Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 49
Kennsla
Sumarnámskeið
í dönsku talmáli
ætlað 9-10 ára börnum, verður í Norræna
húsinu 20.-23. júní nk.
Gert er ráð fyrir tveimur hópum.
A) Kl. 9:00-12:00 og B) kl. 13:00-16:00.
Kennarar: Lisa María Kristjánsdóttir, B.ed.
og Casper Vilhelmsen, B.ed.
Námskeiðsgjald kr. 5.000.
Skráning í Norræna húsinu hjá Ingibjörgu
Björnsdóttur, s. 551 7030 eða í tölvupósti
agni@nordice.is
www.nordice.is
Styrkir
Tungumálakennarar
athugið!
Evrópumerkið/European Label árið 2005
Evrópumerkið er viðurkenning framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins og menntamála-
ráðuneytisins fyrir nýbreytniverkefni í
tungumálanámi og tungumálakennslu.
Að jafnaði hlýtur eitt íslenskt verkefni Evrópu-
merkið á ári hverju og er ráðgert að viðurkenn-
ingin verði í ár veitt á Evrópskum tungumála-
degi 26. september nk.
Umsóknarfrestur um Evrópumerkið árið 2005
er til 30. júní nk. Umsóknir berist Alþjóðaskrif-
stofu háskólastigsins á sérstökum eyðublöðum
sem finna má á eftirfarandi slóðum:
http://www.mrn.stjr.is/mrn/mrn.nsf/pages/
althjodlegt. www.ask.hi.is
Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um
Evrópumerkið. Einnig má nálgast umsóknar-
eyðublöð á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins
og í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins.
Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið eftirfar-
andi forgangssvið á árinu 2005:
1. Kennsla erlendra tungumála fyrir unga
nemendur (Early language learning)
2. Námsgreinabundin tungumálakennsla
(Content and language integrated learning,
CLIL).
Forgangssviðin eru ekki bindandi
Nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Zoega
á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, sími 525
5813. Netfang: rz@hi.is. www.ask.hi.is
Bandalag kvenna
í Reykjavík
Námsstyrkir
Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir til um-
sóknar styrki úr Starfsmenntunarsjóði ungra
kvenna fyrir skólaárið 2005-2006.
Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við
bakið á ungum konum í Reykjavík til að leita
sér aukinnar menntunar. Einstæðar mæður,
sem ekki eiga kost á námsláni, hafa forgang.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöð-
um, sem afhent verða á skrifstofu Bandalags
kvenna í Reykjavík á Hallveigarstöðum milli
kl. 16.00 og 18.00 dagana 20. til 24. júní.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. júlí 2005 til
Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101
Reykjavík, merktar: „Námsstyrkir“.
Félagslíf
12.6. Tröllakirkja. Brottför frá
BSÍ kl. 08:00. Fararstj. Tómas
Þröstur Rögnvaldsson. V. 3.500/
4.100 kr.
16.-19.6. Núpsstaðarskógar.
Brottför frá skrifstofu Útivistar á
eigin bílum kl. 18:00. Fararstj.
Jósef Hólmjárn. V. 12.900/
14.800 kr.
17.6. Föstudagur. Leggja-
brjótur. Brottför frá BSÍ kl.
10:30. Fararstj. Tómas Þröstur
Rögnvaldsson. V. 2.900/3.400 kr.
24.-26.6. Jónsmessunætur-
ganga Útivistar
Verð í tjaldi 11.900/13.500 kr. í
skála 13.300/15.200kr.
www.utivist.is
Raðauglýsingar 569 1100
Raðauglýsingar
sími 569 1100
ÞAÐ var árið 1979 að fyrsta Ís-
landsmótið í skólaskák var haldið og
varð Jóhann nokkur Hjartarson þá
hlutskarpastur í eldri flokki en Hall-
dór Grétar Einarsson í þeim yngri.
Frá upphafi hefur fyrirkomulag
keppninnar verið þannig að landinu
er skipt í átta kjördæmi og úr hverju
þeirra vinna grunnskólanemendur
sér rétt til að taka þátt í landsmótinu.
Eldri flokkinn skipa nemendur sem
eru í 8.-10. bekk en í þeim yngri geta
nemendur sem eru í 1.-7. bekk tekið
þátt. Skáksamband Íslands hefur yf-
irumsjón með keppninni en sú hefð
hefur skapast að kjördæmin skiptast
á að halda mótið. Í ár var komið að
Vesturlandi að gera það og féll verk-
efnið í skaut Skákdeildar UMSB.
