Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 17
MINNSTAÐUR
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Í dagsins önn
Náttúrulegt B-vítamín ásamt
magnesíum og C-vítamíni
í jurtabelgjum
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Borgartúni 24
Árnesaptóteki Selfossi
Kárastíg 1
Fjarðarkaupum
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Reykjavík | Félagsstofnun Stúd-
enta veitti á dögunum fjórum
meistaranemum verkefnastyrki
vegna lokaverkefna. Þeirra á meðal
var Silja Björk Baldursdóttir, sem
hlaut styrk fyrir meistaraverkefni
sitt í uppeldis- og menntunarfræði.
Bar verkefni
Silju Bjarkar
heitið „Forvarnir
Reykjavík-
urborgar – hver
er árangurinn?
Mat á fram-
kvæmd og ár-
angri forvarna-
starfs á vegum
Reykjavík-
urborgar á ár-
unum 1997-
2004.“ Leiðbeinendur Silju Bjarkar
voru Sigurlína Davíðsdóttir lektor í
uppeldis- og menntunarfræði og
Inga Dóra Sigfúsdóttir hjá Rann-
sóknum og greiningu. Ekki hefur
áður verið ráðist í svo viðamikið
mat á forvarnastarfi.
Silja segir mikið af forvarnastarfi
aldrei metið og af þeim for-
varnaverkefnum sem hafi verið
metin hafi aðeins nokkur reynst
bera árangur. Þó sé algengt að
áfram sé stuðst við verkefni sem
ekki hafi reynst árangursrík. Eitt
útbreiddasta vímuvarnaverkefni á
heimsvísu sé þannig t.a.m. ekki að
bera tilætlaðan árangur. Þannig
geti verið að fjármunum og tíma sé
víða sóað í marklaust starf og
ómarkvissar forvarnir geti jafnvel
vakið áhuga barna og unglinga á
vímuefnaneyslu.
Blönduð aðferð
Markmið verkefnis Silju Bjarkar
var að leggja mat á hvort lang-
tímaárangur hafi orðið af forvarna-
starfi Reykjavíkurborgar og kann-
aði hún framkvæmd þess með
blandaðri aðferð. Annars vegar not-
aði hún megindlega aðferð, þar sem
hún studdist við gögn Rannsókna
og greiningar til að varpa ljósi á
þróun vímuefnaneyslu unglinga í 9.
og 10. bekk og samhengi hennar
við ýmsa þætti, m.a. samveru for-
eldra og unglinga og útivist. Hins
vegar notaði hún eigindlega aðferð,
þar sem hún tók ítarleg viðtöl við
einstaklinga sem starfa að for-
varnamálum.
„Árið 1997 var eiginlega toppur í
eiturlyfjaneyslu unglinga hér á
landi,“ segir Silja. „Þess vegna var
hentugt að mæla frá þeim tíma og
skoða þróun vímuefnaneyslu í sam-
hengi við ýmsar breytur.“
Forvarnastarf í auknum
mæli beinst að foreldrum
Helstu niðurstöður rannsóknar
Silju sýndu að vímuefnaneysla ung-
linga dróst markvisst saman á ár-
unum 1997 til 2004, en samtímis
jókst samvera þeirra með for-
eldrum sínum og útivist þeirra utan
lögboðins útivistartíma minnkaði.
Átti það enn frekar við í Reykjavík
en utan borgarinnar. „Líta má á
það sem vísbendingu um að skila-
boð forvarna, sem lutu að þeim
þáttum, hafi komist til skila,“ segir
Silja. „Mikið af forvarnastarfi síð-
ustu ára hefur beinst að foreldrum
þar sem athygli hefur verið vakin á
mikilvægi samveru fjölskyldunnar
og að útivistarreglur séu virtar.
Hins vegar voru t.d. ekki breyt-
ingar á íþróttaiðkun unglinga á
þessu tímabili. En það má túlka
niðurstöðurnar þannig að þessi
skilaboð sem hefur verið beint að
foreldrum og börnum um samveru
og útivist hafi komist til skila og
leið forvarnanna hafi legið í gegn-
um fjölskylduna.“
Silja segir ennfremur að viðmæl-
endur hafi lýst því að áherslubreyt-
ingar hafi orðið í forvarnarstarfi
síðustu ár. Samvinna sé meiri og í
auknum mæli sé hugað að mati á
forvarnarstarfi. Þetta sé vissulega
af hinu góða. „Það er miklu ódýr-
ara á öllum sviðum, frá meðferð og
upp í samfélagslegan kostnað, að
koma í veg fyrir að fólk fari út í
neyslu með forvörnum en að glíma
við vímuefnavandann eftir á,“ segir
Silja og undirstrikar að lokum
nauðsyn þess að árangur forvarna-
starfs sé metinn reglulega og vel.
