Morgunblaðið - 11.06.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 43
MINNINGAR
Sunnudaginn 7. maí
árið 1967 var fermdur í
Patrekskirkju á Pat-
reksfirði stærsti hópur
fermingarbarna sem
fram til þess tíma hafði verið fermdur
þar í einu. Þetta var árgangur 1953,
alls um 30 börn. Þessi hópur hefur
haldið tiltölulega vel saman og hist
með nokkuð jöfnu millibili allt frá
árinu 1987 þegar hann kom fyrst
saman til að halda upp á 20 ára ferm-
ingarafmæli sitt. Síðast var komið
saman á sjómannadaginn á Patró, ár-
ið 2002, en þá voru liðin 35 ár frá
þessum atburði þegar við öll urðum
„fullorðin“. Þetta kemur allt fram í
hugann núna í dag, á 38 ára ferming-
arafmælinu okkar þegar þær fréttir
berast mér að Bára sé dáin. En hún
er sú fyrsta úr hópnum okkar stóra
til að kveðja jarðvistina og það að
morgni fermingarafmælisdagsins
okkar. Það var sem sagt akkúrat í 38
ár sem hún Bára fékk að vera full-
orðin. Ákveðinn stíll yfir því má segja
enda á ferðinni kona með stíl – alltaf
glæsileg, bæði heima og heiman.
Þannig var Bára. Jafnvel þegar hún
var orðin fársjúk, ef hún á annað borð
gat klætt sig upp á þá breyttist hún í
glæsidömu sem hreif alla í kringum
sig svo að fólk átti erfitt með að trúa
að þarna færi alvarlega veik mann-
eskja.
Hún var ekki fyrir að gera hlutina
með hálfvelgju hún Bára, heldur al-
mennilega. Hún elskaði lífið og lifði
því lifandi, alltaf að læra, með fullt
hús af börnum, vinum og ættingjum í
kringum sig ásamt lífsförunautnum,
honum Kristjáni. Með glæsibrag
tóku þau hjón á móti gestum svo að
manni fannst maður alltaf vera í stór-
veislu þótt aðeins væri um nokkurra
manna kaffiboð að ræða. Og ekki
þurfti maður að óttast leiðindi þegar
komið var í heimsókn til þeirra hjóna.
Allt var rætt milli himins og jarðar og
ekki legið á skoðunum, ekkert svo
ómerkilegt að það tæki því ekki að
ræða það.
Eftir að fjölskyldan flutti á Stokks-
eyri efldist samband mitt við Báru til
muna. Hún kenndi um tíma við sama
skóla og ég, Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi, og eftir að hún hætti
að vinna vegna veikinda sinna héld-
um við góðu sambandi sem sífellt
styrktist. Síðastliðna önn hafa heim-
sóknirnar verið reglulegar, einu sinni
í viku, því við gerðum með okkur
samning um að ég héldi áfram að
koma þótt heilsufarið væri upp og
niður. Þannig var það og þessar mið-
vikudagsheimsóknir urðu að föstum
lið í tilverunni sem oftar en ekki var
mjög gefandi. Vonandi fyrir báðar.
Það myndast því mikið tóm nú, þegar
ekki verður lengur farið í smáspjall
og kaffi í lok vinnudags á miðviku-
dögum í stóra fallega húsið við
ströndina á Stokkseyri og þess á ég
eftir að sakna.
En ég veit, Bára mín, að það var
orðið erfitt að njóta lífsins gæða, þeg-
ar þjáningarnar voru farnar að vera
nánast óslitnar eins og síðustu vik-
urnar þínar voru og það er ákveðinn
léttir að vita að þeim tíma sé nú lokið.
Erfiður tími fer nú í hönd hjá Krist-
jáni og börnunum ykkar við að aðlag-
ast nýjum aðstæðum, en mér segir þó
svo hugur að þau muni koma sterk út
úr þeim erfiðleikum að lokum og
standa keik með minningar um góða
eiginkonu og mömmu að bakhjarli.
Í „’53-árganginn“ frá Patró er nú
höggvið stórt skarð og munum við
fermingarsystkinin eflaust finna fyr-
ir því næst þegar hist verður. Dömu-
klúbburinn okkar sér líka á bak einni
af sínum alflottustu dömum og verð-
ur hennar sárt saknað þar.
BÁRA
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Bára Kristjáns-dóttir fæddist á
Patreksfirði 22. des-
ember 1953. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 7. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Selfosskirkju 24.
maí.
Með þessum orðum
vil ég kveðja Báru og
þakka henni yndisleg
kynni – um leið og við
Simmi sendum okkar
innilegustu samúðar-
kveðjur til allra að-
standenda og biðjum
þeim guðs blessunar.
