Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 19 MENNING FYRIR sjö árum var einleikurinn um Guðríði Þorbjarnardóttur frumsýndur í Skemmtihús- inu við Laufásveg og hefur síðan þá verið fluttur um allar jarðir auk þess að gleðja út- lenda og innlenda gesti Skemmtihússins. Breska leikkonan Caroline Dalton er áttunda leikkonan sem fer með einleikinn sem Guð- ríður Þorbjarnardóttir og var sýningin nú frumsýning hennar í hlutverkinu. Ég hef ekki séð verkið fyrr og þó að vinsældir þess bendi til þess að um gott leikhúsverk sé að ræða kom það mér skemmtilega á óvart. Brynja Benediktsdóttir byggir einleikinn á lífi Guðríðar, einkum dvölinni í Grænlandi þar sem hún missti tvo eiginmenn og giftist þeim þriðja: Þorfinni Karlsefni. Þau fóru saman til Vínlands sem Leifur Eiríksson hafði fundið áður og sem Guðríður hafði reynt að fara til með Þorsteini Eiríkssyni. Segir einleikurinn einnig frá dvöl Guðríðar og Þorfinns í Vínlandi þar sem Snorri Þor- finnsson fæddist og atvikum sem leiddu til heimfarar. Brynja Benediktsdóttir bregður sterku femínísku ljósi á þessa þekktu atburði Íslandssögunnar; hún sýnir þá frá sjónarhóli kvennanna og sýnir jafnframt Guðríði og fleiri konur sem gerendur í lífi sínu. Þar eru einkar minnistæðar þær Freydís og spákon- an í Grænlandi. Farið er fram og aftur í tím- anum, Guðríður ávarpar nútímakonur sem afkomendur sína og talar um að gott sé að hafa tæknina til hjálpar við að flytja söguna. Sem Guðríður bregður leikkonan sér í hlut- verk þeirra sem hún talar við og segir frá og allt er þetta gert á lifandi hátt og fjörlega í samtölum og leiktúlkun, hún deilir gleði og sorg með áhorfendum, reynslu og eftirvænt- ingu. Caroline Dalton er geðþekk leikkona, þokkafull og þroskuð, með agað vald á lík- ama og rödd. Hún segir sögu Guðríðar á þann hátt að þó að ég þekkti sögu hennar í ýmsum útgáfum fannst mér að sýningu lok- inni að svona hefði hún verið og ekki öðru- vísi. Caroline gekk mjúklega inn í hina ein- földu og mjúku umgjörð leiksins í Skemmtihúsinu, þar sem búningur, grímur, lýsing, hljóð og afar falleg sviðsmyndin þjón- uðu alltaf persónunni Guðríði. Allt látbragð, rödd og túlkun Caroline var vandlega unnið af fínlegu innsæi. Ég hvet þá sem geta hugsað sér að upplifa brot úr Íslandssögunni á enskri tungu til þess að slást í hóp erlendu ferðamannanna sem sækja Skemmtihúsið við Laufásveg og kynnast Guðríði Þorbjarnardóttur upp á nýtt. Fyrir þá sem hrifust af vinsælu sýning- unni Ínúk fyrir nokkuð mörgum árum er einnig ánægjulegt að rifja upp agaðar og næmar vinnuaðferðir Brynju Benedikts- dóttur í leiklistinni. Lifandi saga frá sjónarhóli kvenna LEIKLIST Skemmtihúsið Höfundur og leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leik- kona: Caroline Dalton. Hönnun lýsingar: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðhönnun: Margrét Örnólfs- dóttir. Grímur og hönnun leikmyndar: Rebekka Rán Samper. Frumsýning í Skemmtihúsinu, 5. maí 2005 The Saga of Guðríður Morgunblaðið/Sigurður Jökull „Caroline Dalton er geðþekk leikkona, þokkafull og þroskuð, með agað vald á lík- ama og rödd,“ segir meðal annars í umsögn. Hrund Ólafsdóttir GUÐBJÖRG Lind er listmálari sem leitar í landslagshefðina. Verk henn- ar eru einföld í forminu, í raun form- laus svo langt sem það nær í lands- lagsmálverki. Eyjur skapa hrynjanda á myndfletinum og árfar- vegir og fossar skipta fletinum upp án þess að verða geometrískar myndbyggingar. Nálgun Guðbjargar svipar til rómantíkur á 19. öld og lita- flæmismálverka 20. aldarinnar sem eru í grunninn trúarlegs eðlis, byggj- ast á ægifegurð (sublime), þ.e. þegar maður er tekin(n) af guðdómlegri upplifun sem er í senn ógnvekjandi