Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 36
36 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 vindhöggs, 8 tek
snöggt í, 9 borguðu, 10
spils, 11 láta af hendi, 13
skilja eftir, 15 reifur, 18
ugla, 21 kvendýr, 22 minn-
ast á, 23 hæsi, 24 hjálpar.
Lóðrétt | 2 fimur, 3 álíta, 4
krók, 5 málmi, 6 dúsk, 7
rola, 12 spott, 14 bók-
stafur, 15 vandræði, 16
fékk í arf, 17 priks, 18
askja, 19 sárri, 20 straum-
kastið.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 búlki, 4 sekta, 7 tinna, 8 listi, 9 nál, 11 róms, 13
undu, 14 æskan, 15 töng, 17 dund, 20 ann, 22 felds, 23 end-
um, 24 norpa, 25 tomma.
Lóðrétt | 1 bætur, 2 linum, 3 iðan, 4 soll, 5 kösin, 6 atinu, 10
álkan, 12 sæg, 13 und, 15 tófan, 16 nælur, 18 undum, 19
dimma, 20 assa, 21 nekt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki drepa niður stemninguna í dag.
Þú ert sannfærður um að þú hafir rétt
fyrir þér, og lætur alla heyra það. Það
er ekkert sniðugt. Kældu þig eilítið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er nánast heltekið af þeirri
hugmynd að kaupa tiltekinn hlut í dag
og þarf að láta talsvert fé af hendi
rakna fyrir vikið. Vonandi veistu hvað
þú ert að gera.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Skoðanaágreiningur kemur hugs-
anlega upp á milli þín og einhvers ná-
komins í dag. Ekki hella olíu á eldinn.
Sættu þig bara við það sem gerðist.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn er uppfullur af orku í
vinnunni í dag. Hann kemur auga á
það sem má betur fara. Ekki samt
haga þér eins og fíll í postulínsbúð.
Forðastu ágreining.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Slitnað gæti upp úr rómantísku sam-
bandi ef ljónið gætir sín ekki. Það vill
komast til botns í ótilgreindu máli,
nálgast sannleikann og byrja upp á
nýtt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Tækjabúnaður og vélar gætu bilað í
dag. Meyjan vill gera við og hrinda af
stað víðtækum breytingum til hins
betra. Ekki samt neyða neinu upp á
aðra.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Rifrildi um stjórnmál, trúmál og
heimspekileg viðhorf koma voginni
bara úr jafnvægi. Ekki leggja út í eitt-
hvert þras, það er einfaldlega ekki
þess virði.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hlutirnir eru annaðhvort svartir eða
hvítir í dag og allir sitja fast við sinn
keip. Ekki rífast um sameiginlegar
eignir á meðan. Bíddu með það þar til
síðar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ákefð í samskiptum við einhvern gæti
svipt hulunni af leyndarmálum bog-
mannsins. Kannski koma einhverjar
hliðar hans eða annarra í ljós sem
hingað til hefur verið horft fram hjá.
Sýndu miskunn.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin kemur auga á betri leiðir
til þess að framkvæma ótilgreint verk
í vinnunni. Hún sér hvað þarfnast lag-
færingar. Gættu þess að stíga ekki á
tærnar á neinum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn á ekki að knýja fram
vilja sinn með valdi núna, það gæti
leitt til sambandsslita við einhvern.
Hann vill láta óánægju sína í ljós en
verður að fara fínt í hlutina.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Notaðu daginn til þess að gera við
tæki og sinna viðgerðum á heimilinu í
dag. Ekki vera of ráðríkur í sam-
skiptum við fjölskyldumeðlimi. Þeir
munu ekki bregðast vel við.
Stjörnuspá
Frances Drake
Tvíburar
Afmælisbarn dagsins:
Þú þarfnast frelsis og ert bæði athafna-
söm og ævintýragjörn manneskja. Þú ert
að sama skapi hugrökk og metn-
aðargjörn. Skoðanir þínar eru sterkar og
fátt sem gerist í kringum þig fer fram hjá
þér. Þú ert beinskeytt og skefur ekki utan
af hlutunum.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Myndlist
Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I see
a dark sail“ til 24. júní.
Energia | Sigurður Pétur Högnason.
Feng Shui Húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og
akrýlverk. Opið kl. 10–18 virka daga, kl. 12–
18 um helgar.
Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst.
Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal sýn-
ir málverk.
Gamla Kaupfélagshúsið | KFL group sýnir.
Opið alla daga 14–18. Aðgangur ókeypis.
Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn-
ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um
helgar frá kl. 13–17. Kaffikönnur, bangsar,
gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista-
verk úr brotajárni og herðatrjám, fyr-
irlestrar, bíó o.fl. Sjá www.gerduberg.is.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til
1. ágúst.
Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn
Benediktsson Fiskisagan flýgur ljós-
myndasýning til 31. ágúst.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce-
vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind
Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og
kór Hallgrímskirkju. Sýningin stendur til 14.
