Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásta Haraldsdótt-ir fæddist í
Reykjavík 26. október
1914. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Vest-
mannaeyja 2. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Haraldur
Jónasson frá Hliði á
Álftanesi, f. 30.6.
1888, d. 27.12. 1941 og
Ágústa Friðsteins-
dóttir úr Reykjavík, f.
13.8. 1891, d. 10.8.
1977. Haraldur og
Ágústa byggðu húsið
Garðshorn í Vest-
mannaeyjum og bjuggu þar alla tíð
síðan. Dætur þeirra voru auk Ástu:
Sigríður, f. 29.6. 1916, d. 17.2. 1993,
Guðríður, f. 2.10. 1917, d. 21.12.
1961, Ágústa, f. 14.8. 1919, d.
27.12.1989.
Ásta giftist 26. janúar 1935
Bjarna Jónssyni frá Ísafirði, f. 28.9.
er Ragnheiður Kristinsdóttir, börn
þeirra eru Anton Örn, Úlfar Örn og
Sara Rut; b) Arna Sif, sonur hennar
er Bjarni Örn Kristinsson; og c)
Bjarni Örn. 3) Ásta Birna, f. 26.1.
1945, börn hennar eru: a) Bjarni
Jón Bárðarson, kona hans er Jó-
hanna Pétursdóttir, börn þeirra
eru: Ásdís, Hulda Jenný, Egill, og
Ester. Áður átti Jóhanna soninn
Pétur Snæ Jónsson. b) Ásta Kristín
Bárðardóttir, í sambúð með Ed-
ward Hákoni Huijbens, sonur
hennar er Steinarr Ólafsson.
Ásta og Bjarni keyptu húsið
Strandberg í Vestmannaeyjum og
bjuggu þar fyrstu árin. Síðar
byggðu þau ofan á Garðshorn, hús
foreldra hennar, og áttu þar heima
fram að eldgosinu 1973, en þá eyði-
lagðist hús þeirra. Seinustu árin
bjuggu þau að Foldahrauni 40.
Ásta starfaði lengi, sem ung stúlka
og fyrstu hjúskaparár sín, hjá
Kaupfélagi Verkamanna. Nokkur
ár vann hún hjá Fiskiðjunni í Vest-
mannaeyjum við almenn fisk-
vinnslustörf.
Útför Ástu fer fram frá Landa-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
1911, d. 9.6. 1987.
Foreldrar Bjarna
voru Jón Finnbogi
Bjarnason frá Ár-
múla, f. 28.2. 1886, d.
9.6. 1952 og Margrét
María Pálsdóttir frá
Eyri við Ísafjörð, f.
16.9. 1884, d. 6.4.
1922. Börn þeirra
Ástu og Bjarna eru: 1)
Magnús, f. 5.7. 1934,
maki Unnur Gígja
Baldvinsdóttir, f.
22.3. 1933. Börn
þeirra eru: a) Snjó-
laug Ásta sem lést
ung; b) Margrét Lilja, sonur henn-
ar er Baldvin Búi Wernersson; og
c) Bjarni Ólafur, börn hans eru
Magnús Ellert, Gígja Sunneva og
Snjólaug Hildur. 2) Ágústa Björk,
f. 2.2. 1939, maki Anton Örn
Kærnested, f. 16.6. 1940. Börn
þeirra eru: a) Gísli Örn, kona hans
Í dag verður tengdamóðir mín
Ásta Haraldsdóttir borin til grafar
frá Landakirkju í Vestmannaeyjum.
Ásta var fædd í Reykjavík en flutti
ung með foreldrum sínum til Vest-
mannaeyja og bjó þar alla sína tíð eða
hátt í 90 ár. Hún unni Eyjum af heil-
um hug og voru Eyjarnar í hennar
huga miðdepill alheimsins, og heims-
sýn hennar var út frá þessum stað.
Ég kynntist Ástu fyrst þegar eldri
dóttir hennar Ágústa Björk kom með
mig til Eyja sem tilvonandi lífsföru-
naut fyrir rúmum 40 árum síðan, og
kynnti sveininn fyrir sinni fjölskyldu.