Keppnin fór fram í Varmalandsskóla
í Borgarfirði og tóku alls 24 ung-
menni þátt, tólf í hvorum flokki. Í
eldri flokki var Kópavogsbúinn Atli
Freyr Kristjánsson (1.680) alltaf í
forystuhlutverkinu enda vann hann
fyrstu tíu skákirnar sem hann tefldi
og hafði tryggt sér sigurinn fyrir
lokaumferðina. Þá mætti hann Ingv-
ari Ásbjörnssyni (1.565) sem hafði
ekki tapað skák á mótinu en gert
fjögur jafntefli. Ingvar tryggði sér
annað sætið og jafntefliskóngstitil-
inn á mótinu þegar hann og Atli
skiptu vinningnum á milli sín. Loka-
staða flokksins varð þessi:
1. Atli Freyr Kristjánsson (Helli) 10½ vinn-
ingur af 11 mögulegum
2. Ingvar Ásbjörnsson (Fjölni) 8½ v.
3.-4. Ólafur Evert Úlfsson (SA) og Helgi
Brynjarsson (Helli) 8 v.
5.-6. Sverrir Þorgeirsson (Haukar) og Bjarni
Jens Kristinsson (Tafld. Austurlands) 6½ v.
7. Einar Sigurðsson (TR) 5½ v.
8. Gylfi Davíðsson (Hellir) 4½ v.
9. Arnar Páll Gunnlaugss. (Taflf. Selfoss) 3 v.
10. Tinna Kristín Finnbogad. (UMSB) 2½ v.
11. Davíð Arnarsson (SA) 2 v.
12. Ólafur Ólafsson (SA) ½ v.
Líkt og Atli Freyr vann Hjörvar
Steinn Grétarsson (1.580) í yngri
flokknum hvern andstæðinginn á
fætur öðrum og hafði
fullt hús vinninga að
tíu umferðum loknum.
Svanberg Már Páls-
son (1.705) fylgdi
Hjörvari hinsvegar
eins og skugginn og
hafði fyrir lokaum-
ferðina 9½ vinning.
Þeir tefldu því hreina
úrslitaskák um sigur-
inn á mótinu. Eins og í
öðrum skákum sínum
tefldi Hjörvar hratt
og eftir um 20 leiki átti
hann 40 mínútur eftir
en Svanberg aðeins
þrjár. Staða Svan-
bergs var þó að mati
áhorfenda talin betri og átti hann
þess kost að fara í endatafl peði yfir.
Hann kaus hinsvegar að fórna manni
fyrir sókn en hún stóðst ekki og
Hjörvar innbyrti í framhaldinu vinn-
inginn. Það var glæsilegt hjá Hjörv-
ari að vinna flokkinn með fullu húsi
og virðist hann í mikilli framför um
þessar mundir. Lokastaða flokksins
varð annars þessi:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson (Helli) 11 vinn-
ingar af 11 mögulegum
2. Svanberg Már Pálsson (TG) 9½ v.
3. Hörður Aron Hauksson (Fjölni) 8½ v.
4. Hallgerður H. Þorsteinsd. (Helli) 7½ v.
5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (Helli) 6½ v.
6.-7. Jóhann Óli Eiðsson (UMSB) og Aron
Ellert Þorsteinsson (TR) 6 v.
8. Alexander Arnar Þórisson (SA) 5 v.
9. Ingimar Jóhannsson (Taflf. Austurlands)
3 v.
10. Mikael Jóhann Karlsson (SA) 2 v.
11. Anton Vignir Guðjónsson (Taflf. Selfoss)
1 v.
12. Auður Eiðsdóttir (UMSB) 0 v.
Í mótslok afhenti forseti Skák-
sambandsins, Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir, verðlaun en sigurvegar-
arnir hlutu forláta riddara í
sigurlaun og úttekt í Pennanum.
Fjórir af sjö verðlaunahöfum komu
frá Reykjavík en Garðabær, Kópa-
vogur og Akureyri áttu sinn hvern
verðlaunahafann. Eins og venja er
fengu allir keppendur viðurkenning-
arskjöl og að verðlaunaafhendingu
lokinni buðu heimamenn öllum upp á
grill úti í skógi. Skákstjórar á þessu
skemmtilega móti voru landsmóts-
stjórinn, Haraldur Baldursson, Gylfi
Þórhallsson og Páll Sigurðsson.