Ingibjörg Ólöf.
Á lífsleiðinni hittir
maður margar mann-
eskjur sem eins og
gengur hafa misjöfn og
mismikil áhrif á mann.
Með sumum þeirra á maður stutta
viðdvöl, með öðrum lengri og myndar
góð tengsl en með enn öðrum verða
þessi tengsl að sterkum vináttubönd-
um sem ekkert fær rofið, maður eign-
ast vin. Þannig var samband mitt við
vinkonu mína Báru Kristjánsdóttur
einlæg vinátta, gagnkvæmt traust og
virðing. Það var auðvelt að laðast að
Báru, hana prýddu ótal jákvæðir eig-
inleikar. Hún var falleg manneskja
og geislaði af persónutöfrum sem
hún stráði í kringum sig. Hún var
gestgjafi og veitti okkur samferða-
fólkinu óspart af öllu því sem hún
taldi að við þyrftum á að halda, hvort
sem það var ást og umhyggja eða
góðar veitingar sem hún reiddi fram í
ófáum veislum sem hún fann tæki-
færi til að halda. Hún var fjölskyldu-
manneskja sem alltaf setti sína nán-
ustu í fyrsta sæti, umvafði þá ást og
umhyggju og skapaði þeim heimili
sem var þeim sannur griðastaður.
Hún var fagmanneskja sem leitaði
stöðugt leiða til að bæta við þekkingu
sína og færni, var varla búin með eina
námsgráðuna þegar hún fór að huga
að því hvar og hvernig hún gæti bætt
við sig. Hún vildi vera viss um að
skjólstæðingar sínir nytu þess besta
sem völ var á og ef þekkingin var ekki
til staðar hér á landi þá leitaði hún út
fyrir landsteinana eða fann lausnirn-
ar í sínum eigin þekkingarbanka.
Hún var skoðanarík og ófeimin við að
láta í ljós það sem henni brann í
brjósti og hún stóð fast á sínu.
Fyrir tæpum átta árum lét vágest-
urinn, krabbameinið, fyrst á sér bera
hjá henni. Hún ætlaði ekki að láta
það bera sig ofurliði og tók hugrökk,
jákvæð og þolgóð á móti hörðum
árásum þessa illvíga sjúkdóms. Með
Kristján og fjölskyldu sína sér við
hlið stóð hún falleg, gefandi og hik-
laus staðráðin í að berjast og sigra.
En vágesturinn var illvígari en allur
hennar kraftur og öll mannanna ráð
og hafði sigur allt of fljótt.
Ég kveð þig, kæra vinkona. Hafðu
þökk fyrir allt og allt. Minning þín
mun vera okkur öllum leiðarljós.
Salóme Þórisdóttir.
Kæra Bára. Þú varst höfðingi heim
að sækja. Alltaf vorum við krakkarn-
ir velkomin yfir til ykkar og ófáar
stundirnar liðu í litla eldhúsinu við
mat, drykk og heimspekilegar vanga-
veltur. Óhætt er að segja, að þú hafir
verið málsvari þeirra sem minna
máttu sín og óhrædd við að taka
þeirra málstað. Þetta gerðirðu, þó
svo að þín afstaða mætti mótstöðu
samferðamanna þinna. Þú varst
ávallt trú sjálfri þér og sannfæringu
þinni.
Núna ertu farin frá okkur eftir
áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm
sem að lokum hafði yfirhöndina.
Óhætt er að fullyrða, að þrátt fyrir
erfið veikindi hafi þér alltaf tekist að
vera glæsileg, glöð og kát. Eitthvað
sem okkur fullfrískum finnst oft nógu
erfitt.
Núna þegar þú ert farin, langar
okkar að þakka þér fyrir tíma sem við
fengum með þér. Að alast upp í
næsta húsi við þig hafa verið forrétt-
indi og eins ljóst og að lífið verður
ekki eins án þín, þá hefðu árin á Kópó
ekki verið þau sömu, hefði þín ekki
notið við.
Kæru Kristján, Njörður, Vala,
Arnþór, Björn og Marta, innilegar
samúðarkveðjur frá okkur.
Systkinin á Kópavogsbraut 4.
Hún var spengileg
og grönn og virtist allt-
af vera á hraðferð því
hún hálfpartinn hljóp
við fót þegar hún
hreyfði sig. Það geislaði af henni
orka, kímni og gleði. Hún hafði sterk
áhrif hvar sem hún fór. Þannig minn-
umst við systurnar Láru Sigur-
björnsdóttur.
