Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 57
MENNING
Á sama tíma fluttist ýmis fagleg þjónusta, s.s. leikskólaráðgjöf, kennsluráð-
gjöf, sálfræðileg þjónusta og innritun í leikskóla yfir á þjónustumiðstöðvar í
hverfum sem eru staðsettar í:
Vesturbæ: Vesturgarði, Hjarðarhaga 45-47
Laugardal/Háaleiti: Síðumúla 39
Breiðholti: Álfabakka 12
Árbæ/Grafarholti: Bæjarhálsi 1
Miðborg/Hlíðum: Skúlagötu 21
Grafarvogi/Kjalarnesi: Miðgarði, Langarima 21
Póstfang Menntasviðs: Fríkirkjuvegur 1 101 Reykjavík Sími: 411 7000 www.grunnskolar.is www.leikskolar.is
Skrifstofa Menntasviðs er að Fríkirkjuvegi 1 (Miðbæjarskólanum).
Þar eru:
Þann 1. júní 2005 tók nýtt Menntasvið Reykjavíkurborgar við af Leikskólum Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
Fagskrifstofur leik- og grunnskóla
Fjármálastjórnun, bókhalds- og launaþjónusta leik- og grunnskóla og
innheimta leikskólagjalda
Starfsmannaþjónusta leik- og grunnskóla
Upplýsingatækniþjónusta leik- og grunnskóla
Skrifstofa sviðsstjóra (afgreiðsla, upplýsingadeild og gagnadeild)
Menntasvið Reykjavíkurborgar!
A
u
g
lý
si
n
g
as
to
fa
G
u
ð
rú
n
ar
Ö
n
n
u
V e l k o m i n á
Sverrir Guðjónsson kontraten-órsöngvari hélt í gær ásamtfélögum sínum í sönghópnum
Voces Thules og Gunnlaugi Briem
slagverksleikara til Noregs, þar
sem þeir syngja á styrktartón-
leikum í nafni Nelsons Mandela á
morgun. Í sumar bíða Sverris fleiri
spennandi og óvenjuleg verkefni.
„Mig langar að byrja á því að
segja þér frá óperunni Fjórða söng
Guðrúnar eftir Hauk Tómasson,
sem hlaut Tónlistarverðlaun Norð-
urlandaráðs í fyrra. Ég söng í frum-
uppfærslu hennar í skipakví í Kaup-
mannahöfn á sínum tíma, ásamt
tónlistarfólki víðs vegar að. Það
stóð til að flytja hana víðar, þar sem
hægt yrði að komast í þetta risaum-
hverfi utandyra sem óperan krefst.
Rotterdam vildi setja verkið upp og
Edinborg, en verkið er dýrt í upp-
setningu og það varð ekki af þess-
um uppfærslum. Nú höfum við hins
vegar fengið boð frá Bostad í suður-
Svíþjóð um að flytja verkið í tón-
leikaformi á hátíð í sumar. Ég var
eini íslenski söngvarinn í frumupp-
færslunni, en nú hafa bæst við þær
Ingibjörg Guðjónsdóttir og Ásgerð-
ur Júníusdóttir, og Ágúst Ágústs-
son sem syngur hlutverk Atla
Húnakonungs.“
Sverrir segir afar ánægjulegt að
Haukur skyldi hafa fengið tónlist-
arverðlaunin og gaman að fá tæki-
færi til að flytja verkið á ný. „Hauk-
ur á þetta svo sannarlega skilið, –
mér finnst hann gífurlega flinkur
tónhöfundur. Mér fannst erfitt að
læra tónlistina á sínum tíma, og það
er ekkert auðveldara núna,“ segir
Sverrir og hlær. „Ég hélt ég myndi
þetta svo rosalega vel, af því við
urðum að sjálfsögðu að læra þetta
utanbókar á sínum tíma, en minnið
kemur manni á óvart. Það er ekki
nóg að syngja músíkina af blaðinu,
– þetta sest betur í mann þegar
maður fer að finna betur fyrir
stemmningunni í kringum þetta.“
Sverrir hefur nýlokið við að taka
upp plötu sem hann kallar Hel-
söngva. „Það er músík sem ég hef
að hluta til frumflutt. Þráðurinn í
gegnum verkin er svefninn, sem
tákn dauðans. Ég gróf upp plötur
sem ég söng inn á sem barn og valdi
eina vögguvísu sem rammar verkið
inn. Það er söngur sakleysisins. Ég
er búinn að taka allt upp, og á end-
anum þurfti ég að stroka út það sem
mér fannst ekki alveg styðja við
þráðinn, og það fannst mér gott.
