Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Reynir er sannkallaður fjöl-listamaður í efni og anda.Það fyrsta sem ég tek eftirþegar ég geng inn í húsið hans í Sandgerðisbæ er að það prýða ótal málverk eftir hann, björt og sól- rík, full af lotningu fyrir lífinu. Einnig falleg hálsmen og rúnir sem Reynir sker gyðjumerkin út í. En Reynir starfar líka við heilun og nudd. Fólk leitar til hans hvort sem það vill vinna í sér á líkamlega eða andlega sviðinu og þá ákallar hann gyðjurnar úr nor- rænu goðafræðinni. Fáir þekkja gyðjurnar „Fensalir eru bústaður Friggjar og þar er sú uppsprettulind sem við get- um sótt í þegar við þörfnumst ráð- legginga, svara eða uppbyggjandi orða. Frigg sendir okkur til hjálpar, gleði og yndisauka meyjarnar sextán sem þjóna henni. Þær benda okkur á allan þann fjölbreytileika sem líf okk- ar hefur,“ segir Reynir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á goðafræðinni og lesið mér mikið til um goðin og gyðjurnar. Flestir Ís- lendingar þekkja goðin og læra um þau, en gyðjurnar eru fleirum sem lokaður heimur. Við höfum auðvitað heyrt um Frigg, Freyju, Gefjun og Sjöfn, en hvað með Gná, Vár, Lofn, Fullu og Hlín? Eins og ég sagði eru sextán gyðjur sem þjóna Frigg, og þær eru tilbúnar að hjálpa okkur. Frigg verndar síðan óskir okkar og sér til þess að ekkert standi í vegi fyr- ir því sem við þurfum að framkvæma til þess að þær rætist. Þegar ég fyrst náði sambandi við þær sögðu þær: „Loksins!“ því þær höfðu beðið lengi eftir því að ná sambandi við einhvern á Íslandi.“ Gyðjur í dropum og steinum Reynir hefur mikið unnið með þau skilaboð sem gyðjurnar hafa sent honum. Hann hefur útlagt heila speki um hverja og eina gyðju, hannað merki fyrir þær, hreyfingu, spákort og rúnir. Í rúnirnar notar hann sér- staka steina sem hann segir bara finnast á einum stað á öllu landinu, á Snæfellsnesi. Úr þeim hannar hann einnig falleg hálsmen. Síðast en ekki síst blandar hann gyðjudropa sem hann gefur fólki til hjálpar. „Droparnir eru unnir á svipaðan hátt og blómadropar og hafa svipuð áhrif. Hver dropategund heitir eftir einni gyðju og orkan er sótt í hennar stein. Þá liggur viðkomandi steinn í vatnsblöndunni og við það fyllist blandan af orku steinsins, og drop- arnir eru unnir úr henni, líkt og í blómadropunum þar sem er sótt í orku jurtarinnar, en ekki jurtina sjálfa. Gyðjan Lofn hefur t.d. steininn rauðan jaspis og orkusvið hennar í líkamanum eru nýrun. Hún kemur til hjálpar þegar vandamálin snúa að ákvörðunum, velgengni og þörf fyrir að losa sig við eitthvað,“ segir Reynir sem býr greinilega yfir djúpri og ein- stakri þekkingu. Leitað eftir svari Ég vil endilega láta á þetta reyna og er fljót upp á nuddbekkinn hans Reynis þegar hann býður mér að leggjast. Ég loka augunum og nýt þess að slappa af. Ég heyri að Reynir tekur tvo steina sem hann slær sam- an allt í kringum mig, en þannig seg- ist hann hreinsa andrúmsloftið, ná upp orkunni og kalla til gyðjurnar. Heilunin byrjar á því að hann grípur um fæturna á mér og það er satt að maður finnur orkuna streyma um lík- amann. Reynir færir sig síðan upp eftir líkamanum með því að leggja lófana á vissa staði og endar á höfð- inu. Þaðan förum við í lítið ferðalag og saman svífum við upp í huganum og hann kynnir mig fyrir gyðjunum. Reynir tengir við þær og við leggjum fyrir þær vandamál sem við viljum fá lausn við. Eftir það förum við aftur niður og alveg ofan í jörðina, allt inn að miðju jarðar, og þaðan eiga svörin að koma. Reynir spyr mig hvað ég sjái, svörin geti birst í hvaða formi sem er. Ég sé bara hurð og þegar hún opnast sé ég manninn minn og dóttur. Þau faðma mig og biðja mig að koma með sér. Það geri ég og finn hvað mér líður vel með þeim. Síðan förum við Reynir aftur upp. Ég sé ekki alveg hvernig það sem ég sá er svarið við spurningu minni, en eftir