Lára og eiginmaður hennar, Ás-
geir Einarsson dýralæknir, sem lést
fyrir nokkrum árum voru vinir for-
eldra okkar. Faðir okkar Þórarinn
Sveinsson kennari á Eiðum og Ás-
geir höfðu kynnst í gegnum íþrótt-
irnar þegar faðir okkar var við nám í
Reykjavík á mótum þriðja og fjórða
áratugarins. Þeir fóru síðan saman á
Ólympíuleikana í Berlín 1936 en Ás-
geir var einn af fararstjórunum.
Foreldrar okkar kynntust Láru þeg-
ar Ásgeir gerðist dýralæknir á Hér-
aði. Allar götur eftir það var náinn
vinskapur með fjölskyldunum.
Í áratugi heimsóttu foreldrar okk-
ar Láru og Ásgeir að Ási við Sól-
vallagötu þegar þau sóttu höfuð-
borgina heim og þær heimsóknir
voru endurgoldnar þegar Lára og
Ásgeir áttu leið austur á land. Síð-
astliðinn vetur fengum við sendar
gamlar myndir frá Áslaugu dóttur
þeirra frá heimsókn Láru og Ásgeirs
til Eiða sem teknar voru 1955 til 1956
í einni af ferðum Láru og Ásgeirs
austur.
LÁRA SIGUR-
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Kirstín Lára Sig-urbjörnsdóttir
fæddist í Ási í
Reykjavík 28. mars
1913. Hún lést á
Dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Grund
29. maí síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Dómkirkj-
unni 6. júní.
Sambandið milli fjöl-
skyldnanna styrktist
enn frekar þegar Guð-
rún Lára, elsta dóttir
þeirra Láru og Ásgeirs,
tók að sér að vera hót-
elstýra við sumarhótel
Hótel Eddu á Eiðum á
sjöunda áratug síðustu
aldar. Þá lét Lára ekki
sitt eftir liggja og kom
austur til að aðstoða
dóttur sína. Þegar Guð-
rún Lára lét af hótel-
stjórn á Eiðum tók
Lára við starfinu og var
hótelstýra á Eiðum til
margra ára.
Það gustaði af Láru í lífi hennar og
starfi. Við kynntumst vel kraftinum
sem í henni bjó þau ár sem hún var
stýrði hótelinu. Það var hugað vel að
öllu bæði innan og utan húss. Fjórar
okkar systra unnu á mismunandi
tíma á hótelinu hjá henni. Lára var
afburða góður leiðbeinandi og sýndi
hvernig leysa mætti hvert einasta
starf vel af hendi. Í því gerði hún allt-
af ýtrustu kröfur, jafnt til sjálfrar sín
sem annarra.
Jafnframt var Lára alveg afburða
skemmtileg. Það var mikið hlegið í
kringum hana því hún var alltaf mið-
punktur þegar glatt var á hjalla.
Lára hafði mjög góða frásagnargáfu
og gat gert ótrúlegustu málefni
bráðfyndin. Hún sá alltaf kómísku
hliðina á tilverunni og lýsti henni
gjarnan þannig að aðrir skellihlógu.
Þannig létti hún starfsandann svo að
allir höfðu gaman af því að vinna með
henni og fyrir hana.
Við minnumst Láru með mikilli
vinsemd og þökk fyrir margra ára-
tuga góð kynni. Það er mikil gæfa
fyrir ungar konur á leið út í lífið að fá
að njóta leiðsagnar, kynna og vináttu
við konu á borð við Láru. Við hugs-
um hlýtt til hennar um leið og við
sendum dætrum hennar, syni og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigríður, Guðrún, Anna, Ólöf og
Björg Þórarinsdætur frá Eiðum.
Við sem urðum þess aðnjótandi að
fá að búa hjá ömmu Láru í Ási viljum
minnast hennar með nokkrum orð-
um nú þegar hún hefur kvatt þennan
heim.
Þeir eru þrír dætrasynirnir sem
fengu að búa ásamt kærustum sínum
hjá ömmu sinni í Ási á síðastliðnum
árum. Með því að hýsa þessa ungu
námsmenn var amma Lára af sinni
einstöku góðvild að auðvelda barna-
börnunum fyrstu búskaparár sín.
Hún vildi svo gjarnan fá að hjálpa
fólkinu sínu og var umhugað um
námsárangur þeirra og gengi í lífinu.