Platan verður heilsteyptari fyrir
vikið.“ Meðal verkanna eru Rökk-
ursöngvar eftir Óliver Kentish,
Bæn eftir Áskel Másson og söngvar
eftir Jón Leifs. „Ég valdi söngva
sem Jón samdi í tengslum við Sögu-
sinfóníuna. Ég fann líka kver hans
með rímnalögum og valdi fimm lög
þaðan sem tengjast svefni, dauða og
missi. Ég fékk vini mína í Voces
Thules líka til að syngja fimmunda-
söngva Jóns.“
Í dag er Sverrir í Tromsø í Nor-egi, en verkefni þeirra Voces
Thules manna þar er allsérstakt.
„Gunnlaugur Briem slagverksleik-
ari var að vinna að tónlist sem hann
kallar Earth Affair, og þar er hann
meðal annars að leika sér með
Gregorsstef sem hann setti inn í
hluta verksins. Þetta erum við bún-
ir að taka upp og platan hefur farið
víða. Í kjölfarið bauðst okkur að
koma til Tromsø og syngja á þess-
um Norðurskautstónleikum, en
verndari þeirra er Nelson Mandela.
Þarna verða stór nöfn: U2,
Eurythmics og Peter Gabriel, sem
ég hef alla tíð haldið mikið upp á.
Ég spurði Gulla hvort vernd-
ardýrlingur okkar, Þorlákur helgi,
ætti ekki að leggja blessun sína yfir
tónleikana með því að við syngjum
kafla úr Þorlákstíðum í verkinu, –
okkur fannst þetta falla vel að verk-
inu. Við syngjum þetta í kyrrð sem
vex yfir í þann rytma sem er í Earth
Affair.“
Voces Thules hafa nú að sögnSverris lokið upptökum á síð-
asta hluta Þorlákstíða, en plöturnar
eru þá orðnar fjórar alls. „Við
stefnum á að gefa þetta úr í nóv-
ember, en nú í júlí ætlum við í tón-
leikaferð um landið og syngja Þor-
lákstíðir í öllum dómkirkjum
landsins, í Kristskirkju og að lík-
indum í Þorlákskirkju í Þorláks-
höfn. Við leituðum vandlega að
hljómburði fyrir upptökurnar og á
daginn kom að með réttri uppstill-
ingu reyndist Hallgrímskirkja best.
Útkoman er mjög falleg.“
Undanfarna mánuði hefurSverrir Guðjónsson unnið að
enn einu verkefni, en það er íslensk
listreisa til Japans. „Mér barst sú
ósk, að ég tæki að mér listræna
stjórn prógramms – sviðsettra tón-
leika, sem fluttir yrðu í 15 borgum í
Japan. Japanir bjóða 15 íslenskum
listamönnum að koma, og þeir
skipuleggja tónleikahaldið sjálft.
Japanir eru reyndar mjög skipu-
lagðir og verkefnin eru unnin langt
fram í tímann. Ég þurfti að senda
helst fullbúið prógramm út um ára-
mótin, en tónleikaferðin hefst ekki
fyrr en 25. nóvember og tekur þá
mánuð. Þeir vildu hafa allar upplýs-
ingar klárar hálfu ári fyrir tón-
leikaferðina.“ Í hópnum sem Sverr-
ir hefur valið eru bæði dansarar og
tónlistarmenn. „Í fyrri hluta pró-
grammsins verður forni tónninn
ríkjandi, en ég vil gjarnan setja
nýja hugsun í músík við hliðina á
fornu tónlistinni. Einn hluta tón-
leikanna kalla ég Dans norðurljós-
anna. Japanir eru mjög heillaðir af
norðurljósunum og ég fékk til liðs
við okkur Jóhann Ísberg ljósmynd-
ara sem hefur tekið myndir af þeim.
