Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 1

Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 203. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Björn Thors í Bayreuth Leikur skugga Parsifals Wagners í leikstjórn Schlingensief | 37 Bílar | Líflegur Passat  Rassskelltir í rallinu Íþróttir | Jakob Jóhann Sveinsson í undanúrslit á HM í sundi  Keflavík áfram, Eyjamenn úr leik  Borgvardt bestur London. AFP. | Breska lögreglan handtók í gærmorgun níu manns til viðbótar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum til sprengjuárása í London fyrir rúmri viku. Hafa nú 27 manns verið handteknir í tengslum við rannsóknina sem er afar um- fangsmikil. BBC greindi frá því í gærkvöld að viðbúnaðarstig lögreglu væri hátt og að „meiriháttar lögregluaðgerð“ væri í undir- búningi innan samgöngukerfisins. Haft er eftir lögreglu að aðgerðinni sé ætlað að róa almenning og koma í veg fyrir að hugsan- legir árásarmenn láti til skarar skríða. Ian Blair, lögreglustjóri í London, ítrek- aði í gær að mennirnir þrír, sem enn eru ófundnir og taldir eru hafa reynt að sprengja sprengjur í lestum og strætisvagni 21. júlí, væru ógn við öryggi borgaranna. Tók hann fram að á meðan þeir gengju laus- ir væri vissulega fyrir hendi sá möguleiki að þeir reyndu aftur að gera árásir. Meiriháttar lögregluað- gerð í bígerð SÍMINN var í gær seldur hæst- bjóðanda á 66,7 milljarða króna og sér þar með fyrir endann á stærstu einkavæðingu á Íslandi til þessa. Þrjú bindandi tilboð bárust í fyr- irtækið og var það hæsta frá fjár- festingarfélaginu Skiptum ehf., sem er að stærstum hluta í eigu Exista og KB banka, auk fjögurra lífeyrissjóða og fleiri fjárfesta. Burðarás og fleiri fjárfestar áttu næsthæsta tilboðið sem var 60 milljarðar kr. eða tæpum 7 millj- örðum og 10% lægra en hæsta til- boðið. Þriðja tilboðið var frá Atorku Group og fleiri fjárfestum og var upphæð þess tæpir 54,7 milljarðar kr. eða 12 milljörðum og 18% lægra en tilboð hæstbjóðanda. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu opnaði tilboðin á Nordica hótelinu í gær að viðstöddum bjóð- endum, fjölmiðlum og fleirum. Kaupsamningur vegna sölunnar verður formlega undirritaður á föstudaginn kemur, en nokkrar vikur munu líða áður en endanlega verður gengið frá kaupunum og greiðsla og afhending hlutabréfa fer fram þar sem leita þarf umsagnar Samkeppnisstofnunar vegna sölunnar. Sanngjarnt verð Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista ehf., sagði að fjárfestarnir væru mjög ánægðir með kaupin á Símanum. „Við skoðuðum Símann sem fyrirtæki mjög vel og gaum- gæfilega og komumst að þeirri nið- urstöðu að þetta verð, sem við buð- um, væri sanngjarnt verð fyrir fyrirtækið, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ sagði Erlendur. „Fyrirtækið er geysilega sterkt, öflugt og gott og á sér mikla fram- tíðarmöguleika. Við munum setjast niður með stjórnendum og starfs- mönnum félagsins í framhaldinu og fara yfir hvaða möguleika við sjáum í spilunum.“ Jón Sveinsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu sagði að sú upphæð sem fengist fyrir Símann væri að mati nefnd- arinnar góð, einnig með tilliti til þess að greiddur hefði verið út arð- ur að upphæð 6,3 milljarðar fyrr á árinu. Hann sagði að einkavæðing- arferli Símans hefði verið langt og strangt og rifjaði upp að það hefði hafist árið 1999 og staðið með hléum síðan. Síminn seldur á 66,7 milljarða króna Morgunblaðið/Sverrir Hver býður best? Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, dregur nöfn hæstbjóðenda úr umslaginu. Þrjú tilboð bárust og munaði 12 milljörðum á hæsta og lægsta tilboði  12 milljörðum | Miðopna Eftir Hjálmar Jónsson og Örnu Schram Strassborg. AFP. AP. | Þýsk stjórnvöld hafa samþykkt að greiða Karólínu, prinsessu af Mónakó, tíu þúsund evr- ur í bætur (780 þús. ísl. kr.) í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að brotin hefði verið frið- helgi einkalífs hennar með birt- ingu mynda í þýsk- um fjölmiðlum. Mannréttinda- dómstóllinn til- kynnti þessa nið- urstöðu í gær, en dómur hans féll í fyrra. Mál Karól- ínu fór fyrir Mann- réttindadómstól- inn eftir að dómi þýska