Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 29 UMRÆÐAN FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli LOKSINS hefur verið tekin ákvörðun um framtíð Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, það á sem sagt að selja hana. Að vísu er enn ekki vitað hver kaupandinn er eða hvers konar starfsemi þar verður. Það hefur tekið rúmlega 31 ár að taka þessa ákvörðun, svo að ekki er hægt að segja að flanað hafi verið að neinu, eða hvað? Þegar þessi ákvörðun var form- lega tilkynnt þriðju- daginn 31. maí kom þetta þó starfs- mönnum Heilsuvernd- arstöðvarinnar í opna skjöldu. Hinn 1. janúar árið 1974 tóku lög um heil- brigðisþjónustu gildi, en þar er kveðið á um heilsugæslustöðvar. Þá þegar var farið að huga að því hvert yrði framtíðarhlutverk Heilsuverndarstöðv- arinnar, þar sem heilsugæslustöðvunum var ætlað að taka við megninu af starfsemi hennar. En áhugi á þessari merku stofnun og örlögum hennar hefur nánast enginn verið þennan tæpa aldarþriðjung og hafa eigend- urnir, Reykjavíkurborg (60%) og ríkið (40%) vísað hvort á annað, þeg- ar málefni hennar hafa verið rædd og á meðan hefur óvissa ríkt og byggingin grotnað niður. Stjórn stöðvarinnar lagði að vísu fram til- lögur um framtíðarhlutverk stöðv- arinnar og var nefnd skipuð til að út- færa þær. Tillögurnar voru lagðar fyrir heilbrigðisráðherra, síðan eru 8 ár og enn hefur ekkert heyrst um af- drif þeirra. Saga Heilsuvernd- arstöðvarinnar er stórmerkileg og sýndi stórhug og metnað í heilbrigð- isþjónustu utan sjúkrahúsa með megináherslu á forvarnir. Sagan hófst árið 1934 þegar Vilmundur Jónsson landlæknir kom fyrst með hugmynd að heilsuverndarstöð. Al- þingi Íslendinga samþykkti síðan uppbyggingu heilsuverndarstöðva í öllum héruðum landsins sjálft lýð- veldisárið 1944. Í framhaldi af því samþykkti bæjarráð Reykjavíkur árið 1946 að koma á fót „fullkominni heilsuverndarstöð“. Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur tók til starfa í desember 1953 með opnun barna- deildar og var formlega vígð 2. mars 1957. Þar hefur verið sinnt flestum greinum heilsuverndar, auk ung- og smábarnaverndar, má nefna mæðra- vernd, heilsugæslu í skólum, berkla- varnir, atvinnusjúkdómavarnir, áfengisvarnir, kynsjúkdómavarnir, tannvernd og heimahjúkrun, þar var heyrnardeild, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, embætti borgarlæknis, aðsetur stjórnsýslu, auk hjúkr- unardeildar og slysavarðstofu, sem voru á vegum Borgarspítalans. Nú er þar miðstöð heilsugæslu. Bygg- ingin hefur sett svip á borgina í meira en hálfa öld og hefur sér- stakan sess meðal þjóðarinnar. Hún hefur því mikið menningarsögulegt gildi. Nokkrir áhugamenn um Heilsu- verndarstöðina hafa margsinnis komið að máli við þá sem áhrif hafa og ákvarðanir taka í þess- um málum, en talað fyr- ir daufum eyrum. Að mínu mati og margra þeirra, sem bera hag heilsugæsl- unnar fyrir brjósti, er alveg ljóst hvert hlut- verk Heilsuvernd- arstöðvarinnar á að vera. Hún á að hýsa sér- hæfðar miðstöðvar heilsugæslunnar, þ.e. mæðraverndar, ung- og smábarnaverndar og heilsugæslu í skólum, enn fremur sinna rann- sóknum á sviði forvarna og lýðheilsu.o.fl. og ekki síst, þarna