Þau hjónin Bjarni og Ásta voru þá í
blóma lífsins rétt undir fimmtugu, og
komu mér þannig fyrir sjónir að
Bjarni var mikill hæglætismaður, vel
lesinn og hugsaði margt og spáði
mikið í náttúru Íslands og var fjöl-
fróður um hana. Ásta var aftur á móti
mun opnari og hafði skoðanir á öllu
og fóru okkar skoðanir ekki alltaf
saman í fyrstu. Ég ungur sjálfstæð-
ismaður sem vissi allt og kunni allt
kom þarna inn á heimili sem var
byggt upp á öðrum grunni pólitískt
séð, enda hafði þessi kynslóð sem hún
tilheyrði kynnst af eigin raun at-
vinnuleysi og misskiptingu lífsins
gæða, og ekki var mulið undir þau
tengdaforeldra mína frekar en aðra
landsmenn á þessum erfiðu tímum í
atvinnusögu þjóðarinnar.
Þessum mismun held ég að ég lýsi
best með að vitna í þegar dóttir okk-
ar, Arna Sif, þá kornung, kom til afa
síns og sagði „hérna er Mogginn þinn
afi minn,“ um leið og hún rétti honum
Þjóðviljann. Ásta varð fyrir þeirri
lífsreynslu að veikjast á besta aldri
rétt fyrir fimmtugt af mjög kvala-
fullri liðagigt sem svipti hana iðulega
góðri næturhvíld, og marga nóttina
sat hún uppi vegna kvala. Til marks
um skapfestu hennar má geta þess að
einmitt þegar liðagigtin var að fara
hvað verst með hana þá tók hún eina
andvökunóttina þá ákvörðun að
hætta að reykja, og kvaddi þar með
einn „besta vin sinn,“ sem oft stytti
henni stundirnar þá hún kvaldist
mest. Undir lokin hafði þessi sjúk-
dómur farið svo illa með hana að
hendur hennar voru mikið bæklaðar,
en samt var barist áfram og haldið
heimili, þótt kraftar og heilsa væru
þannig að hún hefði í raun átt að hafa
stöðuga þjónustu, en þetta var henn-
ar ákvörðun og þeir sem til þekktu
vissu hvað það þýddi, þessu yrði ekki
breytt. Síðustu árin naut hún mikillar
umhyggju frá þeim Unni Gígju og
Magnúsi syni sínum, sem daglega leit
til með henni, auk frábærrar þjón-
ustu frá Heimahjúkrun og Vest-
mannaeyjabæ með heimsendingu
matar og aðstoð við þrif og annað.
Tengdaforeldrar mínir urðu eins
og aðrir Vestmannaeyingar að ganga
í gegnum hörmungar gossins árið
1973 og þá eyðilagðist heimili þeirra
að Garðshorni. Í gosinu dvöldust þau
hjónin hjá okkur Ágústu um tíma og
fór vel á með okkur í því sambýli, en
Bjarni var óþolinmóður að komast
sem fyrst til Eyja og var raunar með
síðustu mönnum sem yfirgáfu eyjuna
og með fyrstu mönnum sem snéru til
baka. Ásta hefði getað hugsað sér að
dvelja áfram í ágætu húsi sem þau
fengu síðla árs 1973 í Keflavík, en
fylgdi síðan Bjarna aftur út í Eyjar
og þá voru þau rétt komin á sjötugs-
aldurinn er þau hófu byggingu nýs
heimilis að Foldahrauni 40 en þar bjó
Ásta til síðasta dags. Eins og áður
sagði var Ásta meiningarföst og stóð
á sínu og lét hlut sinn hvergi ef svo
bar undir, og ekki þýddi að deila við
hana um ártöl og aðrar dagsetningar,
því minni hennar var ótrúlega gott og
hélst alveg fram undir það síðasta.
Ásta fylgdist vel með gangi heims-
mála jafnt sem innlendra mála, og
naut þar sjónvarps og útvarps, þó
nær eingöngu útvarpsins síðustu ár-
in, en sjón hennar dapraðist með ár-
unum. Ekki leist henni nú betur á
heimsmálin en svo að hún var aldrei
róleg ef börn hennar eða barnabörn
voru um lengri eða skemmri tíma er-
lendis, og var þeirri stundu fegnust
er hún hafði sitt fólk hér heima, en
ekki á einhverju flakki út um allan
heim.