stjórnlagadómstólsins frá 1999 var áfrýjað. Þar sagði að Karólína væri opinber persóna og yrði að sætta sig við áhuga almennings á myndum úr daglegu lífi hennar. Í dómi Mannréttindadómstólsins sagði hins vegar að myndir sem teknar voru af Karólínu á skíðum, á hestbaki og á kaffihúsi án vitundar hennar og birtar í þýskum blöðum væru, sam- kvæmt Mannréttindasáttmála Evr- ópu, brot á friðhelgi einkalífs hennar. Karólínu dæmdar bætur Karólína, prinsessa af Mónakó STJÓRNVÖLD á Bretlandi og Ír- landi fögnuðu í gær yfirlýsingu Írska lýðveldishersins (IRA) þess efnis að hann hygðist hætta vopn- aðri baráttu sinni. „Ef orðum IRA verður fylgt eftir með gjörðum, verða það afdrifarík og söguleg tíð- indi,“ sögðu forsætisráðherrar Bretlands og Írlands, Tony Blair og Bertie Ahern, í sameiginlegri yfirlýsingu. Ahern sagði að í yfirlýsingu IRA fælust „endalok IRA sem hernað- arlegra samtaka,“ og Blair sagði hana skref sem ætti sér enga hlið- stæðu í sögu Norður-Írlands á síð- ari árum. „Þetta kann að vera sá dagur þegar loksins kemur að því, eftir allar fölsku væntingarnar og vonbrigðin, að friður tekur við af stríði og aðferðir stjórnmála taka við af hryðjuverkum,“ sagði Blair. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, sagðist í gær líta svo á að IRA hefði með yfirlýsingunni lýst því yfir að stríði þeirra væri lokið og að hún gæti orðið til þess að endurvekja friðarferlið milli fylk- inga í landinu. „Gerum nú allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að engir fleiri láti lífið vegna átaka í landinu okkar,“ sagði Adams og bætti því við að það væri á valdi al- mennings, auk stjórnmálamanna, að tryggja friðinn. Leiðtogar mótmælenda voru á hinn bóginn tortryggnir út í yfir- lýsinguna og sögðust vilja bíða í nokkra mánuði og sjá hvort hugur reyndist fylgja máli hjá IRA. Í þeim efnum var vísað til friðarsam- komulagsins frá 1998 þar sem sam- tökin hefðu ekki staðið við ákvæði um afvopnun. Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagði að yfirlýsinguna skorti nægjanlegt „gegnsæi“ til að fullvissa fólk um að „byssurnar væru algjörlega farnar“. Sagði hann IRA áður hafa haldið sínu striki þrátt fyrir „sögulegar“ yfir- lýsingar og að heilindi samtakanna yrðu metin á næstu „mánuðum og árum í samræmi við hegðun þeirra og gjörðir“. Afdrifaríkt og sögulegt Bresk og írsk stjórnvöld fagna yfirlýsingu IRA um að samtökin hyggist hætta vopnaðri baráttu Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is  Vopnin kvödd | 14 Bílar og Íþróttir í dag HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra segir að niðurstaðan í Símasölunni sé mjög jákvæð fyrir ríkissjóð. Söluverðið hafi verið heldur hærra en hann hafi reikn- að með. Hann segir að það verði rætt innan stjórnarflokkanna á næstu mánuðum hvernig andvirð- inu verði ráðstafað. Ýmsar hug- myndir séu uppi í þeim efnum. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra kveðst ánægður með sölu- verðið. „Ég er fyllilega sáttur og tel þetta mjög viðunandi verð.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að ríkið sé ekki hlunn- farið í sölunni. Hún segir þó ákveðnar spurningar vakna varð- andi söluferlið. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir sölu- andvirðið hátt út frá sjónarhóli kaupanda. Engir aðrir en neyt- endur, þ.e. þjóðin, muni borga það á komandi árum. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokks- ins, segist enn hafa ákveðnar efa- semdir um að grunnnetið sé selt með Símanum. Hærra en búist var við Bosníu-Herzegóvínu, AFP. | Ljiljana Karadzic, eiginkona Radovan Karadzic, fyrrum leið- toga Bosníu- Serba, vill að eiginmaður sinn gefi sig fram við stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna. Karadzic er eftirlýstur fyrir þjóðarmorð og er, ásamt herforingj- anum Ratko Mladic, talinn ábyrgur fyrir því að 8000 múslímskir karlmenn og dreng- ir voru myrtir í Srebrenica árið 1995. Ljiljana Karadzic hefur hingað til staðið með eiginmanni sínum en í gær kom hún fram í sjónvarpsviðtali þar sem hún sár- bændi mann sinn um að gefa sig fram, fjöl- skyldu sinnar vegna. Karadzic gefi sig fram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.