og himnesk. Er því vel við hæfi hjá Guðbjörgu að sýna í Hallgríms- kirkju. Er sýning hennar þar tví- skipt. Annars vegar málverk í and- dyrinu og hins vegar altaristafla í kór kirkjunnar, „Engilfoss“ sem var áður sýnd í San Domingos de Bonaval kirkjunni í Santiago de Compostela á Spáni árið 2002. Verkin í anddyrinu eru glæný en mótífin þau sömu og áður. Helst má sjá breytingar á foss- unum sem hafa í sér mun meiri hreyfingu eða fall en ég hef séð áður hjá Guðbjörgu. Til viðmiðunar buna fossarnir fimm í kórnum niður í til- tölulega beinum línum. Verk Guðbjargar virka jafnan tæmandi. Þ.e. frá daglegu kvabbi í hugarró. Er það mikill kostur fyrir messuhald að söfnuðurinn sitji ekki áreittur af umhverfinu heldur að um- hverfið beini honum innvortis og stuðli að ótruflaðri hlustun. Orð og umhverfi spila þá saman. Sýningin ber það reyndar með sér að hafa ver- ið hugsuð fyrir annað rými til að byrja með og kann það að trufla ein- hverja. Þ. á m. mig. Mér þykir t.d. skrítið að sjá fríhangandi málverk á striga. Bakhliðin verður þá óþarfur partur af verkinu þar sem hún er að öllu ónýtt, jafnvel þótt maður sjái hana ekki með berum augum, þá skapast rými frá bakhlið að vegg sem maður er óhjákvæmilega meðvitaður um þegar maður horfir á verkið. Í slíku tilfelli virkaði betur hjá Guð- björgu að mála á plexi eins og hún sýndi í Listasafni ASÍ fyrir 3 árum, þar sem frístandandi málverk af fossi náði miklum fínleika og gegnsæi í miðju rýminu. Myndirnar eru engu að síður fallegar í kórnum. Hafa yfir sér fínlegt yfirbragð. Titill verksins afar sætur í þessu samhengi. Lóðrétt sprænan vísar til himins og jarðar og vatnið symbolískt, tákn lífs, end- urfæðingar, tærleika svo eitthvað sé nefnt og notað við ýmsa ritúala s.s. skírn í kristninni. Morgunblaðið/Eyþór Englafoss eftir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur í kór Hallgrímskirkju. Englafoss MYNDLIST Hallgrímskirkja Sýningin er aðgengileg á opnunartíma kirkjunnar. Henni lýkur 26. júlí. Guðbjörg Lind Jónsdóttir Jón B.K. Ransu FIMMTA úthlutun úr Rannsókn- arsjóði Listasafns Háskóla Íslands fór fram á dögunum. Sjóðurinn veitir tvo styrki í ár: Hrafnhildur Schram listfræðingur fær 400.000 krónur til dvalar í Dan- mörku til að rannsaka frumheimildir og taka viðtöl vegna bókar um lista- konuna Júlíönu Sveinsdóttur (1889- 1966). Viktor Smári Sæmundsson for- vörður fær 400.000 krónur í styrk til að stunda rannsóknir á nafnskriftum (höfundarmerkingum) frumherja ís- lenskrar myndlistar, einkum þeirra Sigurðar málara Guðmundssonar, Þórarins B. Þorláksonar, Ásgríms Jónssonar, Jóhannesar S. Kjarval, Guðmundar Thorsteinssonar, Jóns Stefánssonar og Júlíönu Sveins- dóttur. Sjóðnum er ætlað að styrkja rann- sóknir á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu mynd- verka, svo og til birtingar á nið- urstöðum slíkra rannsókna. Sjóðurinn var stofnaður af Sverri Sigurðssyni árið 1999 og hefur síðan þá styrkt 12 rannsóknarverkefni á sviði íslenskrar myndlistarsögu og forvörslu. Auglýst er eftir umsókn- um í sjóðinn á vorin og fer úthlut- unin fram á afmælisdegi Sverris Sig- urðssonar, 10. júní. Tveir styrkir úr Rann- sóknarsjóði Listasafns HÍ Morgunblaðið/Sverrir Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Hrafnhildur Schram, Viktor Smári Sæmundsson og Auður Ólafsdóttir, forstöðumaður Listasafns HÍ. HÁKARLA-SADDAM er yfirskrift þessa verks eftir tékkneska mynd- listarmanninn David Cerny sem getur að líta í Karlin Hall, fimm þúsund fermetra sýningarrými í Prag. Tvö hundruð listamenn taka þátt í sýningunni sem er liður í Prag- tvíæringnum. Reuters Saddam Hussein í hákarlslíki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.