Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 19
MINNSTAÐUR
FERÐAÞJÓNUSTAN í Lónkoti í
Sléttuhlíð í Skagafirði, nokkru utar en
Hofsós, fagnar um þessar mundir ýms-
um afmælisáföngum: Tuttugu ár eru
síðan fjölskyldan þar keypti jörðina og
hóf fljótlega smávegis grásleppuútgerð,
fimmtán ár eru síðan ferðaþjónusta
hófst þar formlega og 10 ár eru síðan
veitingastaðurinn Sölva-Bar tók til
starfa. Ólafur Jónsson, sem sér um
reksturinn, segir slagorð staðarins vera
„kúltúr og krásir“ en í Lónkoti má auk
veitinganna fá gistingu innan dyra eða á
tjaldsvæði og stunda golf. „Ég legg
einkum áherslu á mat og menningu,“
segir Ólafur í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins og er ekki með hefð-
bundinn matseðil með nokkrum réttum
heldur „diska dagsins“, fjögurra rétta
málsverð sem er breytilegur dag frá
degi. Er þar boðið uppá það sem nýjast
er og ferskast hverju sinni. Hægt er
einnig að fá drykkjarföng með eins og
hver vill hafa það.
Lónkot er lítil sjávarjörð og standa
byggingarnar við ströndina þar sem
heitir Málmeyjarsund. Einkennir fjöru-
grjótið staðinn, bæði fjöruna sjálfa og
eins hefur Ólafur nýtt grjótið í hleðslur í
landinu. Sagan svífur yfir vötnum í Lón-
koti og nágrenni því Sölvi Helgason
fæddist til dæmis stutt frá, að Fjalli í
Sléttuhlíð og hann bar einnig beinin þar
í sveit. Hann var listhneigður förumað-
ur, sem átti erfiða ævi, en eftir hann
liggja myndverk sem m.a. má sjá á
Sölva-Bar í Lónkoti og þar hefur honum
verið reistur minnisvarði. Handan
Málmeyjarsunds má sjá Málmey,
Drangey og Þórðarhöfða sem eru helstu
kennileiti Skagafjarðar. Stutt er í Vest-
urfarasetrið á Hofsósi og þar innan við
er bærinn Gröf þar sem Hallgrímur
Pétursson fæddist.
Ólafur lætur vel af rekstrinum í
Lónkoti, segir gestagang þokkalegan
í júní, júlí og ágúst, þann tíma sem
veitingastaðurinn er opinn en unnt er
að fá gistingu bæði fyrr á vorin og
lengur fram á haustið. Hægt er að
taka um 30 manns í gistingu.
„Við höfum náð fótfestu en auðvit-
að væri hér meiri umferð ef við vær-
um nær hringveginum. Ég geri samt
ráð fyrir að umferðin hér aukist
smám saman. Staðurinn hefur verið
byggður upp hægt og rólega og ég
geri ráð fyrir að svo verði áfram.“
Nú á sunnudag, 31. júlí kl. 13 til 17,
verður markaður í hinu stóra sam-
komutjaldi sem hefur verið eins kon-
ar einkennismerki Lónkots. Hefur
verið haldinn þar flóamarkaður síð-
asta sunnudag í júní, júlí og ágúst frá
árinu 1999. Kemur þá sölufólk með
varning og býður gestum og gang-
andi. Að lokum má geta þess að kaffi-
hlaðborð er alla sunnudaga.
Þrefalt afmæli í Lónkoti í Skagafirði
Morgunblaðið/jt
Ferðaþjónustan Lónkoti í Sléttuhlíð býður veitingar, gistingu og golfiðkun ef menn kjósa svo.
Hægt er að taka við 30 manns í gistingu í senn í Lónkoti. Ólafur Jónsson ber hér fram einn réttinn, lunda með ýmsu góðgæti.
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
LANDIÐ