Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 27
MINNINGAR
til lífsins og þeim styrk, réttsýni,
dugnaði og sjálfsbjargarviðleitni sem
einkenndi hana. Það var alltaf gott og
auðvelt að leita til hennar. Okkur er
mjög minnistætt hve mikils virði það
var að hennar naut við þegar faðir
okkar lést fyrir fjórum árum.
Amma lifði tímana tvenna og hefur
upplifað ýmislegt, og víst er að margt
hefur gjörbreyst á hennar lífsleið.
Þrátt fyrir það náði hún alltaf að
fylgjast vel með því sem var að gerast
og það var hægt að tala við hana um
allt mögulegt. Hún reyndi m.a.s. að
skilja sms-skilaboð og internetið.
Það hefur verið fastur punktur í til-
verunni að heimsækja ömmu, allt frá
því að við vorum litlar og sátum á eld-
húsgólfinu hjá ömmu og afa í Espi-
gerði og glömruðum á öll eldhúsáhöld
heimilisins. Heimili ömmu hefur í
gegnum tíðina verið okkur griðastað-
ur frá annríki hversdagslífsins og hjá
henni ríkti mikill friður og ró. Við sát-
um oft og spjölluðum, spiluðum
rommí og gæddum okkur á nýbök-
uðum pönnukökum.
Amma var mikil stoð og styrkur
fyrir alla fjölskylduna og öll barna-
börnin áttu vísan stað í hjarta hennar.
Þau voru ófá skiptin sem hún kveikti
á kerti og hugsaði til okkar þegar eitt-
hvað sérstakt var um að vera. Einnig
dró hún oft fram gömlu landabréfa-
bókina til að sjá hvar fólkið hennar
var niðurkomið því tíð hafa ferðalögin
verið í fjölskyldunni. Hún átti orðið
heilmikið safn bréfa og korta sem
henni hafa verið send hvaðanæva úr
heiminum.
Ömmu fannst nauðsynlegt að hafa
eitthvað fyrir stafni og hélt þannig
huganum gangandi alla tíð. Hún
minntist þess oft hvað fötluðu börnin
sem hún kenndi voru ánægð þegar
þau höfðu eitthvað við að vera. Amma
hafði til að bera mjög sérstaka hæfi-
leika til ýmiss handverks. Það er
ótrúlegt hvað hún allt fram á síðasta
dag fann sér eitthvað til dundurs og
var þá hvað fallegast það sem kom frá
henni sjálfri. Hugur hennar var
ótæmandi brunnur hugmynda og hún
hafði til að bera sérstaka sköpunar-
gleði. Heimili hennar sem og allra í
fjölskyldunni bera gott vitni um list-
ræna hæfileika hennar og hún skilur
eftir sig ógrynni af fallegu og fjöl-
breyttu handverki.
Elskuleg amma okkar kveður með
mikilli reisn eftir að hafa átt langa og
góða ævi. Hún var hvíldinni fegin og
það er gott að hugsa til þess að nú sé
hún komin til afa og pabba. Fyrir
hönd móður okkar er starfsfólki
Droplaugarstaða þökkuð umhyggja
og hlýja. Guð blessi og varðveiti
minningu ömmu.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Kristín og Gerður
Guðmundsdætur.
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
Í gegnum móðu’ og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
(Davíð Stefánsson.)
Kveðja,
Sveinn Rúnar Jónsson og
Þorbjörg Jónsdóttir,
Hilmar Bjarnason og Guðrún
Hilmarsdóttir.
✝ Guðrún Kon-ráðsdóttir fædd-
ist á Ytri-Tröð í
Eyrarsveit á Snæ-
fellsnesi 24. júlí
1918. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 22. júlí síðastlið-
inn. Hún var yngsta
barn hjónanna El-
ísabetar Stefáns-
dóttur Hjaltalín, f.
23.7. 1877, d. 11.10.
1966, og Konráðs
Jónssonar, f. 18.2.
1883, d. 19.4. 1919.
Systkini Guðrúnar voru: Guð-
laugur Stefán Hjaltalín, f. 1907,
d. 1922, Pétur, f. 1909, d. 2000,
Jón, f. 1911, d. sama ár, Olga
Fanney, f. 1913, d. 2001 og Guð-
berg, f. 1915, d. 1968. Hálfsystir
Guðrúnar, sammæðra, var Helga
Hjartardóttir, f. 1905, d. 1990.
Guðrún giftist 12. júlí 1940
Kristni Guðbrandssyni, f. 24.6.
1911, d. 4. maí 1983, frá Skálm-
holti, í Villingaholtshreppi í Ár-
nessýslu. Foreldrar hans voru
Hólmfríður Hjartardóttir, f.