spjall við Reyni sé ég hversu rökrétt og aug- ljóst þetta allt er. Og brosið breikkar enn meira þegar Reynir laumar að mér gyðjudropum sem ég á að taka bæði kvölds og morgna. „Taktu þá þrisvar sinnum þrjá í hvert skipti. Ekki níu dropa, það segir mér eitt- hvað að það séu þrisvar sinnum þrír dropar,“ segir Reynir sem eflaust er enn í sambandi við vinkonur sínar, norrænu gyðjurnar. Að upplifa jákvæða hluti En Reynir hjálpar ekki bara fólki, heldur hjálpar hann líka fólki að hjálpa sér sjálft með því að halda hin ýmsu námskeið í nuddi, heilun, gyðju- hreyfingum og -dansi, áhrifum jurta og notkun þeirra, þrýstipunktum, myndlist út frá myndbirtingum og hugformum og tarot svo fátt eitt sé nefnt. „Markmiðið er að breyta um- hverfinu í andlegum málum hér á landi og í heiminum. Þegar við bara gefum okkur tækifæri til að upplifa jákvæða hluti hefur það strax áhrif út í líf okkar og umhverfi. Þar með byrj- um við að knýja fram þær breytingar sem við viljum gera,“ segir Reynir Katrínar að lokum og lætur mig draga eitt gyðjukort, og þegar ég les það bregður mér heldur betur í brún. Þar stendur svarið við vandamálinu mínu, grátt á gulu. Reynir Katrínar situr við eitt málverka sinna. Gyðjudroparnir á góðum stað með steinum. Þegar Reynir Katrínar náði fyrst sam- bandi við gyðjurnar sögðu þær: „Loksins!“, enda höfðu þær beðið lengi eftir að ná sambandi við ein- hvern á Íslandi. Hildur Loftsdóttir hitti þann útvalda. Á Sandgerðisdögum sem verða 6. og 7. ágúst verður opið hús hjá Reyni að Uppsalavegi 2. Sími 861- 2004/423-7560.  HEILSA Norrænu gyðj- urnar gefa ráð hilo@mbl.is  KVEF Sólhattur virkar ekki ÉG VIL koma í veg fyrir að ég fái kvef og flensu – hvað á ég að gera? Nú, taka sólhatt. Ég er þeg- ar kominn með kvef – hvað skal aðhafast? Nú, gleypa sólhatt og nóg af honum. Eða hvað? Nei, samkvæmt nýrri rannsókn er alveg eins gott að láta sólhatt- inn eiga sig. Jurtin virkar hrein- lega ekki – hvorki til að lækna kvef né til að koma í veg fyrir það. Þetta eru athyglisverðar nið- urstöður og ganga þvert á al- mannatrú og aðrar rannsóknir þar sem virkni sólhattsins er haldið fram. Sólhattur hefur verið tekinn, til dæmis í töfluformi, til að efla ónæmiskerfið og er langmest not- aða jurtin á Vesturlöndum. Sól- hattur var í fyrra notaður af tæp- lega 15 milljónum Banda- ríkjamanna eða 40% þeirra sem nota bætiefni úr jurtum þar í landi. Hann hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda hér á landi. Breytti engu Hin nýja rannsókn á sólhattinum var birt í The New England Journ- al of Medicine fyrir skemmstu. Kvefvírus var sprautað inn um nef 437 manns. Vikuna á undan höfðu sumir tekið sólhatt en aðrir töflur með enga virkni, svokallaða lyf- leysu. Þátttakendur voru lokaðir af í 5 daga meðan þeir voru grandskoðaðir. Í ljós kom að eng- inn munur var á þeim sem tekið höfðu sólhatt og hinum. Þeir fyrr- nefndu voru alveg jafnlíklegir til að fá kvef og hinir síðarnefndu og einkennin voru alveg jafnslæm. Til að kanna virkni sólhatts eftir að kvef hefur gert vart við sig var hópi þátttakenda gefinn sólhattur þegar hann var kominn með vírus- inn. Samanburðarhópur fékk lyf- leysu. Í ljós kom að sólhatturinn skipti engu máli um framgang kvefsins. Dr. Ronald B. Turner, sem fór fyrir rannsakendum, segir nið- urstöðurnar afar athyglisverðar. Hópurinn hefði við bestu mögu- legu kringumstæður reynt að fá sólhattinn til að virka en hann hefði einfaldlega ekki gert það. Aðrir í rannsóknarhópnum sögðu að æskilegt væri að endurtaka rannsóknina og þá með öðrum af- brigðum af sólhatti og öðrum skammtastærðum. Dr. Turner full- yrti hins vegar að fólk skyldi ganga út frá því að sólhattur virk- aði ekki – þangað til einhver sann- aði beinlínis að hann gerði það. Það væri öfugt við það sem fólk hefði gert hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.