Árangur forvarnastarfs í Reykjavík metinn vandlega
Samvist foreldra og unglinga og
skýrar reglur um útivist skila árangri
Morgunblaðið/Jim Smart
Samvera Það er afar mikilvægt að foreldrar hætti ekki samverustundum
sínum með börnunum þegar þau komast á unglingsaldurinn.Silja Björk
Baldursdóttir
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
Seltjarnarnes | Fimm aðilar skil-
uðu inn tilkynningum og sýndu því
áhuga að sjá um og reka líkams-
ræktarstöð í tengslum við Sundlaug
Seltjarnarness en bygging líkams-
ræktarstöðvar er hluti af end-
urbótum á sundlaugar- og íþrótta-
mannvirkjum bæjarins.
Bærinn áformar ekki að eiga eða
reka líkamsræktarstöðina en mun
koma að undirbúningi og fram-
kvæmd verkefnisins eftir atvikum.
Þeir sem skiluðu þátttöku-
tilkynningum eru: Þrek ehf. sem
rekur World Class, Jóhann G. Jó-
hannsson og Guðrún Kaldal, Naut-
ilus Ísland ehf., Páll Þórólfsson og
Björgvin Finnsson og Þorsteinn
Guðjónsson og Bjargey Aðalsteins-
dóttir.
Fimm vilja reka
líkamsræktarstöð
Í TILEFNI 15 ára afmælisárs Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins verður
garðurinn opinn frá kl. 10-23 nk.
laugardag. Stuðmenn verða m.a.
með tónleika um kvöldið þar sem
Valgeir Guðjónsson kemur fram.
Von er á nýju tæki þennan dag í
garðinn, Þrumufleyg, en þar er um
að ræða vagn alskreyttan litskrúð-
ugum myndum af þrumuguðnum
Þór og hans veröld. Í því er þrumað
á ákveðin skotmörk úr Goðafræð-
inni líkt og Ellikerlingu, Miðgarðs-
orminn og Þursa. Brian Pilkington
sá um að myndskreyta.
Hefðbundin dagskrá verður á
sunnudeginum og tilboð á dagpöss-
um. Mánudaginn 1. ágúst heldur
VR hátíðlegan líkt og undanfarin
ár og býður gestum og gangandi
ókeypis aðgang að garðinum.
Þrumufleygur
í Húsdýragarðinn
AFREKSFÓLK okkar á skíðum sit-
ur ekki auðum höndum þótt nú sé
mitt sumar, því þessa vikuna er
skíðalandsliðið í alpagreinum við
þrekæfingar á Dalvík undir stjórn
landsliðsþjálfarans Pavel Cebulj frá
Slóveníu. Hópinn skipa heimamenn-
irnir Kristinn Ingi Valsson og Björg-
vin Björgvinsson, Kristján Uni Ósk-
arsson frá Ólafsfirði og Sindri Már
Pálsson úr Garðabæ. Þá tók Dagný
Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri
þátt í einni æfingu með strákunum
en hún er að ná sér á strik aftur eftir
erfið hnémeiðsli og verður vonandi
komin á fulla ferð á komandi keppn-
istímabili.
Þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins brá sér til Dalvíkur í hádeginu
gær var Kristján Uni farinn til vinnu
í Ólafsfirði og Sindri Már suður á
bóginn. Æft er tvisvar á dag, allt að
þrjá tíma í senn, og er um ræða
hlaupa- og hjólaæfingar og lyftingar.
Strákarnir hafa fengið að taka vel á
því, enda ætla þeir sér stóra hluti á
komandi keppnistímabili sem hefst í
nóvember nk. Framundan eru m.a.
Evrópu- og heimsbikarmót og Vetr-
arólympíuleikarnir í Torino á Ítalíu í
febrúar á næsta ári. Eyfirsku skíða-
mennirnir þrír, sem og Dagný Linda,
hafa áunnið sér keppnisrétt á leik-
unum.
Nýi landsliðsþjálfarinn
frá Slóveníu happafengur
„Þetta er heilsársíþrótt og um leið
og veturinn er liðinn taka við þrekæf-
ingar af fullum krafti,“ sagði Björg-
vin og Kristinn Ingi bætti við að yfir
vetrartímann væri mikið um mót og
ferðalög og því væri mikilvægt fyrir
þá að nýta sumarið vel til að byggja
upp þrek fyrir komandi átök.