1873, d. 1945 og Guðbrandur
Tómasson, f. 1864, d. 1941. Guð-
rún og Kristinn eignuðust þessi
börn: 1) Hlöðver, f. 25.1. 1940,
maki Hildur Bóasdóttir, f. 4.12.
1941, d. 19.3. 1987, en sonur
þeirra er Hermann, f. 1966. Sam-
býliskona Hlöðvers er Margrét
Eyþórsdóttir, f. 4.8. 1936. 2) El-
ísabet Hjaltalín, f. 9.5. 1942, maki
Haraldur Henrysson, f. 17.2.
1938, sonur þeirra er Ásgeir
Kristinn, f. 1981. 3) Kristín Hólm-
fríður, f. 1.5. 1946, maki Victor
Knútur Björnsson,
f. 18.9. 1946, synir
þeirra eru Björn
Ingi, f. 1974, Krist-
inn Rúnar, f. 1977,
Victor Knútur, f.
1981 og Ófeigur
Orri, f. 1983. 4)
Svavar, f. 31.7.
1960, maki Karólína
Sesselja Hróðmars-
dóttir, f. 28.2. 1962,
börn þeirra eru
Andri, f. 1984, Íris
Brá, f. 1989 og
Bjarki, f. 1995.
Barnabarnabörn Guðrúnar eru
sjö. Frænka Guðrúnar, Elísabet
Hauksdóttir, f. 30.11. 1949, dvald-
ist einnig mikið á heimili hennar
á barnsaldri, en maður hennar
var Gestur Breiðfjörð Sigurðs-
son, f. 2.10. 1943, d. 23.3. 2004, og
eiga þau fjögur börn.
Guðrún og Kristinn bjuggu
alltaf í Reykjavík, lengst í Stóra-
gerði 18. Á yngri árum vann Guð-
rún hjá ullarverksmiðjunni Ála-
fossi en síðan helgaði hún sig
húsmóðurstörfum. Kristinn starf-
aði sem verkamaður, lengst hjá
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni Kletti í Reykjavík. Eftir að
börnin voru öll komin á legg hóf
Guðrún að starfa sem gæslukona
á barnaleikvöllum Reykjavíkur-
borgar og vann þar í um 15 ár.
Síðustu árin, áður en hún flutti að
Hrafnistu í Reykjavík 2002, bjó
hún í sama húsi og yngsti sonur
hennar og fjölskylda hans. Útför
Guðrúnar fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Við fráfall tengdamóður minnar,
Guðrúnar Konráðsdóttur, eru horfin
á braut öll börn og tengdabörn for-
eldra hennar, svo og tengdaforeldra.
Það er himinn og haf milli þeirra lífs-
skilyrða, sem þessi kynslóð bjó við í
uppvexti sínum og þeirra, sem við
njótum nú. Þetta minnti Guðrún af-
komendur sína oft á, er henni fannst
þeir vanmeta þau gæði, er bjóðast í
dag. Hún missti föður sinn innan við
eins árs aldur og tók móðir hennar þá
við búskap, lengst af að Mýrhúsum í
Grundarfirði. Má nærri geta að lífs-
baráttan var þá oft hörð. Guðrún
hugsaði oft til heimahaganna og var
henni kappsmál að afkomendur
hennar vissu um uppruna sinn og lífs-
kjör forfeðranna.
Guðrún fór ung til Reykjavíkur í
atvinnuleit og vann um hríð við ull-
arverksmiðjuna að Álafossi. Þar
kynntist hún Kristni Guðbrandssyni,
sem varð eiginmaður hennar, og
bjuggu þau ætíð í Reykjavík. Vinnu-
dagur Kristins var oft erfiður og
strangur, en hann var einstaklega
ósérhlífinn og samviskusamur í öllum
sínum störfum. Heimili þeirra var
hlýlegt og fallegt og bar ekki síst vott
um natni Guðrúnar og myndarskap.
Hún var mikil hannyrðakona og naut
heimilið þess. Á seinni árum bar Guð-
rún sig eftir því að læra listmálun og
leirkeraskreytingu og komu margir
fallegir munir frá henni. Meðal ann-
ars hnýtti hún teppi með Krists-
mynd, er hún gaf Grafarvogskirkju
fyrir nokkrum árum og hangir mynd-
in uppi í húsakynnum kirkjunnar.
Hér skal einnig nefnt að Guðrún
var einstaklega hjálpsöm og tók
nærri sér ef hún vissi að einhver stóð
höllum fæti. Heimili þeirra Kristins
stóð ávallt opið bæði vinum og vanda-
mönnum og voru þeir æði margir er
nutu þess í tímans rás.
