Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kjalarvogi • 104 Reykjavík • Sími 458 8000 • Fax 458 8100 • samskip.is
Stjórn Samskipa hf. boðar til hluthafafundar mánudaginn 20. júní 2005
kl. 16.00 síðdegis í ráðstefnusal að Kjalarvogi 7-15, Reykjavík.
Hluthafafundur
Dagskrá fundarins er:
1. Tillaga um heimild til stjórnar, til allt að fimm ára, til að auka hlutafé félagsins um allt að
kr. 700.000.000 að nafnverði, á því gengi sem stjórnin ákveður, þó þannig að hluthafar falli
frá forkaupsrétti að hækkuninni. Tillagan gerir ráð fyrir að gildandi heimild stjórnar til að
auka hlutafé félagsins um allt að kr. 300.000.000 verði jafnframt felld niður.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Fundargögn, þ.m.t. framangreind tillaga, verða hluthöfum til afhendingar á skrifstofu
félagsins viku fyrir hluthafafundinn.
Stjórn Samskipa hf.
AR
GU
S
/
0
5-
01
01
- 0
2
STEINÞÓR Guðbjartsson, ritstjóri
og framkvæmdastjóri Lögbergs-
Heimskringlu í Winnipeg í Kanada,
hlýtur æðstu heiðursverðlaun sem
veitt eru fyrir umfjöllun um þjóða-
brot í kanadískum fjölmiðlum. Verð-
launin verða afhent við hátíðlega at-
höfn í Toronto 24. júní næstkomandi.
Það eru samtök blaðamanna og
rithöfunda sem fjalla um þjóðabrot í
Kanada (The Canadian Ethnic
Journalists’ and Writers’ Club) sem
veita Steinþóri verðlaunin. Samtökin
voru stofnuð 1978 og hafa síðan veitt
árlega verðlaun þeim sem þótt hafa
skara fram úr á ýmsum sviðum um-
fjöllunar um þjóðarbrot í kan-
adískum fjölmiðlum. Auk verð-
launanna sem Steinþór hlýtur að
þessu sinni eru veitt verðlaun fyrir
umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, prent-
miðli, á netinu, leiðaraskrif um þjóð-
arbrot og/eða rannsóknablaða-
mennsku varðandi þjóðarbrot.
Steinþór hlýtur verðlaunin fyrir
skrif sín um íslenska samfélagið í
Edmonton, en þau birtust í Lög-
bergi-Heimskringlu.
Fyrstu verðlaun
Lögbergs-Heimskringlu
Dagskrá verðlaunahátíðarinnar í
Toronto stendur í um tvær stundir,
að sögn Steinþórs. Henni verður síð-
ar sjónvarpað á OMNI-sjónvarps-
stöðinni.
„Þetta er í fyrsta sinn sem Lög-
berg-Heimskringla fær svona við-
urkenningu,“ sagði Steinþór. „Hing-
að til hafa stórblöð á borð við
Toronto Star, Vancouver Sun og
Winnipeg Free Press fengið þessi
verðlaun. Nú er Lögberg-Heims-
kringla komin í hóp stóru blaðanna
að þessu leyti. Þetta er mikil við-
urkenning fyrir mig, blaðið og ís-
lenska samfélagið í Norður-
Ameríku. Það verður greint frá
þessu í fjölmiðlum hér í Kanada og
þetta mun vekja athygli á íslenska
samfélaginu.“
Steinþór tók við ritstjórn Lög-
bergs-Heimskringlu í mars í fyrra.
Hann hefur heimsótt félög Íslend-
inga stranda á milli í Kanada og í
Norður-Ameríku, kynnt Lögberg-
Heimskringlu og safnað efni fyrir
blaðið og eins
vegna skrifa
sinna í Morg-
unblaðið um mál-
efni afkomenda
íslensku land-
nemanna í Vest-
urheimi. Verð-
launahátíðina í
Toronto ber upp
á hátíð í Spánska
Forki í Utah, en
þar á að afhjúpa minnisvarða í tilefni
þess að 150 ár eru liðin frá því að ís-
lenskir mormónar héldu í vesturveg.
