Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 23
ERLENDUR Hjaltason,
forstjóri Exista ehf., sem er
stærsti hluthafinn í Skiptum
ehf. með 45%
eignarhlut,
sagði að þeir
væru mjög
ánægðir með
kaupin á
Símanum.
„Við skoð-
uðum Símann sem fyrirtæki
mjög vel og gaumgæfilega
og komumst að þeirri nið-
urstöðu að þetta verð, sem
við buðum, væri sanngjarnt
verð fyrir fyrirtækið, bæði
fyrir kaupendur og selj-
endur og við erum ánægðir
með það verð,“ sagði Erlend-
ur.
„Fyrirtækið er geysilega
sterkt, öflugt og gott og á sér
mikla framtíðarmöguleika.
Við munum setjast niður
með stjórnendum og starfs-
mönnum félagsins í fram-
haldinu og fara yfir hvaða
möguleika við sjáum í spil-
unum,“ sagði hann enn-
fremur.
Erlendur sagði að það sem
næst gerðist í þessum efnum
væri að skrifað yrði undir
endanlegan kaupsamning
næstkomandi föstudag. Í
framhaldi af því myndi Sam-
keppnisstofnun fá málið til
meðferðar og skera úr um
það að þeirra hópur væri
hæfur til þess að eignast fé-
lagið. Þegar því ferli væri
lokið myndu þeir fá fyr-
irtækið afhent endanlega og
það gæti tekið allt að sjö vik-
um. Aðspurður hvort fyrir
lægi hvernig staðið yrði að
sölu á hlutafé í Símanum til
almennings sagði Erlendur
að í þeim kaupsamningi sem
þeir hefðu gert væri ákvæði
um að selja ætti 30% af fé-
laginu fyrir árslok 2007. „Við
munum auðvitað standa við
það. Hvenær það verður
gert á því tímabili höfum við
ekki ákveðið,“ sagði hann.
Hann bætti því við að það
væri heldur ekki ákveðið á
hvaða verði það hlutafé yrði
selt. Það myndi koma í ljós
og ylti að sjálfsögðu á því
hvernig félaginu vegnaði og
fleiri atriðum.
„Það eru mjög spennandi
tímar framundan. Fjar-
skiptasviðið er mjög lifandi
og skemmtilegt. Við erum
fegnir að þessu ferli er öllu
lokið með þessum hætti.
Þetta er búin að vera mikil
vinna og okkar lið hefur
staðið sig geysilega vel í öll-
um undirbúningnum,“ sagði
Erlendur einnig.
Hann sagði að hlut-
hafahópurinn væri sam-
hentur. Einkavæðingarferlið
hefði verið mjög umdeilt í
upphafi en eftir að fyrsta boð
hefði verið sent inn hefði ver-
ið skorið úr um það að nið-
urstaðan réðist af því hver
ætti hæsta boð í fyrirtækið
og önnur sjónarmið myndu
ekki hafa áhrif í þeim efnum
og þeir gætu ekki annað en
verið sáttir við það.
Erlendur Hjaltason, forstjóri
Exista ehf., um kaupin
Tel verðið sann-
gjarnt fyrir
báða aðila
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 23
hófst í ársbyrjun 2004 með gerð
áreiðanleikakönnunar og verðmats
á fyrirtækinu. Var ráðgjafa- og
fjármálafyrirtækið Morgan Stanley
fengið til að vera ráðgefandi við
söluna að undangengnu útboði. Var
ákveðið í samræmi við ráðgjöf þess
að hafa söluferlið tvíþætt. Var fyrst
leitað eftir óbindandi tilboðum og
bárust alls fjórtán slík tilboð og
stóðu að baki þeim 37 innlendir og
erlendir fjárfestar. Tólf af þessum
fjórtán uppfylltu skilyrði nefndar-
innar og var boðið að taka þátt í
síðara stigi söluferlisins, en þá stóð
fjárfestunum til boða að kynna sér
rekstur Símans betur í gegnum
heimsóknir og áreiðanleikakannan-
ir og gera á grundvelli þess bind-
andi tilboð í Símann. Endanleg nið-
urstaða varð sú að þrjú bindandi
tilboð bárust frá ofangreindum 17
fjárfestum.
Langt og strangt
Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu boðaði til fréttamanna-
fundar eftir að niðurstaða tilboð-
anna lá fyrir, þar sem meðal annars
var farið yfir ýmis atriði í tengslum
við söluferlið. Jón Sveinsson sagði
að það hefði verið langt og strangt.
Hann rifjaði upp að það hefði hafist
1999 og staðið með hléum síðan.
Hann sagði að sú upphæð sem
fengist fyrir Símann væri að mati
framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu góð og þá bæri einnig að líta
til þess að fyrr á þessu ári hefðu
verið teknir út úr fyrirtækinu 6,3
milljarðar króna í þágu hluthaf-
anna sem arður, sem ekki hefði áð-
ur verið gert í jafnríkum mæli
Jón sagði að nú lægi fyrir af
hálfu nefndarinnar, eftir að þessi
niðurstaða væri fengin, að ljúka
lokafrágangi á kaupsamningi.
Hann lægi fyrir í öllum meginatrið-
um, en bjóðendur hefðu skilað inn
drögum að kaupsamningi í fyrra-
dag sem væru árituð af þeim, þann-
ig að kaupsamningurinn væri tilbú-
inn í grundvallaratriðum. Gert væri
ráð fyrir að hann yrði undirritaður
í Þjóðmenningarhúsinu næstkom-
andi föstudag og í framhaldi af því
gerðu lög um samkeppniseftirlit
ráð fyrir því að kaupandinn sendi
inn tilkynningu um kaupin. Sam-
keppniseftirlitið myndi síðan taka
það til sérstakrar skoðunar og
kanna hvort einhver samkeppnis-
sjónarmið þyrftu að koma til at-
hugunar, en framkvæmdanefnd um
einkavæðingu hefði kannað það
ásamt lögfræðingum sínum sér-
staklega og teldi ekki ástæðu til að
ætla að það tefði málið. Að mati
nefndarinnar ætti niðurstaða að
geta legið fyrir í síðari hluta ágúst-
mánaðar og þá hægt að ganga end-
anlega frá kaupunum með greiðslu
kaupverðs og afhendingu hluta-
bréfanna.
Jón sagði aðspurður að ýmsar
skýringar hefðu komið fram á því
af hverju ekkert bindandi tilboð
hefði komið frá útlöndum, en hann
hefði skynjað það fljótt að erlendir
fjárfestar hefðu haft áhyggjur af
því að íslensku fjárfestarnir myndu
ganga lengra í því að bjóða hátt
verð en þeir væru tilbúnir til og
þess vegna hefðu þeir ef til vill ekki
verið tilbúnir að leggja í þann
kostnað og fyrirhöfn sem fylgdi því
að fylgja þessu ferli til enda. Önnur
skýring gæti verið sú að Síminn
væri einfaldlega ekki nógu stórt
fyrirtæki fyrir stóra erlenda fjár-
festingasjóði og í þriðja lagi kynnu
þær takmarkanir sem settar hefði
verið varðandi eignarhald að hafa
haft neikvæð áhrif á þá.
boðin og ganga úr skugga um að
þau samrýmdust útboðsskilmálum.
Fulltrúar þessara þriggja bjóðenda
fóru einnig afsíðis í sérstök her-
bergi og biðu niðurstöðu nefndar-
innar. Um klukkustundu síðar,
þegar framkvæmdanefnd um
einkavæðingu hafði lokið athugun á
tilboðunum, tilkynnti Jón Sveins-
son, formaður nefndarinnar, að
fjármálaráðherra sem fer með
eignarhlut ríkisins í Símanum,
hefði í samráði við ráðherranefnd
um einkavæðingu samþykkt tillögu
framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu að taka tilboði hæstbjóðanda í
hlut ríkisins í Símanum.
Jafnframt kom fram að nýjum
eigendum væri skylt að uppfylla
skilyrði vegna sölunnar um að eng-
inn einn einstakur aðili, skyldir eða
tengdir aðilar, eignaðist stærri hlut
í Símanum en 45% fram að skrán-
ingu félagsins í Kauphöllinni og að
ekki minna en 30% af heildar-
hlutafé félagsins yrði boðið almenn-
ingi og öðrum fjárfestum til kaups
ekki seinna en fyrir árslok 2007.