Á kveðjustund hugsa ég með þakk-
læti til tengdamóður minnar fyrir
hlýhug og vináttu í minn garð. Hún
var og ákaflega umhyggjusöm og ást-
úðleg amma og langamma og allt til
hins síðasta fylgdist hún vel með
hvernig afkomendum hennar vegn-
aði. Blessuð sé minning hennar.
Haraldur Henrysson.
Kæra amma. Ég velti því fyrir mér
lengi vel hvað ég ætti að segja til
minningar um þig og satt best að
segja komu svo margar minningar
upp í hugann að ég hreinlega átti erf-
itt með að koma því niður á blað.
Því miður var ég aðeins 2 ára gam-
all þegar við misstum Kristin afa og
það eina sem ég hef til minningar um
hann er mynd af okkur saman sem
hefur átt sinn fasta stað síðan ég man
eftir og það mun aldrei breytast. En
ég veit ekki hvernig það hefði verið ef
ég hefði aldrei fengið að kynnast þér.
Á mínum yngri árum fannst mér allt-
af hápunktur dagsins ef ég var að
fara með foreldrum mínum í heim-
sókn til ömmu, tala nú ekki um þegar
ég fékk að gista og horfa á hvað sem
ég vildi í sjónvarpinu og leika mér
með leikföngin mín langt fram á
kvöld. Og sömu ánægju sá ég í augum
sonar míns þegar hann kom með í
heimsókn í Hrísrimann þar sem þú
og Svavars fjölskylda bjugguð. Þaðan
á ég margar góðar minningar, bæði
með þér og Andra og Írisi Brá. Alltaf
gafstu okkur barnabörnunum góðar
gjafir, þú hugsaðir alltaf um okkur á
undan sjálfri þér. Og sama hvaða
vandamál komu upp í fjölskyldunni,
við gátum alltaf komið til þín og
vandamálin hurfu eins og skot, þú
lifðir fyrir fjölskylduna, ekki sjálfa
þig. Þú settir okkur alltaf í fyrsta,
annað og þriðja sæti.
Það er ótalmargt sem mig langar
til að segja við þig og hefði líklega átt
að gera það fyrir löngu, en ég er viss
um að þú veist þetta allt saman. En
ég vil þó að þú vitir að ég sársé eftir
að hafa ekki endurgoldið þér vænt-
umþykjuna með því verja meiri tíma
hjá þér síðustu ár og sérstaklega
núna síðustu mánuði, sem ég veit að
voru þér mjög erfiðir. Því ég veit að ef
ég lægi rúmfastur vegna veikinda
værir þú hjá mér eins mikið og þú
gætir.
Minning þín mun lifa áfram í mér,
Aroni Inga og komandi ættliðum, þín
verður sárt saknað, elsku amma mín,
vona að þú munir finna hvíld og ró hjá
Kristni afa.
Ásgeir Kristinn Haraldsson.
Ástkær amma mín og verðandi
langamma barns míns …
Nú þegar þú hefur kvatt þá renna
svo margar minningar upp, bæði í
huga mér og í daglegu lífi. Málið er að
við erum búin að vera saman frá því
að ég fæddist. Ég man eftir því þegar
við fórum saman út á gæsluvöll og
lékum okkur saman í sandkassanum
og man hvað við eyddum óhemju-
löngum tíma saman á gólfinu í bíla-
leik. Þú varst alltaf til í að gera hvaða
vitleysu sem mér datt í hug. Svo var
ég svo heppinn að þú fluttir á neðri
hæðina hjá okkur uppi í Grafarvogi,
þar gátum við eytt enn meiri tíma
saman. Þú varst ótrúleg, það var
sama hvað við vorum mikið saman,
þú gast alltaf kennt mér eitthvað nýtt
og nytsamlegt. Við gengum saman í
gegnum erfiðleika hvors annars og
alltaf stóðum við uppi sem sigurveg-
arar. En allt tekur enda, en þú verður
samt alltaf hjá mér.
Amma mín, þegar ég hugsa um
setninguna að „ömmur séu englar“
þá veit ég að þetta er satt því þú ert
engillinn minn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku amma þú kenndir mér þessa
bæn og ég mun kenna mínum börn-
um hana. Nú kveð ég þig með söknuði
en veit samt að nú líður þér mikið bet-
ur og nú ertu hjá Kidda afa á miklu
betri stað.
Blessuð sé minning þín.
Andri Svavarsson.
Elsku amma mín.