ágúst.
Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og
Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall-
grímskirkjuturni.
Hönnunarsafn Íslands | Circus Design frá
Bergen. Til 4. sept.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð-
ur Vésteinsdóttir.
Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð-
jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á
fyrstu hæð.
Kaffi Sel | Ástin og lífið. Gréta Gísladóttir
sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum.
Sýningin stendur frá 12. júní til 3. júlí.
Kaupfélag listamanna | KFL – group er
með hressandi myndlist í Gamla Kaup-
félaginu í Hafnarfirði að Strandgötu 28, 2.
hæð. Myndlist 27 listamanna leikur um alla
hæðina, í herbergjum, í sal, á klósettum og
dregur sig einnig út úr húsinu. Sýningin
stendur til 23. júní og er opið alla daga frá
14–18. Aðgangur er ókeypis.
Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá
nánar á www.maeja.is.
Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21.
ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar | 365 skúlptúr-
ar eftir Martin Smida.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter
Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur
Jónsson, Urs Fischert il 21. ágúst.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sumarsýning Listasafns Íslands.
Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó-
hannsson.
Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts-
son ljósmyndari með ljósmyndasýningu.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða
Frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin
heitir Coming Soon er fyrsta úrvinnsla í
samvinnu þeirra. Sýningin stendur til 15.
júní.
Suðsuðvestur | Sólveig Aðalsteinsdóttir.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Pétursson sjá nánar www.or.is.
Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. 50 vatns-
lita- og olíumálverk í 3 sölum, ný og eldri
verk.
Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga-
sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru
Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja-
safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18.
öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykja-
vík 2005.
Söfn
Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljós-
myndum úr fórum Kópavogsbúa af börn-
um í bænum í tilefni af 50 ára afmæli
Kópavogsbæjar í samstarfi Bókasafns og
Héraðsskjalasafns Kópavogs.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð-
leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og
skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu.
Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar,
frá kl. 9–17.
Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð-
húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir
uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg-
undir og furðufiska.
Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið
er heiti sýningar sem segir frá ferðum
fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna
sem settust að í Utah.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð-
menningarhúsinu eru opnar alla daga frá
kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin,
Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið –
svona var það. Á veitingastofunni Matur og
menning er gott að slaka á og njóta veit-
inganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og
höfnina.
Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband
2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk
eftir jafnmarga bókbindara frá Norð-
urlöndunum. Sýningin fer um öll Norð-
urlöndin og verður í Þjóðmenningarhúsinu
til 22. ágúst. Opið frá kl. 11–17.
Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi,
Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í
sumar frá kl. 10–17.
Fyrirlestrar
Karuna Búddamiðstöð | Enska nunnan
Kelsang Nyingpo fjallar um eðli hugans. Ný
kennsla og hugleiðsla í hvert skipti, kennt á
ensku. Háskóli Íslands, Lögberg, stofa 204,
kl. 20–21.15. www.karuna.is.
Raunvísindadeild Háskóla Íslands | Mánu-
daginn 13. júní kl. 13 í Tæknigarði, Dunhaga
5, mun Egill Skúlason verja ritgerðina:
„Kennilegar rannsóknir á rafefnafræðileg-
um ferlum Myndun ammoníaks og vetnis“.
Í þessari ritgerð er sá möguleiki kannaður
hvort hægt sé að nota rafefnafræði til að
mynda ammoníak við herbergishita og
-þrýsting.
Siðfræðistofnun | Mánudaginn 13. júní kl.
12.00 heldur Holmes Rolston, prófessor í
náttúruheimspeki, fyrirlestur á vegum Sið-
fræðistofnunar sem hann nefnir „Challen-
ges in Environmental Ethics.“ Fyrirlest-
urinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er
öllum opinn.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
Blaðið The Reykjavík Grapevine ertveggja ára í dag, en fyrsta tölublaðGrapevine kom út föstudaginn 13.júní 2003. Það byrjaði sem hug-
arfóstur þriggja manna, en sinnir nú stöðugri
og umfangsmikilli útgáfustarfsemi, segir Hilm-
ar Steinn Grétarsson, einn stofnenda Grape-
vine og útgefandi. Blaðið kemur nú út 16 sinn-
um á ári, það er í hverjum mánuði yfir
vetrartímann og annan hvern föstudag yfir
sumartímann. Ellefu manns eru í föstu starfi
hjá Grapevine og þar vinnur einnig fjöldi laus-
astarfsmanna.
