Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjuni 2005næsti mánaðurin
    mifrlesu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ERLENT FÉLAG SKRÁÐ Færeyska olíufélagið P/F Atlantic Petroleum í Þórshöfn verður skráð í Kauphöll Íslands á miðvikudaginn kemur. Þetta er fyrsta erlenda fé- lagið sem þar er skráð. Fljótlega fylgir Mosaic Fashions hf. í kjölfar- ið. Þessar skráningar eru tímamót, því síðast var félag skráð í Kauphöll- ina í nóvember 2003 þegar Flaga Group tók upp skráningu. Milljarður í fræðslu Kostnaður vegna kennslu og rannsókna á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi nam einum milljarði króna á síðasta ári. Alls voru um 1.100 nemendur þar í í klínísku námi eða starfsþjálfun. Kennslan er fjár- mögnuð af framlögum til reksturs spítalans og fellur undir heilbrigð- iskostnað. Vilja stjórnendur sjúkra- hússins að kostnaðurinn verði greiddur af menntamálaráðuneyti. Laus úr haldi mannræningja Florence Aubenas, franskur blaðamaður sem hafði verið í haldi mannræningja í Írak í fimm mánuði, kom til síns heima í gær. Aubenas var rænt ásamt íröskum túlki sínum, Hussein Hanoun al-Saadi, í Bagdad þann 5. janúar. Al-Saadi kom einnig til síns heima í gær. Aftökur í Palestínu Fjórir dæmdir morðingjar voru teknir af lífi í Palestínu í gær og var það í fyrsta sinn sem dauðarefsingu var beitt þar síðan í ágúst árið 2002. Þá var gert hlé á beitingu dauðarefs- ingar í Palestínu en nú sjá stjórnvöld þar ástæðu til að taka hana upp að nýja vegna aukinnar glæpatíðni. Mannréttindasamtök gagnrýna þá ráðstöfun harðlega. Samkomulagi fagnað Rammasamkomulagi fjár- málaráðherra G-8 ríkjanna um að fella niður skuldir 18 af fátækustu ríkjum heims við Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Þróun- arbanka Afríku, er fagnað víða um heim. Samkomulaginu fylgja þau skilyrði að sparnaður sá sem af því hlýst renni til heilsugæslu, mennta- og þróunarmála, en ekki í vasa ráða- manna. Í því felst einnig að 20 lönd til viðbótar geti fengið skuldir sínar felldar niður standist þau kröfur um bætta stjórnarhætti og afnám spill- ingar. Ýmir benda á að afléttingu skulda verði að fylgja auknir styrkir og afnám viðskiptahindrana eigi að takast að uppræta fátækt í heim- inum fyrir fullt og allt. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 34/36 Vesturland 12 Myndasögur 34 Viðskipti 12 Víkverji 34 Erlent 13 Staður og stund 36 Menning 19 Leikhús 37 Daglegt líf 20/24 Bíó 38/41 Forystugrein 22 Ljósvakar 42 Umræðan 25/28 Veður 43 Minningar 29/31 Staksteinar 43 * * * GERT er ráð fyrir að sú breyting verði á starfsemi Landmælinga Ís- lands að samkeppnisrekstur verði færður frá stofnuninni og falinn einkaaðilum sem það kjósa. Það þýðir m.a. að Landmælingarnar myndu hætta útgáfu á landakortum en meg- inhlutverk stofnunarinnar yrði eftir sem áður landmælingar, öflun gagna og öll vinna varðandi svonefndar grunnþekjur sem snerta landupplýs- ingar. Þessar breytingar eru að tillögum nefndar sem skilað hefur tillögum til umhverfisráðherra um hlutverk hins opinbera í landmælingum og korta- gerð. Magnús Guðmundsson, for- stjóri Landmælinga Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta þýddi að stofnunin yrði af 40 til 50 milljónum króna árlega í sértekjur. Yrði að kanna hver áhrif þessara breytinga yrðu á rekstur stofnunar- innar. Magnús sagði að ætlunin væri sú að Landmælingarnar önnuðust gerð gagnagrunna og gætu þá út- gáfufyrirtæki t.d. gefið út margs kon- ar kort og ferðaþjónustufyrirtæki fengið gagnagrunna til að gefa út leið- söguefni sem byggðust á slíkum grunnum. Hann segir að með nýju skipuriti sem tók gildi 1. maí sé þessi breyting að nokkru undirbúin. Nú sé starfseminni skipt upp í tvö svið í stað fjögurra áður, en þau eru mælinga- svið og landupplýsingasvið. Verkaskipting verður skýrari Í nýjasta fréttabréfi Landmælinga Íslands, Kvarðanum, greinir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra frá þeirri niðurstöðu nefndar- innar að æskilegt sé að opinberir að- ilar tryggi tilvist og aðgengi að ákveðnum grunngögnum sem eru nauðsynleg almannahagsmunum og tryggi samræmi og lágmarks gæði landupplýsinga. Landmælingarnar muni áfram sinna því en draga sig út úr samkeppnisrekstri til að verka- skipting stofnunarinnar og einkafyr- irtækja verði skýrari auk þess sem hætta á árekstrum minnki. Í Kvarðanum kemur fram að um- hverfisráðherra gerir ráð fyrir að leggja fram á næstunni frumvarp um landmælingar sem byggist á framan- greindum hugmyndum sem ráðherra telur jákvæðar fyrir stofnunina, einkafyrirtæki á landupplýsinga- markaði og notendur