Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 27 UMRÆÐAN Í Fornalundi Reykjavík 585 5050 Suðurhrauni 6 Hafnarfirði 585 5080 V/Súluveg Akureyri 460 2200 Ægisgötu 6 Reyðarfirði 477 2050 Höfðaseli 4 Akranes 433 5600 www.bmvalla.is Hallarsteinn Ný og glæsileg handbók er komin út. Söludeildir: 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 15.200.231 kr. 3.040.046 kr. 304.005 kr. 30.400 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.603.188 kr. 2.320.638 kr. 232.064 kr. 23.206 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.122.580 kr. 2.224.516 kr. 222.452 kr. 22.245 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.876.188 kr. 187.619 kr. 18.762 kr. Innlausnardagur 15. júní 2005 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1,8761882 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1,44564871 Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 EF SKOÐUÐ er sú umræða sem nú fer fram um skipan fram- haldsskólans, er ljóst að krafan um styttingu námsins er hvorki komin frá nemendum né kennurum. Meg- inröksemdin fyrir þriggja ára framhaldsskóla – og það eru vissu- lega rök sem ástæða er til að staldra við – er að með stytting- unni sé verið að fella íslenskt skólakerfi að því sem tíðkast í kringum okkur. Á móti hefur verið bent á ýmsa sérstöðu, svo sem að íslenskir ung- lingar hafi löngum sótt verðmæta reynslu – og fjármuni – í ýmsa vinnu í löngum sumarleyfum. Þótt eitthvað hafi dregið úr framboði á sumarvinnu í þéttbýli, sýnist mér að þorri ung- linga komist enn í vinnu í leyfum – og því miður einnig í vaxandi mæli á skólatíma. Oft vitna yfirvöld menntamála í erlenda reynslu þeg- ar það hentar þeim, án þess að reikna dæmið til enda. Þegar hér- lendis var að mestu hætt að raða nemendum í barnaskólum í bekki eftir getu, og bent á að svona væri þetta í útlöndum, lokuðu menn augunum fyrir því að hvergi í þeim löndum sem við var miðað voru skólar tvísetnir, svo kennarar höfðu betri skilyrði en hér til að sinna sérþörfum einstakra nem- anda. Á þessu hefur nú víðast ver- ið unnin bót hérlendis, en það spillti fyrir framkvæmd breyting- arinnar á sínum tíma. Eins leiða fræðsluyfirvöld það nú hjá sér, að í flestum grannlöndum okkar, sem við er miðað um lengd framhalds- skólans, er nemendum séð fyrir námsbókum sér að kostnaðarlausu, og þeir eru því minna en ella háðir vinnu með náminu. Í áfangakerfi framhaldsskóla bjóðast einfaldar aðferðir til að stytta námið um ár. Allt frá því að kerfið var tekið upp hafa góðir nemendur getað skipulagt nám til stúdentsprófs á þremur vetrum. Og á þremur vetrum ásamt einni eða tveimur sumarönnum komast nemendur léttilega yfir venjulegt fjögurra ára námsefni. Hinir slak- ari dragast sjálfsagt ævinlega aft- ur úr, hvort sem lög gera ráð fyrir þriggja eða fjögurra ára náms- tíma. Meðalnámstími til stúdents- prófs á Íslandi er nú nokkuð á fimmta ár. Þar kemur meðal ann- ars til að fleiri nemendum er beint inn á bóknámsbrautir en þar eiga heima. Auk þess fer í vöxt, sem fyrr segir, að framhaldsskólanem- ar sæki vinnu með náminu á skóla- tíma, og hætt er við að lögbundin stytting námstímans breyti litlu þar um. Með sumarönn gefst þeim sem hlekkst hefur á í námi auk þess tækifæri til að bæta sig. Þessi lausn stendur nú aðeins nem- endum á höfuðborgarsvæðinu til boða, og ekki nema í einkaskóla með skólagjöldum. Hafi stjórn- endur ríkis og sveitarfélaga í al- vöru áhuga á að ýta undir það að nemendur stytti nám sitt í fram- haldsskóla um ár, þarf enga laga- breytingu til þess, einungis að skipuleggja kennslu á sumarönn í framhaldsskólum landsins. Þessi lausn liggur ekki eins beint við fyrir bekkjaskólana, en tími er kominn til þess að yfirvöld fræðslumála átti sig á því – og taki mið af því – að flestir íslenskir framhaldsskólanemar stunda nám í áfangaskólum, og nám með því sniði er í boði nær alls staðar þar sem framhaldsskólar eru. Þau rök hafa sést fyrir styttingu framhaldsskólans, að fáir nem- endur í áfangaskólum nýti sér sveigjanleika kerfisins með því að stytta námið til stúdentsprófs. Gæti skýringin ekki verið sú að fá- ir finni hjá sér þörf til að flýta sér? Meðan ég stjórnaði menntaskóla greiddi ég götu margra nemenda til náms erlendis, með með- mælabréfum eða með upplýsingum um íslenska skólakerf- ið, enda sækja margir íslenskir stúdentar há- skólanám til annarra landa. Frá háskólum vestanhafs barst mér oft fyrirspurn um það, sem ekki kemur fram á prófskírteinum áfangaskóla, hve mikið af náminu hefði verið stundað tvö síðustu skólaárin. Skýringin er, að nám sem er um- fram tólf ára reglulegt nám í heimalandinu, telst til „college“ þar vestra (en það er fjögurra ára skólastig á undan eiginlegum háskóla, „uni- versity“) og kemur nemandanum til góða þegar metin er staða hans í upphafi háskólanáms. Ef lög- bundinn og skilgreindur námstími til íslensks stúdentsprófs yrði styttur um eitt ár – jafnvel þótt námskröfur væru lítt eða ekki breyttar – sýnist mér að námstími íslenskra stúdenta í bandarískum háskólum gæti lengst um ár. Í námi mínu í Edinborg fyrir þrjátíu árum sótti ég meðal annars fyrirlestra um menntakerfi ýmissa þjóða, þar sem fram kom að í þáverandi Sovétríkjum þótti eðlilegt að nemendur ríkja eða landshluta, þar sem rússneska var ekki töluð, innrituðist í háskóla ári síðar en þeir sem mæltir voru á þessa tungu. Mér sýnist að svipað eigi við um okkur. Hér er í framhaldsskólum varið verulegum tíma – mun meiri en í flestum ef ekki öllum löndum í kringum okk- ur – í kennslu og nám erlendra mála. Vitanlega er hægt að breyta þessu, en það verður að gerast að vel athuguðu máli. Við höldum uppi öflugum menningartengslum við önnur Norðurlönd, og margir Íslendingar sækja menntun í er- lenda háskóla austanhafs og vest- an, og ekki aðeins til enskumæl- andi þjóða. Að sjálfsögðu getur kunnátta í ensku einni erlendra tungna opnað leið til haldgóðrar menntunar, en eigum við aðeins að horfa út um einn glugga? Sá sem þetta skráir telur ekki að það muni hækka menntunarstig þjóð- arinnar. Stytting framhaldsskólans Örnólfur Thorlacius fjallar um menntamál ’Vitanlega er hægt aðbreyta þessu, en það verður að gerast að vel athuguðu máli.‘ Örnólfur Thorlacius Höfundur var rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.