Yfirstandandi söluferli Símans
em send var
ð hafði að til-
að kaupin
hluta lands-
þeirra í líf-
ss sem stefnt
allista Kaup-
ta lagi fyrir
skráningunni
s banka boð-
fjárfestum til
járfestahóps-
ur það jafn-
n eigi áfram
standa mun
bera fyllsta
og starfs-
er það ljóst
s eru undir-
rangurs síð-
ýrra eigenda
framúrskar-
skiptavini og
mans á fjar-
ennfremur.
lboðanna fór
m einkavæð-
fara yfir til-
sins í Símanum í stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar
eða 18% mun-
lægsta tilboði >"
"7
#
4
8"
9#B
#
=.
B'
#
C)
#
:("
#
8'
#
;&''
#
: '
#
9
#
9D
#
E
CF
4 (
#
:7
#
27$
(
#
GHE
27
9&'
E
A
#
; B'
#
E
: &)' E
:'
&)' )7
'
("'
: 1!E
E
E
! E
1 HE
! E
1 E
! E
G E
G E
E
? & E
I
&)'
Morgunblaðið/Sverrir
Hjaltason, forstjóri Exista, handsala kaupin.
JÓN Sveinsson, formaður
framkvæmdanefndar um
einkavæðingu, sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið vera
mjög sáttur
við þau tilboð
sem bárust í
Símann, sér-
staklega
hæsta tilboðið.
„Ég vil ekki
segja að þetta
sé umfram væntingar, en ef
maður ber þetta saman við
þau tilboð sem bárust árið
2001 og reyndar þá gagnrýni
sem sett var fram á þeim
tíma að verðið hefði verið
alltof hátt, þá er þetta gott
verð. Ég held að það hljóti
allir að sjá það í dag að sú
ákvörðun sem ríkið tók á
þeim tíma að fresta sölunni
heldur en að selja á jafn lágu
verði og ýmsir töluðu um þá,
hafi verið skynsamleg, eink-
um í ljósi þeirra tilboða sem
komu hér inn í dag,“ sagði
Jón.
Hann bætti því við, að-
spurður, að framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu hefði
lagt sig fram um að hafa ferl-
ið eins faglegt og nokkur
kostur væri. Reynt hefði ver-
ið að hafa ferlið opið og gagn-
sætt og hafa bein samskipti
við bjóðendur og fjölmiðla
þannig að allir væru ná-
kvæmlega upplýstir um hvað
væri að gerast. „Ég vonast til
þess að okkur hafi tekist það.
Enn sem komið er, að
minnsta kosti, höfum við ekki
fengið miklar gagnrýn-
israddir út af fyrirkomulag-
inu. Það skiptir auðvitað
gríðarlega miklu í svona
stóru máli að það sé hafið yfir
allan vafa,“ sagði Jón.
Matskennd atriði
afgreidd áður
Hann sagði að í þessu til-
viki hefði nefndin ákveðið að
afgreiða öll svokölluð mats-
kennd atriði áður. Þannig
hefði legið alveg ljóst fyrir
hverjir uppfylltu þær kröfur
sem settar hefðu verið og að
því frágengnu hefði það ein-
göngu verið verðið sem réð
úrslitum.
Jón sagði að endanlegur
frágangur kaupanna,
greiðsla kaupverðsins og af-
hending hlutabréfanna, biði
þess að samkeppniseftirlitið
skilaði niðurstöðum sínum í
framhaldi af því að kaupand-
inn sendi inn tilkynningu um
kaupin samkvæmt sam-
keppnislögum. Það ætti ekki
þurfa að taka mjög langan
tíma þar sem hér væri um
innlenda aðila að ræða.
„Við erum að vonast til
þess að það verði núna í síð-
ari hluta ágústmánaðar að
það takist að ljúka því öllu,
þannig að verkefninu verði
lokið,“ sagði Jón einnig.
