Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 21
DAGLEGT LÍF | HEILSA
Við mælum
blóðfitu
Pantaðu tíma
í Lágmúla í síma 533 2308
Smáratorgi í síma 564 5600
inniheldur plöntustanólester sem
lækkar
kólesteról
Rannsóknir sýna að dagleg
neysla Benecols stuðlar að
lækkun kólesteróls um allt
að 15%.
nýjung
Dömuhj
ól
Veljið ré
tta gerð
, stærð
og útb
únað í s
amráði
við
fagfólk
.
BRONCO WINDSOR 26”
3 gíra með fótbremsu. Hátt stýri, breiður hnakkur
með dempara. Litir: Dökk grænt og rautt
Staðgreitt
kr. 25.555
BRONCO BOSTON 26”
Shimano. Hátt stýri, breiður hnakkur
með dempara.
Verð stgr. kr. 26.505
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
06
. 2
00
5
Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett
og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði.
Ábyrgð og upphersla.
SCOTT TIKI 26”
21 gíra Shimano. Vandað dömuhjól
álstell og demparagaffall.
Verð stgr. kr. 33.155
GIANT SEDONA SE 26“
Alvöru dömu demparahjól. Dömu-
hnakkur með dempara og hátt stýri.
Verð stgr. kr. 31.920
GIANT CAMPUS 26”
Shimano gírar.
Gott fjallahjól á frábæru verði.
Stgr. kr. 22.512
Afsláttur strax við staðgreiðslu 5%
Mikið úrval!
Fjölvítamín og C-vítamín gúmmíbirnir
án allra gervi og litarefna.
www.karon.is FÆST Í HAGKAUP
Frábær leið til að fá börn til að taka vítamín
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Dóra Magnúsdóttir, markaðs-stjóri ferðamála hjá Höf-uðborgastofu situr ekki auð-
um höndum. Hún stundar blandaða
líkamsrækt og er sannkallaður orku-
bolti. Hún hjólar alla jafna í vinnuna
árið um kring og á veturna fær hún
sér nagladekk enda ekki auðvelt að
hjóla í snjó og klaka. „Það skiptir
öllu að vera á nöglum og maður finn-
ur fyrir því um leið og það byrjar að
kólna og frysta“. Á veturna er einnig
mikilvægt að klæða sig vel og Dóra
skiptir út flísgallanum fyrir skrif-
stofudragtina sem hún hefur með
sér í bakpoka og er enga stund að
bæta á sig varalitnum.
En hjólreiðar eru ekki hennar
eina hreyfing því hún á árskort í lík-
amsrækt og sund og skokkar reglu-
lega. „Ég reyni að hreyfa mig eitt-
hvað á hverjum degi en spila það
algjörlega eftir eyranu,“ segir hún
og bætir við að það sé mikilvægt að
vera sveigjanlegur þar sem hún sé
með fjölskyldu og börn. „Við hreyf-
um okkur mikið saman, förum á
skíði, hjólum, förum í fjallgöngur og
á línuskauta með alla fjölskylduna,“
segir hún en hún og maður hennar
eiga tvö börn, sem eru 8 og 12 ára.
Þau fara oft hjólandi eða á línu-
skautum í Nauthólsvík saman og þar
segir hún pottana tilvalda til að
verðlauna sig eftir erfiðið. Fjöl-
skyldan syndir saman reglulega og
Dóra vill að börnin sín séu meðvituð
um eðlilega holla hreyfingu og reyn-
ir að vera þeim góð fyrirmynd. Ekki
hefur hún langt að sækja áhuga á
hreyfingu þar sem móðir hennar,
Guðbjörg Ársælsdóttir, deild-
arstjóri í samgönguráðuneytinu er
mikill sundgarpur, þekkt fyrir að
synda fyrir vinnu í hvaða veðri og
vindum sem er. Sannkölluð kjarna-
fjölskylda.
HEILSA | Dóra Magnúsdóttir stundar blandaða líkamsrækt
Mikilvægt að vera
góð fyrirmynd
Morgunblaðið/Eyþór
Nú eru nagladekkin farin og gott
að hjóla í hlýindunum. Svo er hjálm-
urinn að sjálfsögðu á sínum stað.
Hjálmur – nauðsynlegur þegar
hjólað er innan um bílaum-
ferð.
Hlífðarföt – það getur verið
sól og blíða þegar þú leggur
af stað en mundu að þú átt
líka eftir að hjóla heim.
Lás – óprúttnir hjólaþjófar
geta leynst víða, best er að
læsa alltaf hjólinu sínu
Aukaföt – alla vega aukabolur
ef þú skildir svitna mikið á
leiðinni.
Vatnsbrúsi – Það getur tekið á
að hjóla upp og niður brekkur
og ekki viltu ofþorna.
5 atriði sem vert
er að hafa í huga
þegar hjólað er í
vinnuna
MEÐ hækkandi sól er gott að
setja upp sólgleraugu til að skýla
augunum fyrir sterkum geislum
hennar. Í bandaríska dagblaðinu
Star Tribune er sagt frá því að
dýr sólgleraugu séu ekkert frek-
ar með vörn gegn útfjólubláum
geislum en ódýr en slík vörn fyr-
ir augun er mjög mikilvæg og
fólk ætti ekki að kaupa sér sól-
gleraugu án hennar. Fyrir um tíu
árum voru ódýr sólgleraugu lík-
lega ekki með UV-geislavörn en
viðmælandi Star Tribune segir að
í dag sé ekkert samband á milli
verðs á sólgleraugum og varn-
arinnar sem þau veita. Best er að
kaupa sólgleraugu sem eru merkt
með vörn upp á 99 eða 100 pró-
sent en yfirleitt kemur fram á
sólsleraugunum hvort þau eru
með vörn eða ekki.
Það getur skaðað augun að
ganga ekki með sólgleraugu þeg-
ar sólin skín því langtíma varn-
arleysi fyrir UV-geislum getur
leitt til vagls á auga og sjón-
himnuhrörnunar, auk þess sem
geislar eru taldir geta valdið
krabbameini, sólbruna og aukið
hrukkumyndun.
Sólgleraugu eru ekki aðeins
fyrir fullorðna því börn þurfa
líka vörn fyrir sólinni.
Sólgleraugu með
UV-geislavörn eru
nauðsynleg í sólinni
ÖRYGGI
Morgunblaðið/Ómar
Best er að kaupa sólgleraugu með
sem mestri UV-geislavörn.
HLÁTURINN getur haft
frábær áhrif á stress. Hann
lækkar víst blóðþrýsting og
hjálpar hjartveikum, en einn-
ig fólki með bronkítis og
astma, því hláturinn eykur
súrefnið í blóðinu. Ef þú ert
ekki ein/n af þeim sem hlæja
mikið dagsdaglega, reyndu
þá að horfa á uppáhalds-
grínmyndirnar þínar sem oft-
ast, og ýktu hlátursköstin
eins og þú getur.
Hlátur er hollur