landupplýsinga. Samkeppnisrekstur færð- ur frá Landmælingum Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is MINNINGARREITUR, til minningar um þau fjórtán sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík aðfaranótt 16. janúar 1995, var vígður síðdegis á laugardag. Minningarreit- urinn stendur við Túngötu og eru þar letruð nöfn fórn- arlamba snjóflóðsins. Hugmyndina að minningarreitnum, eða minningar- lundinum, áttu hjónin Berglind Kristjánsdóttir og Haf- steinn Númason, að sögn Ómars Más Jónssonar sveit- arstjóra Súðavíkurhrepps. Berglind og Hafsteinn voru búsett í Súðavík og misstu þrjú börn í hamförunum þessa örlaganótt. „Þetta var hugmynd sem þau létu teikna fyrir nokkr- um árum. Undirbúningur að gerð minningarreitsins var hafinn árið 2003 og Pétur Jónsson hjá Landark var feng- inn til að útfæra nánar hugmynd þeirra Hafsteins og Berglindar,“ sagði Ómar. Kammerkórinn á Ísafirði söng við vígsluathöfnina, Ómar Már Jónsson sveitarstjóri flutti ávarp og séra Magnús Erlingsson sóknarprestur vígði minningarreit- inn. Þá lögðu börn, aðstandendur og fólk sem bjargaðist úr flóðinu blóm og krans að minnismerkinu. Að athöfn lokinni var öllum viðstöddum, nálægt 150 manns, boðið að þiggja veitingar í grunnskóla Súðavíkur í boði Súðavíkurhrepps. Minningarreitur um fórnarlömb snjóflóðsins Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Börn, aðstandendur og fólk sem bjargaðist úr snjóflóð- inu lögðu blóm að minnismerkinu í Súðavík. FLUG Boeing 767 leiguvélar Ice- landair til San Francisco á vest- urströnd Bandaríkjanna tafðist um rúman sólarhring vegna bilunar í hreyfli vélarinnar. Vart varð við bil- unina áður en flugvélin hélt af stað til Bandaríkjanna en þangað átti hún að fara síðdegis á laugardaginn. 260 farþegar áttu bókað flug með vélinni. Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair, segir að erfitt hafi reynst að fá varahluti í vélina, þeir hafi ekki verið til hér á landi. Því þurfti að fá þá senda frá London og Kaupmannahöfn og komu þeir ekki hingað til lands fyrr en í gærkvöldi. Guðjón gerði ráð fyr- ir að vélin færi af stað til Bandaríkj- anna um hálftvö í nótt. „Þessi vél er notuð áfram í áætl- anakerfi okkar þannig að þetta mun hafa einhver áhrif á flugið á morgun [í dag],“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að fylgjast með brottfarar- og komutímum flugvéla Icelandair því þetta gæti haft áhrif á önnur flug. Tafir á flugi til San Francisco GABRÍELA Friðriksdóttir, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra og Laufeyju Helgadóttur sýning- arstjóra, fagnar að loknum gjörningi í veislu í tilefni af íslensku sýningunni í Fen- eyjum á laugardagskvöldið. Með þeim á sviðinu eru allir þeir sem unnu með lista- manninum að gerð og uppsetningu verks- ins í íslenska skálanum. Þeirra á meðal Björk Guðmundsdóttir sem stóð á sviðinu lengi kvölds og sá til þess að fjölbreytt tón- list ómaði meðal gestanna. Veislan sem var í boði menntamálaráðherra var ein- staklega glæsileg og með eindæmum vel heppnuð kynning á sýningu Gabríelu og um leið íslenskri samtímalist. Fagnað í Feneyjum Morgunblaðið/Fríða Björk BÆJARSTJÓRAR Akureyr- arbæjar, Húsavíkurkaupstaðar og sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa verið boðaðir til fundar við Val- gerði Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra í dag þar sem ræða á áform um álver á Norðurlandi. Sveitarfélögin hafa verið að fjalla um drög að samkomulagi við Alcoa um að láta fara fram athug- anir á mögulegum stöðum undir ál- ver, þ.e. í austanverðum Skagafirði, við Dysnes í Eyjafirði og Húsavík. Undirbúningur í iðnaðarráðuneyti að undanförnu hefur m.a. miðað að því að stilla saman strengi Norð- lendinga um staðarvalið og mat kosta með sambærilegum hætti. Bæjarstjórar ræða álversmál TÓLF síldarskip voru stödd í gær um 105 sjó- mílur austur af Dalatanga. Þar voru þau að veiða norsk-íslensku síldina innan íslensku lögsögunnar. ,,Þetta er sama síldin og við vor- um í fyrir helgi, stór og falleg og full af átu. En það er mikil ferð á henni suður og suð- austur þannig að erfitt er að eiga við hana,“ sagði Sigurbergur Pálsson, skipstjóri á Beiti NK-123 frá Neskaupstað. Þeir á Beiti fengu um 120 tonn í fyrsta halinu gærmorgun eftir átta tíma tog. Svo var tekið annað hal og í gærkvöldi var heildaraflinn orðinn um 250 tonn af fallegri síld.Morgunblaðið/ Alfons Erfitt að eiga við síldina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 158. tölublað (13.06.2005)
https://timarit.is/issue/261833

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

158. tölublað (13.06.2005)

Gongd: