að goðsögn rétt
eins og sagan um pap-
ana sem hingað áttu að
hafa hrakist undan
hinum heiðnu norrænu
mönnum – en paparnir
eru einmitt í næstu
málsgrein hjá Ara.
„Heilagur sannleikur?“
Að undanförnu hefur átt sér stað
mikil umræða í kjölfar þess að í
nýrri útgáfu af söguatlas, sem sagn-
fræðingarnir Árni Daníel Júlíusson
og Jón Ólafur Ísberg ritstýra, er
getið rannsóknar þar sem vefengt er
að Ísland hafi verið vaxið skógi á
sama hátt og maður lærði sem
krakki. Árni Daníel og Jón Ólafur
styðjast við líkan Rannveigar Ólafs-
dóttur landfræðings þar sem m.a. er
miðað við að skógur sé þau tré sem
eru tveir metrar á hæð eða meira. Í
DV 23. maí sl. fordæmir jonas@dv.is
að höfundar söguatlassins hafi gert
„kenningu“ Rannveigar að „heil-
ögum sannleika“ (bls. 2). Einnig hef-
ur verið fjallað um málið í Morg-
unblaðinu, Ríkisútvarpinu og víðar.
Gerum okkur grein fyrir því að
það er langt frá því að Sannleikur
hafi fundist í því mikla tilfinninga-
máli meðal íslensku þjóðarinnar
hvort forfeður okkar hafi eyðilagt
landið – og hvort við séum að eyði-
leggja það í dag.
Hver má skilgreina?
Þurfum við að finna sannleika um
hvað sé náttúrlegt ástand landsins?
Skiptir það máli út frá því hvort við
viljum rækta skóg til
ánægju eða nytja, auka
landgæði með upp-
græðslu mela eða loka
skurðum til að end-
urheimta mýrar og
tjarnir? Kannski er
landnámið fyrir 1.100–
1.200 árum eðlilegur
tími til að segja að þá
hafi verið „náttúrlegt
ástand“ – en eru þá öll
eldgos eftir landnám
ónáttúrleg ferli? Ber
okkur ekki líka að líta á
fegurð landsins eins og
það er núna með eld-
virkni, svörtum söndum og úfnu
hrauni?
Ég er mjög hugsi yfir ummælum
Aðalsteins Sigurgeirssonar skó-
gerfðafræðings í útvarpsviðtali 31.
maí sl. (Morgunvaktin í Ríkisútvarp-
inu): Hann sagði: „sannleikurinn
verður ekkert sannari fyrir það að
hann sé nýrri …“, og átti við rann-
sóknarniðurstöður Rannveigar. Ég
spyr: Eru þá nýjar rannsóknir Að-
alsteins og félaga hans í Rannsókn-
arstöð Skógræktarinnar á Mógilsá
þá undir sömu sök seldar? Eru þær
ekki að ýmsu leyti merkilegar ein-
mitt fyrir að í þeim kemur fram nýr
fróðleikur? Eða getur verið að þeir
vilji síður að sagnfræðingar eða
landfræðingar, sem vefengja goð-
sögnina um að landið hafi verið vaxið
skógi við landnám, hafi áhrif á þann
stóra Sannleik um útbreiðslu skóga
sem hefur verið meðal almennings?
Getur verið að þrátt fyrir allt sé það
sektarkenndin hafi enn þá meiri
áhrif á það hvort fjárveitingar eða
mannskapur fást til skógræktar eða
landgræðslu en nútímarannsóknir
skógfræðinga og annarra? Munum
þó eitt: Gamall sannleikur er aldrei
góður bara fyrir að vera viðtekin
sannindi.
Það er ekki víst að við komumst
nokkurn tíma að hinu sanna um
ástand landsins fyrir 1.100–1.200 ár-
um.
Sektarkennd eða rannsóknir?
Við báðum ekki um stöðuna eins
og hún er í dag en við eigum ekki að
fyllast sektarkennd og yfir því og
fara í úrbótaframkvæmdir að lítt yf-
irveguðu ráði. Við verðum að nota
forsendur nútímans til að ákveða
hvar við eigum að „endurheimta“
mýrar eða gróður, líka hvar er rétt
eða skynsamlegt að rækta skóg eða
hvar kynni að vera skynsamlegra að
varðveita mólendi eða sanda.