Þegar tengdafaðir minn veiktist al-
varlega tók Ásta ekki í mál annað en
að annast hann heima allt fram á síð-
asta dag, þó í raun hefði hún þá þurft
á hjálp að halda við eðlileg heimilis-
störf, og sýndi þá sem endranær úr
hverju hún var byggð, og lét sem
Heimaklettur ekki á sjá þótt brimið
berði stöðugt á. Ég kveð hér með
tengdamóður mína með þökk fyrir
þær ánægjulegu samverustundir
sem við áttum saman og hafðu þökk
fyrir yfir 40 ára samfylgd.
Anton Örn Kærnested.
Elsku amma. Ég ligg á svefnsóf-
anum í litla herberginu og horfi á
skútuna sem afi gerði. Sólin skín í
gegnum gluggatjöldin sem sveiflast í
vindinum og gefa herberginu rauð-
leitan blæ. Íbúðin ilmar af matarlykt
og rostungstönnin í bókahillunni er á
sínum stað. Útvarpið er á fullum
styrk og þulurinn les upp veðurfrétt-
ir. Samt næ ég að heyra í fólkinu sem
gengur fram hjá íbúðinni þinni og
opnar hurðina frammi. Krókurinn
sem á alltaf að vera á þegar farið er
að sofa skellur í hurðinni þegar hún
lokast. Ég heyri að þú ruggar þér í
ruggustólnum, kallar á mig, og segir
mér að ég verði að passa mig á hinu
og þessu. Hætturnar leynast allstað-
ar. Ég játa því og lofa að fara eins
varlega og ég get.
Það skrítna er að ég get ekki greint
á milli hvort þetta var fyrir tveimur
árum eða fyrir tuttugu árum. Tíminn
í íbúðinni þinni stóð í stað. Það var
alltaf eins að koma í heimsókn. Sama
vinalega tilfinningin. Þó svo að afi
hafi dáið fyrir nokkuð löngu síðan að
þá fann ég alltaf fyrir návist hans hjá
þér. Það verður skrítið að koma næst
til Eyja og gista ekki í Foldarhraun-
inu.
Síðustu daga er ég búinn að vera í
huganum hjá þér í Eyjum. Það eru
ótal minningar sem koma upp. Ég er
búinn að vera sorgmæddur en á sama
tíma glaður því minningarnar eru all-
ar góðar. Þegar ég var lítill þá þótti
mér ógurlega mikið til þess koma að
fá að fara til Eyja að heimsækja þig
og afa. Ég sem algjört borgarbarn
naut þess að fá að sjá sjóinn, bátana
og alla fuglana. Þú og afi dekruðuð
líka við mig því við hittumst ekki oft.
Þeir voru ófáir tíkallarnir og brjóst-
sykrarnir sem þið stunguð að mér.
Elsku amma. Það er komið að því
að kveðja. Það er erfitt en mig langar
að þakka þér fyrir allt. Þó að ég sé
langt í burtu þegar þú ert jarðsungin
þá er ég í huganum hjá þér og fjöl-
skyldunni. Þú varst góð amma, fyrir
það er ég þér þakklátur. Takk fyrir
allt.
Bjarni Örn Kærnested, Japan.
Í dag kveð ég kæra móðursystur
mína Ástu Haraldsdóttur. Ásta fædd-
ist í Reykjavík 26. október 1914 og
var elsta barn foreldra sinna þeirra
Ágústu Friðsteinsdóttur og Haraldar
Jónassonar fiskmatsmanns. Tveggja
ára gömul flutti hún með foreldrum
sínum til Vestmannaeyja. Á þeim
tíma var mikill uppgangur í atvinnu-
lífinu í Eyjum og eflaust freistandi
fyrir ungt fólk að setjast hér að.
