Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 16
www.flugger.com
10
28
61
Ný leið til að mála stóra fleti
Rúllusett verð aðeins349 kr.
Viðarvörn
Viltu láta
hlutina ganga
hratt?
Stórhöfða 44
110 Reykjavik
Sími 567 4400
Dalasýsla | Ágætisveiði hefur verið undanfarið
í Fáskrúð í Dölum. 22. júlí voru komnir áttatíu
og þrír laxar á land og er þetta nokkuð betri
veiði en á sama tíma í fyrra. Í síðustu viku
hrapaði áin í vatni og voru margir veiðistaðir
straumlausir. En svo skemmtilega vildi til að 4
ára strákur, Ragnar Berg Vignisson, fékk
maríulaxinn, sem var 6 pund, í Hellufljóti og
eina aðstoðin sem hann fékk frá föður sínum
var í löndun enda sátu þeir feðgar á kletta-
syllu, og síðar um kvöldið var veiðimanndóms-
vígsla.
Lítill snáði bítur fyrsta laxinn
Maríulax
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
Ljósmyndasýning | Sl. vetur voru stofnuð
hollvinasamtök um Þórð Halldórsson á Dag-
verðará. Þórður var margbrotinn maður,
þekktur sem sagnamaður, listmálari, refa-
skytta, sjómaður og margt fleira. Í sumar
hafa Hollvina-
samtökin
staðið fyrir
ýmsum við-
burðum á
Snæfellsnesi
til að minnast
Þórðar, m.a.
komið upp
áhugaverðri ljósmyndasýningu frá ævi hans.
Sýningin er þessa dagana í veitingasal Hótels
Hellissands og verður þar fram eftir næstu
viku. Hún er hugsuð sem farandsýning.
Kotbýli vel af stað | Annar hluti galdra-
sýningar á Ströndum, „Kotbýli kuklarans“
hefur farið vel af stað að sögn aðstandenda, en
fjöldi gesta hefur heimsótt sýninguna á Klúku
frá opnunarkvöldinu síðasta laugardagskvöld.
Afsláttarkerfi hefur nú verið tekið í gagnið
svo gestir Galdrasýningar á Ströndum fá nú
góðan afslátt að annarri sýningunni með
framvísum dagsetts aðgöngumiða af hinni.
Miðarnir gilda í tvo daga eftir heimsókn á
aðra sýninguna. Um það bil helmingur gesta
Kotbýlis kuklarans í gær nýttu sér afslátt-
arkjörin samdægurs. Á fréttavefnum Strand-
ir.is kemur fram að Strandagaldursmenn séu
ánægðir með viðtökurnar. Segir Sigurður
Atlason að þær komi í sjálfu sér lítið á óvart,
því gríðarlegur áhugi sé fyrir öllu verkefninu.
Í gestakönnun sem var lögð fyrir gesti
Galdrasýningarinnar á Hólmavík síðasta
sumar kom fram að 98% aðspurða hefðu
áhuga á að heimsækja seinni áfanga sýning-
arinnar þegar þeir opna.
Sigurður segir í viðtali við Strandir.is þenn-
an mikla áhuga afar ánægjulegan, sér-
staklega í ljósi þess að eitt meginmarkmið
verkefnisins sé að það hafi sem mest marg-
feldisáhrif á sölu á annarri vöru og þjónustu í
héraðinu. Þrátt fyrir það að takmörkuð kynn-
ing hafi átt sér stað í tengslum við opnun Kot-
býlisins, sé ljóst að fjölmargir fylgist vel með
verkum galdramanna á Ströndum og séu að
setja farartækin sín í réttan gír og taka miðið
á Galdrastrandir, enda séu þær orðnar fjöl-
kunnugar.
Aðgangseyrir á Galdrasýningu á Ströndum
er 500 krónur, en aðeins 400 krónur næstu tvo
daga eftir heimsókn á hina sýninguna með
framvísun á dagsettum aðgöngumiða. Frítt er
fyrir börn 12 ára og yngri og meðlimir Til-
beraklúbbsins fá frítt inn hvenær sem er.
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsd.
HÉÐAN OG ÞAÐAN
næst með því að nota hús-
einingar sem koma á
byggingarstað fullbúnar
með rafmagni og ein-
angrun. Er húsið meira
að segja málað að utan.