Opinberar stofnanir á borð við
Landgræðsluna, Skógrækt ríkisins
og Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins (nú hluti af Landbúnaðarháskóla
Íslands) rannsaka landgæði. Þannig
hefur ástand jarðvegs um allt land
verið kortlagt og fram fara rann-
sóknir á kolefnisbindingu í íslensk-
um skógvistkerfum og í mýrum, um
skógræktarskilyrði á Íslandi, og um
félagsfræði skógræktar, svo að að-
eins örfá dæmi séu notuð. Kolefn-
isbinding er t.d. mjög mikilvæg til að
seinka gróðurhúsaáhrifum og við
þurfum að hafa þekkingu á umfangi
hennar ef Íslendingar ætla að sýna
fram á við stöndum við við skuld-
bindingar okkar í loftslagsmálum.
Ég tel að þessar rannsóknir séu
hinn skynsamlegi grundvöllur
ákvarðana um skógrækt, land-
græðslu og lokun skurða, óháð því
hvort og hvenær skógur lagðist af,
jarðvegurinn fauk burt eða mýr-
arnar voru ræstar fram, eða hvort
einhver er „sekur“. Sektarkennd
gagnvart syndum forfeðra er ekki
líkleg til að leiða til skynsamlegra
ákvarðana.
Skógrækt, sektar-
kennd og Sannleikur
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
ritar um deilu, sem sprottið
hefur í kjölfar útgáfu nýs
söguatlass, um útbreiðslu
skógar við landnám
’Við verðum að notaforsendur nútímans til
að ákveða hvar við eig-
um að „endurheimta“
mýrar eða gróður … ‘
Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson
Höfundur er prófessor við Háskólann
á Akureyri og hefur m.a. rannsakað
orðræðuna um útivist, náttúruvernd
og loftslagsbreytingar.
TENGLAR
..............................................
www.rala.is/votlendi
www.land.is
www.skogur.is, tengillinn Mógilsá
www.ismennt.is/not/ingo
ÞEKKING er lykilatriði í nú-
tímasamfélögum. Hún eykur arð-
semi og fjölbreytni fyrirtækja og
styrkir menningu og byggðaþróun.
Aukin aðsókn að háskólum og
vöxtur þekkingarfyrirtækja stað-
festir þetta. Ísland er engin und-
antekning, t.d. hefur
nemendafjöldi í Há-
skóla Íslands ríflega
tvöfaldast á árunum
1990-2004. Stjórn-
völd, atvinnulífið og
almenningur verða að
taka þessa þróun al-
varlega og nýta þau
tækifæri sem hún
gefur. Það getur
skipt sköpum um far-
sæla framtíð okkar.
Hér vil ég sér-
staklega benda á að
háskólastarf og þekk-
ingarstarfsemi þarf
að efla í dreifbýli
jafnt sem á höf-
uðborgarsvæðinu.
Háskólastarf á
landsbyggðinni
Mikill áhugi er á
uppbyggingu þekk-
ingarstarfsemi um
land allt. Mennta-
setur á landsbyggð-
inni hafa vaxið hratt
með tilheyrandi jákvæðum sam-
félagsáhrifum. Þannig hefur íbú-
um með lögheimili á Hólum í
Hjaltadal fjölgað um 55% á síð-
ustu fjórum árum, sem tengist
þróun Hólaskóla sem há-
skólastofnunar. Þessu hefur verið
líkt við að stóriðja menntunar sé
komin í Skagafjörð. Sama er uppi
á teningnum í Borgarfirði þar sem
háskólarnir á Bifröst og Hvann-
eyri blómstra. Sjálfstæð há-
skólasetur eru á Egilsstöðum og
Ísafirði og Háskóli Íslands er með
rannsóknasetur víða um land.
Fleiri dæmi mætti nefna. Litið er
á þessa þróun sem mikilvægt
byggðamál og oft er bent á já-
kvæð samfélagsleg áhrif Háskól-
ans Akureyri í því sambandi. Op-
inber umræða um háskólamenntun
og rannsóknir á landsbyggðinni er
að aukast. Í eldhúsdagsumræðum
10. maí sl. talaði Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra um mik-
ilvægi menntunar í landbúnaði.
Hann sagði að háskólamenntun
ætti að vera til staðar um allt land
og þessum málaflokki þyrfti að
sinna enn betur. Að mínu mati
verður það best gert með því að
hlúa vel að þeim menntasetrum og
stofnunum sem hafa haslað sér
völl og tryggja gott samstarf á
milli þeirra.
Þekkingarstarfsemi
er um allt land
Hátækniiðnaður og þekking-
arfyrirtæki eiga sér mikla mögu-
leika á landsbyggðinni. Aukin arð-
semi við nýtingu auðlinda landsins
mun byggjast á þekkingariðnaði
samhliða hefðbundinni frumfram-
leiðslu. Landbúnaður og sjávar-
útvegur og hvers kyns náttúrunýt-
ing eru dæmi um þetta.