Foreldrar Ástu byggðu sér húsið
Garðshorn að Heimagötu 40 þar sem
Ásta ólst upp ásamt systrunum Sig-
ríði móður minni, Guðríði og Ágústu
sem var þeirra yngst. Voru þær syst-
ur ávallt kenndar við Garðshorn. Á
þessum árum var lífsbaráttan hörð
og hafa systurnar því örugglega þurft
að taka til hendinni og leggja til heim-
ilisins. Ekki var um langa skólagöngu
að ræða enda tíðkaðist ekki að stúlk-
ur gengu menntaveginn. Það voru
forréttindi á þeim tíma. En í Garðs-
horni í þessu litla húsi ríkti ávallt
glaðværð og kátína, þar var dansað,
sungið og spilað á gamla orgelið en
amma og systurnar voru mjög söng-
elskar.
Ásta giftist eiginmanni sínum,
Bjarna Jónssyni, árið 1935, miklum
sæmdarmanni. Þau eignuðust þrjú
börn, þau Magnús, Ágústu Björk og
Ástu Birnu. Bjarni og Ásta byggðu
ofan á hús foreldra Ástu og bjuggu
þar fram að Vestmannaeyjaeldgosinu
1973 en þá bjuggu þau í rúmt ár í
Keflavík. Síðar áttu þau heimili að
Foldahrauni 40.
Þegar faðir Ástu lést árið 1941 að-
eins 53 ára að aldri kom það í hlut
þeirra Ástu og Bjarna að líta til með
móður hennar og gerðu það með mik-
illi sæmd. Ég veit að stelpurnar voru
þakklátar fyrir það. Bjarni lést 9. júní
1987 eftir erfið veikindi. Ásta hjúkr-
aði honum af alúð og ósérhlífni en þá
sýndi það sig best hve sterk og kjark-
mikil kona hún var.
Mínar fyrstu bernskuminningar
eru frá Garðshorni en ég ólst upp hjá
afa og ömmu til fimm ára aldurs. Ég,
Magnús og Ágústa höfum örugglega
notið þess að vera elstu barnabörnin.
Á síðkvöldum kenndi Bjarni okkur að
spila svarta-Pétur og marías eða
sagði okkur sögur og Ásta gæddi
okkur á mjólk og kleinum. Eftir að ég
eignaðist mína fjölskyldu var oftar en
ekki komið við í Garðshorni hjá
ömmu þegar farið var í bæinn og var
sjálfsagt að koma til „ömmu uppi á
lofti“ eins og börnin mín kölluðu
hana. Þá fengu litlir munnar eitthvert
góðgæti. Ásta var guðmóðir yngsta
sonar míns Victors og passaði hann
stundum.
Það var mikil samstaða og sam-
heldni á milli systranna og fylgdust
þær vel með börnum hver annarra og
studdu hver aðra ef svo bar undir.
Móðir mín og Ásta urðu enn nánari
eftir að tvær yngri systurnar létust
og voru þær í daglegu sambandi við
hvor aðra. Það var mikið áfall fyrir
Ástu þegar móðir mín lést, nú var
hún ein eftir. Á milli okkar skapaðist
einlæg og djúp vinátta og veittum við
hvor annarri styrk þegar móðir mín
lést. Þá var gott að eiga Ástu að. Ég
minnist Ástu á níræðisafmælinu
hennar hve glöð hún var að hafa stór-
fjölskylduna hjá sér, það var henni
mikil ánægja. Þó hún væri orðin blind
þá þekkti hún raddirnar og minni
hennar var óbilandi til síðasta dags.
Nú eru þær horfnar af þessari
jarðvist systurnar í Garðshorni. Mér
fannst stundum ég vera ein af þeim.
Ég stend í þakkarskuld við þær. Það
var svo margt sem þær kenndu mér.
Ég vil þakka þeim samfylgdina, þá
ást og umhyggju sem þær veittu mér
og fjölskyldu minni. Ég trúi því að nú
séu þær allar saman. Ég sé þær fyrir
mér ungar og kátar, dansandi og
syngjandi á grænum grundum þar
sem allt er fagurt og bjart. Ég kveð
Ástu móðursystur mína með þökk
fyrir allt með orðum ritningarinnar:
Varðveit mig Guð, því hjá þér leita ég
hælis.
Ég og fjölskylda mín vottum fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Ágústa Guðmundsdóttir.
Okkur mæðgurnar langar í fáum
orðum að minnast móðursystur og
frænku okkar Ástu frá Garðshorni.