á ný lýðheilsustöð að vera til húsa. Lýðheilsustöðin hefur ein- mitt það hlutverk sem Heilsuvernd- arstöðinni var ætlað þegar árið 1934, en þá var orðið lýðheilsa ekki til, Heilsuverndarstöðin er Lýð- heilsustöð. Mér er með öllu óskiljanlegt að eftir 31 árs umhugsunarfrest, skuli menn komast að þessari ótrúlegu niðurstöðu. Starfsemin tvístrast og myndar ekki þá heild sem æskileg er í heilsuverndarstarfinu. Með ákvörð- un sinni um sölu á Heilsuvernd- arstöðinni á almennum markaði tel ég að bæði ríki, og þá sérstaklega Reykjavíkurborg, þar sem sam- þykkt um Heilsuverndarstöðina var gerð, hafi ekki virt mikilvægan þátt í sögu og menningu þjóðarinnar. Við vígslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur vitnaði Sigurður Sig- urðsson, formaður stjórnar, í orð Vil- mundar Jónssonar, sem sagði: „Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var frá upphafi stærsta heilsuvernd- arstöð landsins, og allt frá því að lögð voru fram fyrstu drög að bygg- ingu hennar var til þess ætlast að hún gegndi forystuhlutverki í heilsu- verndarmálum landsmanna.“ Þetta á við enn í dag. Það er ekki of seint að snúa við. Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur – Sala og saga Höfundur er fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur ’Heilsuvernd-arstöðin er Lýð- heilsustöð.‘ Bergljót Líndal Höfundur er fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. ÁÆTLUÐ er ný vegagerð frá Þórisstöðum í Þorskafirði að Kráká á Skálanesi við norð- anverðan Breiðafjörð. Í umhverfismat eru lagðar fram 3 tillögur. Leið B, frá Þór- isstöðum út á Hall- steinsnes, þverar Djúpafjörð, fer um Grónes og þverar Gufufjörð (kostnaður 1.690 Mkr). Leið C, frá Þórisstöðum yfir Hjallaháls, út aust- anvert Grónes og þverar Gufufjörð (1.220 Mkr). Leið D, frá Þórisstöðum, yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls, um innanverðan Gufu- fjörð að Kráká (1.133 Mkr). Mikill áhugi er meðal sveitar- stjórnarmanna að fara leið B og virðast þeir sannfærðir um að hún muni standast umhverfismat (sbr. grein í Mbl. 5. apríl eftir Þórólf Halldórsson, Einar Örn Thorlacius, Guðmund Guðlaugsson og Má Erlingsson). Er sannfæring þeirra athyglisverð því fjölmargt mælir gegn því að leið B verði valin (sbr. greinar í Mbl. eftir Gunnlaug Pét- ursson 23. mars og 27. apríl og Þór- odd Skaptason 4. apríl). A.m.k. 50 ha skóglendis munu eyðast við leið B Á nokkrum stöðum á sunn- anverðum Vestfjörðum dafnar skógur. Stærsta skóglendið er við utanverðan Þorskafjörð og hluti hans er nefndur Teigskógur. Að meginstofni er hann birkiskógur þó þar sé einnig að finna aðrar trjá- tegundir og fjölbreytta flóru. Sam- felldur skógur er nánast frá Þór- isstöðum út á Hallsteinsnes, 9 km. Leið B mun skera skóginn eftir endilangri hlíðinni. A.m.k. 50 ha skóglendis hverfa í vegstæðið og að auki eru efnisnámur áætlaðar þar. Á hverju ári er miklum fjármunum varið til skógræktar á Íslandi og því má telja sérstakt að nátt- úrulegur skógur sem fyrir er í landinu teljist ekki meira virði en svo að til greina komi að eyða svæði sem samsvarar um 80 knatt- spyrnuvöllum. Teigskógur er á Náttúruminja- skrá og verður fyrir verulegum spjöllum