Morgunblaðið - 29.07.2005, Side 4

Morgunblaðið - 29.07.2005, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRAMTALDAR eignir heimilanna voru tæplega 2.000 milljarðar króna í lok árs 2004 og höfðu þá aukist um 15,4% frá árinu áður. Skuldir höfðu hins vegar aukist um 15,2% frá fyrra ári. „Jákvætt í þessu öllu er að nettó- niðurstaðan er í plús og eignir aukast umfram skuldir,“ sagði Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Fasteignamatið hækkar mikið milli ára sem endurspeglast í eigna- stöðunni. Sömuleiðis virðast hafa orð- ið miklar hækkanir á verðbréfaeign auk þess sem þjóðin stendur t.d. í miklum bílakaupum.“ Mun fleiri greiddu hátekjuskatt Gjaldstofn tekjuskatts og útsvars nam 526,8 milljörðum króna sem var 9,0% hækkun milli ára. Framteljend- um með tekjur fjölgaði um 1,9% milli ára og gjaldstofninn hækkaði að með- altali um 7,0% á mann. „Það er aðeins umfram almenna tekjubreytingu sem er eðlilegt, það er uppsveifla og skatt- arnir að gefa í samræmi við það,“ seg- ir Maríanna en vekur athygli á að fjármagnstekjuskattur sé að skila talsverðu í ríkiskassann. Söluhagnað- ur hlutabréfa og vextir af verðbréfum hafi hækkað talsvert auk þess sem uppgreiðslur á húsbréfum vegna breytinga á Íbúðalánasjóði geti hafa haft talsvert að segja. Fjármagns- tekjuskattur einstaklinga nam 7,6 milljörðum og hækkaði um 17,7% milli ára meðan greiðendum hans fjölgaði aðeins lítillega en þeir voru rúmlega 77 þúsund. Sérstakan tekjuskatt, hátekju- skatt, greiddu 17.456 skattgreiðendur en þeim fjölgaði um 16,5%, sem getur að hluta til skýrst af því að viðmið- unarmörk hátekjuskatts hækkuðu lít- ið milli ára svo fleiri borgi skattinn en árinu áður. Samtals námu greiðslurn- ar 1.411 milljónum króna sem er 3,9% hærra en árinu áður og það þótt skatthlutfallið hafi lækkað úr 5 í 4%. Barnabætur voru nær óbreyttar milli ára og námu 5 milljörðum en 2,8% færri fengu þær greiddar. Vaxtabætur héldust óbreyttar milli ára og voru 5,2 milljarðar. Framtelj- endum sem nutu þeirra fækkaði um 6,7% og eru um 54 þúsund. Greidd verður út ofgreidd stað- greiðsla af tekjum, að fjárhæð 2,4 milljarðar en Maríanna sagði aðspurð að einnig yrði innheimtur ógreiddur almennur tekjuskattur og útsvar, samtals um 12,7 milljarðar króna, á næstu fimm mánuðum. Heildarfjöldi framteljenda við álagningu árið 2005 reyndist vera 234.437 sem er fjölgun um 4.772 ein- staklinga. Bæði eignir og skuldir landsmanna hafa aukist Fjármagnstekjuskattur hækkaði talsvert milli ára                     ! " #  $                                           Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem reka fyrirtæki í eigin nafni fyrir árið 2005 STAÐGREIÐSLAN sem skatt- greiðendur borga af launum sínum rennur annars vegar til ríkissjóðs og hins vegar til sveitarfélaganna. Til ríkissjóðs rennur almennur og sérstakur tekjuskattur (há- tekjuskattur) auk fjármagns- tekjuskattsins en svk. útsvar er tekjustofn sveitarfélaganna. Á liðnu ári greiddu aðeins 2/3 hlutar framteljenda almennan tekjuskatt í ríkissjóð eða tæp 158 þúsund manns. 97% allra á grunnskrá framteljenda guldu hins vegar út- svar til sveitarfélaga. Með öðrum orðum, fólk getur haft lægri tekjur en nemur persónuafslætti og þá skilar sér enginn skattur til rík- isins. Hins vegar fá sveitarfélögin útsvar af öllum tekjum, jafnvel þótt einstaklingur borgi ekki. Ríkið greiðir þá útsvarið fyrir hann í formi persónuafsláttar. Samkvæmt gildandi lögum legg- ur ríkið 25,75% tekjuskatt á þær tekjur sem einstaklingur aflaði sér á árinu 2004, en veitir jafnframt af- slátt af þeirri skattálagningu í formi per- sónuafsláttar. Sá afsláttur nam kr. 27.496 á mánuði á árinu 2004. Þessi skattlagning gengur undir heitinu almennur tekjuskattur og renna tekjur af þeim skatti beint í ríkissjóð. Auk þess þarf einstaklingur að greiða útsvar til sveitarfélagsins sem hann býr í, en það er mishátt eftir sveitarfélögum. Að teknu tilliti til persónu- afsláttar og áætlanaárið 2004 var meðalskatthlutfall almenns tekju- skatts til ríkisins 12,5% og meðalút- svarið nokkru hærra eða 13,1% – því samtals 25,6% af heildartekjum þótt skattprósenta á einstaklinga fyrir persónuafslátt hafi verið 38,58%. %&  '   ' ' ! $  # '  ( '  &)' *  '  " $ ( +        ! "# #  $    !! &#'(   # $     #'"(   )        * !!%+  ,  - $     ! "# #           .