Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 26

Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÉR á eftir er í stuttu máli minnst á nokkur atriði í deiglunni til athugunar og áherslu. 1 Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar við lok síðari heimsstyrj- aldarinnar 1945 fengu Íslendingar ekki að vera stofnaðilar. Ástæðan mun hafa verið að því fylgdu þau skilyrði að segja möndulveldunum eða a.m.k. Hitlers- Þýskalandi eða „Þriðja ríkinu“ stríð á hendur. Það sam- rýmdist ekki stefnu hins unga íslenska lýð- veldis að segja öðrum þjóðum stríð á hendur. Ísland varð svo aðili að SÞ 1946. Írak-stríðið og stuðningur „hinna viljugu“ vekur upp spurningu um hvað hafi breyst. 2. Í íslensku stjórnarskránni eru ákvæði um málskotsrétt forseta Ís- lands með tilvísun til þjóðaratkvæð- isgreiðslu. Ákvæðið vísar til mála sem afgreidd eru á hinu háa Alþingi af fulltrúavaldi meirihlutans, en geta orkað tvímælis með þjóðinni. Full- trúaþjóðþing fyrir 1940 úti í Evrópu voru dæmi þess hvernig fulltrúa- og flokksveldinu var misbeitt. Slík staða getur alltaf skotið upp aftur einnig á Alþingi Íslendinga að flokksræðið valti yfir þingræðið eins og dæmin virðast sanna. Getur það átt við jafnt stjórn sem stjórnarand- stöðu. Aðhald í þessum efnum er nauðsynlegt á einn eða annan veg. Málskotsréttur forsetans gefur von um slíkt aðhald. 3. Fyrr á öldum var limlestingu og drekkingu beitt í réttarfari Íslend- inga gegn ást og ástríðum. Síðbúin iðrunarganga var farin á kristnihátíð á Þingvöllum árið 2000 í minningu þessara atburða. Skyldum við eiga eftir að fara í iðrunargöngu fyrir að limlesta og drekkja náttúru lands- ins, víðáttum þess og öræfum, vegna m.a. virkjunarfram- kvæmda fyrir orkufrek- an iðnað? Allt er þetta í huga höfundar sjálft sköpunarverkið, hvort sem í hlut á hin lifandi eða dauða náttúra. Sú síðarnefnda tilheyrir reyndar huglægt einnig hinni lifandi náttúru. Verum minnug þess sem segir í heilagri ritn- ingu að „allt sem þú gerir einum af mínum minnstu bræðrum, það gerir þú mér“. Þetta er djúpur táknrænn siðaboðskapur hvað sem líður trúmálum. 4. Á Íslandi ríkir trúfrelsi. Samt er stundum og jafnvel hart deilt um hversu langt það nær. Inn í þá um- ræðu blandast svo átök um aðskilnað ríkis og kirkju. Að áliti höfundar er bókstafstrú trúleysis með tilvitnun í trúfrelsi engu betri en bókstafstrú trúar og best að fara með allt slíkt með gát. Kristni og þjóðkirkjan með þjónustu um allt land eru hvað sem öllu þessu líður hornsteinn íslenskr- ar siðmenningar. Höfundur álítur að þjóðkirkjan haldi uppi einingu í trú- málum og siðmenningu í landinu, án þess að hallað sé á né höft lögð á aðra siði, jafnt kristna sem aðra. Hér ríkir í raun mikið umburðarlyndi í trúmálum yfirleitt, hvort sem um trúleysi, afskiptaleysi eða trú, er að ræða. 5. Í framhaldi af umræðu um trúmál skal minnst á trúarbragðafræðslu og trúarlegt viðmót í skólum landsins. Höfundur er minnugur þess og jafn- framt þakklátur því að í barnaskóla eins og grunnskólinn nefndist áður, naut hann kennara – Sigurbjargar Jónsdóttur – sem fór með faðirvorið með okkur krökkunum í upphafi dags. Þar kynntist höfundur því fyrst á sinni ævi, foreldrunum að ólöstuðum. Heimsstyrjöldin síðari var þá enn í algleymingi. Hafði þessi siður kennarans áhrif á höfund æ síðan. Varla hefur stundin í barna- skólanum skaðað okkur krakkana um ævina. Við nutum leiðsagnar góðra kennara, auk Sigurbjargar skal minnst Árna Þórðarsonar. Geta má þess nú til gamans á tímamótum 1935 árgangsins og þar um kring, að af tíu drengjum í bekk luku átta embættisprófi úr háskóla – tveir lög- fræðingar og tveir læknar, tveir verkfræðingar og einn viðskipta- fræðingur, og svo einn náttúrufræð- ingur eða haffræðingur. Þessi hópur heldur með öðrum bekkjarsystk- inum nú í sumar upp á 50 ára stúd- entsafmæli sitt frá Menntaskólanum í Reykjavík. Stúlkurnar í bekknum voru tuttugu og þrjár, og héldu margar þeirra einnig áfram námi í menntaskóla og háskóla, auk þess að gæta hins mikilvæga hlutverks að fæða börnin og ala þau upp. Reynd- ar voru dúxarnir í bekknum úr þeirra hópi. Jafnræði kynjanna var þá enn á barnsskónum og sókn stúlknanna til frama almennt ekki hafin. Hefur þar orðið mikil breyting á til batnaðar þótt enn sé verk að vinna. 6. Að lokum örlítill fróðleiksmoli. Í skóla var fjallað um landvættina í ís- lenska skjaldarmerkinu. Landvætt- irnir voru kenndir við nafntogaða höfðingja á Íslandi, sem vörðu landið þegar danskur kóngur á söguöld hugðist leggja undir sig eylandið í norðri til að hefna níðkvæðis. En hver voru tákn þessara landvætta? Jú, risi, griðungur, örn og dreki. Hvað minnir það á að athuguðu máli? Jú, guðspjöllin í nýja testa- mentinu, nema drekinn var þar ljón af skýranlegum táknrænum ástæð- um. Táknin í íslenska skjaldarmerk- inu eru því af sama toga. Þessi tákn skreyta kapellu í Háskóla Íslands, verk eftir Ríkharð Jónsson, og svo einnig framhlið Alþingishússins yfir gluggum efri hæðar. Þannig virðist óþarfi að telja skjaldarmerkið vanta á Alþingi Íslendinga eins og stund- um var orðað. Það er þannig athygl- isvert að landvættir Íslands eru þeir sömu og tákn guðspjallanna. Ekki var minnst á það í uppeldi höfundar né í skóla. Þessa er aftur getið í Ís- landssögu Björns Þorsteinssonar og Bergsteins Jónssonar (Sögufélagið, Rvík. 1991). Skyldu Íslendingar al- mennt gera sér grein fyrir hve djúp- ar rætur kristnin og austræn áhrif eiga í tilveru þeirra? Jú, væntanlega allflestir. Eins og Æsir komu austan úr Asíu eins og segir í Heimskringlu Snorra Sturlusonar þá komu land- vættirnir úr sömu heimsálfu eins og tákn guðspjallanna í skjaldarmerki Íslendinga. Til umhugsunar Svend-Aage Malmberg fjallar um nokkra merkisviðburði ’Skyldum við eigaeftir að fara í iðrunar- göngu fyrir að limlesta og drekkja náttúru landsins …‘ Svend-Aage Malmberg Höfundur er haffræðingur. Iðrunarganga á Kristnihátíð á Þingvöllum árið 2000. Þrettán ára bekkur; fyrsti bekkur í gagnfræðaskóla í Miðbæjarbarnaskólanum í Reykjavík 1948–1949.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.