ef leið B verð- ur lögð. Skógurinn er einstök náttúruparadís og sérkennilegt verður að telja það, sem sveit- arstjórnarmenn og fleiri hafa haldið fram, að uppbyggður þjóð- vegur eftir endilöngum skóginum muni auka aðdráttarafl svæðisins. Þegar leggur fjöldi manna leið sína ár hvert í Teigskóg til að njóta útivistar. Á þetta hefur Ferðamálafélag hreppsins bent og gefið út bækling þar sem mælt er með gönguferð um skóg- inn. Leirurnar við Breiðafjörð Þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar með leið B mun óhjákvæmilega hafa veruleg áhrif á fallaskipti, setflutning og leirurnar í fjörðunum. Fjörur og sker við Breiðafjörð eru vernduð skv. lögum og á Breiðafjarðarnefnd að fylgjast með því að lögum sé framfylgt. Í Verndaráætlun Breiðafjarðar segir (á bls. 35): „Vegna mikilvægis leirusvæðisins fyrir fuglalíf er brýnt að Breiðafjarðarnefnd beiti sér fyrir að ekki komi til frekari röskunar á leirum svæðisins. Hafa ber í huga að svæðið hefur þegar verið metið sem alþjóðlega mik- ilvægt svæði fyrir tegundir eins og margæs og rauðbrysting. Það ætti því að vera hlutverk Breiðafjarð- arnefndar að hvetja til þess að svæðið í heild sinni verði sett á Ramsarlistann.“ Þar stendur einnig (á bls. 38): „Þar [við Breiðafjörð] eru víðfeðmustu fjörur landsins og víðfeðm grunnsævi. Einstaka vist- kerfi eins og t.d. leirusvæðin eru mikilvæg á alþjóðamælikvarða…“ Gengið var verulega á leirurnar þegar Gilsfjörður var brúaður (um 4% af öllum leirum hér á landi) og má svæðið því ekki við mikilli rösk- un til viðbótar. Fornleifar í uppnámi Á Vestfjörðum er landslagi þann- ig háttað að stutt er milli fjalls og fjöru og undirlendi lítið. Er því byggingarland takmarkað og eðli málsins samkvæmt raða flestar minjar sér á hið takmarkaða und- irlendi en fækkar er ofar dregur. Því setur leið B óhjákvæmilega margar fornleifar í uppnám. Í landi Grafar eru m.a. friðlýstar rústir sem eru í stórhættu vegna nálægð- ar við vegstæðið. Í landi Hallsteins- ness og Gróness eru víða rústir sem munu lenda í eða hættulega nærri vegstæðinu. Það verður að vera alveg ljóst að ógerningur er að kanna allt það sem skógurinn geymir og því má fastlega búast við áður óþekktum minjum á leið B. Leið D – góður kostur Vegagerðin telur leið D vel fram- bærilegan kost. Vegurinn yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls mun eft- ir endurbætur og nýbyggingu verða mun betri en margir fullgildir þjóð- vegir. Nýr vegur yfir Bröttu- brekku, sem er hærri en Hjallaháls, er ekki talinn varasamur. Ef svo skyldi fara að Hjallaháls yrði lok- aður vegna snjóa má öruggt telja að nýi vegurinn yfir Klettsháls nokkru vestar væri kolófær. Núver- andi vegur yfir Hjallaháls er um 20 ára og má halda því fram að tjaldað sé til einnar nætur í vegamálum ef viðunandi þykir að byggja þjóðvegi á alveg nýjum stöðum á nokkurra ára fresti með öllu því raski og óafturkræfu spjöllum sem því fylgir. Gæti hugsast að eftir 20 ár þyki ekkert sjálfsagðara en að bora göng í gegnum hálsaröðina vestur eftir? Þá væri búið að hálfloka fjörðum með þverunum og skera hlíðar með uppbyggðum þjóð- vegum. Það verður ekki aftur tekið. Vestfjarðavegur 60 – leið B veldur óviðunandi spjöllum Guðrún Alda Gísladóttir skrifar um vegamál í Gufudalssveit ’Teigskógur er á Náttúruminjaskrá og verður fyrir verulegum spjöllum ef leið B verður lögð.