#/  0( 1  0 ,-  . /'# " " 2"  " "  " "      3  Meðalskatthlutfall skattgreiðenda var 25,6% UMFERÐ um tvöfaldan Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ hófst seinnipartinn í gær en fram- kvæmdir við tvöföldunina hafa staðið yfir að und- anförnu. Að sögn Árna Friðleifssonar, vaktstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar, gekk opnunin von- um framar og var verkið vel undirbúið af hálfu verktaka. Tvöföldunin mun liðka mjög fyrir umferð til og frá bænum um verslunarmannahelgina en Árni seg- ir að þó megi búast við ákveðnum umferðartöfum enda sé umferðargetu vegarins ákveðin takmörk sett. Enn er þrenging yfir Úlfarsá og reiknar Árni með að tafir verði þar. Hann segir að lögregla verði með öfluga löggæslu um helgina og ökumenn megi búast við að sjá lögreglumenn allt upp að Hafn- arfjalli. Eins megi þeir sem keyra með tjaldvagna og fellihýsi búast við því að vera stöðvaðir og jafn- vel vísað til baka ef speglar og annar öryggisbún- aður er ekki í lagi. Hann hvetur ökumenn til að keyra varlega. „Ég vona að ökumenn stilli hraðanum í hóf, sýni tillits- semi, aki rólega og glotti út í annað.“ Morgunblaðið/Júlíus Vesturlandsvegur tvöfaldaður ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, var kölluð út um klukkan hálf- sex í gær í leit að bát sem ekki hafði tilkynnt sig frá því á miðvikudags- kvöldið. Báturinn, sem er 28 tonn, fannst á lúðuveiðum um 60 sjómílur suðvest- ur af Reykjanesi. Hafði hann farið út fyrir sjálfvirku tilkynningaskylduna. Ekkert amaði að þeim fjórum sem í áhöfn voru. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eru bátar sem fara út fyrir sjálfvirku tilkynn- ingaskylduna skyldaðir til að til- kynna sig handvirkt til Vaktstöðvar siglinga. Brögð eru að því að skip- stjórar báta leiði hjá sér að tilkynna staðsetningu báta sinna til Vakt- stöðvar siglinga. Er nú unnið að úr- bótum á því. TF-SIF leitaði báts sem tilkynnti sig ekki BJÖRGUNARFÉLAG Horna- fjarðar bjargaði í gær tveimur mönnum sem höfðu fest bílaleigubíl sinn í Skyndidalsá sem rennur í Jök- ulsá í Lóni. Útkall barst um klukkan hálf eitt á hádegi og þegar björg- unarmenn bar að garði voru menn- irnir komnir upp á þak bílsins. Frið- finnur F. Guðmundsson situr í landsstjórn björgunarsveita sem fer með samræmingu aðgerða þegar þess er þörf. Hann segir að bíllinn hafi farið ansi djúpt, en Skyndidalsá er breið og mjög straumþung þar sem bíllinn festist. Björgunarmenn gátu keyrt á öflugum björg- unarsveitarbíl út í ána og var mönn- unum bjargað upp á pall hans. Mennina sakaði ekki en þeim varð nokkuð hverft við. Að björguninni lokinni náðist bílaleigubíllinn upp úr ánni og segir Friðfinnur hann vera mikið skemmdan. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma því ferðafólks sem ætlar sér að fara yfir jökulár að flestar eru þær í miklum vexti um þessar mundir og geta verið varhugaverðar yfirferðar. Ljósmynd/Friðrik J. Friðriksson Mönnum bjargað úr Skyndidalsá ÍÞRÓTTABANDALAG Vest- mannaeyja (ÍBV) er ósátt við að þurfa að greiða löggæslukostnað í bæjarfélaginu vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. ÍBV hefur deilt við lögregluyfirvöld um hverjum beri að greiða kostnaðinn. Bæjarráð Vestmannaeyja fól í vikunni bæjar- stjóra Vestmannaeyja að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fá niðurstöðu í deiluna. Guðrún Erlingsdóttir, varafor- maður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir bæjarfélagið ósátt við að lög- gæslukostnaðurinn skuli leggjast á íþróttafélagið. Hún nefnir sem dæmi að þegar Menningarnótt er haldin í Reykjavík sjái ríkislög- reglustjóri alfarið um að greiða all- an löggæslukostnað vegna hátíðar- innar. Aðspurð segir hún lög- gæslukostnaðinn í fyrra hafa hljóðað upp á rúmar þrjár milljónir króna. Hún bætir því við að þessu til viðbótar sé verið að greiða töluvert háar upphæðir til björgunarsveita sem einnig sjá um gæslu á svæðinu. „Við teljum okkur ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn,“ segir Guðrún og bætir því við að íþróttahreyfingin hafi lýst því yfir að hún væri til í að greiða það sem henni beri, en annað ekki. Hún segir að fyrir ári hafi verið sent bréf til dómsmálaráðuneytisins sem ekki hafi borist viðunandi svar við. Deilt um löggæslukostn- að í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.