Morgunblaðið - 13.06.2005, Page 34

Morgunblaðið - 13.06.2005, Page 34
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SÆL DÓRA. ÞETTA ER JÓN... ÉG VAR AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR MÉR, HVORT VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA SAMAN Á GAMLÁRSKVÖLD ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÉG VERÐI BARA EINN MEÐ SJÁLFUM MÉR ERTU VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR FARA ÚT MEÐ SJÁLFUM ÞÉR? ÉG HEF ÁTT Í VAND- RÆÐUM MEÐ AÐ FINNA MÉR NÝTT ÁHUGAMÁL FYRST LANGAÐI MIG AÐ SAFNA PÖDDUM... ... SVO LANGAÐI MIG AÐ ÞRYKKJA HVAÐ ÁKVAÐSTU? AÐ ÞRYKKJA PÖDDUR! ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ FÆRA HELGU GJAFIR ÚR RÁNSLEIÐANGRUM TIL LONDON OG PARÍS... HÚN LÆTUR MÉR ALLTAF LÍÐA EINS OG KONUNGI HANN VERÐUR AÐ VERA MEÐ ÞETTA ÞAR TIL AÐ SAUMARNIR ERU FJARLÆGÐIR... ... ÞETTA ER HONUM SJÁLFUM TIL VARNAR SJÁIÐ ÞIÐ STRÁKAR, KJÚKLINGUR Í FÖTU GÓÐ VÖRN! HELDUR ÞÚ AÐ VIÐ EIGUM EFTIR AÐ GIFTAST? HUMM... HVERNIG Á ÉG AÐ ORÐA ÞETTA? EKKI FYRIR ALLAR BEYGLURNAR Í BEYGLULANDI VEL AÐ ORÐI KOMIST LEITAR FORRITI? ÞÚ GETUR LITIÐ Á ÞAÐ SEM TÖLVU ÚTGÁFU AF KÓNGURLÓAR-SKYNJURUNUM ÞÍNUM OG EF ÞEIR VIRKA ÞÁ GÆTI ÞETTA FOR- RIT GERT ÞAÐ LÍKA ÉG KEM FYRIR LEITAR FORRITI Á SÍÐUNNI ÞEIRRA, SEM ÆTTI AÐ GERA MÉR KLEIFT AÐ HAFA UPP Á ÞEIM LÖGREGLAN VAR AÐ HRINGJA. HÚN NÁÐI ÞRJÓTUNUM SEM STÁLU KORTANÚMERINU OKKAR! FENGU ÞEIR NÚMERIÐ AF KORTAKVITTUNUM SEM VAR ÓVART HENT..? NEI, ÞEIR SENDU OKKUR TÖLVUPÓST ÞAR SEM ÞEIR ÞÓTTUST VERA NET- FYRIRTÆKIÐ OKKAR ÞEIR BÁÐU VÍST UM KORTANÚMERIÐ TIL AÐ LAGA VANDAMÁL VARÐANDI SKULD- FÆRINGAR ÉG MAN EKKI EFTIR AÐ HAFA SÉÐ SVONA BRÉF HE HE... FRÁBÆRT Dagbók Í dag er mánudagur 13. júní, 164. dagur ársins 2005 Víkverji er mjög hrif-inn af brauði og í raun má segja að brauð sé uppistaðan í fæðu hans. Hann byrjar dag- inn alltaf á því að borða ristað brauð og verður svo ávallt að hafa eitt- hvað brauðkyns með hinum máltíðum dags- ins. Stundum finnst honum hann meira að segja ekki geta orðið saddur nema brauð fylgi öðrum fæðuteg- undum ofan í maga hans. x x x Í ljósi þessa hryllirVíkverja við þeirri tísku sem nú er uppi meðal þeirra sem vilja end- urskoða mataræði sitt til að vinna á aukakílóunum. Undanfarin misseri virðist sem annar hver maður hafi misst fimm kíló hér og tíu kíló þar, bara með því einu að … hætta að borða brauð. Sú tilhugsun er fyrir Víkverja jafnskelfileg og til dæmis sú að ja, hætta að hlusta á tónlist. Nú eða, að hætta að eiga vini. Að hætta að brosa. Að sofa. Nei, Víkverji getur ekki hugsað sér lífið án brauðs. Þá sættir hann sig frekar við fáein um- framkíló. Þessu tengd er reiði Víkverja út í aðra fæðutegund sem truflar brauðát hans oft mjög mikið. Það er að segja majones. Majonesi er af ein- hverjum undarlegum ástæðum (sem eru líklega að hluta til menningarsögulegar, en dálæti landans á majonesi tengist víst uppgangi velmegunar á eftirstríðsárunum, eða svo las Víkverji einhvers staðar) klínt á hér um bil hverja einustu tilbúna sam- loku sem framleidd er hér á landi. Það er í raun stórundar- legt að ekki skuli vera hægt að kaupa sér samloku án þess að á henni sé majones í einhverju formi. Meira að segja svokallaðar „heilsu“ samlokur eru yfirleitt smurðar ein- hvers konar „létt“ sósu sem gjarnan inniheldur majones. Víkverji er sannfærður um að fleiri en hann hafa ekki smekk fyrir majonesi. Og vegna heitrar ástar sinnar á brauði vildi hann óska þess að þeir sem framleiddu tilbúnar samlokur legðu sig betur fram í því að höfða til þessa hóps. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Hafnarborg | Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari og Antonía Hev- esi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á Björtum dög- um í dag kl. 12.00. Yfirskrift tónleikanna er „Tenór á toppnum“. Á efnisskrá er tónlist eftir A.L. Webber, E. Curtis, F.P Tosti, M. Costa og G. Verdi. Tónleikarnir eru í boði Hafnarfjarðarbæjar og aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Jim Smart „Tenór á toppnum“ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að þér allir einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. (Róm. 15, 4.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.