Hugmyndin að Grapevine varð til er tveir
stofnendanna, Jón Trausti Sigurðarson og
Hilmar Steinn Grétarsson, sátu saman á dimm-
um bar í Prag haustið 2002. Snemma árs 2003
hófst undirbúningur að fyrstu útgáfunni og
með hjálp Odds Óskars Kjartanssonar, þriðja
stofnanda The Reykjavík Grapevine, var hafist
handa við að búa til blað á ensku fyrir ferða-
menn og útlendinga búsetta á Íslandi. Fyrsta
blaðinu var ritstýrt af Jóni Trausta Sigurð-
arsyni og Vali Gunnarssyni. Sumarið 2003
komu út sex tölublöð, en þá var ákveðið að taka
vetrarfrí þar sem hugmyndin hafði einungis
verið sú að gefa út sumarblað. Grapevine er
einkum ætlað útlendingum búsettum á Íslandi
og ferðamönnum og segir Hilmar að góðar
undirtektir íslenskra lesenda hafi komið útgef-
endum skemmtilega á óvart. „Samkvæmt könn-
un sem gerð var í fyrrasumar er lestur meðal
Íslendinga, sem búsettir eru í Reykjavík og á
suðvesturhorninu, 41% yfir sumarið. Ástæðan
er líklega sú að Íslendingar eru forvitnir um
land og þjóð,“ segir hann.
Fyrsta blað síðasta sumars kom út 28. maí
og var því ritstýrt af Vali Gunnarssyni. Um
haustið var síðan ákveðið að halda áfram út-
gáfu yfir veturinn, í ljósi sæmilegrar velgengni,
segir hann ennfremur. „Í mars 2005 hætti Val-
ur Gunnarsson sem ritstjóri og var Bart Cam-
eron ráðinn í hans stað. Bart hefur nú ritstýrt
fjórum tölublöðum og hefur blaðinu aldrei farn-
ast betur en undir hans ritstjórn,“ segir Hilmar
Steinn.
Í byrjun júní var svo opnuð upplýsinga-
miðstöð og verslun á Laugavegi 11 í tengslum
við Grapevine. „Grapevine birtir lista yfir það
sem er á döfinni reglulega, en með þessu getur
fólk nálgast upplýsingar um það sem er á seyði
í tónlistar- og menningarlífi í borginni á hverj-
um degi. Það getur komið við og fengið upplýs-
ingar um það hvað hægt er að gera í kvöld, ef
út í það er farið,“ segir hann.
Grapevine sinnir að auki tónleikahaldi í sum-
ar í samstarfi við Smekkleysu og verða haldnir
47 tónleikar á fimmtudögum, föstudögum og
laugardögum á Bar 11.
Fjölmiðlar | The Reykjavík Grapevine hefur fest sig í sessi og fagnar tveggja ára afmæli
Forvitnir um land og þjóð
Hilmar Steinn Grét-
arsson er einn þriggja
stofnenda blaðsins The
Reykjavík Grapevine,
sem jafnframt tengist
upplýsingamiðstöð og
tónleikahaldi í seinni
tíð. Hilmar fæddist árið
1982 og er frá Hvann-
eyri í Borgarfirði. Hilm-
ar var nemandi við
Menntaskólann á Laug-
arvatni og bjó um tíma í Tékklandi. Um þessar
mundir er hann í BS-námi í viðskiptafræði í
Háskólanum í Reykjavík og lýkur því á næsta
ári. Hilmar Steinn sinnir starfi sínu sem útgef-
andi Grapevine með námi.
1. e4 c5 2. c3 e6 3. d4 d5 4. exd5 exd5 5.
Rf3 Rc6 6. Be3 cxd4 7. Rxd4 Rf6 8. h3
Bd6 9. Bd3 Be6 10. Rd2 a6 11. R2f3
Dd7 12. Dc2 Hc8 13. Rxc6 Dxc6 14.
O-O Dd7 15. Hfe1 O-O 16. Bd4 Re4 17.
Bxe4 dxe4 18. Dxe4 Hfe8 19. Dh4 h6
20. Had1 Dc7
Staðan kom upp á meistaramóti
Skákskóla Íslands sem lauk fyrir
skömmu. Sigurvegari mótsins, Dagur
Arngrímsson (2350), hafði hvítt gegn
Hjörvari Steini Grétarssyni (1680). 21.
Bxg7! Útilokar að svartur fái við-
unandi mótspil fyrir peðstapið í fram-
haldinu þar sem biskups hans nýtur
ekki lengur við. 21...Kxg7 22. Dd4+
Kh7 23. Dxd6 Dxd6 24. Hxd6 Bxa2 25.
Hed1 Bb3 26. H1d2 Be6 27. Rd4 Bc4
28. Hf6 Hcd8 29. Hc2 Hd7 30. Hc1
Hde7 31. Hb6 Bd5 32. Kh2 He5 33. f3
Hg8 34. c4 Hc8 35. b3 He7 36. Hxh6+
eftir langt þóf vinnur hvítur annað peð
og er þá skammt að bíða endalokanna.
36...Kg8 37. Hd1 Bc6 38. Rxc6 Hxc6
39. Hxc6 bxc6 40. Ha1 Ha7 41. Ha5
Kf8 42. b4 Ke7 43. b5 cxb5 44. cxb5
Kd7 45. bxa6 Kc6 46. h4 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.