Jón Sveinsson, formaður
einkavæðingarnefndar
Sáttur við til-
boðin í Símann
dlega ekki
nn niðurstöð-
ði. „Nei,
fyrir mörg-
bréfamark-
bara önnur
málaráð-
með sölu-
rð sem feng-
fyrir hann.
mjög
ur með það
g þetta ferli
þróast og að
uli hafa bor-
na gott til-
m við höfum
fyllilega
ög viðunandi
rt verðið sé í
ar segir
eið að segja
hversu hátt
skanir voru
og lægri.
arkaðurinn
þessu fyr-
Ekkert fyr-
irtæki er verðmætara heldur en
það sem einhver annar er tilbúinn
að borga fyrir það.“
Geir segir að söluferli Símans
hafi gengið mjög vel. „Það var vel
að því staðið í hvívetna enda höf-
um við notið góðrar ráðgjafar
bæði frá Morgan Stanley og ýms-
um innlendum aðilum. Og einka-
væðingarnefndin hefur staðið sig
með mikilli prýði í þessu máli.“
un-
GUNNLAUGUR Jónsson, ráðgjafi
Nýja símafélagsins ehf., segir að
hæsta tilboðið í Símann hafi í
sjálfu sér ekki
komið á óvart.
„Maður var í sjálfu
sér búinn að gera
sér í hugarlund að
verðið gæti verið
svona hátt, að því
leyti kom það ekki
á óvart,“ segir hann. Tilboð Nýja
símafélagsins hljóðaði upp á rúma
54,6 milljarða króna. Var það
18,03 prósentustigum lægra en
hæsta tilboð. Gunnlaugur segir að-
spurður að tilboð síns hóps hafi
verið það hæsta sem hópurinn hafi
verið til í að bjóða, að minnsta
kosti í fyrsta tilboði. „Þetta var
það sem menn voru til í að bjóða
miðað við stöðuna,“ útskýrir hann.
Inntur eftir því hvort hópurinn
hefði verið til í að hækka tilboðið,
ef komið hefði í ljós að hann hefði
verið innan við fimm prósentustig-
um frá hæsta tilboði segir hann:
„Það hefði ef til vill gerst, en það
var ekki búið að ákveða það end-
anlega.“
Gunnlaugur segist almennt mjög
ánægður með einkavæðingu Sím-
ans. „Ég held að þetta sé fyr-
irtækinu til heilla og þjóðinni allri.
Ég vona líka að þetta verði kaup-
endunum til heilla og að þeir
hagnist vel á þessari fjárfestingu.
Ég held líka að seljandinn geti
verið mjög ánægður með það sem
hann fær og ég vona að hann noti
peningana vel í að lækka skatta.“
Gunnlaugur Jónsson
Seljandinn geti
verið ánægður
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráð-
herra segir að niðurstaðan í Símasöl-
unni sé mjög jákvæð fyrir ríkissjóð.
Söluverðið hafi verið heldur hærra en
hann hafi reiknað með. Aðspurður
segir hann að það verði rætt innan
stjórnarflokkanna á næstu vikum og
mánuðum hvernig andvirðinu verði
ráðstafað.
„Mér finnst niðurstaðan mjög já-
kvæð fyrir ríkissjóð,“ segir hann.
„Við héldum símafund [í gær], þ.e.
ráðherranefnd um
einkavæðingu og
framkvæmdanefnd
um einkavæðingu,
þar sem einkavæðing-
arnefnd lagði til við
fjármálaráðherra og
ráðherranefndina að
ganga til samninga við hæstbjóð-
anda. Fjármálaráðherra féllst á það
að höfðu samráði við ráðherranefnd-
ina.“
Hann segir að einkavæðing-
arnefnd hafi staðið einstaklega vel að
málum. „Ég held að allir geti verið
ánægðir með það.“ Aðspurður segist
hann mjög sáttur við verðið. „Það
verður að hafa í huga að það eru jafn-
framt teknar yfir verulegar skuldir;
yfir sjö milljarðar. Auk þess var arð-
greiðslan í ár miklu hærri en venju-
legt er, þ.e. milli sex og sjö millj-
arðar. Þannig að það er búið að taka
nokkurt fjármagn með þeim hætti út
úr fyrirtækinu af hálfu ríkissjóðs.“
Inntur eftir því hvað eigi að gera
við söluandvirðið segir hann: „Ýmsar
hugmyndir eru á lofti. En það er ljóst
að þetta styrkir stöðu ríkisins veru-
lega og gerir okkur kleift að ráðast í
viðfangsefni sem við annars hefðum
ekki getað farið í. En það verður
fjallað um það á næstu vikum og
mánuðum.“
Halldór Ásgrímsson
Niðurstaðan
jákvæð
SJÁ SÍÐU 24