Mig langar líka til að fara í Sturl-
ungu, því við í Voces Thules höfum
líka verið að taka upp tónlist tengda
henni. Við verðum með þátt sem
eru draumar og fyrirboðar fyrir
Örlygsstaðabardaga. Þar verður
allt blóðugra og þar viljum við nota
myndefni af hrauni, sem tákn blóðs-
ins sem rann og rennur enn í öllum
þeim stríðum sem við heyjum. Ástin
verður svo þema tónleikanna eftir
hlé. Þetta verkefni er því byggt
kringum þráðinn frá stríði til ástar
og friðar.“
Lagt í víking myrkurs og
birtu, stríðs og friðar
’Þarna verða stór nöfn:U2, Eurythmics og
Peter Gabriel, sem ég
hef alla tíð haldið
mikið upp á. ‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Morgunblaðið/Eyþór
Sverrir Guðjónsson kontratenór
syngur forna tónlist og nýja.
begga@mbl.is
NORRÆNA Akvarellusafnið í
Skärhamn í Svíþjóð festi nýverið
kaup á tíu verkum Hafsteins Aust-
manns. Myndirnar eru frá árunum
1957 til 1960.
Í tilefni af því að myndirnar eru á
leið úr landi er efnt til sýningar á
þeim ásamt síðari tíma verkum
hans. Hafsteinn hefur unnið öt-
ullega að myndlist allt frá sinni
fyrstu sýningu í París 1955. Haf-
steinn hefur lengi verið talinn einn
fremsti vatnslitamálari landsins.
Sýningin verður opnuð í dag og
stendur til 30. júní. Listhús Ófeigs
er opið á verslunartíma, lokað á
sunnudögum.
Hafsteinn sýnir
hjá Ófeigi
BORGARLEIKHÚSIÐ og söng- og
leiklistarskólinn Sönglist standa
fyrir leiklistarnámskeiðum í sumar.
Skólinn hjá Sönglist hefur verið
starfræktur síðan 1998, þar af tvö
síðustu árin í Borgarleikhúsinu.
Borgarleikhúsið var með leiklist-
arnámskeið síðasta sumar og verð-
ur nú leikurinn endurtekinn í sam-
vinnu við Sönglist. Kennsla fer
fram í leikhúsinu sjálfu.
Hvert námskeið er í fimm daga
og er kennt frá 10:00-16:00. Hægt
er að fá gæslu frá kl. 8:45. Aldur
þátttakenda er 8-13 ára og er ald-
urskipt í hópa. Í yngri hópnum eru
þátttakendur 8-10 ára, en 11-13 ára
í þeim eldri.
Kennd verða undirstöðuatriði í
einbeitingu, trausti, raddbeitingu
og leikgleði. Unnið er markvisst að
því að virkja sköpunarkraft nem-
enda og að efla sjálfstraust þeirra.
Þó svo að kennslan byggist að-
allega á leiklistaræfingum verður
einnig sungið. Undirstöðuatriði í
réttri söngtækni verða kennd og
lög æfð. Í lok hvers námskeiðs verð-
ur opin kennslustund þar sem for-
eldrar og aðstandendur koma og
fylgjast með afrakstri vinnunnar.
Kennarar í sumar eru Agnar Jón
Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir,
Kolbrún Anna Björnsdóttir, Krist-
björg Kari Sólmundsdóttir, Sigríð-
ur Eyrún Friðriksdóttir og Svava
K. Ingólfsdóttir. Námskeiðin verða
sex, hið fyrsta hefst 20. júní og lok-
anámskeiðið er 25. júlí.
Skráning á námskeiðin er þegar
hafin. Fer hún fram í miðasölu
Borgarleikhússins.
Leik- og söngnámskeið
í Borgarleikhúsinu