Ásta var elst af fjórum systrum en
Gógó mamma og amma yngst. Ásta í
Gass eins og við nefnum hana í dag-
legu tali var ein af glæsidömu síns
tíma og eftir henni tekið á götum
bæjarins. Hún var næstum daglega
gestur á æskuheimili okkar systkin-
anna á Hásteinsvegi 9. Eru margar
góðar minningar frá þeim tíma. Á
þessum tíma voru húsmæður yfirleitt
heimavinnandi og hittust yfir kaffi-
bolla, bar þá margt skemmtilegt á
góma. Oft var hlegið dátt og talað
hátt og má segja að við systkinin höf-
um nýtt öll skynfæri. Eyrun sperrt
og við opinmynnt, ekki mátti missa af
neinu. Ásta kunni þá kúnst að segja
skemmtilega og líflega frá. Já, þær
mamma, Ásta og Lóa á Kiðó kunnu
svo sannarlega að gleyma daglegu
amstri og hafa gaman af lífinu. Eftir
að amma Gógó féll frá tók Ásta við
hennar hlutverki að hluta og fór að
senda börnum Ágústu jólagjafir.
Ágústa á notalegar minningar er hún
fór sem lítil stúlka með ömmu sinni í
heimsókn til Ástu fyrst í Garðshorn
svo í Foldahraun eftir gos.
Viljum við mæðgurnar þakka
henni samfylgdina.
Brynja Traustadóttir og
Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir.
ÁSTA
HARALDSDÓTTIR
Fallinn er frá einn
mesti snillingur, hann
afi minn Magnús Niku-
lásson, bifvélameistari.
Ég man eftir því þegar
ég var að koma úr
bekkjarpartíi í Lauganeshverfinu og
ég fékk að gista hjá ykkur ömmu, og
ykkur fannst strigaskórnir mínir
vera frekar vel upp eyddir. Viti
menn, daginn eftir fóruð þið með
mig í Miklagarð og keyptuð nýja skó
MAGNÚS
NIKULÁSSON
✝ Magnús Nikulás-son fæddist í
Reykjavík 20. júlí
1923. Hann lést í
Landspítalanum við
Hringbraut 25. maí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 2.
júní.
handa mér. Þegar ég
var 14 ára fékk ég
vinnu í Vegagerðinni.
Þar varst þú verkstjóri
yfir bíla- og véladeild-
inni í Borgartúni og
hafðir unnið þar í rúm
40 ár. Þar var allt í röð
og reglu og vel hugsað
um hlutina eins og þú
varst þekktur fyrir. Þú
hugsaðir vel um bílana
þína, þar á meðal Saab-
inn. Ég man að þú
keyrðir á honum með
plöstin á sætunum í
mörg ár. Bíllinn var
eins og nýr þegar þú seldir hann.
Þegar við vorum að keyra upp í bú-
stað í vetur að ganga frá þá sagðir
þú mér frá því þegar þú seldir Sub-
arúinn að það hefði maður keypt
hann úr Borgarfirðinum og þegar
hann spurði bílasalann hver ætti bíl-
inn og bílasalinn hefði sagt að það
væri Magnús Nikulásson þá sagði
hann strax:„Ég kaupi bílinn,“ því
hann hefði keypt Tánusinn sem þú
áttir og hann vissi að þarna var
hægt að treysta á að hlutirnir væru í
lagi.
Þú sagðir mér frá því þegar þú
varst að fara með vélar út á land í
gamla daga að gera við þær og í eitt
skipti þegar þú fórst á Vestfirðina
þá þurftir þú að gista og þér var
boðin gisting hjá eldri hjónum og
þar fékkstu eina bestu súpu sem þú
hafðir smakkað. Síðan komst þú í
bæinn og sagðir verkstjóranum þín-
um að borga þessum hjónum aðeins
meira en venjulega fyrir gistinguna
vegna þess hversu súpan hefði verið
góð en hann tók nú ekki vel í það. Þá
hafðir þú sagt að þú myndir bara
borga það sjálfur.
Ég gæti skrifað hér endalaust um
þig, afi minn, en ég læt þetta duga.
Elsku amma, mamma, Guðrún, Þóra
og Ninni, ég bið Guð að styrkja ykk-
ur í þessum mikla missi.
Magnús Guðnason.
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR