Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 24
Safnkassinn nær tilbúinn. Annað hólfið verður notað
þetta árið og garðdúkur hefur verið settur á þrjá
vegu svo að það sullist ekki milli rimlana.
Þú hefur almennar hugmyndir um hvað beri að gera
fyrir umhverfið en fyrir utan að koma úrgangi í endur-
vinnslu veistu ekki hvað fleira er hægt að gera eða
hvernig.
Þú þarft hvatningu til að koma þekkingu þinni í
framkvæmd.
Þú gerir margt á vistvænan hátt en þarft stuðning til
að halda þér við efnið.
Þú hefur vistvænan lífsstíl en vilt þróa hann áfram.
Vilhjálmur Hjálmarsson setur upp safnkassa og í
hann er safnað lífrænum úrgangi. Kassinn fékk
nafnið Ingibjörg, en Vilhjálmur og eiginkona hans,
Borghildur, eru virk í visthópnum Kál og Kenning.
Ljósmynd/Borghildur Óskarsdóttir
Ef eitt eða fleiri eftirfarandi atriði eiga við þig
væri tilvalið að taka þátt í vistverndunarhópi
Tekið úr handbók GAP á Íslandi „Vistvernd í verki“
24 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN
Technology so advanced, it´s
TURN-FREE
TILBOÐ
Amerískar lúxus
heilsudýnur
TURN-FREE
Queen 153x203 cm
Verð frá 72.000.-
Skipholt 35
Sími 588 1955
www.rekkjan.is
!"#$%&'()* +++,-.$-/-,%
EITT sumarkvöld, þegar rigningin
er loksins komin til að væta gróð-
urinn, sitja sjö konur saman í fal-
legu, gömlu húsi á Ránargötu og
velta fyrir sér hvernig þær geti
stuðlað að umhverfisvænni lífs-
háttum landans. Það er komið að
sjöunda fundi þessa vistvernd-
unarhóps, sem gengur undir nafninu
Kál og kenning og hittist
vikulega í Reykjavík.
Honum er stýrt af Bryn-
dísi Þórisdóttur, verk-
efnastjóra verkefnisins
„Vistvernd í verki“ hjá
Landvernd. Konurnar hafa hist
reglulega, og einnig mættu nokkrir
eiginmenn þeirra á fyrsta fundinn en
þeir hafa haldið sig heima í seinni
skiptin. Þeir bíða þó spenntir eftir að
heim sé komið með dýrmætar upp-
lýsingar um vistvænni lífshætti.
Dýrmætar því vistvænt heimilishald
er ekki bara betra fyrir umhverfið
heldur einnig mjög hagkvæmt og
sparar fjölskyldum talsverðar fjár-
upphæðir. Samkvæmt upplýsingum
á vefsíðu Landverndar, www.land-
vernd.is er hægt að minnka útgjöld
heimilisins um allt að 46 þúsund
krónur á ári með einföldum aðgerð-
um.
Þemu verkefnisins eru margvísleg
frá sorpi til vatns og
orku, en einnig er
fjallað um samgöngur
og innkaup. Hver fund-
ur fjallar um ákveðið
þema, er stjórnað af
fundarstjóra og þátttakendur setja
sér sín eigin markmið. Bryndís tek-
ur fram að það er enginn þrýstingur
á fólk á að gera eitthvað sem það vill
ekki gera. „Enginn getur gert allt en
allir geta gert eitthvað,“ segir hún
og virðast það hafa verið ein-
kennisorð átaksins.
Í þessum hópi hefur fólk uppgötv-
VISTVÆNT | Vistverndarhópar í 10 sveitarfélögum
Vistvernd í verki er liður í al-
þjóðlegu verkefni sem er
skammstafað GAP (Global act-
ion for the earth).
19 lönd taka þátt í verkefn-
inu.
Um 600 íslensk heimili hafa
verið þátttakendur í um 11
sveitarfélögum.
Hvítársíða er það sveitarfé-
lag sem hefur staðið sig best á
Íslandi, með um 50% þátttöku
íbúa.
Þú getur sparað heimilinu
um 46 þúsund krónur á ári með
vistvænum lífsstíl.
Hvað er
Vistvernd
í verki?
Landvernd stendur fyrir samsetn-
ingu samskonar vistvernd-
unarhópa um land allt. Ekki eru
hóparnir þó einskorðaðir við kven-
fólk, töluna sjö eða fundir endilega
haldnir á rigningardögum. Hægt
er að senda tölvupóst á vist-
vernd@landvernd.is og fá nánari
upplýsingar.
að hreyfilhit-
ara, smíðað
safnkassa, lag-
að vatnsleka
og eru allir
sammála um
að fyrsta
skrefið sé að
vera meðvit-
aður um eigið
vistkerfi. Þá
fylgir hitt í
kjölfarið. Einnig finnst þátttak-
endum þeir hafa breyst töluvert sem
neytendur, þeir þurfa ekki lengur á
óþarfa hlutum að halda.
Nauðsynlegt að virkja aðra
Ekki síður er það umræðan um fé-
lagsskapinn sem er mikilvæg og
smitar út frá sér. Fundirnir hafa
verið svo skemmtilegir að vinnu-
félagar, vinir og nágrannar fylgjast
spenntir með útkomu hvers fundar
og vilja vera með. Konurnar hér
læra mikið hver af annarri og eru
sammála um það að fundirnir séu
mun skemmtilegri nálgun en að
kaupa bókina með námsefninu úti í
búð og reyna að byrja að bjarga
heiminum sjálfur heima í stofu. Það
virðist vera undantekningalítið að
fólk sem er komið af stað í verkefn-
inu klári það, að mati Bryndísar. Það
virðist vera auðveldara að breyta
straumnum en maður heldur.
Sparar fjölskyldum
talsverðar fjárhæðir
Aðeins dauðir
fiskar synda
með straumnum