Þá er einingunum raðað
á steyptan sökkul og ger-
ir verktaki ráð fyrir að
húsið verði tilbúið til af-
hendingar þann 20.
ágúst.
Annað hús sömu gerð-
Leiftursnöggt gekkað reisa hið fyrraaf tveimur ein-
býlishúsum sem Súðavík-
urhreppur hefur ákveðið
að láta byggja. Fram-
kvæmdir við byggingu
hússins hófust í fyrra-
morgun og var þakið sett
á í gær. Reis þannig húsið
á einum sólarhring. Þetta
kemur fram í frétt bb.is.
Þessi byggingarhraði
ar er í byggingu í Súða-
vík og er gert ráð fyrir að
það verði tilbúið um hálf-
um mánuði seinna. Húsin
eru um 177 fermetra ein-
býlishús og kostar um 20
milljónir að byggja þau.
Súðavíkurhreppur selur
húsin aftur á 16 milljónir
og er það liður í að fjölga
íbúum sveitarfélagsins.
Þegar hefur verið gengið
frá sölu á öðru húsinu.
Ljósmynd/Ómar Már Jónsson
Reisa hús á einum degi
Davíð Hjálmar Har-aldsson yrkir áheitum sum-
ardegi:
Miðsumardagur Á húsunum
glampar á glugga.
Gleiðfættur köttur á sjóðandi
malbiki stiklar.
Dormandi fuglar en maðkurinn
skriðinn í skugga.
Skáldið er þögult og rykfallnir
tölvunnar lyklar.
Hjálmar Freysteinsson
læknir leggur út af vís-
unni:
Miðsumardagur, Brynjuís börn-
in sér kaupa
blíðan og sólskinið kætir
flesta og styrkir,
en skáldinu Davíð þykir of
heitt til að hlaupa
og hímir inni við tölvu sína og
yrkir.
Og Davíð Hjálmar svar-
ar í léttum dúr:
Enn virðist hitna, þeir öldruðu
roðna í framan,
augnaráð flöktir og hjartað er
komið úr lagi.
Læknirinn brosir og lófunum
nuddar hann saman,
leitar að skiptimynt. Brátt fara
nokkrir úr slagi.
Í sumarhita
pebl@mbl.is
Vesturbyggð | Hafnarstjórn Vesturbyggð-
ar hefur boðið út ákveðna þætti í þjónustu
Patrekshafnar á Patreksfirði. Um er að
ræða móttöku fiskiskipa, vigtun og skrán-
ingu sjávarafla, móttöku flutningaskipa
svo og annarra skipa er þjónustu þurfa ut-
an auglýsts afgreiðslutíma hafnarinnar.
Gert er ráð fyrir að samningur við verk-
taka taki gildi 1. september og verði ótíma-
bundinn með þriggja mánaða uppsagnar-
fresti.
Útboðið kemur í kjölfar skipulagsbreyt-
inga sem gerðar voru á rekstri hafnarinnar
í vor. Þá var tekið upp bakvaktarkerfi utan
hefðbundins afgreiðslutíma en ekki hefur
tekist að manna þær bakvaktir að fullu. Því
ákvað hafnarstjórn að fara útboðsleiðina
„og með því [var] kannað hvort koma
mætti á samningi um þjónustukaup af aðila
sem betur væri í stakk búinn að sinna þess-
um þætti og kæmist með því á hagstæður
samningur báðum aðilum“, eins og segir í
samþykkt hafnarstjórnar. Tilboðsfrestur
rennur út þann 3. ágúst. Bæjarins besta
segir frá þessu.
Verkþættir
við höfnina
boðnir út
Ólafsfjörður | Búið er að sameina skólana í
Ólafsfirði í einn grunnskóla. Fræðslunefnd
og bæjarráð samþykktu nýverið að leita
eftir tillögum frá bæjarbúum um nafn á
skólann. Nefndin hvetur unga sem aldna til
að koma með tillögu að nýju nafni. Hægt er
að senda tillöguna inn á netfang bæjar-
stjóra, stefania@olf.is, netfang skóla-
stjóra, threyk@ismennt.is eða koma á
bæjarskrifstofuna með tillögu sem verður
skráð niður. Stefnt er að því að kynna nýtt
nafn á skólanum þegar hann verður settur.
Hvað á skól-
inn að heita?
♦♦♦