Það eru svo margar minningar
sem við eigum saman sem mér þykir
svo vænt um. Ég á aldrei eftir að
gleyma þeim. En lífið tekur enda og
nýtt líf kemur í staðinn fyrir það líf
sem hefur kvatt. Ég veit að þig hefur
langað að fara í nokkur ár en guði sé
lof að þú fékkst nokkur ár í viðbót hjá
okkur.
Ég man þegar þú horfðir alltaf á
okkur leika okkur í garðinum, þér
þótti það svo gaman, og ef einhver
meiddi sig komst þú alltaf út að
hugga. Þú varst „amman“ í götunni.
Þú kenndir mér svo margt, eins og
að prjóna og biðja bænir, sem á eftir
að gagnast mér alla mína ævi.
Ég man þann tíma að ég kom á
hverjum degi til þín og allt það sem
við gerðum saman, þótt stundum hafi
það ekki verið meira en að horfa á
sjónvarpið með þér.
Ég mun sakna þín alla daga, en
veit samt að þú ert hjá mér.
Kveðja,
Íris Brá Svavarsdóttir.
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
mæta konu, Guðrúnu Konráðsdóttur.
Guðrún var gift yngsta föðurbróður
mínum, Kristni Guðbrandssyni, sem
lést fyrir mörgum árum langt um ald-
ur fram. Sá missir var henni mjög
erfiður en hún átti börnin sín að ann-
ast og jafnframt að styðjast við og líf-
ið hélt áfram. Guðrún var greind
kona, lífsglöð og orðheppin, hlátur-
mild og hafði jákvætt viðhorf til lífs-
ins. Hún var falleg kona, ávallt grönn
og spengileg og bar sig vel. Ég minn-
ist hennar sérstaklega frá yngri ár-
um hennar. Þá bjuggum við um ára-
bil í sama húsi, sem þeir bræður
Kristinn og Friðbjörn faðir minn
höfðu byggt sér og fjölskyldum sín-
um. Síðar þegar börnin uxu úr grasi
keyptu þau Guðrún og Kristinn sér
stærra og glæsilegra húsnæði. Þá
varð nálægðin ekki eins mikil. Guð-
rún var ákaflega ræktarsöm og
trygglynd. Það sannaðist þegar faðir
minn í hárri elli dvaldist á Eir, dval-
arheimili aldraðra. Þá bjó Guðrún í
Grafarvoginum hjá syni sínum Svav-
ari. Hún lagði það á veikt hjarta að
ganga upp á Eir reglulega til að
heimsækja mág sinn. Þar hittumst
við oft og áttum góðar stundir saman
og rifjuðum upp liðna tíð. Margs var
að minnast og faðir minn og hún
skemmtu sér konunglega við þær
upprifjanir. Þessar heimsóknir voru
föður mínum afar kærar og styttu
honum stundir í þeirri einsemd sem
fylgir því að verða gamall og flestum
gleymdur. Fyrir þessa ræktarsemi
verð ég Guðrúnu ævinlega þakklát.
Síðustu árin naut hún umönnunar og
umhyggju Elísabetar dóttur sinnar,
sem var henni alltaf afar kær og náin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Blessuð sé minning Guðrúnar
Konráðsdóttur.
Hólmfríður Friðbjörnsdóttir.
GUÐRÚN
KONRÁÐSDÓTTIR
Elsku amma.
Nú ertu komin til Kidda
afa.
Guð og englarnir passi
ykkur bæði.
Þinn
Bjarki.
HINSTA KVEÐJA
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem á einn
eða annan hátt auðsýndu okkur samúð, styrk og
nærveru við fráfall sonar okkar og bróður,
ÞORSTEINS VÍÐIS VALGARÐSSONAR,
Hringbraut 114,
Reykjavík.
Valgarður Ármannsson, Elínborg J. Þorsteinsdóttir,
Margrét S. Valgarðsdóttir,
Einar Ármann Valgarðsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, sonur, bróðir og mágur,
ÞÓRÐUR JÓN GUÐLAUGSSON
fv. útibússtjóri Sparisjóðs Norðfjarðar
á Reyðarfirði,
Ljárskógum 5,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 23. júlí sl., verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði miðvikudaginn 3. ágúst kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas,
sími 551 5606.
Brynhildur Garðarsdóttir,
Gunnar Ármannsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Guðlaugur Jón Þórðarson, Erna Mjöll Grétarsdóttir,
Helgi Þórðarson, Anna Ósk Óskarsdóttir,
Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir,
Gabríel Ingi Helgason,
Gunnar Þór Bergsson,
Guðlaugur B. Þórðarson, Sjöfn Lára Janusdóttir,
Janus Guðlaugsson, Sigrún Knútsdóttir,
Kristinn Guðlaugsson, Hanna Ragnarsdóttir.