„Það er sagt að nú séu um 80 þúsund
manns í Utah af íslenskum upp-
runa,“ sagði Steinþór. „Ég verð með
erindi í Utah þann 23. júní, en mun
skreppa til Toronto þann 24. til að
taka við verðlaununum. Þann 25.
júní á svo að afhjúpa minnisvarðann
í Utah og opna þar breyttan minn-
ingargarð um íslensku landnem-
ana.“
Söfnun til styrktar blaðinu
Viðurkenningin sem Steinþór
hlýtur kemur á mjög góðum tíma
fyrir Lögberg-Heimskringlu, að
hans sögn. Söfnun til að styrkja
grundvöll blaðsins verður hleypt af
stokkunum þann 17. júní næstkom-
andi. Dr. Kenneth Thorlakson lækn-
ir er í forystu söfnunarátaksins, en
ætlunin er að safna 1,5 milljónum
kanadískra dala (77 milljónum
króna). Söfnunin fer aðallega fram í
Norður-Ameríku. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
greindi frá því í heimsókn sinni til
Kanada fyrir skömmu, að ríkisstjórn
Íslands hefði ákveðið að láta mynda
Lögberg-Heimskringlu frá upphafi
á tölvutæku formi. Það framlag
verður talið með í söfnuninni.
Fyrsta ár Steinþórs sem ritstjóra
fjölgaði áskrifendum Lögbergs-
Heimskringlu um 33%. Hann kveðst
hafa í upphafi fengið launalaust leyfi
frá starfi sínu á Morgunblaðinu í eitt
ár. „Þetta hefur verið mjög
skemmtilegur tími og ánægjulegur.
Reynsla mín af Morgunblaðinu, þar
sem ég hef starfað frá 1986, hefur
skilað sér vel og nú er ákveðnum
kafla lokið,“ sagði Steinþór.
Verðlaunaður fyrir
skrif um afkomendur
Íslendinga í Kanada
Steinþór
Guðbjartsson
LÍF og fjör var á flugvellinum við
Tungubakka í Mosfellsbæ á laug-
ardag en þá var Piper-dagur hjá
Flugklúbbi Mosfellsbæjar. Flug-
félagið Geirfugl í Reykjavík kynnti
einnig starfsemi sína og vélarnar.
Ottó Tynes, formaður Flugklúbbs
Mosfellsbæjar, segir klúbbfélaga
standa fyrir ýmsum uppákomum í
sumarstarfinu en á Piper-dögum er
vakin sérstök athygli á vélum af
þeirri gerð. Alls voru 38 flugvélar
Á kynningardegi flugfélagsins Geirfugls á Reykjavíkurflugvelli var flugfloti félgsins sýndur og gestum boðið í flug.
Morgunblaðið/RAX
Þrjár vélar af gerðinni Piper á ferð við Tungubakka á Piper-degi Flugklúbbs Mosfellsbæjar.
Morgunblaðið/RAX
Þrír gamalreyndir flugstjórar ræða málin: Sigurjón Einarsson sem var hjá
Flugmálastjórn til margra ára, Þórir Óskarsson og Snorri Snorrason.
Líflegar
flugkynningar
ALÞJÓÐA Heilbrigðisstofnunin,
WHO, hefur ákveðið að helga 14.
júní ár hvert blóðgjöfum heims-
ins. Alþjóða blóðgjafadagurinn
verður haldinn hátíðlegur á
morgun, þriðjudag, til þe ss að
þakka blóðgjöfum ómetanlegt
framlag til heilbrigðisþjónustu
um allan heim.
Að því koma auk WHO, Al-
þjóða Rauði krossinn, Alþjóða-
samtök blóðgjafafélaga og Al-
þjóðasamtök blóðgjafar. Að baki
greindra samtaka eru 192 aðild-
arríki Alþjóða heilbrigðisstofnun-
arinnar, 181 landssamtök Rauða
krossins, 50 landssamtök blóð-
gjafafélaga og þúsundir sérfræð-
inga um blóðgjafir.
Opið hús
á morgun
Margir styðja framtakið. Má
nefna Rótarýklúbba og Lions-
klúbba víða um heim og heil-
brigðisyfirvöld á hverjum stað.
Blóðgjafafélag Íslands og
Blóðbankinn taka þátt með
opnu húsi í Blóðbankanum við
Barónsstíg í Reykjavík þriðju-
daginn 14. júní. n.k. Veitingar
verða í boði. Kynnt verður
starfsemi Blóðbankans, Blóð-
bankabílsins og Blóðgjafafélags
Íslands.
Minnt er á mikilvægi þess að
heilbrigt fólk á aldrinum 18 til
65 ára gefi blóð.
Ungum konum í hópi blóð-
gjafa fjölgar og eru um helm-
ingur nýrra blóðgjafa. Virkir
blóðgjafar eru 9 þúsund. Blóð-
gjafir eru milli 14 og 15 þúsund
árlega. Þörf er fyrir 70 blóð-
gjafa dag hvern.
Þurfa 70 blóðgjafa á dag