Þegar við minnumst ömmu Láru
kemur upp í hugann skýr mynd af
gamalli konu sem alltaf var glöð og
broshýr. Lára sýndi öllu umhverfi
sínu áhuga. Hún var vanaföst en
hafði þó ávallt gaman af því að kynn-
ast nýjustu tísku og tækni, til að
mynda þegar henni var sýnd heima-
síða nýjasta fjölskyldumeðlimsins,
Emblu, varð hún „aldeilis andaktug“
og sló sér á lær og sagði: „Ja, hvílíkir
galdrar.“
Við erum mjög ánægð með þann
góða tíma sem við áttum í Ási með
ömmu Láru og vonum að hún hafi
vitað hversu þakklát við erum henni
fyrir allt sem hún veitti okkur; húsa-
skjólið, góðu ráðin, fataviðgerðirnar
og allar skemmtilegu sögurnar. Það
er ómetanlegt að hafa fengið að um-
gangast svo lífsreynda konu sem sá
hlutina í allt öðru ljósi en við ung-
lömbin. Við erum þakklát fyrir góð
kynni af skemmtilegri konu og það
hversu ern og hraust hún Lára var
fram á þetta ár. Sú mæta kona hverf-
ur okkur aldrei úr minni.
Með samúðarkveðjum til afkom-
enda og annarra aðstandenda Láru
Sigurbjörnsdóttur.
Lárus og Dagbjört,
Oddur og Halla, Gunnar
Geir og Guðrún Ásta.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningar-
greinar
Fyrstu kynni fjöl-
skyldunnar að Dyn-
skógum 5 af mér borg-
arbarninu, voru þegar
borgarbarnið var hald-
ið þeirri undanlegu hegðun að hoppa
út og inn um glugga á húsinu sem ég
bjó í ásamt foreldrum mínum. Ég
var þá nýflutt í litla þorpið á Egils-
stöðum og hafði þessi ellefu ár mín
búið uppi á þriðju hæð í borginni.
Þetta var því ný og kærkomin lífs-
reynsla fyrir mig.
Einn fjölskyldumeðlimurinn að
Dynskógum áræddi að rannsaka
þetta borgarbarn örlítið betur og
hefur vinátta haldist með okkur
Völlu, vinkonu minni, æ síðan.
Hún fór fljótt með mig heim til sín
til að sýna mér hundinn þeirra hann
Sám, sem var mikill gáfuhundur að
mati minnar fjölskyldu. Ég fann
fljótt hve mig langaði að eiga hlut-
deild í þessari fjölskyldu og vandi því
komur mínar til þeirra. Það var ekki
bara að ég fyndi fyrir vináttu hjá
Völlu heldur fann ég hana líka hjá
Ingu mömmu hennar.
Strax tók hún mér opnum örmum
og fljótt skynjaði ég að hún var öðru-
vísi en það fullorðna fólk sem ég
hafði kynnst, hún var ein af okkur.
Inga hafði þann einstaka eigin-
leika sem foreldri að vera í senn
sannur vinur og sá sem maður ber
virðingu fyrir. Hún gaf fá en skýr
skilaboð. Æ síðan hef ég reynt að til-
INGA MARIA
WARÉN
✝ Inga Maria War-én fæddist í
Kelviå í Austurbotni
í Finnlandi 29. októ-
ber 1922. Hún lést á
heimili sínu í Selási
13 á Egilsstöðum 17.
maí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Egilsstaða-
kirkju 28. maí.
einka mér það sjálf.
Í hverri heimsókn til
Ingu var eitthvað hleg-
ið saman. Hún gat gert
minnstu hluti svo
fyndna og skemmtilega
að við veltumst um af
hlátri og hún með okk-
ur. Hún hafði líka þann
eiginleika að geta gert
grín að sjálfri sér.
Það var alltaf gott að
koma til Ingu og fá ger-
bollurnar góðu og svo
gaman hvað hún hafði
mikinn áhuga á öðru-
vísi matargerð, enda
átti ég eftir að læra mikið af henni.
Inga var sú sem kenndi mér að
meta kirkjulega tónlist að ógleymd-
um áhuga mínum á blómum og nátt-
úru. Hún hreif mann svo með sér
þegar hún var að tala um „blåsipp-
urna“ og „hvitsippurna“ í skóginum í
Finnlandi. Þannig hreif hún okkur
vinkonurnar með sér í kirkjukórinn
rétt 17 ára gamlar, sem var mér
ómetanleg lífsreynsla og kveikti á
kórbakteríunni í mér.
Mér fannst hún stundum hafa
sjötta skilningarvitið. Sérstaklega
þegar ég rétt 12 ára komst að því hve
klár hún var í stærðfræði. Þar stökk
hún strax á pallinn sem ég var búin
að staðsetja föður minn á og þangað
komst enginn annar.
Inga var ein sú æðrulausasta
manneskja sem ég hef kynnst, heið-
arleg og traust. Hún var eins og
traustur klettur í ólguhafi, enda
reyndist hún mér vel á erfiðustu
stundum lífs míns.
Elsku Inga mín, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Guð veiti þér góða hvíld
og blessun.
Elsku Valla, Kalli, Ússa, Itta, Pelli
og fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur.
Þórunn G. Bergsdóttir.