Jafnt í atskákeinvígi
Adams og Leko
Dagana 2.-5. júní fór fram 8 skáka
einvígi milli tveggja af fremstu skák-
manna heims, Englendingsins Mich-
ael Adams (2.737) og Ungverjans
Peter Leko (2.763). Einvígið var
haldið í borginni Miskolc sem er í
austurhluta Ungverjalands. Hvor
keppandi fékk 25 mínútur í umhugs-
unartíma ásamt 5 sekúndna viðbót-
artíma fyrir hvern leik. Tefldar voru
tvær skákir á dag og hófst fyrsta
skák einvígisins rólega. Eins og oft
áður saumaði Adams hægt og síg-
andi að andstæðingnum sem greip
síðan til þess örþrifaráðs að fórna
manni. Adams, sem hafði hvítt, tefldi
ekki öruggustu leiðina til vinnings í
framhaldinu og þegar hann hafði
leikið sínum 45. leik kom eftirfarandi
staða upp:
Staðan er að öllum líkindum unnin
á hvítt en til þess þarf að ganga langa
leið. Leko stytti hana umtalsvert
með því að leika 45... Ke8?? sem var
svarað með 46. Dd8#. Óvenjuleg
mistök hjá hinum frábæra varnar-
skákmanni og til að bæta gráu ofan á
svart þurfti hann í næstu viðureign
að leggja niður vopnin eftir 25 leiki
með hvítu. Enn seig á ógæfuhliðina
hjá honum þegar Adams vann einnig
þriðju skákina. Fjórða skákin mark-
aði hinsvegar batnandi tíð en þá vann
Leko lærdómsríkan sigur í spænska
leiknum. Adams tefldi fimmtu skák-
ina passíft og Leko tókst að svíða
hann í drottningarendatafli. Staðan
hafði því breyst úr 3-0 fyrir Adams í
3-2 og í næstu skák þjarmaði Leko að
Adams allt frá upphafi skákarinnar.
Þegar Leko, með hvítt, hafði leikið
sinn 29. leik, var hann kominn peði
yfir í eftirfarandi stöðu:
Sjá stöðumynd
Taflið er hartnær tapað á svart
þar sem eftir 29...Rxe4?? 30. Bxe4
Dxe4 mátar hvítur eftir 31. Dd8+!. Í
atskák er hinsvegar alltaf hægt að
berjast og hefði leikur eins 29...Da7
boðið upp á slíkt þar sem 30. Dd8
yrði þá svarað með 30...Re8. Adams
lék hinsvegar 29... g6? og eftir 30. f5!
Rxe4 31. Bxe4 Dxe4 32. Rg4! gafst
hann upp þar sem hann tapar óum-
flýjanlega manni eða drottningu.
Þetta þýddi að fyrir lokadaginn þar
sem síðustu tvær skákirnar voru
tefldar var staða einvígisins orðin
jöfn. Þær skákir enduðu báðar með
bræðrabyltu og einvíginu lauk því
með jafntefli, hvor keppandi fékk
fjóra vinninga.
Snorri sigrar með fullu húsi í
Bikarsyrpu Eddu útgáfu
Bikarsyrpa Eddu útgáfu og Tafl-
félagsins Hellis er í fullum gangi en á
þriggja vikna fresti er mót haldið í
syrpunni á skákþjóninum ICC á
Netinu. FIDE-meistarinn Snorri G.
Bergsson vann mót í syrpunni sem
haldið var 5. júní sl. og tókst það sem
engum hefur tekist um langa hríð, að
vinna mótið með fullu húsi. Annar
varð Magnús Örn Úlfarsson en hann
er jafnframt efstur í syrpunni með
14½ vinning en á hæla hans þar kem-
ur Arnar Þorsteinsson sem hefur 13
vinninga. Arnar lenti í þriðja sæti á
mótinu en alls voru keppendurnir 31.
Nánari upplýsingar um lokastöðu
mótsins er að finna á vefsíðunni
www.skak.is. Næsta mót er fyrir-
hugað 26. júní en syrpunni lýkur
hinn 20. nóvember þegar Íslands-
mótið í netskák fer fram.
Atli Freyr
Kristjánsson
Hjörvar Steinn
Grétarsson
SKÁK
Varmalandsskóli í Borgarfirði
LANDSMÓTIÐ Í SKÓLASKÁK 2005
3.-5. júní 2005
daggi@internet.is
Atli og Hjörvar Íslands-
meistarar í skólaskák
HELGI ÁSS GRÉTARSSON