‘ Guðrún Alda Pétursdóttir Höfundur er fornleifafræðingur. HVERNIG jóga kennir þú? Þetta er ein algengasta spurning sem ég fæ og svarið er alltaf það sama: „Ég kenni klassískt hatha- jóga sem samanstendur af líkams- æfingum, öndun, slökun og sið- fræði.“ Ég lærði hjá Yogi Hari, Yogi Shanti Desai og Ásmundi Gunnlaugs- syni sem allir kenna mjög hefðbundið. Í framhaldi þarf ég yf- irleitt að útskýra meira. „Allt jóga sem inniheldur líkams- æfingar er útfærsla af hatha-jóga.“ Þar á ég við stefnur eins og Kripalu-, Bikram-, Iyengar-, Sivananda-, Anusara-, Ashtanga- og fleiri sem eru til- tölulega nýlegar,frá síðustu fimmtíu árum eða svo, en byggjast á ríkri hefð. Þegar fólk spyr hins vegar um stefnur eins og Jóga boxing, Spinning-jóga, Swimming-jóga og hið íslenska Rope-jóga veit ég ekki alveg hverju ég á að svara (ég nota ís- lenska stafsetningu jóga með jó í stað hinnar ensku yo). Þarna eru ábyggilega á ferðinni ágætis lík- amsræktaraðferðir en sú spurning hefur komið upp í huga minn hvort verið sé að nýta sér almenn- ar vinsældir jóga í gróðaskyni. Er verið að splæsa orðinu jóga við til að öðlast auðvelda viðurkenningu? Við nánari skoðun á þessum ný- tísku stefnum kemur í ljós að þar er einungis notast við mjög fáar klassískar jóga- eða öndunar- æfingar. Í kynningartexta á Jóga boxing-spólu sem ég keypti fyrir forvitni sakir segir upphafs- maður þess að jóga hafi verið svo leið- inlegt að hann hafi orðið að finna ein- hverja skemmtilega útfærslu. Hann bland- ar saman dansi, boxi og fleiru, en ég sá mjög lítið jóga á spól- unni. Í hinu íslenska Rope-jóga er notaður bekkur sem selst á 50–60 þúsund krónur. Upphafsmaður þess nýtir sér bandaríska „life coaching“- heimspeki í bland við einföld jóga- fræði og í kynningarbæklingi seg- ir hann Rope-jóga vera eina af meginstefnum jóga. Hann setur stefnu sína í flokk með Karma-, Bhakti-, Gnana- og Rajajóga sem eru stefnur sem hafa þróast í þús- undir ára. Aftur verð ég að setja spurningarmerki. Hefur einhver hugljómast við ástundun Rope- jóga eða Jóga boxing? Eiga þessar stefnur sér ríka hefð? Ég eftirlæt lesandanum að velta þessum spurningum fyrir sér. Allt hefð- bundið líkamsjóga byggist á al- hliða æfingum sem miða að því að koma líkamanum í jafnvægi í und- irbúningi fyrir hugleiðslu. Jógaá- stundun fylgir ákveðinn heilsuefl- andi ávinningur og þaðan spretta vinsældirnar. En að splæsa orðinu jóga aftan eða framan við nýjar líkamsræktaraðferðir, hversu góð- ar sem þær kunna að vera, fyrir það eitt að nota örfáar hefð- bundnar hatha-jóga- og öndunar- æfingar er í besta falli vafasamt. Því bið ég fólk sem hefur hug á að stunda jóga að hugsa og spyrja sig áður en það pantar sér nám- skeið: „Er þetta virkilega jóga“? Er þetta jóga? Guðjón Bergmann fjallar um jóga ’Við nánari skoðun áþessum nýtísku stefnum kemur í ljós að þar er einungis notast við mjög fáar klassískar jóga- eða öndunaræfingar.‘ Guðjón Bergmann Höfundur er jógakennari og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.