Björgvin hefur verið lengi í
fremstu röð íslenskra skíðamanna og
hann sagði að landsliðsþjálfarinn
Pavel væri mikill happafengur, enda
mjög fær þjálfari þar á ferð. Pavel
kom til liðs við hópinn í vor en sagðist
vel geta hugsað sér að starfa hér
næstu árin og hann er bjartsýnn fyr-
ir hönd íslensks skíðafólks. Snjó-
framleiðsla hefst á skíðasvæðunum í
Böggvisstaðafjalli á Dalvík og Hlíð-
arfjalli á Akureyri í vetur og sagði
Pavel að um byltingu yrði að ræða,
sem ætti eftir að nýtast gríðarlega
vel og þá ekki síst hinu unga og efni-
lega skíðafólki landsins. „Hér á landi
er hæfileikaríkt skíðafólk og það er
ástæðan fyrir því að ég kom hingað.
Skíðafólkið sem skipar landsliðið í
dag dregur vagninn en þessi hópur
ætti að geta orðið enn stærri og öfl-
ugri í framtíðinni. Hér er margt já-
kvætt að gerast og ég tel mig geta
gert góða hluti á næstu árum.“ Pavel
er sjálfur gamall landsliðsmaður á
skíðum og hann keppti m.a. á Íslandi,
á Akureyri, Húsavík og Dalvík á ár-
unum 1987 og 1990.
Björgvin og Kristinn Ingi hafa
báðir lokið námi við skíðamennta-
skóla í Noregi, Björgvin fyrir um 4
árum og Kristinn í nóvember í fyrra.
Björgvin hefur m.a. æft með lands-
liðum Noregs og Svíþjóðar en í vetur
æfðu þeir báðir með íslenska lands-
liðinu, í Slóveníu, Austurríki og Ítalíu
og tóku þátt í mótum.
Hadið í æfinga- og keppnisferð
til Ástralíu í næsta mánuði
Um miðjan næsta mánuð heldur
landsliðið til Ástralíu, þar sem liðið
mun æfa og keppa í þrjár vikur. Þar
kemur til liðs við hópinn hinn lands-
liðsþjálfarinn, Ástralinn Jamie Dun-
lop. Þar ætlar Sindri Már að reyna að
vinna sér þátttökurétt á Vetraról-
ympíuleikunum. Eftir þá ferð verður
stoppað heima á Íslandi í 20 daga áð-
ur en haldið verður til æfinga í Aust-
urríki. Þeir Björgvin og Kristinn Ingi
voru sammála þjálfara sínum um að
snjóframleiðslan á Dalvík og Ak-
ureyri ætti eftir að gjörbreyta að-
stöðu til skíðaiðkunar. Sjálfir vonast
þeir til að geta nýtt sér þá aðstöðu og
þá verið lengur á heimaslóðum og
sparað peninga, enda mjög dýrt að
stunda æfingar og keppnir erlendis.
Það er mikill hugur í skíðalandsliðs-
mönnunum sem ætla sér stóra hluti í
skíðabrekkunum. „Strákarnir eru í
fínu formi og þeir eiga eftir að standa
sig vel,“ sagði Pavel landsliðsþjálfari.
Morgunblaðið/Kristján
Skíðamenn Landsliðsmennirnir Björgvin Björgvinsson, t.v., og Kristinn Ingi Valsson með landsliðsþjálfarann
Pavel Cebulj á milli sín í Böggvisstaðafjalli, en hann sagði þá í fínu formi og ættu eftir að standa sig vel.
Skíðalandsliðið við æfingar á Dalvík
Eftir Kristján Kristjánsson
krkr@mbl.is
Innbrot upplýst | Rannsóknadeild
lögreglunnar á Akureyri hefur upp-
lýst 7 innbrot á Akureyri og nágrenni,
sem framin voru í vetur og nú nýlega.
Í sex tilvikum komu piltar á aldrinum
17-18 ára við sögu, eða vegna tveggja
innbrota í leikskólann Pálmholt, inn-
brots í leikskólann Álfastein í Hörg-
árbyggð, Oddvitann, Bónusvídeó og
Eyrarbúðina. Að sögn Daníels
Snorrasonar lögreglufulltrúa er and-
virði þýfisins í þessum innbrotum um
ein milljón króna. Þýfið hefur ekki
skilað sér og telur Daníel að það hafi
verið notað sem gjaldmiðill í fíkni-
efnaviðskiptum. Þá hefur lögreglan
upplýst innbrot tveggja aðila í sum-
arbústað í Grýtubakkahreppi. Þar var
stolið hálfsjálfvirkri haglabyssu sem
ekki hefur enn komið í leitirnar. Þá
voru tveir menn staðnir að verki við
innbrot í Lindina við Leiruveg ný-
lega, eftir að þjófavarnakerfi fór þar í
gang. Að sögn Daníels er rannsókn
þessara mála að mestu lokið.
AKUREYRI