Landbúnaður, í víðri merkingu
orðsins, felur í sér góð dæmi um
þekkingarstarfsemi á landsbyggð-
inni, svo sem afurðavinnslu, ný-
sköpun í kornrækt, eflingu ferða-
þjónustu eða hestamennsku svo
eitthvað sé nefnt. Aukin þekking
mun ráða úrslitum í þessum vax-
andi greinum. Mikill vöxtur og ný-
sköpun er í ferðaþjónustu á lands-
byggðinni enda er nálægðin þar
við sérstæða náttúru og menningu
Íslands mikil. Sjávarútvegur hef-
ur verið okkar aðalatvinnuvegur.
Þróun sjávarútvegs mun grund-
vallast á aukinni þekkingu við
öflun og meðhöndlun hráefnisins
en ekki auknum veiðum. Verkefni
sjávarútvegsráðuneytis sem ber
heitið „aukið verðmæti sjáv-
arfangs“ (AVS) miðar að því að
auka verðmætasköpun sjávaraf-
urða um tugi ef ekki
hundruð milljarða á
næstu árum með efl-
ingu fiskeldis og líf-
tækni. Nýlegar áætl-
anir verkefnisins
gera ráð fyrir að
aukin verðmæta-
sköpun af fiskeldi
hérlendis margfaldist
á næstu fimm árum.
Sjávarútvegsfyr-
irtæki sjá ný tæki-
færi í eflingu mennt-
unar og rannsókna
og hafa sýnt það með
myndarlegum hætti.
Til dæmist hefur
Fisk Seafood á Sauð-
árkróki nýlega lagt
Hólaskóla til mynd-
arlega aðstöðu til
rannsókna og
kennslu í fiskeldi og
fiskalíffræði.
Þróunin er hröð
og snör handtök
nauðsynleg
Þekkingarstarfsemin er að
aukast hratt um allt land, ekki
bara á höfuðborgarsvæðinu. Bylt-
ing í samgöngum og sam-
skiptatækni gerir kleift að stunda
öfluga þekkingarstarfsemi hvar
sem er; á Hvanneyri, Bifröst eða
Hólum ekki síður en í Reykjavík,
London eða Shanghai. Þekking-
arfyrirtæki og menntastofnanir
víða um heim kjósa oft að vera á
landsbyggðinni vegna samfélags-
legra gæða sem þar eru, og
vegna nálægðar við náttúruna og
þær auðlindir sem þar er að
finna. Við notum sömu rök þegar
við segjum að okkar fámenna en
auðuga land sé sælureitur fyrir
öfluga alþjóðlega atvinnu-
starfsemi. Stjórnmálamenn í öll-
um flokkum ræða sífellt meira
um mikilvægi menntunar og
þekkingar og almenn umræða og
skilningur á þessum málaflokki
fer vaxandi. Við þurfum öll að sjá
og heyra hvað er að gerast, því
breytingarnar eru örar og þær
eru að gerast núna!
Látum hendur standa
fram úr ermum
Opinber stefna verður að
tryggja uppbyggingu þekking-
arstarfsemi jafnt í dreifðum
byggðum sem á höfuðborg-
arsvæðinu. Nauðsynlegt er að
tryggja mun betur jafnan aðgang
allra landsmanna að Netinu og
svara þörf fyrir sífellt aukna
burðargetu. Efling þekking-
arstarfsemi um allt land ætti að
vera eitt af aðalverkefnum rík-
isins. Þetta þýðir í fyrsta lagi að
það þarf að stuðla markvisst að
aukinni menntun fólks, mennt-
unarstig í atvinnulífinu er ennþá
alltof lágt hérlendis. Í öðru lagi
verður að vera pólitísk samstaða
um að veita stórauknum fjár-
munum til þessa málaflokks. Með
þessu munum við ekki einungis
efla byggðir landsins heldur einn-
ig tryggja efnahagslegt og menn-
ingarlegt sjálfstæði þjóðarinnar
og skapa okkur þá virðingu sem
við viljum njóta í alþjóða-
samfélaginu.
Eflum þekk-
ingarsamfélög
um land allt
Skúli Skúlason fjallar
um menntamál
’Efling þekk-ingarstarfsemi
um allt land ætti
að vera eitt af
aðalverkefnum
ríkisins.‘
Höfundur er rektor Hólaskóla.
Skúli
Skúlason